Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu um 11,5 millj- örðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir þrjá milljarða. Úr- valsvísitalan hækkaði um 0,5% og er hún 5.246 stig. Bréf Össurar hækk- uðu mest, 2,6%, en bréf Straums Burðaráss lækkuðu hins vegar mest, eða um 0,6%. Enn hækkar úrvalsvísitalan ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í nóvember námu um 5,9 milljörðum króna, sem er um 48% aukning frá því í fyrra. Sjóðurinn hefur lánað samtals um 69 milljarða það sem af er ári, sem er umfram heildarútlán síðasta árs. Í mánaðarskýrslu ÍLS segir að samkvæmt endurskoðuðum áætl- unum sé gert ráð fyrir að útlán á þessu ári muni nema 72,6 millj- örðum. Líklegt verði að teljast að út- lánin verði umfram áætlanir. Útlán Íbúðalánasjóðs yfir áætlunum ● INGÓLFUR Helgason, for- stjóri KB banka á Íslandi, keypti í gær 400 þúsund hluti í bankanum á genginu 665. Kaupverðið er samkvæmt því 266 milljónir króna. Alls á Ingólfur nú ríflega 2,8 millj- ónir hluta í bankanum en jafnframt á hann kauprétt að 60 þúsund hlutum til viðbótar auk þess sem hann á sölurétt að 750 þúsund hlutum. Keypti í KB banka fyrir 266 milljónir ● LYFJAFYRIRTÆKIÐ Actavis hefur sett á markað sykursýkilyfið Glimep- iride en það er fyrsta sykursýkilyf fé- lagsins, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu. Lyfið, sem er blóðsykurslækkandi, verður mark- aðsett undir merkjum Actavis í Dan- mörku, Finnlandi og Eystrasaltsríkj- unum. Þá mun Medis, dótturfélag Actavis, selja það til annarra lyfjafyr- irtækja í átta löndum. Lyfið er þróað og framleitt í verksmiðju Actavis á Möltu og mun það vera fyrsta lyfið þaðan sem er sett á markað. Actavis með nýtt lyf á markað                !  "# #        !"# $%             !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21'$  3            /) & $%  #/ )2$   4 - $%   ,    $  56-2  7! '8$  9:  $ 9- -/ ;<!! $!/ ) ) $  = $$  ) $     ! "  #$  - % ><22)  . 1? ! .) $%  # %& '( 4@>A .B)   ) -)    0    0  0   0     0 0 0    0 0 0 0    -< $! 1 <  ) -) 0  0  0 0 0  0  0 0 0   0 0 0 0  0 0   0 0 0 0 0 0 0 C DE 0 C DE 0 0 0 C  DE 0 C DE 0 0 C 0 DE C DE 0 0 0 0 C DE 0 C 0 DE 0 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ ; ') B  %! F * .    0     0    0   0     0 0 0       0 0 0                                                           = )   B +8   ;# G !$  2 %  )   0   0 0  0  0 0 0     0 0 0   FRANSKIR neytendur munu um jólahátíðina snæða um 600 tonn af gæsa- og andalifur (foie gras) og 2.400 tonn af niðursneiddum reykt- um laxi, gangi áætlanir franska lúx- usvörufyrirtækisins Labeyrie eftir. Rétt ár er frá því Labeyrie komst í eigu íslenskra aðila, SÍF Group, sem keyptu það á 280 milljónir evra, á þriðja tug milljarða króna. „Hlutdeild okkar á markaðnum hefur vaxið á undanförnum árum og við ætlum okkur að auka hana enn frekar í framtíðinni. Vöxtinn má að hluta rekja til stöðugrar vöruþróun- ar og nýjunga í vöruframboði,“ segir Michel Laffon, markaðsstjóri Lab- eyrie í Frakklandi, í samtali við Morgunblaðið í París í gær. Labeyrie er risi á markaði