Fréttablaðið - 25.01.2003, Síða 47

Fréttablaðið - 25.01.2003, Síða 47
47LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 RAGGI BJARNA Ragnar Bjarnason söngvari var í góðum gír á Íslensku tónlistarverðlaununum á fimmtudagskvöldið síðasta. Hann sýndi það og sannaði að hann er enn konungur sveiflunnar á Íslandi. FÓLK Farandsýning á listaverkum vistmanna úr fangelsum í Kent- ucky hefur vakið mikla athygli og hefur hún nú þegar verið sett upp víða í suðurríkjum Bandaríkj- anna. Á sýningunni eru yfir 130 blýantsteikningar, litmyndir og þrívíddarverk og ljóð. Fangarnir sækja efnivið í blákaldan veru- leikann og meðal myndefnis eru járnrimlar, byssur, eiturlyf og skrímsli. Þykja verkin endur- spegla það hversu nöturlegt og grimmúðlegt fangelsisumhverfið er og varpa þannig ljósi á heim sem flestum er framandi. Margir hafa lýst undrun sinni yfir þeim listrænu hæfileikum sem virðast búa í sumum fanganna og hafa menn auk þess dáðst að því hversu áhrifarík og sláandi mörg verkanna eru. Fangarnir hafa haft úr mjög litlu að moða þar sem þeir fá ekki leyfi til að nota málningu, eiturefni eða aðra hluti sem hægt er að nota til að búa til vopn. Fangarnir nutu aðstoðar ým- issa sérfræðinga og eru þeir á einu máli um að listsköpunin hjálpi mönnunum að takast á við vandamál sín og rata á rétta braut þegar afplánun þeirra lýkur. ■ LISTILEGUR ÚTSKURÐUR Safnvörðurinn Craig Bunting er einn þeirra sem standa á bak við sýningu fanganna list- rænu. Hér heldur hann á vélhjóli sem einn fanganna skar út úr viði. Farandsýning fanga í Kentucky: List á bak við lás og slá HERRA OG FRÚ BRODERICK Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick mættu með bros á vör á Golden Globe- verðlaunaafhendinguna þrátt fyrir að myndir af þeim væru notaðar í auglýsinga- herferð að þeim forspurðum. Málsókn á hendur snyrti- vörufyrirtæki: Krefjast himinhárra skaðabóta FÓLK Sarah Jessica Parker og eig- inmaður hennar Matthew Broder- ick hafa höfðað mál á hendur bandarísku snyrtivörukeðjunni Sephora. Hjónin halda því fram að fyrirtækið hafi í leyfisleysi notað myndir af þeim í auglýsingaher- ferð og krefjast þau fimmtán milljóna Bandaríkjadala í skaða- bætur vegna málsins. Ekki er langt síðan Tom Cruise og Nicole Kidman lögsóttu Sephora af sömu ástæðu en dómur hefur enn ekki fallið í þeirra máli. Myndir af pörunum voru not- aðar til að auglýsa Valentínusar- gjafir frá fyrirtækinu og í auglýs- ingunum kom einnig fram hvaða vörur ættu best við persónuleika stjarnanna. ■ Kvikmyndagerðarmenn segjaað þetta snúist talsvert um það hvort menn eru „Hrafns- menn“ eða „Friðriksmenn“. Og þeir sem vilja skipa mönnum í flokka samkvæmt þeim línum geta velt fyrir sér nöfnum meðal umsækjenda á borð við Pál Bald- vin Baldvinsson, Sigurð Valgeirs- son, Friðbert Pálsson, Ágúst Guð- mundsson, Ingu Björk Sólnes og jafnvel tónlistarmanninn Valgeir Guðjónsson. En þeir sem telja sig vita lengra en nef þeirra nær veðja helst á að Tómas Ingi Ol- rich muni sýna pólitísk klókindi og ráða Þorfinn Ómarsson í þeir- ri von að þá muni allir ljúka upp einum rómi að menntamálaráð- herra láti ekki fornar væringar hafa áhrif á fagleg vinnubrögð. Frétt Ríkisútvarpsins um þaðað Axel Gíslason hefði fengið 200 milljón króna starfsloka- samning hjá Vátryggingafélagi Íslands varð gárungum í heita pottinum að yrkisefni. Kannski nú látunum linni um lífið hjá aumingja Finni. Hann hefur í raun bara lágmarkslaun eitthvað líkt því sem Axel á inni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.