Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 6
6 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 46
1.
2.
3.
Helgi Jóhannsson er um þessar
mundir í samningaumleitunum
við breskt lággjaldaflugfélag.
Hvað heitir það?
Íslendingar unnu Portúgala á
fimmtudag í handboltalandsleik
í Portúgal. Hver var staðan í
leikslok?
Listamaðurinn Christo hefur
unnið sér til frægðar að pakka
inn frægum stöðum. Nýlega
fékkst leyfi til að pakka inn
almenningsgarði í New York.
Hvað heitir garðurinn?
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 78.73 -0.24%
Sterlingspund 128.38 0.30%
Dönsk króna 11.4 -0.01%
Evra 84.84 0.02%
Gengisvístala krónu 123,76 -0,19%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 388
Velta 7.159 milljónir
ICEX-15 1.345 0,16%
Mestu viðskipti
Vinnslustöðin hf. 884.225.000
Fjárf.félagið Atorka hf. 116.321.400
Flugleiðir hf. 78.572.901
Mesta hækkun
Opin kerfi hf. 7,14%
Nýherji hf. 5,59%
Þormóður rammi-Sæberg hf. 4,44%
Mesta lækkun
Skýrr hf. -8,11%
Líf hf. -4,55%
Grandi hf. -1,61%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8205,3 -2,0%
Nasdaq*: 1353,8 -2,5%
FTSE: 3613,8 -0,2%
DAX: 2742,5 -2,4%
Nikkei: 8731,7 -0,7%
S&P*: 868,8 -2,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráð-
herra hefur ákveðið að auka afla-
heimildir á fjórum fisktegundum
á yfirstandandi fiskveiðiári. Ufsa-
kvótinn verður aukinn um átta
þúsund tonn, sandkolakvótinn um
þrjú þúsund tonn, kolmunnakvót-
inn um 36 þúsund tonn og út-
hafskarfakvótinn um tíu þúsund
tonn. Aukningin jafngildir tólf
þúsund þorskígildistonnum.
Ákvörðun um að auka afla-
heimildir í ufsa eru í raun gegn
ráðleggingum Hafrannsókna-
stofnunar. En staðan núna er
betri en áætlað hafði verið og
ástæðulaust að fara hraðar í upp-
byggingu ufsastofnsins, að sögn
Árna M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra. Hann segist enn frem-
ur hafa ákveðið að hafa hliðsjón
af fiskifræði sjómanna sem hafi
sagt frá aukinni ufsagengd.
Hækkunin í úthafskarfa er
hlutfallslega jafn mikil og Norð-
austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd-
in ákvað í vetur. Þá er aukning
kolmunnakvótans í samræmi við
aukningu Evrópusambandsins á
eigin kvóta.
Gert er ráð fyrir að kvótaukn-
ingin auki útflutningsverðmæti
útfluttra sjávarafurða um 2,5 til
2,8 milljarða króna á árinu. Það
verður því rúmlega 130 milljarðar
í stað 128 milljarða eða rúmlega
2% umfram það sem áætlað hafði
verið.
Ekki þótti fært að auka afla-
heimildir í skarkola eða keilu og
kvótaaukning í skötusel og ýsu
kom ekki til skoðunar. ■
Kvóti aukinn um 12.000 þorskígildi í fjórum tegundum:
Útflutningsverðmæti
eykst um 2,5 milljarða
HÆKKUN Á LEYFILEGUM
HEILDARAFLA Í TONNUM
Var Verður Aukning
Ufsi 37.000 45.000 8.000
Kolmunni 282.000 318.000 36.000
Sandkoli 4.000 7.000 3.000
Úthafskarfi 45.000 55.000 10.000
ÁRNI M. MATHIESEN
Hafði fiskifræði sjómanna til hliðsjónar
og jók ufsakvótann þvert á ráðleggingar
fiskifræðinga.
FRAMKVÆMDIR Ef borgaryfir-
völd vilja byggja hábrú yfir sund-
in, líkt og þau hafa lýst yfir,
hyggst Vegagerðin beita sérstöku
ákvæði í vegalögum til að firra sig
auknum kostnaði. Það mun kosta
borgina þrjá milljarða króna að
fara sínu fram.
Þetta er á meðal þess sem kom
fram í svari Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra við fyrirspurn
Bryndísar Hlöðversdóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar, á Al-
þingi. Vegagerðin og Borgarverk-
fræðingur eru framkvæmdaraðil-
ar Sundabrautar, en Vegagerðin
hefur forræði í málinu þar sem
um þjóðveg er að ræða.
