Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 49 KEFLAVÍKÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI JUST LIKE HEAVEN kl. 8 - 10 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN B.i. 10 ára kl. 6 - 9 LITLI KJÚLLIN Ísl tal. kl. 6 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 8 B.i. 10 ára. TWO FOR THE MONEY kl. 8 B.i. 12 ára. THE EXORCISM OF EMILY ROSE kl. 10.15 B.i. 16 ára. KING KONG Frumsýnd kl. 12 á miðnætti KING KONG Frumsýnd í Lúxus VIP kl. 12 á miðnætti HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 4 - 5 - 7.10 - 8.10 - 10.20 B.i. 10 ára. HARRY POTTER OG ELDBIKARINN VIP kl. 8.10 JUST LIKE HEAVEN kl. 3.50 - 6 - 8.10 - 10.20 NOEL kl. 3.50 - 6 - 8.10 GREENSTREET HOOLIGANS kl. 10.30 B.i. 16 ára LORD OF WAR kl. 10.30 B.i. 16 ára. Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 4 KING KONG Frumsýnd kl. 12 á miðnætti JUST LIKE HEAVEN kl. 6 - 8 - 10.10 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 5 B.i. 10 ára. FRÁ ÓSKARÐSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON FRUMSÝND Í KVÖLD KL. 12 Á MIÐNÆTTI VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0012-5404 4507-4500-0029-0459 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. 10.12.2005 1 4 5 2 8 2 0 3 1 3 3 2 3 8 18 22 07.12.2005 6 23 30 37 39 45 8 359 GEISLAPLATAN með nýju útgáf- unni af laginu „Hjálpum þeim“ er komin í verslanir. Platan inniheld- ur auk nýju útgáfunnar sem tekin var upp af Þorvaldi Bjarna Þor- valdssyni, ósungna karókí-útgáfu og svo náttúrlega upprunalegu út- gáfuna frá 1985. Geislaplatan kostar aðeins 1.000 krónur og rennur allur söluhagnaður, utan virðisaukaskatts, óskiptur til söfn- unarátaks Hjálparstarfs kirkj- unnar vegna hamfaranna í Pak- istan og til annarrar neyðarhjálpar víða um heim. Söfnunarsíminn 907 2002 Í fréttatilkynningu segir að það sé einlæg von aðstandenda verk- efnisins að með því nái ekki að- eins að safnast drjúg fjárhæð til handa hinum bágstöddu á jarð- skjálftasvæðunum í Pakistan held- ur muni það einnig vekja athygli á söfnunarátaki því sem Hjálp- arstarf kirkjunnar stendur nú fyr- ir. Þá er vert að minna á söfn- unarsíma Hjálparstarfs kirkjunnar, sem er 907 2002. Plat- an er fáanleg í öllum verslunum Hagkaupa og völdum verslunum Bónuss, 10-11 og TopShop um land allt. Morgunblaðið/Golli Íslenskir tónlistarmenn koma bágstöddum til hjálpar. Hjálpum þeim komin í verslanir BANDARÍSKI leikstjórinn Quentin Tarantino heimsæk- ir Ísland á ný í lok desember. Tarantino var gestur hér á landi um miðjan nóvember í tilefni sýningar myndarinnar Hostel og hreifst víst svo af landi og þjóð að hann hét því að koma aftur sem fyrst – og sem oftast og í því sambandi ræddi hann ýmsar samstarfshugmyndir við ráðamenn kvikmyndahátíðarinnar Iceland Film Festival. Úr varð að föstudaginn 30. desember verður boðið upp á þriggja kvikmynda bíóveislu í Háskólabíói. Tarantino mun sjálfur velja kvikmyndirnar og senda filmur hingað til lands úr sínu einkasafni. Á heimili hans í Los Angeles er að finna fullkominn bíósal og auk þess mikla geymslu sem er sérhönnuð til að varðveita filmur. Á hann þar orðið gríðarlegt safn af merkilegum kvikmyndum og fá Íslend- ingar að sjá þrjár þeirra 30. desember. Tarantino verður viðstaddur sýningarnar en hann mun kynna myndirnar og svara spurningum áhorfenda eftir þær. Fyrsta myndin er sýnd kl. 21 og svo koll af kolli. Með kynningum og þreföldu „spurt og svarað“ er búist við að dagskránni ljúki u.þ.b. kl. 3 um nóttina. Reiknað er með að í þetta skiptið taki Tarantino með sér nokkra góðvini til landsins og talið er líklegt að þekkt andlit verði þar á meðal úr heimi kvikmynda og tónlist- ar. Mun hópurinn allur dvelja hér fram yfir áramót og er ætlunin að skemmta sér vel. Tarantino heldur héðan rakleiðis til New York til að fylgja eftir frumsýningu á hryllingsmyndinni Hostel í leikstjórn Elis Roth en myndin verður frumsýnd samtímis hér á landi. Kvikmyndir | Quentin Tarantino fagnar nýju ári á Íslandi Sýnir úr einkasafni sínu Morgunblaðið/Kristinn Tarantino var í miklu stuði á Októberbíófest. DISNEY-kvikmyndinni Ljónið, nornin og skápurinn (The Chronic- les of Narnia: The Lion, The Witch and the Wardrobe) sem er byggð á sögum C.S. Lewis tókst að slá nýj- ustu kvikmyndina um