Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 32
32 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Dagbækur og persónulegirannálar fortíðarinnar hafa löngum heillað sagnfræðinga, ekki síst þá sem aðhyllast einsög- una sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum, en þá leitast sagnfræðingar við að rita söguna út frá persónulegri reynslu þeirra sem skráðu atburðina þegar þeir gerðust. Íslenskir annálaritarar voru liðtækir á árunum 1400-1800 en hafa nú gengið í gegnum end- urnýjun lífdaga, nefnast nú blogg- arar og skrifa annála sína beint á Netið. Bloggið hefur verið við lýði allt frá árdögum Netsins og upphaf þess má rekja til þess að nýjum tenglum var safnað saman á ákveðnum vefsíðum. Netscape byrjaði til að mynda með What’s New tenglasafnið sitt í júní 1993 og í janúar 1994 opnaði Justin Hall Heimasíðu Justins sem varð síðar Tenglar úr undirdjúpunum. Slashdot opnaði fréttasíðu sína fyrir nörda í september árið 1997 og í desember það ár kom Jorn Barger fram með hugtakið web log. Peter Merholz lét þau boð út ganga snemma árs 1999 að hann hygðist bera web log fram sem „wee-blog“, sem var svo aftur stytt niður í blog. Pyra hleypti svo Blogger af stokkunum í ágúst 1999 sem gerði almennum netnot- endum auðvelt að birta skrif sín á Netinu og bloggæðið byrjaði. Tjáningarþörfin brýst fram á blogginu Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu í Kennarahá- skóla Íslands, hefur bloggað um árabil og hefur velt eðli þessa fyr- irbæris heilmikið fyrir sér. Hún telur að í blogginu brjótist fram sambland af tjáningarþörf og við- leitni bloggarans til að henda reið- ur á lífi sínu og umhverfi, ekki síst óreiðunni á Netinu. „Vefannálar eru ný ritunarað- ferð – það er eins og hægt sé að vera frjálsari og innilegri og láta allt vaða (alltaf hægt að breyta seinna), setja fram hugmyndir sem eru að kvikna og seinna verð- ur unnið úr. Margir nota annála til að skrifa dagbækur á Netinu. Þessar dagbækur eru oft mjög persónulegar og andstæða við fréttabréf.“ Salvör segir að hér sé um nýjan miðil að ræða og blogg- inu fylgi öðruvísi fréttamat. „Það má setja þetta í samhengi við einsöguna sem segja má að sé sagnfræði nútímans. Tími hins stóra sannleika er liðinn og nú tíðkast að skoða ævisögur, skrifa út frá einstaklingnum og flétta stærri atburði inn í þá sögu. Ævi- saga Jóns Sigurðssonar er dæmi um þetta.“ Hvað telst fréttnæmt er því orðið einstaklingsbundið og Salvör sér ekki ástæðu til að gera lítið úr hversdagslegum blogg- færslum fólks og bendir á að þær segi kannski meira um það hvað það er sem skiptir fólk máli. „Mín vegna má fólk gera lítið úr okkur en við höldum áfram að segja sög- una eins og hún birtist okkur. Bloggið þarf alls ekki að vera á neitt lægra vitsmunastigi en ann- að og það sem virðist kannski ómerkilegt á blogginu í fyrstu getur til dæmis breyst í mikil- væga þjóðfélagsumræðu.“ Björn Bjarnason er virðu- legur bloggari Björn Bjarnason borgarfull- trúi er sem kunnugt er fyrsti ís- lenski stjórnmálamaðurinn sem tileinkaði sér nettæknina með góðum árangri og skrif hans á heimasíðu sinni www.bjorn.is hafa oft orðið fréttaefni og hann hefur blandað sér í stjórnmálaum- ræðuna með þeim. „Björn Bjarna- son er tvímælalaust bloggari,“ segir Salvör, sem flokkar einnig Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra sem bloggara. „Björn er virðulegri í skrifum sínum en al- mennt gerist á bloggi og hann ber þess merki að hann á rætur í hefð- bundinni blaðamennsku en hefur tileinkað sér nýja tækni. Þá vísar Björn ekki mikið í aðrar síður á Netinu og tekur því ekki beint þátt í blogg orðræðunni.