Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 45
Gamla konanfór til lækn- is og sagði farir sínar ekki slétt- ar. Hún væri með stöðuga vindverki. Væri svo sem saklaust til þess að gera. Hún ætti ágætt með að losa um og til allrar guðs blessunar væri þetta lyktar- og hávaðalaust með öllu. Læknirinn skrifaði lyfseðil upp á töflur og uppálagði henni að taka þær reglulega, koma svo og hitta sig eftir þrjár vikur, sem og sú gamla gerði. Þá var hún langt í frá hress með sinn lækni, allt væri við það saman nema nú væri fnykurinn nánast óbærileg- ur. „Ágætt,“ segir læknirinn. „Ágætt, þá er lyktarskynið komið í lag og tímabært að snúa sér að heyrninni.“ 46 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR 59 ÁRA „Nei, það er ekkert sér- stakt á dagskránni. Dætur mínar tvær koma í heimsókn og ætla að bjóða mér upp á einhvern ind- verskan kjúklingarétt,“ segir Al- freð Þorsteinsson – afmælisbarn dagsins. Þó að Alfreð sé nú orðinn for- maður borgarráðs og því fylgi erill mikill, til dæmis þarf að undirbúa mikilvægan borgar- ráðsfund fyrir þriðjudaginn, ætl- ar hann að gefa pólitíkinni frí í dag. Þess í stað verður Alfreð í faðmi fjölskyldunnar, hann býr við kvennaríki og lætur ágætlega af því. Alfreð segir að ekki sé venja til að halda upp á hvers- dagsleg afmæli eins og þetta. Hins vegar standi meira til þegar hann verður sextugur. „Nei, ég á ekki von á neinum afmælisgjöfum og er ekki með neinn óskalista. Svona dagar ganga yfir eins og aðrir dagar. Þó er aldrei að vita hvað þessum konum dettur í hug.“ Eftirminnilegasta afmælis- veisla Alfreðs er líklega þegar hann varð þrítugur. „Þá hélt ég mikla afmælis- veislu og margir góðir gestir komu. Þar á meðal Albert heitinn Guðmundsson, sem hélt mikla ræðu og óskaði mér innilega til hamingju með fimmtugsafmæl- ið. Þá heyrðist mikið kurr meðal afmælisgesta og Albert áttaði sig á því að hann hafði sagt ein- hverja vitleysu. Og bætti ekki úr skák þegar hann sagði: Ekki er Alfreð orðinn sextugur?“ Þessi misskilningur Alberts var leiðréttur og munu skýringar þær sem hann gaf vera þær að Alfreð hefði ungur byrjað að starfa með sér á vettvangi íþróttamála, honum fyndist ein- faldlega að þeir hafi unnið svo lengi saman að Alfreð hlyti að vera orðinn eldri. Sá staður sem telst mest fram- andi þegar afmælisdagurinn er annars vegar er líklega Brasilía. „Já, það var fyrir tveimur árum. Þá hélt ég upp á afmælið mitt með siglingu upp Amasón-fljótið á stóru skemmtiferðarskipi. Það var ákaflega skemmtileg upplif- un, en verður að segjast að ekki var nú afmælið tilefni þeirrar ágætu siglingar.“ jakob@frettabladid.is AFMÆLI Árið 1982 rak ég auglýsingastofuog dag einn bað Guðbjartur vin- ur minn mig að teikna nokkrar ein- faldar skýringarmyndir í fræðslu- bækling fyrir opinbera eftirlits- stofnun þar sem hann starfaði. Ég teiknaði myndirnar og vildi þá fá hann til að skoða myndirnar. Sím- stúlka tók skilaboð til hans. Ekki kom Guðbjartur. Líður og bíður, þolinmæðin þraut og veikri von bað ég fyrir skilaboð: „Segðu nú Guð- bjarti að Bjarni Dagur hjá RLR sé að leita hans.“ Loks kom Guðbjartur. Hann skoðaði myndirnar, en var daufur og segir mér að RLR hafi verið að leita hans og hann hringt: - Mér er sagt að þið séuð að leita að mér? - Fyrir hvað? - Veit ekki, segir Guðbjartur. - Komdu og tal- aðu við okkur, er þá sagt og Guð- bjartur mætti til RLR í Kópavogi. - Þið eruð víst að leita að mér? segir hann. