Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 4
4 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR SUÐUR-AMERÍKA KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Á að leyfa áfengisauglýsingar? Spurning dagsins í dag: Ferðu á listasöfn? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 3,1% 61,8%Nei 35,1% ENGAR AUGLÝSINGAR! Meirihluti er andvígur því að áfengisauglýsing- ar verði leyfðar. Veit ekki Já FJÖLMIÐLAR Jón Axel Ólafsson, yfir- maður útvarpssviðs Norðurljósa, hættir störfum um næstu mánaða- mót. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er ástæðan ágreiningur innan yfirstjórnar fyrirtækisins um stefnu í rekstri: „Ég hætti af fjölmörgum ástæð- um sem ég ætla ekki að tíunda í fjölmiðlum,“ sagði Jón Axel í gær en auk þess að stjórna öllum út- varpsstöðvum Norðurljósa var hann einnig yfirmaður auglýsinga- sölu bæði fyrir útvarps- og sjón- varpsstöðvar samsteypunnar. Jón Axel er einn reyndasti útvarps- maður landsins og brautryðjandi í frjálsum útvarpsrekstri hér á landi. Hóf ungur störf á Bylgjunni, stofnaði útvarpsstöðina Stjörnuna ásamt öðrum og hefur um árabil verið lykilmaður í útvarpsrekstri Norðurljósa: „Ég er hálfnaður í háskólanámi og sný mér nú að því af fullum krafti,“ sagði Jón Axel en hann leggur stund á viðskiptafræði við Háskóla Íslands. ■ Hass í hurðum: Tveggja ára fangelsi DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest tveggja ára fangelsisdóm yfir 43 ára karlmanni sem átti aðild að smygli á 30 kílóum af hassi sem falin voru í hurðum sem senda átti frá Barcelona til Íslands. Tveir menn voru dæmdir í níu mánaða fangelsi í héraðsdómi fyr- ir þátt sinn í málinu. Allur dómur annars mannsins var skilorðs- bundinn en sex mánuðir af dómi hins mannsins. Þeir áfrýjuðu ekki dómum sínum. Í Barcelona hafa tveir Spán- verjar verið dæmdir í undirrétti í þriggja ára fangelsi fyrir sinn hlut í málinu. ■ KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Efnahagsleg og jarðfræðileg óvissa vegna Kárahnjúkavirkjunar er eitt helsta áhyggjuefni andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar á Austfjörð- um, að sögn Þorsteins Bergssonar frá Unaósi. Hann er annar tveggja fulltrúa Austfirðinga sem boðuðu til blaðamannafundar í gær. Hann segir mótmælin fyrir sunnan hafa blásið nýjum byr í brjóst Aust- firðinga. „Baráttuhugurinn var orðinn daufur vegna þess viðmóts sem andstæðingar þessara fram- kvæmda hafa mætt fyrir austan, sem hefur vægast sagt verið kuldalegt.“ Menn hafi verið lagðir í einelti fyrir austan vegna skoð- ana sinna, bæði í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði. Sveinn Aðalsteinsson viðskipta- fræðingur sat fundinn og sagði að það sem gerði Kárahnjúkavirkjun einstaka, fyrir utan að valda fyrir- sjáanlega mestu náttúruspjöllum sem um getur af manna völdum á Íslandi, væru 13,7 milljón rúmme- tra risastíflur og nær 70 km löng jarðgöng, auk mikilla neðanjarða- hvelfinga vegna væntanlegs stöðv- arhúss. Þar liggi óvissan um end- anlegan framkvæmdarkostnað. Á fundinum kynntu andstæð- ingar Kárahnjúkavirkjunar heimasíðuna halendi.is. Á þeirri síðu hefur verið settur upp und- irskriftalisti þar sem skorað er á Alþingi og forseta Íslands að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um Kárahnjúkavirkjun um