Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 19
Mývatnssveit | Laufabrauðsgerð er ómissandi
þáttur í undirbúningi jóla í Mývatnssveit. Ekki
kunna allir jafnvel til þeirra verka. Það var því
góð nýbreytni hjá handverkskonum í sveitinni
þegar þær buðu aðstoð við brauðgerðina einn
sunnudag.
Þær fengu til þess aðstöðu í Hótel Reykjahlíð
og komu nokkrir til að notfæra sér þjónustu
þeirra. Meðal annarra rakst Kertasníkir þar inn
og var umsvifalaust settur í að skera kökur. Það
leyndi sér ekki að hann var ekki óvanur því
verki og skar allra laglegustu kökur. Hann er
hér við kökuskurð ásamt Þórdísi Jónsdóttur
handverkskonu.
Morgunblaðið/BFH
Konurnar aðstoðuðu
Kertasníki við laufabrauðsgerð
Þannig líta svo kökurnar út skornar og steiktar.
Jólin
Falleg og vönduð plata
á ljúfum nótum.
Samúel Jón Samúelsson
sá um útsetningar og
upptökustjórn.
Inniheldur m.a. lagið
“We have all the time
in the world”
í flutningi Sollu og
Páls Óskars Hjálmtýssonar.
Útgáfa: sjsmusic
Dreifing: 12 Tónar
Útgáfutónleikar í Iðnó
ásamt 10 manna hljómsveit,
þriðjudaginn 13. desember kl. 21:00
Miðasala í Iðnó og á www.midi.is
Fyrsta sólóplata Sólveigar Samúelsdóttur
söngkonu komin í verslanir
www.solla.is
Akureyri | Austurland | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Aðventan gekk í garð með hefðbundnu
sniði hér í bæ. Kvenfélagið bauð upp á opið
hús í samkomuhúsinu þar sem handverks-
fólk og aðrir buðu upp á ýmsan jólavarning
í sölubásum sínum. Fólk rölti um og andaði
að sér upphafi jólaundirbúningsins með
kakóilminum í bland við nýbakaðar vöffl-
urnar. Lionsmenn dunduðu við að setja
upp jólatré í miðbænum sem kveikt var á
þegar kvöldið færðist yfir en það var um
það leyti sem búið var að draga í leikfanga-
happdrætti Kvenfélagsins og tími kominn
til að ljúka samveru í samkomuhúsinu.
Verslunarmenn eru býsna margir í
Grundarfirði og bera sig flestir nokkuð
vel. Ef vel er að gáð reynast vera um 13
sérverslanir á staðnum. Þær reyna að
vekja athygli á tilveru sinni meðal bæj-
arbúa með ýmsum uppákomum og tekst
það yfirleitt vel. Við upphaf aðventu var
boðið upp á sérstaka kvöldopnun á
fimmtudegi og gátu þeir sem versluðu
þessa kvöldstund lent í sérstökum lukku-
potti sem dregið var úr eftir að búðum
hafði verið lokað á veitingastaðnum Kaffi
59 og aðalvinningurinn var að sjálfsögðu
glæsilegt jólahlaðborð fyrir tvo á þeim
sama stað.
Pólitíkin sem í bæjarfélagi sem þessu læt-
ur lítið kræla á sér nema fjórða hvert ár,
ber þess merki að nú styttist óðum í sveit-
arstjórnarkosningar. Í vikublaðinu Þey
eru menn byrjaðir að skrifast örlítið á en
að þessu sinni snúast skrifin aðalega um
ópólitískt framboð. Út úr þeim má lesa að
sumir telji að pólitísk framboð séu frá-
hrindandi fyrir þá sem vilji leggja sitt af
mörkum fyrir samfélagið. Hræðslan við
pólitíkina geri það að verkum að hæfileik-
ar nýtist ekki og samfélagið líði fyrir.
Ljóst þykir að í litlu samfélagi getur ná-
vígið oft reynst erfitt þeim sem eru í
ábyrgðarstöðum og standa fyrir ákvörð-
unartöku sem varðar íbúana. Talsmenn
hins ópólitíska framboðs telja að betur
takist að virkja hinn almenna íbúa komi
flokkspólitík hvergi nærri.