Skiptar skoðanir hafa verið um
það milli ríkis og borgar hvaða
leið yfir Kleppsvík sé fýsilegust.
Valið stendur á milli tveggja leiða.
Borgaryfirvöld vilja byggja há-
brú yfir sundin, sem kostar 9,9
milljarða króna, en ríkið vill fara
svokallaða landmótunarleið-
, sem kostar 6,9 milljarða. Sam-
kvæmt henni verður byggð brú að
stórum hluta á landfyllingu innst
inni í Elliðavogi.
Ráðherra sagði að ef borgin
vildi byggja hábrú myndi Vega-
gerðin beita ákvæðinu, en það
kveður á um að ef sveitarstjórn
velji annan stað en Vegagerðin
telji æskilegt og það leiði til auk-
ins kostnaðar sé heimilt að krefja
viðkomandi sveitarfélag um
kostnaðarmuninn. Rísi ágreining-
ur um réttmæti slíkrar kröfu eða
um fjárhæð ber að skjóta málinu
til ráðherra til úrskurðar. Hábrú-
in er þremur milljörðum króna
dýrari kostur en landmótunar-
leiðin og því ljóst að sá kostnaður
myndi leggjast á borgaryfirvöld.
Ákvæðið mun einu sinni beinlín-
is hafa ráðið vali á veglínu. Það var
í Stykkishólmi, en þá vildi sveitar-
stjórnin nýja legu fyrir innkeyrslu
í bæinn, en féll frá ósk sinni þegar
henni var gerð grein fyrir að heim-
ildarákvæðinu yrði beitt.
Í svari ráðherra kom einnig
fram að búið væri að gera arð-
semismat vegna Sundabrautar.
Arðsemin er frá 7 til 14% á ári eft-
ir því hvaða leið verður valin.
Landmótunarleiðin skilar mestu
arðseminni eða 14% á ári, en há-
brúin 10%. Botngöng milli Gufu-
ness og Vogahverfis skila minnstu
arðseminni eða 7%, en þau eru
líka dýrasti kosturinn.
trausti@frettabladid.is
Borgin greiði
mismuninn
Borgaryfirvöld vilja byggja hábrú yfir sundin en ríkið vill fara
svokallaða landmótunarleið. Hábrúin er 3 milljörðum króna dýrari.
Vegagerðin vill að borgin greiði muninn. Landmótunarleiðin skilar
mestu arðseminni.
HÁBRÚ YFIR SUNDIN
Borgaryfirvöld telja að með hábrúnni náist betri tenging við miðborgina. Hún yrði norð-
vestan við Sundahöfn og myndi tengjast Sæbrautinni og beina umferðinni um hana og
niður í miðbæ.
ARÐSEMISMAT 5 VALKOSTA UM LEGU
OG ÚTFÆRSLU SUNDABRAUTAR
Kostnaður, milljarðar króna Arðsemi
Leið I, ytri leið, há bitabrú 9,9 10%
Leið I, ytri leið, botngöng 13,8 7%
Leið III, innri leið, grunnlausn 8,7 11%
Leið III, innri leið, landmótunarleið 6,9 14%
Leið V, jarðgöng 12,0 8%
TE
IK
N
IN
G
/S
IG
U
RÐ
U
R
VA
LU
R
SI
G
U
RÐ
SS
O
N
Fangi sneri aftur:
Myrti
stjórnendur
MOSKVA, AP Fyrrum vistmaður í
fangelsi í þorpinu Kharyuzovka í
Síberíu sneri aftur til þess að
drepa þrjá af yfirstjórnendum
fangelsisins. Fanginn fyrrverandi
réðst inn í fangelsið og skaut
mennina þrjá með afsagaðri
haglabyssu. Maður sem reyndi að
yfirbuga morðingjann varð einnig
fyrir skoti en lifði af.
Þegar byssumaðurinn yfirgaf
fangelsið hélt hann til næsta bæj-
ar og drap þar konu á sextugsald-
ur. Að lokum hafði lögreglan
hendur í hári mannsins og skaut
hann til bana. ■
LÍK FÉLL AF HIMNUM
Fólk safnast saman við hús þar sem annar
mannanna kom niður með þeim afleiðing-
um að þakið brotnaði.
