Fréttablaðið - 25.01.2003, Side 19

Fréttablaðið - 25.01.2003, Side 19
19LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 hans getur slegið með þeim sem minna mega sín og hann hefur að- stoðað marga. En vissulega er ég opnari og á auðveldara með að ná til fólks,“ segir Jóhannes og neit- ar því að þeim feðgum takist ekki að gera út um þann ágreining sem upp kemur án átaka. Hefur þér aldrei fundist hann hugsa of stórt? „Nei, ég held ekki. Ég hef fylgt honum að málum og stutt hans ákvarðanir á sama hátt og hann hefur fylgt mér í mínum gjörðum. Í það minnsta höfum við aldrei gengið sárir frá borði. Við erum náttúrulega af tveimur kynslóð- um og sjónarhorn okkar kannski ekki alltaf það sama. En við höf- um verið samstíga í þeirri fram- tíðarsýn sem við höfum haft á verslunina.“ Jóhannes segir þá feðga vera í daglegu sambandi en svo sé einnig með dóttur hans, sem búi í næsta húsi. Gróa á Leiti Miklar breytingar hafa orðið á lífi Jóhannesar frá því hann fór af stað með fyrstu Bónusverslunina. Hann er umtalaður og umdeildur og fólk fylgist með. Gróa á Leiti hefur haft hann á milli tannanna og er fljót að dæma og draga ályktanir. „Það hefur ekkert breytt mér í sjálfu sér. Ég finn það ekki svo gjörla frá degi til dags að ég hafi meiri peninga.“ Hann segir allt fara í áframhald- andi uppbyggingu en ekki neitt fé tekið út úr fyrirtækinu til að leika sér með þó að einhverjir vilji halda öðru fram. „Náttúrulega á maður alltaf öfundarmenn og ekki síst í svona litlu samfélagi,“ bend- ir hann á. Hann vill þó alls ekki meina að það komi neitt við hann. „Mér er slétt sama og að sama skapi skiptir umtal mig engu. Ef ég get skaffað fólki umræðuefni þá er það mér að meinalausu. Á það verður að líta að þegar við vorum að koma Bónus á koppinn kom það í minn hlut að vera tals- maður verslunarinnar. Sem betur fer tekur fólk eftir því sem maður er að gera og í upphafi þurfti ég á umræðunni að halda. Þannig kom ég því út á markaðinn sem við þurftum án þess að greiða fyrir það.“ Því horfir öðruvísi við nú og hann viðurkennir að kannski sé það ekki þægilegt að vita ekki að morgni hverju verði dembt yfir hann þann daginn. „En það snertir mig ekkert sérstaklega enda erum við báðir þannig gerðir feðgarnir að við gefumst ekki upp. Sama hvað á gengur. Ef ein- hver er haldinn svo skítlegu eðli að geta ekki látið okkur í friði þá verður svo að vera.“ Konurnar í lífi þínu hafa verið á milli tannanna á fólki og Ára- mótaskaup sjónvarpsins tók á vissan hátt á því. Sárnaði þér að horfa á það? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég hafði bara gaman af því. Helst að ég sé hræddur við tvífara minn þar, Pálma Gestsson, sem náði mér alveg giska vel. Að öðru leyti er lítið við svona glensi að segja. Mér finnst ekki slæmt að horfa á þetta sett fram í gríni. Verra er þegar alvaran á í hlut með mál- sóknum og ofsóknum.“ Jóhannes segist ekki vita hvað vaki fyrir Jóni Gerald Sullen- berger. Hann segir hann hafa ver- ið vin þeirra feðga í meira en tíu ár. Hann neitar því alfarið að hafa komið aftan að Jóni Gerald en segist vita að hann hafi verið óánægður með að þeir sem tóku yfir og sáu um innkaupin fyrir Baug hættu að versla við hann. „Við hættum viðskiptum við hann og reyndum að sjá svo um að hann færi tjónlaus frá því. Líklega hef- ur það verið kveikjan að þessu öllu. En viðskipti eru viðskipti og það var hagstætt fyrir okkur að kaupa ekki af honum lengur. Við getum ekki verið sáttir við fjár- kúgun af hans hálfu. Hef ekki þurft að stela neinu Jóhannes segir það oft hafa komið fram og ekkert laununga- mál að þeir hafi lagt fé til kaupa á umræddri skútu. „Við