Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Auglýsendur! Tímarit Morgunblaðsins er mest lesna tímaritið í áskrift á Íslandi. Því er dreift í 60 þúsund eintökum með sunnudagsblaði Morgunblaðsins til lesenda um land allt. Nýjasta fjölmiðlakönnun Gallup staðfestir vinsældir Tímarits Morgunblaðsins, en lestur þess eykst þriðju mælinguna í röð og er nú 42%. Allar nánari upplýsingar veita Sigrún Sigurðardóttir í síma 569 1378 eða sigruns@mbl.is, og Bylgja Björk Sigþórsdóttir í síma 569 1142 eða bylgjabjork@mbl.is ÝMIS fyrirtæki sem sinna ferðaþjónustu og afþreyingu milli Þjósár og Ytri-Rangár gáfu á síðasta sumri út bæklinginn „Á rúntinum í Rangárþingi“ til að kynna þjónustu sína og hugmyndin er að halda slíku samstarfi áfram. Nú hefur verið stofnað formlegt félag, South- Iceland, og er í undirbúningi að endurvekja vefsíðuna south.is þar sem settar verða fram margháttaðar upplýsingar um hvaðeina sem kemur ferðamanninum að gagni. Er stefnt að því að endurnýjuð síðan komist í gagnið fyrir jólin. Formaður stjórnar hins nýja félags er Jór- unn Eggertsdóttir sem hefur m.a. langa reynslu af rekstri ferðaþjónustu á hálendinu, framkvæmdastjóri er Ásta Berghildur Ólafs- dóttir, sem ásamt manni sínum, Gísla Sveins- syni, rekur hestamiðstöðina Hestheima, og meðstjórnandi er Friðrik Pálsson, aðaleigandi Hótels Rangár og Hálendismiðstöðvarinnar Hrauneyja. Margt í boði á svæðinu „Það er mikið um að vera á þessu svæði en í bæklingnum frá í sumar er greint frá 17 að- ilum sem reka ýmsa þjónustu, gistingu, veit- ingasölu, gallerí, hestaleigu og þjónustu við hestamenn og þannig mætti áfram telja,“ seg- ir Jórunn Eggertsdóttir og bætir við að í ferðaþjónustu séu í raun allir á sama báti þótt menn séu einnig í samkeppni en tilgang sam- starfsins segir hún vera þann að vekja athygli ferðamanna á fjölbreyttri þjónustu í þessum landshluta. „Ferðaþjónusta er annað og miklu meira en bara gisting og veitingasala því þar fyrir utan snýst hún um að bjóða ferðalöngum eða benda þeim á hvað sé skoðunarvert á við- komandi svæði og það kemur öllum til góða,“ segir Ásta Berghildur. Hún segist vonast til að fleiri aðilar komi við sögu, bæði gangi í fé- lagið og leggi fram upplýsingar og efni til að hafa á vefsíðunni en Jórunn verður ritstjóri hennar. Fjöldi ferðamanna fer um Suðurland á hverju ári og nægir þar að nefna þau 200–300 þúsund sem leggja leið sína að Gullfossi og Geysi og tugþúsundir fara t.d. inn í Land- mannalaugar og víða um Suðurland. Þá segja þau ferðir fara vaxandi yfir haust- og vetr- artímann og ekki síst sé ánægjuleg sú þróun að ferðum Íslendinga um eigið land virðist fara sífellt fjölgandi. Á því sviði megi t.d. greina aukningu í ferðum starfsmannahópa og félaga sem verji t.d. helgi að vetrarlagi til ferðalags. Friðrik Pálsson segir að samstarfið í ferða- þjónustunni sé miklu meira virði en sam- keppnin og ferðamálin komi mikið til umræðu við undirbúning vaxtarsamnings sem nú stendur yfir fyrir Suðurland, svipað og gert hefur verið á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hvað er að sjá? Þremenningarnir segja að algengasta spurning ferðamanns á nýjum slóðum sé sú hvað sé helst að skoða. Svör við slíkum spurn- ingum þurfi ferðaþjónustufólk á gististöð- unum að hafa og verði menn að hugsa í stóru samhengi. Benda á áhugaverðar slóðir hvort sem er í náttúru eða einhverri starfsemi. Þá megi ekki hugsa um aðra aðila í greininni sem samkeppnisaðila heldur samstarfsaðila. Ferðamaðurinn fær að vita hvaða möguleikar séu fyrir hendi og fer síðan um eins og honum þóknast, gistir hjá einum í dag, öðrum á morgun og borðar hjá einum í dag og öðrum á morgun. „Þessi samstarfsvísir okkar verður síðan kannski vísir að markaðsskrifstofu fyrir Suð- urland, þá þarf ekki að byrja á núlli,“ segja þær Jórunn og Ásta Berghildur að lokum. Sameina markaðssetningu ferðaþjónustu á Suðurlandi Morgunblaðið/jt Jórunn Eggertsdóttir (t.v.) og Ásta Berghildur Ólafsdóttir hafa báðar langa reynslu af störfum og rekstri í ferðaþjónustunni. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is Síðasti skila- dagur jólapakka til Evrópu SÍÐASTI öruggi skiladagur jóla- pakka sem senda á til Evrópu er í dag, að því er segir í tilkynningu Ís- landspósts. Þar segir að póstsetja þurfi jólakort til Evrópu í síðasta lagi fimmtudaginn 15. desember svo þau komist örugglega til skila fyrir jólin. Síðasti öruggi skiladag- ur á jólakortum og jólapökkum inn- anlands er miðvikudagurinn 21. desember. Móttökustaðir fyrir jólapóstinn eru öll pósthús á landinu og einnig er Íslandspóstur með jólapósthús í Kringlunni, Smáralind, Mjóddinni, Firði í Hafnarfirði, Garðatorgi í Garðabæ, Eiðistorgi og Glerártorgi á Akureyri í desember. Jólapóst- húsin eru opin á afgreiðslutíma verslana. Einnig er Íslandspóstur með póstafgreiðslu í Nóatúnsversl- unum á höfuðborgarsvæðinu, Hag- kaup við Garðatorg og á Eiðistorgi og Nettó í Mjódd, opið alla daga frá morgni til kvölds. 60.000 í sekt, 153.000 í málskostnað RÚMLEGA tvítugur piltur hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur til að greiða 60.000 kr. í sekt fyrir að aka of hratt um Reykja- nesbraut. Þar með eru fjárútlát hans vegna hraðakstursins þó ekki upp- talin því hann þarf einnig að greiða 153.000 krónur til verjanda síns. Bíllinn sem pilturinn ók var mæld- ur á 143 kílómetra hraða við afleggj- arann að Vogum í apríl. Þegar tekið hefur verið tillit til vikmarka í mælingunni taldist hann hafa ekið á 138 kílómetra hraða en hámarkshraði á þessum stað er 70 km/klst. Hjá lögreglu og fyrir dómi sagði pilturinn að hann teldi að hann hefði enn verið á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þá sagði hann lögreglumanni sem ræddi við hann á staðnum að mæl- ingin væri ógild þar sem þeir gætu ekki framvísað skírteinum um að þeir hefðu leyfi til að stunda hraða- mælingar. Í niðurstöðum dómsins segir að lögreglumennirnir hafi oft áður mælt hraða á þessum stað og gjör- þekktu því aðstæður og að viðhlít- andi sönnun hefði fengist fyrir hrað- akstrinum. Auk sektarinnar var pilturinn sviptur ökuréttindum í tvo mánuði. Gunnar Aðalsteinsson kvað upp dóminn. Ásgeir Eiríksson, fulltrúi sýslumannsins í Keflavík, sótti og Ásbjörn Jónsson hdl. var til varnar. Ekki forstjóri Gamla bíós Í KAFLA úr bók minni Thors- ararnir, sem Morgunblaðið birti á sunnudaginn, er að finna þá missögn að Bjarni Jónsson hafi verið forstjóri Gamla bíós. Hið rétta er, eins og gamlir Reykvíkingar muna, að hann var ásamt Guðmundi Jenssyni stjórnandi Nýja bíós. Þetta voru lengi tvö helstu kvik- myndahús borgarinnar og mik- il samkeppni þeirra á milli. Beðist er velvirðingar á þessari missögn sem verður leiðrétt í næstu prentun bókarinnar. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur. SMÁSAGNAKEPPNI Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, er nú í fullum gangi en fresturinn til að skila inn sögu rennur út á Þor- láksmessu. Keppnin er ætluð öllum börnum á grunnskólaaldri og miðað er við að sögurnar séu á milli þrjú og fjögur hundruð orð eða um það bil ein A4 blaðsíða. Vinningssög- urnar verða birtar í riti Neistans og jafnframt er möguleiki á að fleiri sögur verði gefnar út í bók. Enn- fremur fá þrír bestu höfundarnir af- henta veglega Harry Potter-bikara í beinni útsendingu í morgunsjón- varpi Stöðvar 2 hinn 6. janúar næst- komandi. Margrét M. Ragnars, formaður Neistans, segir verðlaunin vera gjöf frá Sambíóunum en aðeins voru framleiddir fimm þúsund slíkir Harry Potter-bikarar. Neistinn fékk fjóra og afhenti Viðari Mána Gunnarssyni fyrsta bikarinn fyrir þann galdur að kunna að fara í erfiðar hjartaaðgerðir, en hann hefur farið í mjög erfiðar að- gerðir í London og hérlendis. „Í kjölfarið ákváðum við að halda smá- sagnakeppni því eins og allir vita fóru börn að lesa á nýjan leik með komu Harrys Potter – nú ætlum við að fá þau til að skrifa einnig,“ segir Margrét en verkefnið gengur undir nafninu Hreint hjarta. „Það fæðast ekki allir með heilt hjarta en á hinn bóginn fæðast allir með hreint hjarta. Verkefnið á því að vekja ungu höfundana til umhugsunar en markmiðið er að skrifað sé eitthvað gott og jákvætt.“ Í dómnefndinni sitja Guðrún Pét- ursdóttir, Guðrún Helgadóttir, Ás- laug Jónsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Kristjón Guðjónsson. Skilafrestur í smásagnakeppni fram á Þorláksmessu Vinningar afhentir í beinni útsendingu ELDAR loguðu enn glatt í gær, eftir sprengingu í olíubirgðastöð norður af London. Pétur Arnarson, flugstjóri hjá Icelandair, flaug um miðjan dag í gær yfir svæðið og tók myndir af því sem hann líkti helst við eldgos í rén- un. „Þetta er ótrúlegt eldhaf og virðist ekkert vera að minnka,“ sagði hann síðdegis í gær. „Það er mikill svartur mökkur. Þetta er rosalegt umhverfis- slys.“ Ekki hafa orðið verulegar truflanir á flugi vegna reykjarmakkarins. Ljósmynd/Pétur Arnarson Lítil truflun á fluginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.