Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2003, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 25.01.2003, Qupperneq 32
ÁFENGISMÁL Grundvallarbreyting hefur orðið á áfengisneyslu ungs fólks á undanförnum tíu árum. Neyslan hefur aukist mjög hratt samfara því að vínveitingaleyfum hefur fjölgað. „Veitingahúsin eru farin að skipta miklu meira máli í lífi ungs fólks en þau gerðu áður,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir afbrota- fræðingur. Hún flutti fyrirlestur um rannsóknir sínar á þessum málum í Norræna húsinu í vik- unni. „Þetta er nýtt lífsmynstur sem við sjáum á öllum Norðurlöndun- um. Það hafa alls staðar komið fram minni krár og veitingahús, sem eru mjög vinsæl hjá ungu fólki. Þetta er mjög merkileg þró- un, sem ekki er gott að finna skýr- ingar á.“ Hún tekur þó fram að hún sé þarna ekki að tala um unglinga, heldur ungt fullorðið fólk sem er á aldrinum 20 til 35 ára. „Við sjáum það úr neyslukönn- unum að áfengisneyslan er af- skaplega aldursbundin. Þetta er fyrst og fremst yngra fólkið, og þá sérstaklega karlar á þessum aldri.“ „Sjálfsagt hefur þessi aldurs- hópur alltaf verið mest á börum og veitingahúsum. Það eina sem hefur breyst í samsetningu þessa hóps er að ungar konur vilja í vax- andi mæli að það gildi sömu regl- ur um þær og karla, þó svo að þær séu ekki eins tíðir gestir.“ Breytt viðhorf til áfengis Hún segir að breytt viðhorf til áfengis sé ein meginástæðan fyrir þessum breyttu neysluvenjum. Að- hald á drykkju ungs fólks hefur minnkað og sömuleiðis hefur dreg- ið úr eftirlitshlutverki ríkisins. Hildigunnur hefur skoðað þessi mál allt aftur á miðja síðustu öld. Um 1950 og næstu áratugi þar á eftir var fyrst og fremst litið á óreglu á almannafæri sem lög- reglumál. Ölvað fólk var hiklaust handtekið ef það var með einhverj- ar óspektir á almannafæri. „Ekki má gleyma því að hugs- anlega hafa þessar handtökur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fjölskyldur drykkjumanna. Með því að handtaka þessa menn er lög- reglan að taka þá úr umferð, sem þýðir að fjölskylda þeirra fær kærkomna hvíld frá ástandinu.“ Þetta fór svo að breytast með tilkomu félagsþjónustu sem veitti drykkjumönnum afdrep og aðstoð. Svo þegar SÁÁ kom til sögunnar fór áfengisvandamálið að flytjast úr höndum lögreglunnar og inn á svið heilbrigðismála.“ Sjúkdómsvæðing áfengis- vandans Hildigunnur kallar þetta sjúk- dómsvæðingu áfengisvandans. Jafnframt fækkar handtökum á ölvuðu fólki gríðarlega mikið. Hildigunnur segir að þessi sjúk- dómsvæðing sé komin til að vera, að minnsta kosti eitthvað áfram. „Hún verður samt sennilega ekki ráðandi ímynd vandans leng- ur, heldur verður hún bara hluti af heilbrigðiskerfinu. Það er ekkert nýtt í henni lengur. En það sem er nýtt núna eru skipulagsmálin. Nú er farið að líta til þeirra sem lausn- ar á þessum vanda. Þá er einkum spurt hvort hægt sé að stýra fjölda veitingastaða, flokka þá meira nið- ur og jafnframt að stýra af- greiðslutímanum.“ Hún segir að þótt þessar breyt- ingar hafi orðið hafi ástandið sem verið er að glíma við í sjálfu sér lít- ið breyst. Óregla á almannafæri sé sennilega svipaðs eðlis og verið hefur. „Ég held að það hafi fyrst og fremst breyst hvernig tekið er á vandanum. Það sem hefur breyst er hvaða augum hann er litinn, hvernig hann er skilgreindur og hvernig er brugðist við.“ Við og hinir Hildigunnur telur að sjúk- dómsvæðing áfengisvandans hafi hins vegar haft það í för með sér að fólki var skipt í tvo hópa. Þeir sem voru fíklar þurftu að lúta ströngum reglum, en um leið fengu hinir til- tölulega frjálsar hendur til þess að haga sér nokkurn veginn að vild. „Ef reyndin er sú, að hægt sé að skipta fólki í alkóhólista og aðra, og allir aðrir hafi sjálfstjórn, þá þarf samfélagið ekki að vera með neinar sérstakar reglur um þann hóp.“ Hildigunnur og fleiri sem hafa fengist við áfengisrannsóknir hafna því hins vegar að málið sé svo einfalt. „Við lítum frekar á þetta sem eina heild. Mörkin eru ekkert mjög skýr á því hvenær vandamálin verða það mikil að þau virkilega skerði lífsgæði einstaklingsins og umhverfisins. Þarna eru fljótandi mörk.“ Afskipti ríkisins dregin í efa „Til þess að stýra neyslunni í heild þarf að beita reglunum á all- an hópinn, því þá breytist hópur- inn. Áfengisneysla fer að mestu fram í hópum. Þar er aðhaldið, og þess vegna er um að gera að beita reglunum á þennan hóp.