Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 23
23LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 hún hefur verið undir miklu álagi síðustu misserin í kjölfar óvænts skilnaðar við Tom Cruise. Skilnað- urinn mun þó vart ríða baggamun- inn þar sem Akademían hefur frekar litið framhjá persónuleg- um áföllum en hitt. Hremmingar fólks hafa þó átt það til að setja strik í reikninginn og einhverjir vilja meina að samúðarfylgi hafi ráðið því að Elizabeth Taylor var verðlaunuð fyrir leik sinn í Butt- erfield 8 árið 1961. Hún var þá að jafna sig eftir veikindi og hálsað- gerð og haft hefur verið eftir Shirley McLaine að hún hafi „tap- að fyrir barkaskurði“ það árið. Gamlir refir sýna klærnar Gamli jaxlinn Jack Nicholson hreppti Golden Globe fyrir leik sinn í About Schmidt og á því nú sex hnetti á arinhillunni. Hann hefur hlotið Óskarsverðlaunin þrisvar, fyrir One Flew Over the Cuckoo´s Nest, aukahlutverk í Terms of Endearment og nú síðast fyrir leik sinn í As Good As It Gets. Það blandast því engum hug- ur um að hér er þungavigtarmað- ur á ferð sem mun án efa keppa um Óskarinn í ár. Það er að vísu ekki við neina aukvisa að etja þar sem Daniel Day-Lewis þykir fara á kostum í Gangs of New York og Michael Caine kemur sterkur inn í The Quiet American. Þeir kepptu um Golden Globe við Nicholson og þykja nánast öruggir með óskars- tilnefningu. Þá gætu þeir Day- Lewis og Caine hagnast á því að Nicholson taldi sig vera að leika í gamanmynd en ekki drama og hef- ur látið í það skína að hnattveiting- in hafi verið byggð á misskilningi. Sú hvimleiða hefð hefur skap- ast í kringum Óskarsverðlaunin að ein og sama myndin sópar til sín öllum helstu verðlaununum og því má nánast bóka það að líkt og á Golden Globe muni leikstjórar þeirra mynda sem líklegastar þykja til stórræða bítast á um verðlaunin fyrir bestu leikstjórn- ina. Stephen Daldry (The Hours), Peter Jackson (The Two Towers), Alexander Payne (About Schmidt), Rob Marshall (Chicago) og Martin Scorsese (Gangs of New York) verða því væntanlega í fremstu víglínu þegar tilnefning- arnar til Óskarsverðlaunanna verða birtar þann 11. febrúar. Scorsese stendur óneitanlega vel að vígi enda með glæstasta feril- inn að baki. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Óskarsverð- launa, fyrir Raging Bull, The Last Temptation of Christ og Good- fellas, án þess að hljóta þau. Þreyt- andi tilhneiging Akademíunnar að ganga ítrekað framhjá óumdeildu hæfileikafólki hefur í gegnum árin stuðlað að því að verðlaunin verða seint talin raunhæfur mæli- kvarði á gæði og hæfileika, enda snýst valið að miklu leyti um markaðssetningu, klíkuskap, pen- inga og völd. Þannig fékk um- fangsmesti leikstjóri síðustu ald- ar, í tvennum skilningi, Alfred Hitchcock, aldrei Óskar fyrir leik- stjórn. Munu þeir síðustu fyrstir verða? Eðalleikarinn Paul Newman er annað gott dæmi. Hann hafði oft verið til kallaður en aldrei út- nefndur þegar Akademían splæsti á hann heiðursverðalunum 1986 og til að bíta höfuðið af skömm- inni fékk hann svo verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir The Color of Money ári síðar. Hann átti þau svo sem skilið en hefði verið enn betur að þeim kominn fyrir til dæmis Cat on a Hot Tin Roof, The Hustler eða Cool Hand Luke. James Coburn er annað gamalmenni sem var klapp- að á bakið með styttu þegar hann var kominn á síðasta snúning. Þessi hefð Akademíunnar fyrir því að leiðrétta eigin mistök seint og illa gæti skilað Scorsese styttu í ár, þó Gangs of New York þyki vart jafnast á við það besta sem frá honum hefur komið hingað til. Sagan hefur kennt þeim sem sækjast eftir Óskarsverðlaunum að gæfan er hverful og þó Golden Globe-verðlaunin glæði vonir