viljum aðeins fá það fé endurgreitt og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir hann og leggur áherslu á að það fé hafi verið tekið út úr Gaumi, fyrirtæki fjölskyldunnar. „Jón Gerald sendi oft reikninga á Bónus sem greiddir voru af Gaumi en hausinn á reikningnum var Bónus. Þetta er allt í bókhaldi Gaums,“ fullyrðir Jóhannes. „Það er nú svo að þegar menn eru komnir í svona hatursherferð reyna þeir að sverta mótherjann eins og framast er unnt. Það sýn- ir sig með því að hann kærði bæði Tryggva Jónsson endur- skoðanda og Jón Ásgeir fyrir fjárdrátt. Hann skilur ekki að hann sendi hingað kreditnótu en segir það debetnótu og að þeir hafi tekið peningana út úr fyrir- tækinu. Það var orsök lögreglu- rannsóknarinnar en það var af- sannað strax um kvöldið með einni nótu að meginhluti ásakan- anna var rangur.“ Jóhannes bendir á að fyrir- tækið hafi vaxið mjög hratt en í þjónustu þeirra hafi þeir haft frábært fólk í bókhaldi og endur- skoðun. „Við höfum reglulega fylgst með að allt væri í lagi því ekki vantaði að illar tungur væru að smjatta á að ekki væri allt í lagi. Því lögðum við sérstaka áherslu á að allt væri rétt unnið. En það kemur engum við hvað fyrirtæki fjölskyldunnar gerir.“ Menn segja að bláa höndin vofi yfir öllu. Óttastu ekkert hvað verður? „Það verður bara den tid den sorg og þýðir ekkert að hafa áhyggjur af því. Ég hef ekki þurft að stela neinu né ljúga að neinum.“ Barnaspítalinn og Mæðrastyrksnefnd Jóhannes afhenti fyrir skömmu Barnaspítala Hringsins stóra gjöf og það er ekki í fyrsta skipti. Hann upplýsir að frá því Bónus fyrst gaf fé til tækjakaupa sé sú upphæð orðin 40-50 milljón- ir. „Það hefur verið mjög ánægju- legt að stuðla að því að spítalinn eignaðist ný tæki. Þetta fé er þan- nig tilkomið að ákveðinni upphæð af hverjum poka sem við seljum er varið í þágu Barnaspítalans.“ Jóhannes útskýrir að fyrir rúmum fimmtán árum þegar hann var atvinnulaus hafi hann tekið að sér fyrir Kaupmannasamtök Ís- lands, sem þá voru og hétu, að vinna að því að fá kaupmenn til að innheimta gjald af plastpokunum sem viðskiptavinirnir keyptu. „Allir sögðu að það væri vonlaust að fá kaupmenn í þetta verkefni en það tókst. Í fyrstu var Land- vernd í samvinnu við kaupmenn og ákveðin upphæð rann til land- græðslu. Það slitnaði seinna upp úr samvinnunni við Landvernd og ég ákvað að verja þessum pening- um í þágu Barnaspítala Hringsins þess í stað.“ Jóhannes segir viðskiptavini sína kunna að meta þetta framtak. Auk þess hafi tækin komið í góðar þarfir og foreldrar og forráða- menn spítalans verið afar þakklát- ir. „Í sumar ákváðum við einnig að ef hagnaður yrði af hlut okkar í Arcadia myndum láta eitthvað af hendi rakna til þeirra sem lítið hefðu á milli handanna. Það af- hentum við Mæðrastyrksnefnd fyrr í vetur með því fororði að því yrði einnig skipt að einhverju leyti á milli Hjálparstofnunar kirkjunn- ar og Öryrkjabandalagsins.“ Fleiri hafa notið góðs af gjaf- mildi Jóhannesar og heyrst hefur að vistmenn í Byrginu hafi lifað meira eða minna í heilt ár á því sem Bónus hefur lagt þeim til. „Það er rétt. Við höfum svo sem ekki verið neitt að hampa því,“ samsinnir hann. Hann segist hafa látið þeim í té vörur sem runnið hafi út á tíma en séu í alla staði í lagi til manneldis. „Mér finnst stórkostlegt að geta lagt Guð- mundi í Byrginu lið við það að halda þessu á floti. Þarna eru áttatíu manns sem annars ættu ekki kost á að koma undir sig fót- unum. Það er allt jákvætt við þann stað.