hátíða- matvæla í Frakklandi og skerfur SÍF Group í jólahaldi Frakka því umtalsverður. Í jólamánuðinum verða til um 60% af sölutekjum fyrirtækisins eða um 150 milljónir evra, jafnvirði rúm- lega 11 milljarða króna. Hlutdeild Labeyrie í sölu gæsa- og andalifur hefur vaxið úr 17% árið 1998 í 26% í fyrra en skerfur næsta keppinautar í markaðinum er um 10%. Hlutdeild í sölu á niðursneidd- um reyktum laxi hefur vaxið ár frá ári og er 24% en næsta keppinautar 4%, sem er annað fyrirtæki í eigu SÍF Group, SIF France, sem selur laxinn undir merkinu Delpierre. Að sögn Laffon verður heildar- sala Labeyrie í ár um 800 tonn af fo- ie gras og um 4.000 tonn af reyktum laxi. Af fyrrnefndu vörunni fer 75% sölunnar fram í desember en 60% reykta laxins. „Samkvæmt rannsóknum kaupir hver Frakki foie gras að meðaltali tæplega tvisvar á ári; um jól og við sérstök tækifæri, eins og til dæmis afmæli. Sömu rannsóknir sýna að 86% Frakka þekkir Labeyrie sem gæðamerki og treystir fyrirtækinu. Á það leggjum við áherslu, að efla traust neytenda í garð fyrirtækisins og tryggð við það,“ segir Laffon. Nýjar brautir Alls býður Labeyrie upp á um 30 vörunúmer af bæði unninni og hrárri gæsa- og andalifur (foie gras). Fyrirtækið fór inn á nýjar brautir á þessu ári með því að hefja framleiðslu á lúxus súkkulaðimolum sem ætlaðir eru til að bera fram með kaffi. Komu þeir á markað í Frakklandi fyrir aðeins 10 dögum. Á næsta ári áformar það framleiðslu og sölu á lúxusrækju í samstarfi við Lyons-rækjuverksmiðjur SÍF í Englandi. Hlutdeild Labeyrie eykst Eftir Ágúst Ásgeirsson í Frakklandi Morgunblaðið/Ásgeir Ásgeirsson Hátíðamatvæli Labeyrie er risi á markaði hátíðamatvæla í Frakklandi. VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,36% á milli nóvember og desember. Hækkunin var minni ef húsnæðisliður vísitölunnar er ekki tekinn með, eða 0,22%. Þetta kemur fram í mælingu Hagstofu Íslands. Hækkun vísitölu neysluverðs nú er meiri en greining- ardeildir bankanna höfðu spáð. Þær höfðu gert ráð fyrir því að vísitalan myndi standa í stað eða hækka 0,1%. Verðbólgan síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt breytingum á vísitölu neysluverðs, mælist nú 4,1%, en án húsnæðis er verðbólgan hins vegar 0,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8%, sem jafngildir 3,3% verðbólgu á ári, en 1,0% án húsnæðisliðarins. Hækkun á verði húsnæðis milli nóvember og desember hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neyslu- verðs nú. Eigið húsnæði í vísitölunni hækkaði um 0,9% og eru vísitöluáhrif þeirrar hækkunar 0,15%. Þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs á hús- næði 0,13% og áhrif af hækkun með- alvaxta 0,02%. Verð á fötum og skóm hækkaði um 2,1% en vísitöluáhrif þeirrar hækkunar eru 0,11%. Yfir verðbólgumarkmiði Tólf mánaða verðbólga, 4,1%, er enn yfir efri þolmörkum Seðlabanka Íslands, eins og hún hefur verið frá því í september. Þá mældist verðbólg- an 4,8%. Hún mældist 4,6% í október og 4,2% í nóvember. Verðbólgumark- mið Seðlabankans miðast við 2,5% verðbólgu með efri og neðri þolmörk- um upp á 1,5%. Í Morgunkorni Greiningar Íslands- banka segir að íbúðaverð hafi hækkað myndarlega en þó aðeins lítillega um- fram spána. „Sennilegt er að kaup- þrýstingur hafi hækkað íbúðaverð síðustu vikurnar þar sem áhugasamir flýta fyrirhuguðum kaupum sínum af ótta við vaxtahækkun.