Fréttablaðið - 25.01.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 25.01.2003, Síða 28
Þau tíðindi bárust í vikunni aðkaupmaður við Laugaveginn ætli að bjóða almenningi aðgang að húsi sínu, þar sem hann ætlar í samvinnu við borgina að reka listasafn með samtímalist. Til sýnis verður fjöldi listaverka sem Pétur Arason hefur smám saman safnað og haft til prýðis á heimili sínu undanfarna áratugi. Pétur er augljóslega lista- verkasafnari af ástríðu. Hann er líka stoltur af safni sínu þegar hann gengur um og sýnir blaða- manni nokkur verkanna. „Þarna eru til dæmis verk eftir helstu frumherja naumhyggjunn- ar, þá Donald Judd, Dan Flavin og Carl Andre. Svo eru hér verk eftir menn eins og On Kawara og Lawrence Wiener, sem eru ásamt fleirum frumkvöðlar hugmynda- listarinnar. Pétur bendir einnig á verk eft- ir Hörð Ágústsson, sem sver sig mjög í ætt við naumhyggjuna. „Þetta er mjög merkilegt verk, því Hörður notar þarna límband í verkum sínum strax árið 1972. Það má segja að hann sé minima- listi, því þeir gera verk sín oftast úr iðnaðarefnum eða tilbúnum efnum. Hann hefur greinilega verið ótrúlega snemma á ferðinni að prófa sig áfram í þessa átt.“ Hefur kynnst þeim flestum persónulega Pétur segist hafa kynnst per- sónulega flestum þeim listamönn- um sem hann hefur keypt verk eftir. „Ef ég sé verk sem lætur mig ekki í friði, þá reyni ég að minnsta kosti að kynnast listamanninum sjálfum. Í fæstum tilfellum hef ég keypt verk án þess að þekkja listamanninn.“ Ásamt Ingólfi Arnarsyni rak Pétur gallerí í húsinu sínu við Laugaveg í ein sex ár. Flestir er- lendu listamennirnir sem sýndu á þeim tíma þáðu boð þeirra um að koma til Íslands. „Þetta var afar skemmtilegur tími. Þetta var mikið af þekktari listamönnum í sinni grein í heim- inum. Þeir komu hingað og voru yfirleitt í viku eða tíu daga og maður kynntist þeim persónu- lega. Þetta var heilmikill skóli fyrir mann í rauninni.“ Pétur segir að kannski finnist einhverjum hálf barnalegt af hon- um að halda að einhverjir aðrir hafi gaman af þessu. „En það verður þá bara að hafa það. Fólk verður þá bara fúlt og labbar út.“ Pétur gerir sér fulla grein fyr- ir því að nútímalist geti verið erf- ið fyrir flesta að meðtaka, að minnsta kosti í fyrstu. „En öll list er þannig að maður verður að hafa fyrir henni. Annars er þetta bara popp. Eitt- hvað sem er mjög auðmelt, eitt- hvað sem allir ná strax að skilja. En viljum við það alltaf?“ spyr Pétur. Honum finnst líka að almenn vanþekking á myndlist valdi því að Íslendingar eigi margir hverjir erfitt með að gera greinarmun á því sem er vel gert og hinu sem höndunum er kastað til. „Þetta er eins og með allt, menn þurfa að kynna sér hlutina. Menn verða að þekkja söguna og bakgrunninn til þess að geta lagt mat á þetta. Fræðsla í sjónmennt- um er hér held ég mjög á lágu stigi miðað við það sem er erlend- is. Hvorki skólarnir né fjölmiðl- arnir hafa staðið sig mjög vel í þeim efnum.“ „Við eigum samt nokkra mjög góða listamenn, en það er eins og það hafi einhvern veginn ekki náðst til almennings. Auðvitað verður aldrei nein fjöldahreyfing á bak við nútímalist, en samt sem áður ættu að vera fleiri safnarar og þjóðin ætti að þekkja betur til okkar bestu listamanna.“ Verðum að geta gengið að verkunum vísum Pétur segir hins vegar nauð- synlegt fyrir Íslendinga að eiga aðgang að verkum helstu lista- manna samtímans. „Til þess að hér þróist einhver samtímalist þá verðum við að bera okkur saman við aðra. Þetta er krafa sem við getum ekki stað- ið á móti lengi. Annars verðum við alltaf bara það sem kallast sveitó. Ef við ætlum að vera það, sem er tískuorð núna, menningarborg á alþjóðlega vísu, þá er þetta hrein- lega eitt af því sem fólk krefst í dag, að geta séð erlenda myndlist í bland við innlenda.“ Að mati Péturs er einn stærsti gallinn á íslenskum söfnum að þau eru ekki með fastar sýningar, þar sem fólk getur alltaf gengið að sömu verkunum ár eftir ár. „Þetta tíðkast alls staðar ann- ars staðar. Maður fer á safn og hrífst af einhverju verki. Síðan vill maður koma aftur seinna til þess að virða þetta verk fyrir sér, en hér á landi grípur maður þá í tómt. Verkið er ekki til sýnis nema í nokkrar vikur.