Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 27
27LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 að hann hefði átt að fá meðhöndl- un strax að lokinni fangelsisvist sem andlegur öryrki. „Það var fangelsislæknir sem hvatti mig og sagði að ég þyrfti ekki að skamm- ast mín því borðleggjandi væri að ég bæri verulegan skaða af völd- um einangrunarvistarinnar. Þetta lýsir sér í svefntruflunum, ein- beitingarleysi, andlegu getuleysi og máttleysi inni á milli. Ég festist stundum inni á milli fjögurra veggja, fell inn í tómleikann og heyri þá aðeins eigin raddir.“ Allt gert til að aðlagast samfélaginu Fljótlega eftir að Sævar losnaði fékk hann vinnu við Seðlabank- ann! Reyndar hjá fyrirtækinu Steintaki. „Það er alltaf erfitt að koma út og ég varð fyrir ýmsum spörkum þó svo að ég hafi gert allt sem í mínu valdi stendur til að að- lagast samfélaginu. En velviljaðir menn réðu mig í byggingarvinnu og ég sá um að koma öllu gab- bróinu utan á Seðlabankabygging- una, boraði fyrir hverri einustu plötu þar, bar þær meira að segja upp og kom fyrir á sinn stað.“ En allir vissu hver Sævar var. Hann nefnir eitt dæmi af mörgum. Einn morgun þegar Sævar var við vinnu komu þrír lögreglubílar inn á svæðið til að rannsaka grun- semdir sem vöknuðu þegar einn verkamannanna hélt því fram að peningar hefðu horfið úr veski sínu. „Hann sakaði mig um það þó hann hefði ekkert fyrir sér. Mann- inum var eitthvað í nöp við mig og var að reyna að koma mér í vesen. Ekkert varð úr þessu en ég hef lent í mörgu slíku. Til dæmis ef ég fæ mér í glas þá eru menn klag- andi mig um allan bæ – hvenær hefur það verið refsivert. Ég nota engin geðlyf eða slíkt? Er ekki fimmti hver maður á Íslandi á slíku? Má ég ekki fá mér í glas til að deyfa sjálfan mig? Maður situr varla undir svona máli án þess að slaka á og fá sér í glas stöku sinn- um. En ég hef nú frekar verið í því að reyna að koma mér úr veseni en í það. Maður tekur frekar til fótanna en að lenda í einhverju orðaskaki Ég hef oft orðið fyrir því að ráðist hefur verið á mig en aðallega er það nú að sitja undir þessu máli svona óuppgerðu sem hefur haft leiðinlegustu áhrifin á mitt líf allt.“ Eftir störf sín við Seðlabankann tóku við parkettslípanir og -lagnir. Hann kynntist konu, var í sambúð með henni og eiga þau tvo drengi sem nú eru á fermingaraldri. Árið 1993 pakkar hann slípivél sinni í ferðatösku, rífur sig og fjölskyld- una upp og plantar sér í miðríkjum Bandaríkjanna. „Ég var búinn að lifa tiltölulega hefðbundnu fjöl- skyldulífi og fer til Ameríku og vinn í parketti þar. Þá sé ég stöðu mína úr fjarlægð. Ég var búinn að leggja mikið á mig í átta eða níu ár en staða mín breyttist ekkert – ég fann alltaf til höfnunar og getu- leysis að takast á við það. Einhvers konar útskúfun. Alltaf eitthvað verið að tala um mann: Já greyið! Hann lenti í þessu og svona... Fjar- lægðin gerði það að verkum að ég sá þetta í skýrara ljósi. Mér leið vel andlega þarna úti og ætlaði ekki að koma heim. Vissi sem var að ég myndi bjarga mér þar marg- falt betur en hér á Íslandi.“ Örlagavaldur í lífi Sævars reyn- ist kvikmyndin „In the Name of the Father“ sem fjallar um Guildford-málin. „Upp úr því hringir í mig blaðamaður og fer að ræða þessi mál við mig. Ég ætlaði ekki að koma heim en ákvað eftir það samtal að gera svo og berjast fyrir endurupptöku málsins.