“ Þróunin hefur hins vegar verið í þá átt að draga úr allri stýringu ríkisins á atferli einstaklinga, þar á meðal á áfengisneyslu. „Það hefur slaknað á reglunum og um leið hefur áfengisneyslan aukist. En það er kannski á kostnað félagslegra vandamála. Fólk dreg- ur í efa réttmæti þess að ríkið eigi að hafa afskipti af áfengisneyslu, jafnvel þó að ríkið beri svo kostn- aðinn af tjóninu sem af hlýst.“ Um leið vaknar sú spurning hvar gert sé ráð fyrir því að þeir sem eru heimilislausir, atvinnu- lausir og félagslega einangraðir geti fengið inni, þegar verið er að skipuleggja borgina. „Hvar er þá rýmið fyrir hina vegalausu? Hvar eiga þeir að vera? Þeir eru auðvitað í almanna- rýminu, því þeir hafa engan annan stað.“ Rónar og fíklar Hildigunnur segist sjá margt líkt með því hvernig talað var um rónana upp úr miðri síðustu öld og hvernig talað er um fíklana núna. „Rónarnir voru líka svona óskil- greindur hópur. Þetta voru karlar fyrst og fremst. Þeir voru atvinnu- lausir, heimilislausir og félagslega útskúfaðir. Þetta voru utangarðs- menn. Ímynd fíklanna nú er að vísu allt önnur en rónanna á sínum tíma. Þeir eru fyrst og fremst fjöl- skyldufeður, og það er litið á þetta sem fjölskyldusjúkdóm. Það er kannski ekkert nýtt við það lengur, það er bara hluti af opinberri að- stoð núna. En þjóðfélagið er ekki búið að átta sig á eða finna neinar lausnir á því hvernig eigi að taka á ungum atvinnulausum heimilislausum misnotendum, sem er sundurlaus- ari hópur. Sumir þeirra eru með geðraskanir, en ekki allir. Þetta hefur verið þannig að lög- reglan er að handtaka sama mann- inn aftur og aftur fyrir fíkniefna- neyslu. Ekkert breytist nema lög- reglan sér að heilsu hans hrakar og félagsleg staða versnar. Sama gild- ir um þá sem eru að ákæra í þess- um málum og dæma. Þeir upplifa þennan vanda líka og hafa í raun ekki mörg úrræði. Í öllum samfélögum í kringum okkur er verið að velta því fyrir sér hvernig er hægt að nálgast þennan hóp. Hins vegar þyrfti ef til vill ekki að gera svo mikið til þess að þess- um hópi líði eitthvað örlítið betur.“ Meðferð eða aðstoð „Bæði hér á landi og í nágranna- löndunum eru fangelsisyfirvöld að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að bjóða upp á einhvers konar með- ferð fyrir fangana. Straumarnir blása svolítið í þá áttina núna. Og þá er ekki verið að tala um þessa kröfuhörðu meðferð sem SÁÁ hef- ur verið með, heldur frekar félags- lega grundvallaraðstoð. Það fylgja því mikil sálræn og andleg átök að fara í meðferð. Fólk þarf að takast mikið á við sitt eigið líf. Flestir fyllast sektarkennd og finnst þeir hafa farið illa með lífið, ævina og jafnvel með ævi annarra. Þetta er mjög átakamikið ferli, og þess vegna eru alls ekki allir til- búnir til þess að leggja strax af stað í það. Þess vegna held ég að það þurfi að vera lægri þröskuldur inn í ein- hvers konar húsaskjól þar sem boð- ið er upp á aðstoð og stuðning og lágmarks umönnun.“ gudsteinn@frettabladid.is 32 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR - Silkimarkaður - Rýmingarsala - 100% silki Silkináttföt: 6.000 kr. Silkináttkjólar: 4.500 kr. Silkisloppar: 5.000 kr. Herraskyrtur og bindi úr tælensku silki. Handofin Pashmina og kasmírtreflar og sjöl frá Nepal. Silka Laugavegi 20. Opið föstudag 15–18. Laugardag 12–18. Búðin lokar endanlega eftir helgi. Við, rónarnir og fíklarnir Mikilvægi veitingahúsa í lífi ungs fólks hefur aukist mjög á síðustu árum. Jafnframt hefur áfengisneysla vaxið mikið. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur hefur rannsakað sögu þessara mála. DOTTAÐ Á ALMANNAFÆRI Fyrir nokkrum áratugum beindi lögreglan stórum hluta krafta sinna að því að handtaka þá sem sáust ölvaðir á almannafæri. Mjög hefur dregið úr þessu.. SÝNILEGT EFTIRLIT LÖGREGLU Hildigunnur telur að öryggismyndavélar veiti fólki falskt öryggi, sem aldrei getur komið í staðinn fyrir sýnilegt eftirlit lögregl- unnar. HILDIGUNNUR ÓLAFSDÓTTIR AFBROTAFRÆÐINGUR Réttmæti þess að ríkið hafi afskipti af áfengisneyslu hefur verið dregið æ meira í efa, jafnvel þótt ríkið beri kostnaðinn af afleiðingunum. Handtökur vegna ölvunar Fjöldi veitingastaða Hlutfall af áfengi á almannafæri í Reykjavík með áfengisveitingaleyfi selt í veitingahúsum (á 1000 íbúa) 1955 53,2 1 1960 62,1 1970 74,0 16 1975 88,2 1980 60,4 22 11% 1990 34,3 92 20% 2000 14,9 182 24% 2001 177 2002 193

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.