“ Pétur ætlar greinilega að gera sitt til þess að bæta úr þessu. Eitt herbergi í húsinu við Laugaveg verður væntanlega helgað breyti- legum sýningum, sem verða kannski tvær til þrjár á ári. En að öðru leyti verður þetta safn, þar sem fólk getur gengið að nokkurn veginn sömu listaverkunum hvenær sem hvötin vaknar til þess. Pétur og eiginkona hans, Ragna Róbertsdóttir myndlistar- kona, ætla að flytja úr húsinu á næstu mánuðum. Húsnæði Levi´s búðarinnar á jarðhæðinni, sem Pétur rekur, verður einnig tekið undir listaverkasafnið. Búðin fer í annað pláss í sama húsi, þar sem gullsmiðir hafa aðstöðu núna. Safnið verður því á öllum þremur hæðum hússins, samtals á um það bil 500 fermetra gólffleti. Borgin ætlar að leigja húsið af Pétri fyrir fjórtán milljónir á ári. Sú upphæð fer til þess að standa straum af öllum rekstri safnsins, meðal annars opinberum gjöldum af húsnæðinu og launum til starfs- manns, sem verður ráðinn í hálft starf. En skyldi honum ekki finnast þetta dálítið afdrifarík ákvörðun, að flytja að heiman til þess að gefa almenningi aðgang að hús- inu? „Jú, vissulega. En samt sem áður eru þetta verk sem manni þykir vænt um og vill að komi fyr- ir almennings augu. Það hlýtur að vera skemmtilegra að hafa mynd- list uppi við heldur en ofan í köss- um og niðri í kjallara.“ Hann segist afar þakklátur borginni fyrir að taka þessu til- boði sínu. „Þetta er einstakt tækifæri sem ég fæ, að fá borgina í sam- vinnu með mér. Þeim hefði getað fundist að þeir gætu þetta sjálfir. En einhvern veginn hefur það verið svo að söfnin hér á landi hafa ekki safnað erlendri mynd- list. Kannski verður farið af stað með það núna.“ Pabbi keypti fyrstu verkin „Við verðum líka að sýna er- lendum listamönnum þessa virð- ingu. Íslendingar taka þátt í sýn- ingum erlendis og ætlast til þess að verk sín séu keypt þar. Þá er ekki nema eðlilegt að við sýnum álíka viðleitni hér.“ Safn listaverka, sem nægir til þess að fylla fimm hundruð fer- metra húsnæði og gott betur, hlýt- ur að hafa átt sér langan aðdrag- anda. „Ætli ég hafi ekki byrjað á þessu strax þegar ég var sextán eða sautján ára. Ég held að ég hafi fengið pabba til þess að kaupa handa mér fyrstu verkin sem ég á. Svo þetta er orðinn langur tími. Þetta eru orðin ein fjörutíu ár. En aðalsöfnunin hefur reyndar farið fram síðustu tuttugu árin eða svo.“ Pétur segir að það hljóti að hafa búið í sér einhver brennandi áhugi á myndlist frá upphafi. „Kannski langaði mig til þess að verða sjálfur myndlistarmað- ur. Hins vegar fann ég fljótt að ég átti ekki erindi á þeim vettvangi. Minn áhugi fann sér meira skap- andi farveg í því að umgangast hana og að sýna hana heldur en að búa hana til sjálfur.“ Listin og tískan Pétur segist aldrei hafa átt marga vini í viðskiptageiranum. „Það var frekar að ég átti vini sem voru í einhverjum listgrein- um. Þegar ég var í tengslum við þá varð ég fljótur að átta mig á því hvert ég átti að fara, hvað ég átti að skoða. Svo kynntist ég fólki í gegnum þá og eitt leiddi svo af öðru.“ „Svo var faðir minn, Ari Jóns- son klæðskeri, með verslun hérna í húsinu þegar ég var fimmtán eða sextán ára. Hún hét Faco þá. Strax á þessum árum byrjaði ég að fara til útlanda í verslunarer- indum. Því fylgdi að maður fékk góðan tíma til þess að skoða söfn- in. Oft lá leiðin líka til Amsterdam og svo vildi til að þar voru kunn- ingjar mínir og vinir margir hverjir við listnám. Þetta voru menn eins og Sigurður Guð- mundsson, Kristján bróðir hans, Hreinn Friðfinnsson og fleiri.“ Skyldu aldrei hafa orðið árekstrar milli myndlistarinnar og verslunarinnar í lífi Péturs? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þó að tískan og listin séu óvinir, þá eiga þær þó sameiginlegt að maður þarf alltaf að vera vak- andi og leitandi. Ég hef verið þannig safnari að ég hef aldrei keypt aftur fyrir mig. Ég hef alltaf keypt það sem er gert á því árinu. Ég hef alltaf verið í nútímanum. Og þá er maður ósjálfrátt alltaf að horfa í kring- um sig, ekki ósvipað því sem maður er að gera í fatabransan- um. En tískan er allt annar hlut- ur. Þar gerast hlutirnir svo hratt, það er vetrartíska og hausttíska. Í listinni gerast hlut- irnir hins vegar hægt.“ gudsteinn@frettabladid.is 28 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR www.casema.is Harðviðarhús, einbýlishús, sumarhús, klæðn- ingarefni, pallaefni og bílskúrar. Sími: 564-5200 og 865-7990 Pétur Arason kaupmaður hefur komið sér upp veglegu safni nútímalistaverka sem hann ætlar að veita almenningi aðgang að. Hann segir að öll list sé þannig að maður verði að hafa fyrir henni. Listaverkasafnari af ástríðu SAMNINGUR VIÐ BORGINA Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi og Pétur Arason kaupmaður skýrðu í vikunni frá því að nýju samtímalistasafni verði brátt komið á fót í Reykjavík. Ef ég sé verk sem lætur mig ekki í friði, þá reyni ég að minnsta kosti að kynnast listamanninum sjálfum. Í fæstum tilfellum hef ég keypt verk án þess að þekkja listamanninn. ,, PÉTUR ARASON, KAUPMAÐUR OG SAFNARI „Þótt listin og tískan séu óvinir þá fylgir þeim báðum að maður þarf alltaf að vera vakandi, alltaf að líta í kringum sig.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.