leið og alþingiskosningarnar 10. maí. ■ Norður-Kóreumenn harðorðir: Kjöltu- rakki Banda- ríkjanna PYONGYANG, AP Stjórnvöld í Norður- Kóreu segja Alþjóðakjarnorku- ráðið vera að skipta sér af innan- ríkismálum með því að vísa kjarn- orkuáætlun sinni til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Opinber fréttastofa Norður-Kóreu sagði landið ekki skuldbundið af ákvörðunum Alþjóðakjarnorku- ráðsins eftir að það sagði sig frá sáttmálanum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Alþjóðakjarnorkuráðið var kallað kjölturakki Bandaríkjanna og var hvatt til að kanna ólöglegt framferði Bandríkjamanna, sem væru ábyrgir fyrir deilunni. ■ SEX MENN MYRTIR Lögreglan í Rio de Janeiro fann lík sex karl- manna í bifreið skammt frá einu af fátækrahverfum borgarinnar en allir höfðu þeir verið skotnir til bana. Talið er að morðin teng- ist stríði innan eiturlyfjahrings í borginni og að líkunum hafi verið komið fyrir í bílnum til að vekja ótta hjá þeim sem ætla sér að segja skilið við félagskapinn. MORÐTILRÆÐI GEGN FORSETA Fimmtán manns létust og tugir særðust þegar uppreisnarmenn í Kólumbíu sprengdu upp hús skammt frá flugvelli í suðurhluta landsins. Í húsinu var sprengja ætluð forseta landsins, Alvaro Uribe, sem fljúga átti þar yfir um helgina en þegar lögreglan komst á snoðir um málið sprengdu mennirnir sprengjuna með fyrrgreindum afleiðingum. ÚR ÖSKUNNI Í ELDINN Bandarísk flugvél með fjóra Bandaríkja- menn og einn Kólumbíumann innanborðs fórst í suðurhluta Kólumbíu. Tvo lík hafa þegar fundist hjá braki flugvélarinnar en óttast er að þeir sem lifðu slysið af séu nú í haldi kól- umbískra uppreisnarmanna. DÓMSMÁL Skattrannsóknarstjóri ríkisins telur að Jón Ólafsson og einkafélag í hans nafni hafi van- talið 3,2 milljarða króna til skatts á árunum 1996 til 2001. Jón hefur mótmælt þessari niðurstöðu og segist ekkert hafa að fela. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið í gær. Rannsókn á skattamálum Jóns Ólafssonar hófst með húsleit hjá Norðurljósum í febrúar í fyrra. Niðurstaðan var send Jóni í nóv- ember. Hún er sú að Jón hafi van- talið tekjur sínar um 208 milljónir króna, vantalið 7,4 milljóna króna bílahlunnindi og 7,3 milljóna önn- ur hlunnindi. Þá hafi Jón vantalið 1.284 milljóna króna hagnað vegna sölu sinnar á Skífunni og vantalið eignir sínar um hálfan milljarð. Til viðbótar telur skatt- rannsóknarstjóri að vantalinn hafi verið 1.200 milljóna króna söluhagnaður Jóns Ólafssonar & Co sf. vegna sölu á Fjölmiðlun hf. til annars félags í eigu Jóns sem skráð er á Bresku Jómfrúareyj- um. Kjarni andmæla Jóns er sá að hann telur sig vera skattskyldan í Bretlandi þar sem hann hefur haldið heimili. Þessu er skattrann- sóknarstjóri ósammála. Skattrannsóknarstjóri telur Jón og endurskoðanda hans hafa sýnt af sér refsverða háttsemi með því að rangfæra bókhald og skattframtöl. Búast má við að málið í heild verði sent efnahags- brotadeildinni, sem mun þá meta hvort grundvöllur er til ákæru. Lögmaður Jóns, Ragnar Aðal- steinsson, segir skattrannsóknar- stjóra hafa misbeitt valdi sínu og brotið meðalhófsreglu laga og lög um meðferð opinberra mála. Fari svo að Jón verði dæmdur til að greiða skatta og sektir á þeim grunni sem skattrannsókn- arstjóri hefur lagt fram má búast við að hann