Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ kl. 10.20 B.i. 14 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! kl. 5.20 B.i. 12 TOPP5.IS  Sýnd kl. 5.20  -M.M.J. Kvikmyndir.com  -H.J. Mbl.  -L.I.B.Topp5.is BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Sýnd kl. 5.45 B.i. 16 ára  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Miðasala opnar kl. 15.30 Sími 564 0000 KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! FRÁ LEIKSTJÓRA GROUNDHOG DAY OG ANALYZE THIS Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Alls ekki fyrir viðkvæma fór beint á toppinn í bandaríkjunum KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! FRÁ LEIKSTJÓRA GROUNDHOG DAY OG ANALYZE THIS Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA  Ó.Ö.V / DV  Ó.Ö.V / DV Jólamyndin 2005 Frumsýnd á morgun Upplifðu ástina og kærleikann FLESTIR eiga sína fyrstu minningu um hljómsveitina Buff í viðtals- og skemmtiþætti Björns Jörundar Frið- björnssonar sem var á dagskrá Skjás eins árið 2000 en þar var sveitin í hlutverki húsbands og grínsveitar. Einhverjar mannabreytingar urðu á sveitinni eftir að sá þáttur lagði upp laupana en í framhaldinu færði Buff- ið (eins og það er oft kallað í daglegu máli) sig yfir á skemmtistaðinn Ví- dalín sem starfræktur var í gamla Fógetahúsinu í Aðalstræti. Árið 2002 leit svo fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Góðir farþegar, dagsins ljós og nú þremur árum síðar – og til- efni þessa viðtals – platan Selfoss. Þeir Hannes Heimir Friðbjarn- arson trommari og Pétur Örn Guð- mundsson, söngvari og gítarleikari, (oft kenndur við Jesú) litu inn upp á Morgunblað í stutt spjall en auk þeirra eru í hljómsveitinni þeir Einar Þór Jóhannsson (gítar, söngur), Bergur Geirsson (bassi) og Stefán Örn Gunnlaugsson (hljómborð, söng- ur). Þeir félagar segja að „giggin“ á Vídalín hafi verið rökrétt framhald af gríninu á Skjá einum, þótt það hafi ef til vill ekki verið með ráðum gert. „Ástæðan fyrir því að spilamennskan á Vídalín fór öðrum þræði að snúast um grín var að það var stundum eng- inn til að hlusta á okkur spila. Það hætti að vera við hæfi að leika ein- hver ball-lög þegar enginn var á sjálfu ballinu. Þá varð það alveg jafn skynsamlegt að segja brandara og að spila.“ Buffið hefur af þessum sökum ver- ið flokkuð með öðrum grín- og hermi- böndum en þeir félagar segjast ekki líta á þennan stimpil sem neikvæðan. „Þessi plata hefur mjög kómískan undirtón sem við erum mjög ánægðir með,“ segir Hannes og lítur á Pétur Örn. „Við höfum mjög gaman af því að hittast og spila og þá er oft mikið grín og glens. Við finnum okkur ein- faldlega ekki knúna til að ræða um lífsins nauðsynjar í textunum okkar.“ „Nei, nei, ég meina … fílingurinn er svona mitt á milli Ladda og Nick Cave,“ útskýrir Pétur Örn. „Seljið þér klám hér?“ Breiðskífan Selfoss var tekin upp lifandi á fjórtán dögum í Stúdíó sept- ember en þessir fjórtán dagar dreifð- ust yfir marga mánuði vegna mikilla anna einstakra meðlima. Á henni er að finna fjórtán lög sem eru öll, utan þrjú, eftir Pétur Örn. „Við köllum tvö síðustu lögin auka- lög því að þau eru bæði eftir Einar gítarleikara og þetta eru jafnframt fyrstu lögin sem hann samdi, þrettán ára gamall. Hann spilaði þau fyrir okkur í partíi einhvern tímann og okkur þótti þau svo fyndin að við ákváðum að hafa þau með á plöt- unni.