Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 15 ÚR VERINU STOFNMÆLING botnfiska í ár gefur svipaða mynd og stofnmæl- ingin 2004 hvað varðar magn og útbreiðslu flestra nytjastofna og staðfestir þær breytingar sem hafa sést á undanförnum árum. Stofn- vísitala þorsks hefur minnkað bor- ið saman við síðasta ár. Sama er að segja um ýsuna, en vísitala hennar hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Stofnvísitala gullkarfa hækkaði verulega frá árinu 2004, meira virðist vera af grálúðu en minna af djúpkarfa. Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, segir þessar niðurstöð- ur í samræmi við væntingar. Holdafar þorsksins sé lélegra, en þó sé meiri loðna í fæðu þorsksins nú. Stofnmæling botnfiska að haust- lagi (SMH) var gerð í tíunda sinn í október 2005. Rannsóknasvæðið miðast við landgrunn Íslands allt niður á 1500 m dýpi og er skipt í grunn- og djúpslóð. Grunnslóð er það rannsókna- svæði sem stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (SMB) í mars hvert ár nær yfir og miðast við meg- inútbreiðslu nytjafiska eins og þorsks, ýsu og gullkarfa. Djúpslóð nær yfir útbreiðslusvæði grálúðu og djúpkarfa, sem og þorsks í landgrunnshlíðum, allt niður á 1500 m dýpi. Til rannsóknanna voru notuð bæði rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunarinnar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmunds- son. Aldursgreiningum fiska og úr- vinnslu gagna er ekki að fullu lok- ið. Verkefnisstjóri er Kristján Kristinsson. Þorskur Stofnvísitala þorsks minnkaði frá haustmælingunni árið 2004 eft- ir að hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2001. Þetta er í samræmi við spár þar sem árgangurinn frá 2001, sem mældist mjög lélegur, er að koma inn í veiðina. Stofnmæl- ingin að hausti gefur svipaða mynd af þróun stofnsins hin síðari ár og stofnmælingin í mars. Mæliskekkj- an var metin mjög lítil vegna jafnrar útbreiðslu þorsksins. Lengdardreifing þorsksins gefur til kynna að árgangurinn frá 2005 sé lélegur, en mælist hann þó stærri en árgangurinn frá 2004. Þetta styður þær niðurstöður úr nýlokinni haustkönnun Hafrann- sóknastofnunarinnar á rækjuslóð í fjörðum og flóum vestan- og norð- anlands, að árgangurinn frá 2005 sé lélegur. Nákvæmari mæling fæst á stærð þessa árgangs í mars n.k. Mest fékkst af þorski út af Norður- og Austurlandi líkt og undanfarin tvö ár. Meðalþyngd 2-4 ára þorsks eftir aldri lækkaði lítillega frá árinu 2004, en jókst hjá 5-10 ára þorski. Holdafar þorsks, mælt sem þyngd óslægðs fisks við tiltekna lengd, í þessu tilfelli 65 cm þorsks, á norð- ursvæði lækkaði og er nú svipað og mældist árið 1997. Magn loðnu í þorskmögum jókst frá árinu 2004, en var samt mjög lítið miðað við fyrri ár. Fæðuathuganirnar sýna einnig að heildarfæðumagn í þorskmögum hefur minnkað og er með því minnsta síðan mælingar hófust. Mest var af loðnu í þorsk- mögum út af Vestfjörðum og fyrir norðan land. Ýsa Stofnvísitala ýsu lækkaði frá 2004 þegar hún mældist sú hæsta frá upphafi mælinga. Lengdar- dreifing ýsu bendir til að árgang- urinn frá 2005 sé stór, en þó ekki eins stór og árgangarnir frá 2002- 2004. Útbreiðsla ýsu er mjög jöfn allt í kringum landið og mæli- skekkja því lítil. Holdafar ýsu, mælt sem þyngd 45 cm fiska, var lélegt, einkum fyrir norðan. Holda- far ýsu á suðursvæði hefur und- anfarin ár verið mun betra en á norðursvæði. Lengdardreifing bendir til að árgangurinn frá 2003, sem er mjög stór, vaxi hægt. Gullkarfi Stofnvísitala gullkarfa árið 2005 hækkaði verulega frá árinu 2004 og er sú hæsta frá upphafi mæl- inga, en mæliskekkja er mikil. Engar vísbendingar eru um sterka nýliðun. Síðustu sterku árgangarn- ir eru frá 1985 og 1990 og sam- anstanda veiðar að mestu af þess- um árgöngum. Mest fékkst af gullkarfa á suðvestur- og vestur- hluta rannsóknasvæðisins. Grálúða Stofnvísitala grálúðu jókst lít- illega frá mælingunni árið 2004, þegar hún var sú lægsta síðan mælingar hófust. Rannsóknar- svæðið nær ekki yfir uppeldisslóð grálúðu og því fengust engar upp- lýsingar um nýliðun grálúðunnar. Grálúðu var mest að finna djúpt út af Vesturlandi, en einnig var grá- lúðu að finna djúpt út af Norður- og Austurlandi. Djúpkarfi Stofnvísitala djúpkarfa minnkaði frá árinu á undan og var svipuð og árið 2003. Þess ber að geta að ein- ungis er hægt að bera saman árin 2000-2005, þar sem rannsókna- svæðið árið 1996-1999 náði ekki yf- ir útbreiðslu djúpkarfa á Íslands- miðum. Á Íslandsmiðum er ein- ungis að finna veiðistofn djúpkarfa og því ekki hægt að meta nýliðun. Djúpkarfa er einungis að finna í landgrunnskantinum suður og vestur af landinu. Niðurstöður mælingarinnar sem hér eru kynntar til bráðabirgða, eru mikilvægur þáttur árlegrar út- tektar Hafrannsóknastofnunarinn- ar á ástandi nytjastofna við landið sem lýkur í maí nk. Rýr í roðinu Stofnvísitala þorsks minnkaði frá haustmælingunni árið 2004 eftir að hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2001               !""#$$         % % &   ' 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.