þurfi að reiða fram rúman milljarð króna í skatta- greiðslur og tvöfalda þá upphæð í sektir, alls yfir þrjá milljarða króna auk tilheyrandi dráttar- vaxta. Hægt væri að gera eignir upptækar hjá Jóni vegna skatts- ins en sektir eru ekki aðfararhæf- ar. Vegna þeirra er því ávallt dæmd vararefsing sem er mis- munandi löng fangelsisvist. gar@frettabladid.is FORMLEGT FERLI Stjórnir SÍF og SH hafa hafið formlegt sam- einingarferli fyrirtækjanna. „Vinnum af heil- indum í þessu,“ segir stjórnarformaður SH. Stjórnir SH og SÍF: Hefja viðræður SAMEINING Stjórnir Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda og Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hafa ákveðið að hefja form- legar viðræður um sameiningu félaganna. Hvort fyrirtæki um sig hefur skipað fulltrúa til við- ræðnanna. Stjórnir félaganna hafa farið yfir gögn frá Lands- bankanum og Íslandsbanka um eignar- og rekstrarvirði fyrir- tækjanna. Með þeim gögnum fylgdu tillögur um skiptahlutföll. Stjórnirnar hafa kallað eftir frekari gögnum. „Það er svo sem ekkert um þetta að segja á þessu stigi,“ segir Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna. „Við erum að vinna af heilindum í þessu og það er aðalatriðið.“ Auk Róberts eru Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, Þorsteinn Vilhelmsson og Rakel Olsen í viðræðunefnd fyrir SH. Fyrir SÍF eru í viðræðu nefnd auk Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns þeir Aðal- steinn Ingólfsson, stjórnarmaður og Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Fjárfestinga- félagsins Straums hf. ■ Austfirðingar hrósa Sunnlendingum: Hugurinn var daufur FRÁ FUNDI AUSTFIRÐINGA Á fundinum var lag eftir Jóhann G. Jóhannsson frumflutt. Hljómdiskur til stuðnings mál- stað andstæðinga virkjunarinnar er væntanlegur. Yfirvaldi brigslað um valdníðslu Skattrannsóknarstjóri telur Jón Ólafsson og félag í hans eigu hafa van- talið til skatts tekjur og eignir upp á 3,2 milljarða króna. Lögmaður Jóns segir hann skattskyldan í Englandi og vísar niðurstöðunni á bug. NORÐURLJÓS Skattrannsóknarstjóri telur Jón og endurskoðanda hans hafa sýnt af sér refsiverða háttsemi með því að rangfæra bókhald og skattframtöl. Lögmaður Jóns segir skattrannsóknarstjóra hafa misbeitt valdi sínu og brotið meðalhófsreglu laga og lög um meðferð opinberra mála. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.42 0.61% Sterlingspund 125.21 0.49% Dönsk króna 11.26 0.78% Evra 83.64 0.75% Gengisvístala krónu 121,69 0,09% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 306 Velta 12.428 milljónir, ICEX-15 1.361 0,87% Mestu viðskipti Landsbanki Íslands hf. 9.047.735.442 Pharmaco hf. 980.892.138 Fjárfestingarf. Straumur hf. 428.428.843 Mesta hækkun Íslandsbanki hf. 2,46% Bakkavör Group hf. 2,40% Pharmaco hf. 2,03% Mesta lækkun Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. -7,14% Jarðboranir hf. -3,33% Marel hf. -2,35% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7787,2 0,5% Nasdaq*: 1288,2 0,8% FTSE: 3620,2 0,3% DAX: 2667,1 4,4% Nikkei: 8701,9 1,2% S&P*: 821,2 0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Útvarpsstjóri Norðurljósa hættur: Lykilmaður gengur á dyr JÓN AXEL Samstarfsörðugleikar innan yfirstjórnar Norðurljósa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.