Harry Potter af toppi bandaríska vinsældalistans en Harry Potter og eldbikarinn hafa setið kirfilega á toppnum síð- ustu þrjár vikurnar. Kvikmyndin um töfralandið Narníu halaði inn rúma 67 milljón dali í Bandaríkj- unum en í Bretlandi náði hún auk þess besta árangri sem Disney- mynd hefur náð fyrr og síðar þar í landi. Kvikmyndin Syriana er í öðru sæti þessa vikuna en myndin sem er lýst sem pólitískri spennumynd, gerist í Mið-Austurlöndum og stát- ar af George Clooney í aðal- hlutverki. Sú mynd rakaði inn heil- um 12 milljón dölum sína þriðju viku á listanum. Myndin sem töfralandið Narnía velti úr sessi, Harry Potter og eld- bikarinn, fellur í þriðja sætið í þessari viku en hún halaði inn rúma 10 milljón dali í Bandaríkj- unum sína fjórðu viku á lista. Hef- ur myndin þá tekið inn tæpar 250 milljónir bandaríkjadala frá því að hún kom út þar vestra. Það er svo kvikmyndin um kántrí-söngvarann og skuggasvein- inn Johnny Cash sem vermir fjórða sætið en myndin Walk the Line tók inn tæpar sex milljónir Bandaríkja- dala sína fjórðu viku á lista. Narnía veltir Harry af toppnum C.S. Lewis er höfundur ævintýr- anna sem gerast í Narníu. FÁAR íslenskar hljómsveitir hafa átt jafn góðu gengi að fagna og Írafár og þekkja langflestir Íslendingar Birg- ittu Haukdal söngkonu. En Írafár er miklu meira en ímynd Birgittu Hauk- dal, hún er góð hljómsveit. Á þess- ari þriðju plötu Íra- fárs er það orðið ljóst að Vignir Snær Vigfússon er ákaflega flinkur lagasmiður. Hann semur grípandi og góða tónlist, auk þess sem hann er lunkinn gítarleik- ari. „Aftur heim“ og „Að eilífu“ eru stórfín lög, en það síðarnefnda skart- ar fallegum píanóleik Andra Guð- mundssonar. „Leiðin til himna“ er grípandi, sætt, einlægt og kraftmikið í senn. Lagið „Nýjan felustað“ er skemmtilega kraftmikið, hávær gítar, þéttur trommutaktur, sterkur söngur – allt það sem gerir rokk frábært. Rokkgirni Vignis og sætleiki Birgittu renna saman í fullkomna blöndu af þéttu og alvörugefnu poppi. Það er auðvelt að heyra á plötunni hvað gerir Írafár að vinsælli hljóm- sveit, því auk lagasmíða Vignis og Birgittu þá kunna nýi trommuleik- arinn Arnar Þór Gíslason og Sig- urður Samúelsson bassaleikari að keyra upp kraftinn og halda vel utan um sveitina. Írafár hefur það umfram margar aðrar hljómsveitir í sveita- ballabransanum að hún hefur sérlega mikla orku sem hljómsveitarmeðlimir kunna að láta flæða yfir allt sem þeir taka sér fyrir hendur. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson kemur mikið við sögu á plötunni og ekki leikur nokkur vafi á því að hann er afskaplega fær á sínu sviði. Ekki þykir mér alltaf nauðsynlegt að hljómurinn á plötum sé flekklaus og tær, eins og mér finnst hann vera á þessari plötu. Þetta verður á stund- um of fullkomið og of unnið fyrir minn smekk. Þetta þarf ekki endilega að vera neikvætt og kannski hljómar Írafár betur svona, en ég hefði viljað heyra færri eða einfaldari strengjaút- setningar. Stundum þykja mér þær hreinlega yfirþyrmandi og kæfa önn- ur hljóðfæri. Þar sem tónninn er oft mjög alvarlegur, bæði í útsetningum og textum, verður útkoman á köflum afar hástemmd og dramatísk. Þróun sveitarinnar frá fyrri plötum er ekki afgerandi mikil en tilrauna- starfsemi er þó til staðar. Skemmti- legt þótti mér að heyra Vigni spila á mandólín og kazoo. Afraksturinn er vel unnin poppplata þar sem feilnótur eru ekki slegnar. Ágætir textar og fínar lagasmíðar. Írafár stendur sig vel og á eflaust eftir að njóta mikilla vinsælda áfram, enda vel að því kom- in. Það er gaman að hlusta á popp- sveit sem kann sitt fag. Enn af góðu poppi TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Írafárs, samnefndur hljóm- sveitinni. Írafár er Birgitta Haukdal, Vign- ir Snær Vigfússon, Andri Guðmundsson, Arnar Þór Gíslason og Sigurður Sam- úelsson. Lögin eru öll eftir Vigni Snæ en textar eru eftir Birgittu, Vigni Snæ, Frið- rik Sturluson og Ólaf Fannar Vigfússon. Um hljóðritun sáu Vignir Snær, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Gunnar Þór Jónsson og Hrannar Ingimarsson. Þorvaldur Bjarni sá um útsetningu strengja. Vignir Snær og Þorvaldur Bjarni útsettu og stjórnuðu upptökum. Sena gefur út. Írafár – Írafár  Helga Þórey Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.