ein- hverra gætu þær hæglega orðið að engu strax og tilnefningar Aka- demíunnar verða kynntar. Þá dæma skakkaföll á Golden Globe menn síður en svo úr leik og það má til dæmis benda á að af þeim þrettán sem fengu Golden Globe- verðlaun í fyrra fengu aðeins fimm Óskarsverðlaun. Þessi stað- reynd breytir því svo aftur á móti ekki að sjö af síðustu tíu myndum sem hafa hlotið Golden Globe fyr- ir besta dramað hafa haldið sigur- göngunni áfram og krækt í Óskar. thorarinn@frettabladid.is Óskarinn Hún fékk farsælan endi, sag-an af honum Káti sem gleð- ur lesendur þesa vikuna. Fyrir tveimur árum lenti Agnes Sig- urðardóttir, eigandi hans, í tímabundu húsnæðishraki. Kát- ur var þá rétt um tveggja ára og kom hún honum fyrir á meðan hún beið eftir íbúð, hjá ömmu sinni og frænda sem búa í Mos- fellsbæ. Þar var Kátur um tíma en fyrir einhvern misskilning héldu amman og frændinn að Agnes gæti ekki haft hann áfram. Þau auglýstu því eftir nýjum eiganda fyrir Kát og Ingólfur Júlíusson rak augun í auglýs- inguna og tók hann að sér. „Ég var ósköp ánægður með Kát og hann hafði það fínt hjá mér og kærustunni minni. Þegar dóttir okkar fæddist fannst kærust- unni of mikið að vera með Kát líka og það varð úr að ég aug- lýsti hann í vinnunni hjá mér. Það var enginn sem hafði hug á að taka hann en einn vinnufé- laganna benti mér á að auglýsa hann inni á huga.is,“ segir Ingólfur. Inni á huga var Agnes að vafra og sá hundinn auglýstan og þekkti hún um leið sinn gamla félaga. „Ég spenntist öll upp og treysti mér ekki til að hringja. Ég bað því kærasta minn um það því ég var svo hrædd um að Kátur væri far- inn. Ég hafði reyndar séð hann áður í fréttaskoti í sjónvarpinu því Ingólfur eigandi hans tók myndir fyrir sjónvarp. Þá reyndi ég að fá upplýsingar um hann hjá sjónvarpinu en þeir vildu ekkert segja mér,“ segir Agnes. Hjalti, kærasti Agnesar, hafði samband og Kátur var fal- ur. Það urðu mikir fagnaðar- fundir þegar þau komu og náðu í hann. Agnes segir að Kátur hafi elt hana um allt hús og geri enn. „Ég á fleiri hunda og þeir tóku Káti vel, en hann má ekki af mér sjá og er sérstaklega illa við að ég skilji hann eftir heima. Þá verður hann stress- aður, enda ekki von á öðru þar sem hann heldur líklegast að ég komi ekki aftur. En ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið hann til mín. Það var fyrir tóm- an misskilning sem hann var gefinn.“ Ingólfur er ekki síður ánægður með málalok því hann kveið því virkilega að láta hann frá sér. „Þetta fór á besta veg og það var mikill léttir að vita til þess að honum myndi líða vel.“ bergljot@frettabladid.is Agnes Sigurðardóttir bað annað fólk fyrir hundinn sinn á með- an hún var í húsnæðishraki. Fyrir misskilning var hann gefinn og hún vissi ekki hvert. Fyrir hreina tilviljun fann hún hann aftur og það urðu fagnaðarfundir. Fann Kát aftur Gæludýrið mitt Ég á fleiri hunda og þeir tóku Káti vel, en hann má ekki af mér sjá og er sérstaklega illa við að ég skilji hann eftir heima. ,, HJALTI OG AGNES MEÐ KÁT OG EINN AF HUNDUM ÞEIRRA Hann eltir Agnesi enn um allt hús og má vart af henni sjá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M THE LORD OF THE RINGS Aðdáendur myndanna eru ósáttir við gengi þeirra og vilja meðal annars kenna þjóðrem- bingi Bandaríkjamanna um en leikstjóri bálksins er Nýsjálendingurinn Peter Jackson. STYTTAN EFTIRSÓTTA Hefur gengið undir nafninu Óskar eftir að Margaret Herrick, sem starfaði hjá Aka- demíunni, hafði orð á því að styttan væri „alveg eins og Óskar frændi“. Nafnið heyrðist fyrst opinberlega árið 1934 þegar dálkahöfundurinn Sidney Skolsky nefndi hana í tenglslum við fyrstu verðlaun Katharine Hepburn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.