“ Allar nánari upplýsingar á www.knattspyrnuskoli.com Upplýsingar í símum: 896-1523 og 820-5769 Skráning fer fram á: skraning@knattspyrnuskoli.com Knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur Aldurstakmark 13 ára og eldri 15.000 kr. Æft í Fífunni og Egilshöll Morgunæfingar kl. 06.30 - 07.30 þriðjudags, miðvikudags og fimmtudags morgna 5 vikna námskeið hefst 24. Febrúar – 29. Mars Léttur morgunmatur áður en farið er í skólann Dagbækur nútímans kallast blogg. Þær eru skrifaðar á Netinu og eru ólíkar hefðbundnum dagbókum að því leyti að þær eru aðgengilegar öllum og sitt sýnist hverjum um hvort bloggarar séu keyrðir áfram af ríkri tjáningarþörf eða hreinni athyglissýki. BLOGG Bloggarar úttala sig um allt milli himins og jarðar í netdagbókar- færslum sínum. Stjórnmál, næt- urlífið, heim- spekilegar vanga- veltur, pirringur, skítkast, matar- uppskriftir og veikindi unga- barna er meðal þess sem oft má vinna á blogginu. Þannig að það þarf svo sem engan að undra þótt bloggið freisti forvitinna netverja á vafri sínu. Annálaritarar samtímans SALVÖR GISSURARDÓTTIR „Fórum svo á árshátíð á Sögu í gærkvöldi, aðalræðumaðurinn var hann Jón heilbrigð- isráðherra, hann sló í gegn með fínni og fyndinni ræðu og móðgaði engan. Jón er nú eiginlega stjarna vikunnar...“ Á blogginu sínu sem hún kallar Metamorphoses stebbifr.blogspot.com Virkur í umræðunni Ég er bara að þessu afþví að ég hef mikinn áhuga á að tjá mig,“ segir Stefán Friðrik Stefánsson, sem er sjálfsagt einn öfl- ugast málsvari Sjálfstæð- isflokksins á Netinu. Hann bloggar aðallega um það sem er efst á baugi í stjórnmálaumræðunni hverju sinni og hefur und- anfarið ekki síst beint spjótum sínum gegn Ingi- björgu Sólrúnu Gísladótt- ur og Samfylkingunni. „Ég sest oftast niður í lok dags og tek þá yfirleitt fyrir einhver tvö mál. Oftast nær tengjast þau pólitík en ég hef einnig gaman af því að skrifa um kvikmyndir.“ Stebbifr, eins og hann kallar sig á Netinu, hefur um árabil tekið virkan þátt í stjórnmála- umræðum á Inn- herjaspjalli Vís- is.is og hefur nokkra sérstöðu þar sem hann tjáir sig undir nafni, en drifkraftur spjall- þráða af þessu tagi er alla jafna einmitt fólginn í nafnleynd þeirra sem taka þátt. „Það tók nú ein- hver þá ákvörðun fyrir mig með því að nafngreina mig á Innherj- unum,“ segir Stebbi, sem lætur það ekki á sig fá þótt spjallfélagar hans geri oft harða hríð að sér. „Ég er bara opinskárri ef eitthvað er eftir að ég byrjaði að skrifa undir nafni og hika ekkert við að viðra skoðanir mínar.“ Stebbi segist fá mikið af heimsóknum og hefur orðið var við það að fleiri en sjálfstæðismenn lesi skrif sín og kannast við það að vinstrimenn séu öflugir í blogginu. „Hægrimenn virðast vera færri á blogginu og blogga ekki jafn reglulega.“ Bloggið hans Stebba virðist samkvæmt gestabókinni hans vera vinsælt les- efni hjá áhrifamönn- um í Sjálfstæðis- flokknum en meðal þeirra sem hafa kastað á hann kveðju og hvatt til dáða eru Björn Bjarnason, og Gísli Marteinn Baldurs- son. „Margir af þeim sem hafa sent mér línu í gestabókinni eru vinir mínir,“ segir Stebbi, sem kippir sér síður en svo upp við það að pólitískir andstæðingar kynni sér skrifin og geri þau að umræðuefni utan STEFÁN FRIÐRIK STEFÁNSSON Einn af duglegustu hægribloggurum. Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarfulltrúa staðfesti það endanlega að hún er ekki á leið í lands- málin á málefnalegum for- sendum heldur einvörðungu þeim forsendum að hún er með Davíð Oddsson forsæt- isráðherra á heilanum. stebbifr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.