“ Pétur segir að lögin eftir hann á plötunni séu misgömul en þar sé að minnsta kosti að finna tvö lög sem hann samdi þegar hann var tvítugur. Annars vekur það athygli undirritaðs að þrjú tungumál koma fyrir á Sel- fossi, íslenska, enska og spænska. „Annað enska lagið, „Drowning“ er rosalega mikið kántrí og það er eiginlega ástæðan fyrir því að það er á ensku. Íslenskt kántrí er ekki alveg nógu kúl,“ útskýrir Hannes. „Síðan er það „Knitting in the Night“ sem er epískt lag um hannyrðir sem komst einfaldlega miklu betur til skila á ensku en íslensku.“ „Hvað spænska lagið varðar feng- um við spænskumælandi manneskju til að fara yfir textann eftir að platan kom út,“ segir Pétur „Þetta er í grunninn rétt spænska en það er á hinn bóginn ekkert samhengi í text- anum. Þarna eru setningar á borð við „Seljið þér klám hér?“, „Bjórinn er flatur“ og „Ég hef alltaf haft gaman af hótelferðalögum,“ bara algjör þvæla. Við Bergur fórum einhvern tímann að grínast með spænskuna og svo á ég bók sem kallast Hvernig móðga á fólk á fimm tungumálum og sú bók var mikið notuð við textagerð- ina.“ Geta spilað hvað sem er Í því lagi sem kallast „Amores Perros“ ljær Ómar Örn Hauksson, fyrrum meðlimur Quarashi, rödd sína og rapp en hann og Hannes hafa undanfarin misseri túlkað rússneskt tvíeyki í alþjóðlegri áfengisauglýs- ingu sem við Íslendingar komum ekki til með að sjá í náinni framtíð án þess að vera stödd á erlendri grundu. „Okkur fannst það fyndið að fá Ómar Örn inn í þetta því að við erum engir rapparar. Þetta virkar mjög vel og framburðurinn er eftir því sem við best vitum, mjög góður.“ Talið berst að öðrum verkefnum einstakra meðlima en þeir eru flestir mjög vinsælir „session“-hljóðfæra- leikarar og bakraddasöngvarar. „Þetta er aðalverkefnið okkar þessa dagana og ég held að við séum ekkert að ljúga því þegar við höldum því fram að við séum að spila meira en flestar aðrar hljómsveitir á Ís- landi – í kringum fjörutíu helgar á ári. Hins vegar höfum við aldrei æft vegna anna. Ef við ákveðum að taka inn nýtt lag í prógrammið er kannski aðeins rennt í gegnum það í hljóð- prufu en annars kunnum við flest lög sem samin hafa verið.“ „Við erum hins vegar ekkert að trana okkur fram og við fáum til dæmis enga spilun hjá útvarps- stöðvum, þrátt fyrir að hafa spilað á árshátíðum hjá þeim flestum. Þar fyrir utan erum við að spila í einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins í hverri viku [Það var lagið] en það virðist ekki hjálpa okkur neitt.“ „Við erum eins og sonurinn sem fjölskyldan skammast sín fyrir,“ bætir Pétur Örn við. „En okkur gengur mjög vel og við erum mjög góðir í því sem við erum að gera en þessi plata er eins konar staðfesting á því að við getum spilað annað en það sem við spilum á böll- um.“ Þar sem Buffið er statt, svo að segja á sér bás, eru þeir Hannes og Pétur spurðir hvernig íslenskt tón- listarlandslag blasi við þeim. „Það fyrsta sem stingur mann er hversu margir eru að gefa út töku- lagaplötur fyrir þessi jól og það er mjög leiðinlegt í sjálfu sér. Sumt er að sjálfsögðu vel gert og góðra gjalda vert en magnið af þessu er slíkt að það á eftir að týnast í kösinni. Þetta er dálítið Idol-skotið, finnst manni.“ Spurðir að lokum hvort þeir beri þennan heimsfrægðardraum í mag- anum eins og svo margar hljóm- sveitir, neita þeir því staðfastlega. „Við erum bara íslenskt band,“ segir Hannes. „Og tónlistin er þessi týpíska íslenska popptónlist. Við höfum það mjög fínt hérna heima og förum þá bara frekar til út- landa fyrir peninginn sem við vinnum okkur inn með spila- mennsku.“ Tónlist | Hljómsveitin Buff sendir frá sér plötuna Selfoss Mitt á milli Ladda og Nick Cave Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Sjónvarpsþátturinn Dallas kvað vera fyrirmyndin að þessari ljósmynd af Buff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.