Tveir menn:
Féllu freðnir
til jarðar
PEKING, AP Tveir menn féllu til
jarðar úr farþegaþotu sem var að
koma til lendingar í Shanghai. Af
ummerkjum á líkum þeirra var
helst að sjá að þeir hefðu frosið til
bana og verið látnir þegar þeir
lentu.
Lítið er vitað um mennina tvo
annað en að þeir eru af evrópsk-
um uppruna og um þrítugt. Kín-
verskir fjölmiðlar höfðu eftir
sjónarvottum að af klæðnaði
mannanna að dæma gætu þeir
hafa verið flugvallarstarfsmenn.
Einnig voru taldar líkur á að þetta
gætu verið laumufarþegar. ■
Boðflenna:
Skar fjóra
DÓMSMÁL Maður um þrítugt sem
særði fjóra menn með hnífi hefur
verið dæmdur til fjögurra mánaða
skilorðsbundins fangelsis.
Atvikið átti sér stað í Kópavogi
fyrir ári. Fjórmenningarnir hugð-
ust henda hnífamanninnum út úr
samkvæmi sem hann hafði komið
óboðinn í.
Héraðsdómur Reykjaness segir
manninn eiga sér þær málsbætur
að hann hafði sætt barsmíðum og
staðið höllum fæti áður en hann
beitti hnífnum.
Sár mannanna voru ýmist
stungusár eða skurðir. Þau voru öll
á útlimum. Skaðabótakröfum þeir-
ra var hafnað. Hnífurinn var
gerður upptækur. ■
ATVINNULEYSI Lyf og Heilsa aug-
lýsti á dögunum eftir afgreiðslu-
fólki í verslanir sínar í Glæsibæ
og á Akranesi. Þegar hafa 110 um-
sóknir borist og má búast við
fleirum því umsóknarfrestur er
ekki enn útrunninn:
„Ég hef aldrei séð annað eins
eftir að ég byrjaði í þessu starfi.
Og ekki síður hitt að nú er há-
skólamenntað fólk að sækja um
afgreiðslustörf hjá okkur, bæði
líffræðingar og meinatæknar,“
segir Elín Hlíf Helgadóttir,
starfsmannastjóri hjá Lyfjum og
heilsu.
Fyrirtækið auglýsti einnig eft-
ir lyfjafræðingi og fékk þar tíu
umsóknir: „Þetta segir okkur
mikla sögu um atvinnuástandið í
landinu. Fólk dauðvantar vinnu
og mér finnst í raun sorglegt að
horfa upp á þetta,“ segir Elín
Hlíf. ■
110 sóttu um starf hjá Lyfjum og heilsu:
Háskólafólk vill
afgreiðslustörf
LYF OG HEILSA
Líffræðingar og meinatæknar eru tilbúnir
til að afgreiða í verslunum fyrirtækisins.
PARDUS FANN HASS Fíkniefna-
hundurinn Pardus þefaði uppi
pakka á Akureyrarflugvelli og
vaknaði strax grunur um að
fíkniefni væru í honum. Síðdegis
á þriðjudag kom síðan maður á
flugvöllinn til að vitja pakkans.
Var hann handtekinn við komuna.
Í ljós kom að í pakkanum voru
6,3 grömm af hassi sem maður-
inn viðurkenndi að eiga.
Í MIÐRI EYÐILEGGINGUNNI
Þrátt fyrir að búa fjarri átakasvæðum hefur
um ein milljón fátæklinga orðið harkalega
fyrir barðinu á borgarastríðinu. Stjórnarher-
inn hefur rifið hverfi þeirra vegna ótta við
að uppreisnarmenn haldi sig þar.
Fílabeinsströndin:
Samið
um frið
PARÍS, AP Samningamenn stríðandi
fylkinga í borgarastríðinu á Fíla-
beinsströndinni hafa komist að
samkomulagi um drög að friðar-
sáttmála sem bindur endi á fjög-
urra mánaða langt borgarastríð ef
samkomulagið nær fram að
ganga. Samkomulagið gerir ráð
fyrir að ný stjórn taki við völdum
til að koma á friði. Aðild að henni
munu eiga allir stjórnmálaflokkar
og uppreisnarhreyfingar sem
hafa barist gegn stjórnvöldum.
„Þetta er skref í átt að friði á
Fílabeinsströndinni sagði tals-
maður forsetans en lagði áherslu
á að það myndi ráðast af viðbrögð-
um forsetans og þjóðarinnar
hvort friðarsáttmáli tæki gildi. ■
AP/M
YN
D