Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2003, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 25.01.2003, Qupperneq 37
17LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 2.15, 4, 5.40, 8 og 9 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 b.i.14.ára Sýnd kl. 3, 5 og 7 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 2, 3, 4 VIT498ANALYZE THAT kl. 9 og 11 VIT JAMES BOND b.i. 12 ára 5.30, 8, 10.30 TRANSPORTER b.i. 14 4.30, 6.30, 8.30, 10.30 Kl. 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30 Sýnd kl. 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30 b.i. 16 ára TÓNLIST Breski rokkdúettinn The Elect-ric Soft Parade fékk frábært start þegar frumraun þeirra „Ho- les in the Wall“ endaði ofarlega á ársuppgjörslistum gagnrýnenda. Þegar gripnum er rennt í gegn verður það augljóst af hverju svo fór. Tónarnir eru hlýir, fallegir, sveimandi, grípandi og úthugsaðir. Þó grunnhljóðfærin séu hefðbund- in (gítar, trommur, bassi, söngur og hljómborð) er auðheyrt að búið er að nostra lengi við. Það eru aldrei tæki og tól sem skila árangri, held- ur lagasmíðar, og þar felst styrkur þessarar sveitar. Strax í hinu frábæra opnunar- lagi „Start Again“ er það ljóst að sveitin er undir sterkum áhrifum frá bandarísku sveitinni Grandaddy og ekki er ólíklegt að drengirnir hafi gaman af bresku sveitinni Doves. Nafn sveitarinnar gefur svo til kynna að liðsmenn séu aðdáendur The Doors en þau áhrif liggja þá djúpt undir niðri og ég gat ekki greint þau. Textar sveitarinn- ar eru vitsmunalegir og mannlegir. Það lítur bara allt út fyrir það að þessir piltar séu afar hæfileikarík- ir ungir menn. Auk upphafslagsins voru uppá- haldslög „There’s a Silence“, „It’s Wasting Me Away“ og titillagið „Holes in the Wall“. Frábær frumraun. Plata sem ætti að renna vel ofan í tónlistar- spekúlanta á öllum aldri. Birgir Örn Steinarsson THE ELECTRIC SOFT PARADE: Holes in the Wall Frábær frumraun Faðir leikkonunnar BrittanyMurphy, sem fer með stórt hlut- verk á móti Eminem í myndinni „8 Mile“, er dæmdur glæpamaður. Hann „starfaði“ með bresku glæpa- gengi í ein 20 ár og var inn og út úr fangelsi á æskuárum hennar. Stúlk- an skammast sín víst það mikið fyrir fortíð föður síns að hún hefur aldrei viljað gefa upp faðerni sitt og ekkert viljað vita af honum. Hún á að hafa slitið sambandi við föður sinn eftir að leikferill hennar fór í blóma þrátt fyrir að sá gamli eigi ekki að hafa komið nálægt glæpum í ein tíu ár. Leikarinn Russell Crowe er búinnað hljóðrita lag með bandarísku söngkonunni Chrissie Hynde, sem söng með The Pret- enders hér um árið. Lagið heitir „Never Be Alone Again“ og verður að finna á væntanlegri breið- skífu hljómsveitar Crow, Thirty Odd Foot of Grunts. Breiðskífan heitir „Other Ways of Speaking“ og kemur út á árinu. Crowe hitti Hynde í gleð- skap í London á síðasta ári og vin- skapur kviknaði þeirra á milli. Leikkonan Minnie Driver hefurfengið gestahlutverk í þáttunum „Will & Grace“. Hún mun leika kær- ustu vinkonu aðal- persónanna sem veldur miklum usla í vinahópnum. Hún klæðir sig víst á afar skemmtilegan hátt og verður góð vinkona Jacks. Leikkonunni Demi Moore mun einnig bregða fyrir í gestahlutverki sem fyrrum barnapíu Jacks. Einnig er talað um að poppdrottningin Madonna muni birtast í nýju þátta- röðinni. Þátturinn er greinilega að vaxa í vinsældum því nú þegar hafa leikararnir Michael Douglas og Matt Damon farið með gestahlut- verk í þáttunum. NÝJA DELHÍ, AP Meðlimir Samtaka há- vaxinna karlmanna á Indlandi hafa ákveðið að rýmka inntöku- skilyrðin í félagið og leyfa konum að sækja um aðild. Í samtökunum eru nú um 300 Indverjar sem allir eiga það sammerkt að vera yfir 182 cm á hæð en meðalhæð ind- verskra karlmanna er aðeins um 167-170 cm. Ekki er ljóst hvort sett verða skilyrði fyrir lágmarks- hæð hjá konunum en ætlun sam- takanna er að koma á fót hjóna- bandsmiðlun fyrir meðlimina. Í sveitahéruðum landsins er al- gengt að gert sé grín að hávöxnum karlmönnum, meðal annars með því að hæðast að fimi þeirra og greind. Stofnandi samtakanna, sem er rúmir tveir metrar á hæð, segir að markmiðið sé að breyta viðhorfi almennings. Hann bendir enn fremur á að hávaxnir menn passi varla í sæti í lestum og kvik- myndahúsum og í strætisvögnum geti þeir ekki einu sinni staðið. ■ RISAVAXINN LEIKARI Samtök hávaxinna á Indlandi vilja bjóða Bollywood-stjörnunni Amitabh Bachchan að gerast meðlimur en hann er hvorki meira né minna en 187 cm á hæð. Hagsmunasamtök hávaxinna: Einmana og út undan

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.