“ Börn eru engin fyrirstaða Jóhannes segist vera við góða heilsu og vera svo ljónheppinn að finna ekki neitt fyrir aldrinum. Tekur svo stórt upp í sig að full- yrða að hann finni ekki breytingu hvorki á andlegu né líkamlegu at- gervi. Hann gæti allt eins verið tvítugur. „Ég skrökva því ekki,“ segir hann hlæjandi þegar það er dregið í efa. Hann hefur lagt sígarettunum en þess í stað tekið upp á því að reykja vindla. „Ég hætti hins vegar að drekka fyrir rúmu ári og sé ekki eftir því.“ Var eitthvað sérstakt þess valdandi? „Nei, ég var bara orðin þreytt- ur á því og nennti ekki að eyða öll- um helgum í það. Það er svo margt skemmtilegra en það,“ seg- ir hann en viðurkennir að erfiðara sé að losna við reykinn. „Jú, ég er dauðhræddur við reykingarnar,“ játar hann samt og segist ekki hafa komið sér enn að því að hætta þeim einnig. Hefur nýja sambýliskonan þín eitthvað með það að gera að þú hættir að drekka? „Ja, ætli það ekki. Kannski finnst mér hún svo skemmtileg að ég þarf ekki að drekka.“ Konan sem hefur þessi áhrif á Jóhannes heitir Guðrún Þórsdótt- ir og er liðlega fertug. Hún hefur verið búsett á Seltjarnarnesi og á tvö börn, fimm og ellefu ára. Hann segist einnig hafa búið mjög lengi á Nesinu og þar keypti hann sér hús þar sem þau búa nú á vet- urna, ekki fjarri heimili dóttur Jó- hannesar. Hann segir börn aldrei hafa verið vandamál hjá sér. Hann sé barnakarl og hafi ánægju af að umgangast börn. „Ég er ánægður og það gengur prýðlega hjá okkur. Barnabörnin koma í heimsókn, einkum börn Kristínar dóttur minnar. Það er lengra á milli mín og barna Jóns Ásgeirs en ég heimsæki þau einnig.“ Fyrir nokkrum árum keypti Jó- hannes hús á Akureyri og þar á hann lögheimi. Hann segir þau búa þar á sumrin að mestu leyti. „Við byrjuðum þar saman í golfi í sumar sem leið,“ segir hann þrátt fyrir að hafa löngum gert grín að golfurum. „En ég tek það til baka því við vorum meira eða minna á golfvellinum á hverjum degi. Við byrjuðum á að fá kennslu og það kom í ljós að golfið átti svona vel við okkur bæði. Ég held að erfitt sé að byrja á þessu ef bæði eru ekki tilbúin í það. En það er miklu skemmtilegra en ég átti von á.“ Hann segist kunna afar vel við sig fyrir norðan og þar slaki hann á. „Okkur fannst við ekki þurfa að fara til útlanda því Akureyri býð- ur upp á allt sem maður sækir þangað. Við erum með gott hús, góða nágranna og þar hef ég kynnst ógrynni af góðu fólki sem við umgöngumst. Eitt barnabarna minna var hjá okkur í sex vikur í sumar og börnin höfðu meira en nóg fyrir stafni. Akureyringar voru eitthvað að kvarta undan veðrinu en við vorum ánægð með það.“ Jóhannes hefur á undangengn- um árum dregið sig að nokkru frá rekstri Bónuss og daglegur rekstur er í höndum manna sem hann treystir og hafa lengi verið í þjónustu þeirra feðga. „Starf mitt hefur breyst og ég kann því vel eins og það er.“ Hann segist ekki eiga von á frekari framrás þeirra feðga í íslensku viðskipta- lífi. Fæti sé fyrir þá brugðið ef eitthvað eigi að gera og vísar hann þar til Íslandsbanka, Trygg- ingamiðstöðvarinnar og fleiri fyrirtækja. „Ég held að hvorki mig né Jón Ásgeir, sem lent hef- ur í öllum þessum hremmingum, langi mikið til að sækja frekar inn á íslenskan markað. Veröldin er alveg nógu stór.“ bergljot@frettabladid.is LÍÐUR VEL Á AKUREYRI „Ég hef lengi gert grín að golfurum og lítið skilið hvernig menn hafa haft nennu í að elta þennan litla bolta. Ég skipti um skoðun í sumar.“ Ég held að hvorki mig né Jón Ásgeir, sem lent hefur í öllum þess- um hremmingum, langi mikið til að sækja frekar inn á íslenskan markað. Veröldin er alveg nógu stór.“ ,, „Það verður bara den tid den sorg og þýðir ekkert að hafa áhyggjur af því. Ég hef ekki þurft að stela neinu né ljúga að neinum.“ ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.