“ Í hálf fimm fréttum greiningadeild- ar Kaupþings banka segir að birting verbólgutalnanna í gær hafi haft tölu- verð áhrif á markaði. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hafi lækk- að um 0-5 punkta (þ.e. 0-0,05 pró- sentustig) í viðskiptum gærdagsins á meðan krafa óverðtryggðra hafi hækkað um 9-15 punkta (0,09-0,15 prósentustig). Þá hafi gengi krónunn- ar styrkst töluvert í viðskiptum gær- dagsins, eða sem nemi 0,5%. Greiningardeild Landsbanka Ís- lands segir í vefriti sínu, Vegvísi, að greinilegt sé að nokkuð vanti upp á að hagstætt gengi skili sér að fullu til neytenda. „Frá því í janúar hefur verð á innfluttum vörum hækkað að jafnaði um 0,4% á meðan viðskipta- vegið gengi erlendra gjaldmiðla hefur lækkað (krónan hækkað) um 5,5%.“ Verðbólgan meiri en spáð var Morgunblaðið/Golli STRAUMUR Burðarás Fjárfest- ingabanki hefur undirritað 200 milljóna evra sambankalán til þriggja ára, andvirði 15 milljarða króna. Evrópskir bankar sýndu lántökunni það mikinn áhuga að upphæðin var hækkuð úr 100 milljónum evra í 200 milljónir evra, sem er með stærri lánum sem íslensk fjármálafyrirtæki hafa tekið á þessum markaði. BayernLB, Commerzbank og Lloyds TSB leiddu lánið en alls tóku 15 aðrir bankar í Evrópu þátt. Að sögn Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, forstöðumanns fjár- stýringar Straums Burðaráss, er lánið ætlað til frekari vaxtar bank- ans og uppgreiðslu skammtíma- skulda. Miðað við hinn evrópska sambankalánsmarkað sé árangur Straums mjög góður og sýni mik- inn styrkleika bankans og tæki- færi til aukinna umsvifa. Metinn á 121,6 milljarða Greiningardeild Landsbankans skilaði í gær nýju verðmati á Straum Burðarás, þar sem fyrir- tækið er metið á 121,6 milljarða króna, er það hækkun um 5,7 milljarða frá síðasta mati. Af 121,6 milljörðum er endurmetið eigið fé upp á 102,8 milljarða og fjárfest- ingabankastarfsemin er metin á 18,8 milljarða króna. Mikil eftirspurn eftir 15 milljarða láni Straums ● VIÐSKIPTAVINIR dönsku ferða- skrifstofunnar Star Tour munu næsta sumar fljúga með lággjalda- flugfélaginu Sterling, sem eru í eigu FL Group. Áfangastaðirnir eru meðal annars Mallorca, Algarve og nokkrar af grísku eyjunum. Haft er eftir Niels Brix, upplýsinga- fulltrúa Sterling, í Børsen, að félagið muni verða með a.m.k. tvær flug- vélar fastar í þessu verkefni út samn- ingstímann, frá apríl til október á næsta ári. Ekki er upplýst um fjár- hæðir í samningnum en í Børsen segir að um milljarða króna samning sé að ræða. Ráðgert sé að fljúga með um 220 þúsund farþega. Sterling flýgur fyrir Star Tour 5 %H .I9  #(#! !(#$ )$*# )$*! D D ;.> 7 J ($! (+$! $*+ )$*, D D @ @  K,J ,(+ ",$ )$*+ $*+ D D K,J *$ 5 - +, !(+" $*+ )#*# D D 4@>J 7L ($- (#, !$(- )$* $*! D D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.