Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 31
Þegar Jackson 5 hætti hjá Motown-útgáfunni snemma árs 1976 varð Jermaine, annar vin- sælasti Jackson-bróðirinn, að kveðja bræður sína þegar hann giftist dóttur Berry Gordy, stofn- anda Motown. Bræðurnir fjórir sem eftir voru færðu sig yfir til Epic-útgáfunnar og breyttu nafn- inu í „The Jacksons“. Nú fékk Michael að ráða meiru og útsetti nánast alla plötuna „Destiny“ frá árinu 1978 upp á eigin spýtur. Eft- ir gífurlegar vinsældir lagsins „Blame it on the Boogie“ fylltist Michael sjálfstrausti að nýju og fór að leggja drög að áframhald- andi sólóferli sínum. Hann fékk Quincy Jones til þess að stjórna upptökum og sam- an mótuðu þeir stíl sem beindi popptónlist á nýjar leiðir. Þeir lögðu þannig grunninn fyrir hiphop og enn má heyra áhrif þeirra í R&B og popptónlist í dag. Þeir skelltu saman áhrifum diskó, fönks, soul og væminna ballaða í kokteilhristara, hristu þar til þeir fengu harðsperrur í upphandlegg- inn og helltu innihaldinu á plast. Útkoman varð platan „Off the Wall“, fyrsta sólóbreiðskífa Jackson með eigin lagasmíðum. Ómögulegt var að hlusta á plötuna í gegn án þess að fá fiðring í tærn- ar og skaut hún Michael aftur upp á stjörnuhimininn. Bítillinn Paul McCartney samdi lagið „Girlfri- end“ fyrir plötuna. Fjögur lög fóru inn á topp tíu á bandaríska vinsældalistanum. Þar af komust lögin „Don’t Stop Till You Get En- ough“ og „Rock With You“ alla leið á toppinn. Þrátt fyrir vaxandi vinsældir sínar sem sólólistamað- ur brást Michael bræðrum sínum ekki og starfaði áfram með fjöl- skyldusveitinni. Árið 1980 gaf hann með þeim út plötuna „Tri- umph“ og náði lagið „Can You Feel It“ á topp vinsældalistanna. Thriller Það var árið 1982 með útgáfu plötunnar „Thriller“ sem Jackson festi sig í sessi sem frægasta poppstjarna heims. Hann átti það erfiða verk fyrir höndum að fylgja eftir vinsældum „Off the Wall“. Michael reyndist vera hlað- inn hugmyndum og verkið reynd- ist honum því nokkuð auðvelt. Hann fékk félaga sinn, Paul McCartney, til að syngja með sér dúett, gítarleikarann Eddie Van Halen til þess að láta gítarinn væla og Vincent Price til þess að flytja ljóð. Sjálfur kallar Quincy Jones innslag Price „rapp“ en við skulum láta það ógert að apa það upp eftir honum. Fyrsta smáskífulag „Thriller“ var dúettinn „The Girl Is Mine“ þar sem Jackson segir hin ódauð- legu orð; „I’m a lover, not a fight- er“. Lagið þótti ágætt og náði öðru sæti bandaríska vinsældalistans. Þegar lagið „Billie Jean“ komst í umferð varð ekki aftur snúið. Lagið var í sjö vikur á toppi bandaríska vinsældalistans og platan seldist í skipsförmum. Sal- an tvöfaldaðist svo þegar Jackson sló smiðshöggið með rokkslagar- anum „Beat It“ sem hélt toppsæt- inu í þrjár vikur. Brautryðjandi í myndböndum Jackson vann brautryðjenda- verk í gerð myndbanda á þessum tíma. Hann tamdi sér þá vinnu- reglu að hvert og eitt myndband yrði að vera stuttmynd, með upp- haf og endi, í stað þess að eyða filmu í skot af honum að syngja og dansa. Með þessu braut Jackson gat á múr MTV-sjónvarpsstöðvar- innar, sem fram að því hafði ekki