Fréttablaðið - 25.01.2003, Síða 46

Fréttablaðið - 25.01.2003, Síða 46
46 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS Öðruvísi afmæli í Höfðaborg Sjöfn Har myndlistarkona er 50 ára í dag. Hún er stödd í Suður-Afríku í heimsókn hjá bróður sínum og ætlar að skoða sig um, ferðast og mála næstu sjö vikurnar. 50 ÁRA „Hlöðver, bróðir minn, hef- ur búið hérna í fimm ár og ég ákvað að grípa tækifærið og heimsækja hann,“ segir Sjöfn, sem á sjö systkini sem eru dreifð út um allan heim. „Annar bróðir minn býr í Chile og ég vonast til að geta heimsótt hann fljótlega. Þá á ég systur í Ameríku og aðra í Sviss. Við erum svo þrjár systurn- ar sem búum á Íslandi. Ég dvaldi svo aftur í Danmörku í átta ár, þannig að þetta flakk virðist vera í eðli okkar.“ Sjöfn ætlar að snæða afmælis- morgunverð á Góðrarvonarhöfða þar sem Indlandshaf og Atlants- haf mætast, ásamt sambýlis- manni sínum og bróður, en svo er ferðinni heitið með kláfi upp á Table Mountain, þannig að þessi afmælisdagur verður með óvenjulegra móti. Sjöfn er fædd og uppalin á Stykkishólmi. „Ég á nunnunum í Stykkishólmi mikið að þakka, eins og mörg börn í Hólminum. Þær héldu að mér alls konar skapandi verkefnum sem lítið var af í þá daga.“ Sjöfn var aðeins fimmtán ára þegar hún fór til Reykjavíkur í Myndlistar- og handíðaskólann. „Þetta var frekar erfiður róður enda þótti ég of ung. Það var búið að gera allt klárt til að senda mig í MA, að ósk föður míns, en ég hafði það í gegn með lagni að fá að fara í inntökuprófið.“ Sjöfn kenndi myndlist í nokkur ár að loknu námi en komst að því að hún gæti ekki bæði orðið góður kennari og myndlistarmaður. „Mér var ljóst að ég gæti ekki gert bæði í einu og yrði að velja annað hvort.“ Listin varð ofan á og hún sótti um hjá Akademíunni í Kaupmannahöfn. Sjöfn lauk námi frá kennara- deild Akademíunnar og útskrif- aðist sem cand. phil í myndlist að loknu fimm ára námi og kenndi við Akademíuna í framhaldinu. „Árið 1987 kom ég heim af per- sónulegum ástæðum og hef starfað sem sjálfstæður mynd- listarmaður með smá kennslu- ívafi, en ég hef alltaf haft gaman af því að kenna. Síðustu fimm árin hef ég leigt vinnuaðstöðu á Eyrabakka og vinn þar meira og minna. Ég er landsbyggðarbarn og finnst gott að leita út fyrir bæ- inn og vera í annarri orku. Mig dreymir um að eignast húsbíl og geta ferðast um landið eins og sígauni. Elta bara veður, vinda og birtu í honum með trönurnar og grjónagrautinn.“ ■ AFMÆLI Ég var búinn að vera fjósamaðurí rúma viku, læra á mjaltakerf- ið, fóðurbætisskammtana og kynn- ast kúnum. Við vorum þrjú á bæn- um nema þegar átaksverkefni stóðu fyrir dyrum. Þá var leitað til bræðra á nálægum bæ. Mikið var lagt upp úr góðum vinnuanda við þessi tækifæri. Morgun einn þegar ég kom í fjósið voru þeir mættir bræðurnir og bóndinn. Fara átti með grísi í sláturhús og í samræmi við starfsmannastefnuna voru starfsmenn allir blindfullir. Fjósið og svínastíurnar mynd- uðu tvær álmur í sömu byggingu og voru með sameiginlegar útidyr. Um það leyti sem mjaltatækin fjögur höfðu sogið sig föst á spena og tott- uðu setti annar bróðirinn lausa grind fyrir fjósganginn og stóð við hana meðan hinir hófu að reka grís- ina út í flutningabíl sem stóð við dyrnar. Þegar eitt dýranna sneri við og ætlaði aftur inn til sín féll grind- in um koll og maðurinn kylliflatur ofan á. Síðan dróst hann á eftir grísnum á maganum alveg inn til mín. Við þessa uppákomu tóku ann- ars rólegar kýrnar heldur að ókyrr- ast. Þær höfðu aldrei séð grís fyrr, hvað þá alla þessa grísi sem nú fylgdu skríkjandi á eftir lífsþyrsta uppreisnarforingja sínum inn í fjós. Þar á eftir komu hinir drukknu grísasmalar hálfmáttlausir úr hlátri og veifandi öllum skönkum. Þó að tækist fljótlega að koma grís- unum út í bíl og halda á brott róuð- ust kýrnar ekki. Að lokum sleit ein sig lausa, svo önnur og allar hinar. Kúahópurinn hljóp nú út í myrkrið með keðjurnar flaksandi um háls- inn. Eftir vonlausa eftirför og æsing reif ég af mér skyrtuna og með nærbolinn í henglum og nær þrot- um fékk ég hugljómun. Eina ráðið var að taka Land-Róverinn og keyra út á veg, í gegnum þorpið og upp að bænum þar sem hinn danski Jens, forveri minn í starfi, var nú búsettur. Þetta tókst og um kvöld- matarleytið vorum við Jens búnir að koma öllum kúnum inn og mjaltatækin soguðu sönglandi tott- tott. Draumurin hafði ræst; ég hafði fengið að keyra bíl aleinn langa leið úti á þjóðvegum landsins, í gegnum þorpið og til baka þótt ég væri bara 16 ára og ekki kominn með bílpróf. ■ Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði segir frá æv- intýralegri kúasmölun og æsilegum slátur- grísaflótta sem átti sér stað skömmu áður en fyrsti maðurinn steig fæti á tunglið. Hann skorar á Valdimar Jörgensen byggingatækni- fræðing að segja næstu sögu. Sagan Skelkaðar kýr og svín á flótta SJÖFN HAR „Ég var svo lánsöm að komast að í Akademíunni en þetta var erfitt og mér fannst ég vera svolítið ein. En ég var alveg heilluð og það komst ekkert að hjá mér annað en myndlistin.“ MEÐ SÚRMJÓLKINNI PÉTUR KRISTJÁNSSON „Kýrnar æddu út um víðan völlinn yfir skurði og girðingar og dreifðust um slóðir sem voru mér með öllu ókunnar - ómjólk- aðar með þrútin júgrin.“ Spurning: Hvað er ung ljóshærðutangátta stúlka kölluð? Svar: Ljóska. Önnur spurning: En utangátta karlmaður, óháð aldri? Annað svar: Prófessor. TÍMAMÓT FRÉTTIR AF FÓLKI Ryanair. 29-28. Central Park. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Að gefnu tilefni skal tekið fram að þorri þjóðarinnar þolir ekki þorramat. Leiðrétting FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Íslendingabók Kára Stefánsson-ar og Friðriks Skúlasonar á Netinu. Ættfræðigrunnur sem leikur í höndum notenda og er til margs nýtilegur. Aðeins að panta og svo kemur bréf með lykilorði nokkrum dögum síðar. Svo er hægt að sitja við tölvuna og skoða hverjum maður er skyldur og hvernig. Einhver stærsta gjöf sem þjóðinni hefur verið færð. Og það besta af öllu. Þetta er ókeypis. ■ Spaugstofan verður á dagskráRÚV í kvöld líkt og venju- lega. Þeir hafa tekið upp þann sið að bjóða gestaleikurum til liðs við sig þegar þurfa þykir. Þannig muna þeir sem sáu Spaug- stofuna nýverið að leikkonan Edda Heiðrún Backman fór á kostum í hlut- verki Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur. Nokkrum tíðindum þykir sæta að sá gestaleikari sem mun skjóta upp kollinum á skjánum í kvöld er einn Fóstbræðra. Þeir hafa löngum skotið föstum skotum á Spaug- stofumenn fyrir ófrumlegan húmor. Ekki er þó um að ræða Sigurjón Kjart- ansson né Jón Gnarr heldur mun það vera ein helsta stjarna Fóst- bræðra síðari tíma, nefnilega hinn vörpulegi Gunnar Jónsson, sem vakið hefur athygli upp á síðkastið í vídeóleiguauglýsing- um. Mikið er skeggrætt meðalkvikmyndagerðarmanna hver muni hreppa stöðu for- stöðumanns Kvikmyndastöðvar Íslands en alls sóttu sautján um. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær menntamálaráðherra skipar í stöðuna og á meðan blómstra samsæriskenningarnar. Ein þeirra er ættuð úr herbúðum vinstri manna sem telja að fyrst Rúnar Gunnarsson, dagskrár- stjóri innlendrar dagskrárgerð- ar, hafi sótt um hljóti svo að hafa verið búið um hnúta að hann fái stöðuna og þá verði ein- hver skeleggur útsendari „Bláu handarinnar“ settur í stöðu Rún- ars hjá RÚV til að tryggja „eðli- lega“ umfjöllun sjónvarps nú í aðdraganda kosninga. ÞJÓÐLEGT Þorrinn hófst í gær og hafa eflaust margir gætt sér á indælis þorramat í tilefni dagsins. Í Hagkaupum í Skeifunni var boðið upp á hrútspunga og tilheyrandi við mikla gleði viðskiptavina. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM JARÐARFARIR 13.30 Sigurður Jón Kristmundsson, Karlsbraut 2, Dalvík, verður jarð- sunginn frá Dalvíkurkirkju. 14.00 Guðmunda Ásgeirsdóttir verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju. 14.00 Margrét Sæmundsdóttir frá Mið- húsum, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju. 14.00 Steingrímur Jón Birgisson verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Sveinn Tryggvason, Laugabóli, verður jarðsunginn frá Einars- staðakirkju. 14.00 Valdimar Þórarinsson, Húsatúni, Haukadal, Dýrafirði, verður jarð- sunginn frá Þingeyrarkirkju. AFMÆLI Myndlistarkonan Sjöfn Har er fimmtug. ANDLÁT Harry Steinsson, skipstjóri, Kleppsvegi 34, lést 17. janúar. Útförin hefur farið fram. Arnþrúður Guðmundsdóttir Darolle lést í Frakklandi miðvikudaginn 22. janú- ar. Annað sem hefur þótt styðja aðRúnar Gunnarsson hreppi stöðuna eru fullyrðingar þeirra sem til Rúnars þykjast þekkja og segja hann þeirrar gerðar að hann hefði aldrei sótt um nema hafa tryggt sig áður. Svo mun þó ekki vera. Rúnar mun hafa sótt um án ráðfæringa við þá sem um þetta véla. Sagan segir að í tengslum við umsóknina hafi hann pantað tíma hjá Tómasi Inga Olrich mennta- málaráðherra til að gera grein fyrir sér og sínum áherslum. Mun Rúnar hafa þurft að kynna sig sérstaklega fyrir Tómasi, sem kannaðist alls ekki við manninn sem sagðist vera dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.