Fréttablaðið - 25.01.2003, Síða 16

Fréttablaðið - 25.01.2003, Síða 16
Skröltormar eru eitraðir ogmörg dæmi þess að þeir hafi orðið fólki að bana. Það breytir því þó ekki að þeir eru friðaðir í Mexíkó. Samt eru þeir ein helsta tekjulind fátækra íbúa nálægt bænum Hiuzache í norðurhluta Mexíkó, sem hætta á hvort tvegg- ja, lögsókn yfirvalda og lífshættu- leg bit skröltormanna, þegar þeir fara á veiðar til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Íbúarnir höggva skröltormana með sveðjum á eyðilegum bújörð- um og ferðast síðan til frum- stæðra sölubása sem þeir hafa komið upp við fjölfarnari vegi og bíða eftir viðskiptavinum sem eru komnir misjafnlega langt að, sum- ir úr nálægum bæjum, aðrir frá Bandaríkjunum og enn aðrir alla leið frá Asíu. Það er líka misjafnt hvað þeir sækja í. Sumir vilja bara kjötið, sem þeir leggja sér til munns. Aðrir nota hreistrið í meðöl eða sem verndargripi til að víkja ógæfu á brott. Hætta lífinu fyrir 50 peseta Það verður enginn ríkur af því að bjóða skröltorma til sölu. Það má reyndar sjá af fararskjóta sölumannanna, sumir koma til sölubásanna á úr sér gengnum pallbílum, aðrir á baki asna. Fyrir hvern skröltorm fær fólkið allt niður í 50 peseta, sem er álíka upphæð og 400 krónur íslenskar. Fyrir þá upphæð hættir fólkið líf- inu við veiðarnar, kviðristir skröltormana og bíður eftir við- skiptavinum, sem eru ekki alltaf svo margir. „Stundum sel ég tvo skrölt- orma á dag, stundum næ ég ekki einu sinni að selja einn,“ segir Rosa Maria Lopes, 45 ára gömul þriggja barna móðir, þar sem hún situr við hrófatildur þar sem hún hefur hengt upp dauða skröltorma og flöskur og hefur safnað saman olíunni úr snákunum. Rosa býr í afskekktu fjallahéraði þar sem litla vinnu er að hafa og jörðin svo þurr að því sem næst ekkert nær að vaxa. „Ef ég sel ekki skrölt- orma sveltur fjölskylda mín,“ seg- ir hún. Það eru ekki allir sáttir við að fátækir bændur veiði skröltorma sér til framfærslu. Juan Carlos Moreno, umhverfisfulltrúi í Monterrey, sem er sú borg sem er næst fjallasvæðinu eyðilega, seg- ir fólkið vera að spilla náttúrunni með því að drepa skröltormana. Í þokkabót séu viðskipti þess byggð á gamalli hjátrú. „Þetta fólk held- ur að skröltormurinn búi yfir dul- rænum eiginleikum sem lækni krabbamein. Það eru engar sann- anir fyrir því að það sé satt. Því miður hefur þessi hugmynd geng- ið mann fram af manni frá því á tímum Aztekanna.“ Árangurslítil áhlaup lögreglu Fyrir fjórum árum gerðu Mor- eno og samstarfsmenn hans mikið áhlaup á söluskýli bænda og gerðu hundruð dauðra skröltorma upptæk auk annarra bannaðra afurða, svo sem skinn af sléttuúlfum og dauða skúnka sem eru notaðir við galdra. Að lokum sektuðu þeir tugi sölu- manna sem höfðu margir ekki efni á því að greiða sektina. Innan fárra vikna var skrölt- ormamarkaðurinn kominn í fullan gang. Smygl á snákum til verslana í bænum Huizache hélt áfram. Þar geta eftirlitsmenn lítið gert. „Þegar við komum inn á markaðina felur fólk allt sem það hefur,“ segir Mor- eno. „Við megum ekki leita í búðun- um ef við höfum ekkert séð. Hvað getum við gert?“ Þrátt fyrir að sú regla gildi al- mennt að bannað sé að drepa skrölt- orma má gera það á löglegan hátt. Stígvélaframleiðendur og nokkur önnur fyrirtæki hafa fengið leyfi til að rækta skröltorma, drepa þá og búa til neysluvörur úr afurðunum af þeim. Hvorki þeir né aðrir mega hins vegar drepa þá skröltorma sem skríða lausir í náttúrunni. Taka matinn af borðum okkar Hvað sem banninu líður halda fátækir bændur í norðurhéruðum Mexíkó áfram að hætta lífi sínu við skröltormaveiðar og hætta á af- skipti yfirvalda þegar kemur að því að selja afurðirnar. Skröltormasal- ar koma sér áfram fyrir við fjöl- farna vegi og reyna að halda á sér hita með því að kveikja í ónýtum dekkjum eða öðru rusli. Sölubásar þeirra standa vart undir nafni, eru oftast örfáar spýtur sem hafa verið barðar saman til að hægt sé að hengja upp skröltormana og annan varning. Rosa sem fyrr var nefnd segir að þar til stjórnvöld geri eitthvað til að bæta efnahagsástandið muni hún halda áfram að brjóta lögin og hætta á að vera bitin af skröltormunum. „Ef stjórnvöld taka þetta af mér eru þau að taka matinn af borðum okkar,“ segir hún og bendir á skröltormana. Á sama tíma reyna börn hennar að stöðva bíla og betla fé af vegfarendum. ■ 16 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR „Ef ég sel ekki skröltorma sveltur fjöl- skylda mín.“ ,, Fátæktin er víða gríðarleg í Mexíkó. Í norðanverðu landinu bjóða bændur yfirvöldum birginn og hætta á lífshættulegt bit með því að veiða og selja skröltorma sem hafa verið friðaðir: Löggan, fátæku bændurnir og friðuðu skröltormarnir ÓDÝR OG ÓLÖGLEGUR VARNINGURINN Sölubásar fólksins standa vart undir nafni. Þar eru þó hengdir upp dauðir skröltormar og annar varningur sem oft á tíðum er ólöglegt að bjóða upp á. AP /J O H N S EV IG N Y FÁTÆKTIN Í ALGLEYMI Jörðin er svo þurr að þar vex varla nokkur afurð sem lifa má af. Atvinnu er erfitt að fá og því neyðast margir til að hætta lífi sínu við að veiða skröltorma sem svo eru seldir vegfarendum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.