leikið myndbönd þeldökkra tón- listarmanna. Smáskífulög af „Thriller“ urðu sjö og komust þau öll inn á topp tíu. Enginn annar listamaður hafði fram að því náð jafn mörgum lög- um af einni plötu inn á vinsælda- listana. Breiðskífan var í toppsæti sölulistans í heilar 37 vikur, seldist í 25 milljónum eintaka í Banda- ríkjunum einum og öðrum 20 milljónum annars staðar. Michael var á hátindi feril síns, vann átta Grammy verðlaun fyrir plötuna og gerði stærsta við- skiptasamning er poppari hafði gert við fyrirtæki þegar hann samdi við Pepsi. Árið 1983 sneri Jackson aftur með nýtt efni á vinsældalistana þegar annar dúett hans og McCartney, „Say, Say, Say“, skaust á toppinn. Árið 1984 samdi hann svo lagið „We Are the World“ í samvinnu við Lionel Richie og var í forsvari fyrir góðgerðasöfnunina „USA for Africa“ þar sem safnað var fé til þess að hjálpa bágstödd- um börnum og fjölskyldum í svelt- andi Afríkulöndum. Og hvað svo? Jackson tók sér langt hlé til þess að hlaða batteríin. Hann þurfti meðal annars að jafna sig á bruna sem hann hlaut í slysi við tökur á Pepsi-auglýsingu. Í þriðja skipti leitaði hann til Quincy Jones um samstarf. Þrátt fyrir að báðir vissu að ómögulegt væri að toppa vinsældir „Thrill- er“ var ákveðið að reyna á það. Í þetta skiptið tóku þeir verðlauna- formúlu „Thriller“ og ýktu hana á flestum stöðum. Rokkið varð ýkt- ara, ofsinn meiri og myndböndin jafnvel stærri og rosalegri. Fyrsta smáskífa „Bad“ var dúettinn „I Just Can’t Stop Loving You“ sem Michael söng með lítið þekktri söngkonu, Siedah Garrett. Breiðskífan kom út 1987 og röt- uðu fimm laga hennar á topp vin- sældalistanna. Það voru „Bad,“ „The Way You Make Me Feel,“ „Man in the Mirror,“ og „Dirty Di- ana.“ Þrátt fyrir gífurlegar vinsæld- ir Jacksons var talað um sölu plöt- unnar sem vonbrigði. Enda seldist hún „aðeins“ í átta milljónum ein- taka. Kannski óumflýjanlegur dómur í ljósi þess að „Thriller“ var þá að nálgast 50 milljón ein- taka sölu. Tónleikar Jackson urðu á þess- um tíma umtalaðir enda sparaði hann hvergi í sviðsbúnaði og brellum. Hann sló öll aðsóknar- met og hefur engin tónleikaferð, fyrr né síðar, selt jafn marga miða og þessi. Michael færði myndbandagerð sína yfir á næsta stig með útgáfu kvikmyndarinnar „Moonwalker“ sem kom í bíó árið 1988. Sjálfkrýndur konungur poppsins fellur Á nýjum áratug var Jackson svo á milli tannanna á fólki þegar hann tók upp á því að grípa um klof sér í dönsum sínum. Þetta gerði hann fyrst í myndbandinu „Black or White“ sem var fyrsta smáskífulag plötunnar „Dangerous“ sem kom út árið 1992. Michael hafði þá slitið samstarfi sínu við Quincy Jones og vann nýju plötuna með upptökustjóranum Teddy Riley. Nýja platan fór beint á topp bandaríska sölulistans og allt leit út fyrir farsæla endurkomu „poppkóngsins“, eins og hann var þá sjálfur byrjaður að titla sig og gaf þannig fjölmiðlafólki enn meira púður. Allt kom fyrir ekki og öllum að óvörum stal ung gruggrokksveit toppsætinu, og þar með allri fjöl- miðlaathygli, af Jackson. Sú sveit hét Nirvana og breiðskífan var að sjálfsögðu „Nevermind“. Jackson náði þó nokkrum