“ Og þá má segja að sárin rifni upp á nýjan leik. Sævar hellir sér út í málið á nýjan leik. Þetta pólska blóð Þegar Hæsti- réttur hafnaði beiðni Sævars árið 1997 um að taka aftur upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin, sem dæmt hafði verið í 17 árum áður, fór Sævar fyrst að viður- kenna veik- leika sína fyrir alvöru. „Að ég ber a n d l e g a n , líkamlegan og félagsleg- an skaða. Ég er ekki nema um tvítugt þegar ég lendi í þessu og hef verið undir miklu álagi síðan. Mér finnst eins og Hæsti- réttur hafni p e r s ó n u n n i Sævari Ciesielski. Og þeir gera það í sinni greinargerð. Þá fór ég að upplifa mig algerlega útundan í þessu samfélagi og það er tómt mál um að tala að reka fjölskyldu undir því álagi. Það er nánast sagt berum orðum að ég sé ekki æski- legur. Þetta hefur ýmsar afleiðing- ar. Undirstrikun þess sem að mér og mínu fólki hefur snúið í gegnum tíðina – útskúfun. Í það minnsta hef ég skynjað það svo. Móður minni sálugu fannst alltaf eins og verið væri að niðurlægja sig í tengslum við þetta mál.“ Og hér er ég, þrjár eða fjórar sambúðir að baki og fimm börn skráð. Það slitnaði upp úr sambúð minni og barns- móður minnar enda var þetta gíf- urlegt álag. Hún var þá í Háskólan- um en ég vann allt sumarið 1994 að greinargerð um málið sem ég lagði fram 23. nóvember. Síðan hef ég verið að bíða og reyna að vinna í þessu eftir föngum. Og biðin er erfið. Þegar maður fer í svona málastand fara fjölskyldumálin öll til fjandans. Slitn- ar upp úr öllu og kemst rót á allt. Sævar er ekki í sambúð sem stendur en segist alltaf eiga kærustur. Á slíku þurfi menn með svo stórt hjarta að halda – að eiga vísa ást og hlýju. „Ég hef alltaf einhverja konu hjá mér. Og ég á góðar vinkonur. Ég held þokkalegum tengslum við barnsmæður mínar. Ég hef reynd- ar ekkert samband við Erlu Bolla- dóttur. Við eigum saman 27 ára gamla stelpu og ég varð afi fyrir sex til sjö árum. Synd frá því að segja að um svo lítið samband sé að ræða og ég skammast mín stundum fyrir vanræksluna. Svo á ég tvo stráka á fermingaraldri og hef ekki mikið samband við þá en yngstu börnin mín tvö, sem eru þriggja og fjögurra ára, þau hitti ég reglulega. Sú barnsmóðir mín er þá númer þrjú í röðinni.“ Sævar býr við sára fátækt en segist nægjusamur. „Ég get ekki leyft mér hvað sem er og verð að miða lífernið við takmarkaðar tekjur. Hvernig næ ég endum sam- an sem öryrki? Vitanlega er maður blankur á seinni vikum mánaðar- ins og ekki fær maður lán í bönk- um frekar en aðrir sem enga veltu hafa.“ Auk málavafsturs hefur Sævar verið að vinna að myndlist undan- farin ár og er að undirbúa sýningu. Hann er laginn í höndunum og út- býr rammana sjálfur úr parkett- stöfum. „Ég vil gjarnan gefa fólki tækifæri á að sjá hvað ég er að gera en þetta er svona konseptlist. Ég fæ ákveðna útrás í listinni fyrir mína þjáningu og reynslu sem speglast í verkunum – blæbrigði sálarinnar. Svona vinn ég úr mínum erfiðleik- um og hefði ég gaman að því að koma á fót einhvers konar aðstöðu þar sem fólk á miðjum aldri gæti komið saman og starfað. Þetta veit- ir manni ró. Mér finnst ég mjög sterkur miðað við allt. Ég hef mjög sterk gen. Sterkustu gen á Íslandi og myndi ekki treysta neinum öðr- um til að standa í mínum sporum án þess að lenda inni á geðdeild eða fremja sjálfsmorð, sem er nokkuð sem ég myndi aldrei gera. Það er þetta pólska blóð.“ jakob@frettabladid.is Þetta er auðvitað mjög viðkvæmtmál en ég hef orðið fyrir aðkasti frá fólki og fordómum,“ segir móð- ir tveggja yngstu barna Sævars. Kannski er samfélagið samt við sig því hún kýs að koma ekki fram und- ir nafni. Óttast að börnin kunni að súpa seyðið af því og segist hafa hagsmuna að gæta. Hún er ung, tuttugu og sex ára, þegar hún hefur sambúð með Sæv- ari, var með honum um þriggja ára skeið en þau hættu saman fyrir þremur árum. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu stórt skref það var að binda trúss sitt við Sævar á sínum tíma. Hún hefur hingað til neitað öllum óskum um viðtöl, segir nægjanlegt að Sævar hafi staðið í eldlínunni. Fréttablaðið spyr hana hvernig reynsla það hafi verið að búa með þessum þekkta manni. „Þetta hefur reynst mér ákaf- lega erfitt og óneitanlega breytt minni sýn á þetta samfélag. Mér finnst ég engan veginn hafa átt þá fordóma skilið sem ég hef orðið fyrir. Ég dreg enga fjöður yfir að Sævar hefur verið í óreglu en þann stimpil hef ég þurft að búa við sak- laus, en ég hef aldrei verið í óreglu sjálf. Það er einfaldlega særandi. Ég get nefnt eitt dæmi sem er mér í fersku minni. Við vorum á leigu- markaðnum þegar við bjuggum saman. Ég ætlaði að leigja íbúð og var búin að fá vilyrði og allt klapp- að og klárt. Svo var þessu öllu kippt til baka og því slengt framan í mig að ástæðan væri einfaldlega að sambýlismaður minn var Sævar Ciesielski.“ Hún hefur verið í skóla en er heimavinnandi núna og tekur að sér ýmis verkefni. Hún segir að álagið hafi verið gríðarlegt á heimilinu sem var undirlagt af Geirfinnsmálinu. Það hafi reynt mikið á sambandið. „Málið hefur átt hann allan og Sævar verður ekki frjáls maður fyrr en hann hefur verið hreinsað- ur af því sem hann var dæmdur fyrir. Hann er búinn að leggja allt undir. Sævar hefur ekki getað fót- að sig í þessu samfélagi sem aldrei hefur boðið hann velkom- inn eftir að hann kom út. Þó hefur hann aldrei brotið neitt af sér frá því hann kom af Hrauninu. Sævar er hæfileikaríkur maður en hann hefur aldrei fengið að njóta sín. Það er á hreinu að fangelsi eru ekki mannbætandi og hafi hann verið jafn geðvilltur og lýsir sér í þeim verkum sem hann var dæmdur fyrir væri hann það sannarlega enn þann dag í dag – sem er ekki.“ Hún talar um að löngu sé kom- inn tími til að stjórnvöld fái þessi mál á hreint í eitt skipti fyrir öll, það séu svo margir aðstandendur sem eigi hagsmuna að gæta og um sárt að binda. „Sambúðin við Sævar var erfið, ekki bara vegna utanaðkomandi áhrifa. Algengt að hann vaknaði mjög hræddur á næturnar. Dreymdi mjög illa og hrökk upp með andfælum. Þetta voru ein- hverjar leifar úr gæsluvarðhaldinu. Móðir hans heitin sagði mér að þeg- ar Sævar var í Síðumúlanum í gæsluvarðhaldi, þá tók hún þvottinn hans og þvoði. Fötin voru öll rifin og tætt og augljóst að hann hafði verið beittur harðræði. Þetta var mikil lífsreynsla að búa með Sævari og í dag reynir maður að gera sitt besta og horfa björtum augum fram á við. Það þýðir ekkert annað.“ ■ Heimilið undirlagt af Geirfinnsmálinu – viðtal við barnsmóður Sævars Ciesielski EIN ÞRIGGJA BARNSMÆÐRA SÆVARS Þriggja ára sambúð við þennan þekkta mann reyndist henni erfið og hefur hún þurft að búa við aðkast og fordóma. ERFITT AÐ KOMA UNDIR SIG FÓTUNUM „Ég var búinn að leggja mikið á mig í átta eða níu ár en staða mín breyttist ekkert – ég fann alltaf til höfnunar og getuleysis að takast á við það. Einhvers konar útskúfun.“ FÆST VIÐ MYNDLIST Sævar stefnir að því að halda sýningu fljót- lega. „Ég fæ ákveðna útrás í listinni fyrir mína þjáningu og reynslu sem speglast í verkunum – blæbrigði sálarinnar. Svona vinn ég úr mínum erfiðleikum.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.