Úr
bæjarlífinu
GRUNDARFJÖRÐUR
EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON
FRÉTTARITARA
Öflugt starf er unniðá vegum For-eldrafélags Flúða-
skóla í Hrunamanna-
hreppi, það stendur
meðal annars fyrir
fræðslu og opnum húsum.
Foreldrafélagið hefur
fært Flúðaskóla tvö fót-
boltaspil að gjöf. Spilin
eru á gangi skólans og
geta nemendur notað þau
á skólatíma og á opnum
húsum. Myndin var tekin
þegar fulltrúar kennara
og sveitarstjórnar
kepptu. Anna Ásmunds-
dóttir og Árni Þór Hilm-
arsson kennarar eru
vinstra megin en Ísólfur
Gylfi Pálmason sveit-
arstjóri og Sigurður Ingi
Jóhannsson oddviti
hægra megin borðs.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Unnu forystumennina í fótboltaspili
Kristján BersiÓlafsson horfði áJón Baldvin
Hannibalsson í Silfri Eg-
ils:
Í Jóni Baldvini býr mikill kraftur
til bjargræðisverka, og því
væri gott ef hann gengi aftur
og gerðist leiðtogi á ný.
Hjálmar Freysteinsson
yrkir:
Varla málin verið gætu
verri en lýsir þetta tal,
að eygja sína einu glætu
í endurbornum Hannibal.
Þá Hreiðar Karlsson á
Húsavík:
Eg má ekki segja neitt mis-
jafnt um drenginn
og muna það skal.
Ætli hann sé betri afturgeng-
inn
en original?
Magnús Ólafsson frá
Sveinsstöðum yrkir:
Aldrei Solla frelsar frón
frekar slök á flugi.
Betur ýmsir ætla Jón
afturgenginn dugi.
Af Jóni Baldvini
Hannibalssyni
pebl@mbl.is
Blönduós | Stofnað
hefur verið byggða-
samlag um sorpeyð-
ingu fyrir Skagafjörð
og Austur-Húna-
vatnssýslu. Byggða-
samlagið leitar að
heppilegustu lausn á
sorpförgun fyrir
svæðið og hefur verið
hugað að sorpurðunarstöðum og
brennslustöð. Reiknað er með að um-
hverfismat verði gert í byrjun nýs árs.
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að
undirbúningi og rannsóknum til að finna
heppilega framtíðarlausn á sorpeyðingu á
svæðinu. Sveitarfélögin hafa urðað sorp
hvert á sínum stað við misjafnlega góðar
aðstæður og vænta þess að með stofnun
byggðasamlagsins verði til farvegur til að
finna heppilega lausn á þessum mála-
flokki.
Á undirbúningstímanum hefur meðal
annars verið gerð rannsókn á allmörgum
stöðum sem til greina gætu komið sem
urðunarstaðir og jafnframt kannaðir
möguleikar á að reisa brennslustöð fyrir
úrgang með orkunýtingu í huga. Tillaga
að matsáætlun fyrir hugsanlegar lausnir
hefur verið send Skipulagsstofnun og er
reiknað með að formlegt umhverfismat
verði gert í ársbyrjun 2006. Ekki hefur
farið fram endanlegt mat á lausnum en
gert ráð fyrir að það verði gert í tengslum
við umhverfismatið.
Öll sveitarfélög í Skagafirði
og A-Hún. taka þátt
Hinn 5. desember síðastliðinn komu
sveitarstjórnarmenn úr Skagafirði og
Austur-Húnavatnssýslu saman til fundar
á Blönduósi þar sem undirritaður var
stofnsamningur um byggðasamlag um
sorpförgun á Norðurlandi vestra. Byggða-
samlagið hefur ekki hlotið nafn en nýrri
stjórn var falið að finna því nafn. Aðilar að
samningnum eru öll sveitarfélög í Skaga-
firði og Austur-Húnavatnssýslu. Tilgang-
ur samlagsins er að annast móttöku og
förgun úrgangs fyrir aðildarsveitarfélögin
og fyrirtæki.
Á stofnfundinum var fyrsta stjórn kjör-
in en í henni eiga sæti Bjarni Maronsson
og Gunnar Bragi Sveinsson, sveitarstjórn-
armenn frá Sveitarfélaginu Skagafirði, og
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skaga-
strönd.
Leita að urð-
unarstað fyr-
ir Norður-
land vestra