lögum af plötunni inn á vinsældalistana en náði átti aldrei jafn miklum vinsældum að fagna eftir þetta. Það hjálpaði hon- um svo ekki að halda krúnunni á höfði sér þegar faðir 13 ára drengs sakaði hann um að hafa beitt son sinn kynferðislegu ofbeldi. Þrátt fyrir að engar kærur hafi verið lagðar fram í málinu varð Jackson frá þessu stöðugt skotmark fjölmiðla. Sérviska hans, og ást á börnum, voru vitanlega öllum kunn og hefur popparinn aldrei náð að hrista ásakanirnar af sér. Hann hót- aði fyrst að kæra pabba stráksins en losaði sig svo undan vandamál- inu með 20 milljón dollara ávísun. Það varð einungis til þess að gefa orðrómnum byr undir báða vængi. Þetta var erfiður tími fyrir Jackson og varð hann um tímabil háður verkjalyfjum. Hann gerði sér þó snemma grein fyrir vandamáli sínu og skráði sig inn á meðferða- stofnun. Árið 1994 giftist hann svo Lisu Marie, einkadóttur Elvis Presley, og kölluðu fjölmiðlar hjónabandið „lélega tilraun“ til þess að bjarga ímynd popparans. Þau skildu svo eftir 19 mánaða hjóna- band. Botninum náð... upp á við hér eftir? Árið 1995 gaf Jackson út tvö- földu safnplötuna „HIStory: Past, Present and Future, Book I“. Fyrri diskurinn innihélt safn vin- sælustu laga Jacksons en sá sein- ni var aðeins með ný lög. Platan fór beint í efsta sæti sölulistanna en féll svo skyndilega vegna klaufalegs frágangs útgáfunnar. Aðdáendurnir áttu öll lög safn- plötunnar og tímdu ekki að borga tvöfalt verð fyrir nýju plötuna. Stærsti slagari plötunnar, „You Are Not Alone“, var eina lagið sem náði toppsæti. Jackson flúði raunveruleikann á sinn einstaka hátt og beið í sex ár eftir því að stíga næstu skref sín á tónlistarsviðinu. Þegar plat- an „Invincible“ kom loks út var mótbyr fjölmiðla orðinn svo sterkur að kóngurinn féll endan- lega af stalli sínum. Almenningur virtist áhugasamari um útlit kap- pans en tónlist hans og ekki var lengur hægt að nefna hann á nafn án þess að sá sem heyrði setti upp svip. Áður en breiðskífan kom út var farið að tala um plötuna sem „flopp“ án þess að nokkur maður hefði heyrt hana. Platan fékk blendnar viðtökur hjá gagn- rýnendum. Sumum fannst Jackson reyna of mikið að heilla á meðan aðrir kölluðu hann hug- rakkan fyrir að taka áhættu. Allt kom fyrir ekki og útgáfufyrirtæki hans Sony gafst upp á plötunni fyrir útgáfu annarrar smáskíf- unnar, þrátt fyrir prýðisviðtökur við þeirri fyrri. Í kjölfarið hætti Jackson hjá útgáfunni og lenti í miklu orðastríði við fyrrum út- gáfustjóra sinn í fjölmiðlum. Hvort enn sé pláss fyrir eina skærustu stjörnu síðustu aldar á himninum leiðir tíminn einn í ljós. biggi@frettabladid.is 31LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 G æ ði á N et to v er ði ... P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 VIÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM GERÐUM OG BJÓÐUM BAÐINNRÉTTINGAR Á BOTNVERÐI 120 cm innrétting (5 skápar, höldur, ljósakappi með 3 halogenljósum, borðplata og spegill) Botnverð 59.900,- 90 cm innrétting (3 skápar, höldur, ljósakappi með 3 halogenljósum, vaskborðplata og spegill) Botnverð 65.900,- 150 cm innrétting (4 skápar, 2 hillur, höldur, ljósakappi með 3 halogen- ljósum, borðplata og spegill) Botnverð 72.900,- Nú fer hver að verða síðastur að nýta sér þetta frábæra tilboð, ÞVÍ ÞAÐ STENDUR AÐEINS TIL 24. FEBRÚAR. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERSLA Í FRÍFORM . . . QUINCY JONES Áhrifa hans gætir enn í popptónlist. Quincy Jones: Úr tónlist í kvikmyndir Quincy Jones er ein mesta goð- sögn baktjaldamanna tónlistar- iðnaðarins frá upphafi. Hann hefur stjórnað upptökum hjá fjölda listamanna, samið fjölda slagara, útsett, gert tónlist fyr- ir kvikmyndir, stjórnað sínu eigin plötufyrirtæki, skrifað bækur, framleitt kvikmyndir og aðstoðað við gerð sjónvarps- þátta. Á ferli sínum hefur hann meðal annars unnið með Miles Davis, Frank Sinatra, Count Basie, Lesley Gore, Michael Jackson, Paul Simon, Aretha Franklin og Ray Charles. Á tíunda áratugnum sneri Jones sér þó aðallega að því að framleiða kvikmyndir og er hann virtur kaupsýslumaður í dag. Hann hlaut meðal annars mannúðarverðlaun Jean Hers- holt á Óskarsverðlaunahátíð- inni árið 1995. Sigrar hans á tónlistarsviðinu hafa einnig verið verðlaunaðir í gegnum tíðina og getur Jones stært sig af því að hafa unnið 26 Gram- my-verðlaun á ferlinum. ■ BÍTLARNIR Sú saga að Jackson hafi átt höfundar- réttinn á öllum lögum Lennon og McCartney er sönn. Michael Jackson: Sannar og lognar kjaftasögur Sérviska Micael Jackson hefur verið umdeild af almenningi. Hann hefur alla tíð verið feim- inn og neitar því blaðamönnum yfirleitt um viðtöl. Hann hefur einnig alltaf óttast að vera mistúlkaður í fjölmiðlum. Áður fyrr voru sögusagnir um að hann hefði farið í sér- staka hormónaaðgerð til þess að varðveita barnslegt raddsvið sitt. Á níunda áratugnum var hann einnig sagður sofa í sértil- búnum súrefnisklefa til þess að hægja á öldrunarferli sínu. Hann var svo sagður hafa keypt beinagrind fílamannsins, John Merrick, til einkanota. Hormónasagan þynntist fljótlega út og vitað er að Jackson sefur að minnsta kosti ekki í súrefnisklefa nú. Hann keypti beinagrind John Merrick en eyddi löngum tíma á spítala í London í að skoða hana. Neverland, búgarður Jack- sons í Kaliforníu, er fullur af tívolítækjum og þar er meðal annars dýragarður. Hann viðurkenndi að hafa farið í lýtaaðgerð út af nefi sínu tvisvar í heimildamynd Martin Bashir. Sagt hefur verið að hann beri vítissóda á húð sína til þess að drepa litafrumur sínar. Jackson hefur þó alla tíð haldið því fram að hann sé með húð- sjúkdóminn vitiligo sem drepur litafrumur í húð. Sú saga að Jackson hafi átt höfundarréttinn að Bítlalögun- um er sönn. Hann keypti fyrir- tækið ATV Publishing árið 1985 til þess að tryggja sér réttinn á lögunum. Þegar hann neitaði að selja Paul McCartney réttinn aftur slitnaði upp úr vinskap þeirra. ■ MICHAEL JACKSON Jackson hefur alla tíð svarað fyrir sig í gegnum tónlist sína. Það er því engin ástæða til þess að halda að hann hafi sungið sitt síðasta. Ferill hans er þó á vissum tímamótum um þessar mundir og spurning hvort hann nái nokkurn tímann að hrein- sa mannorð sitt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.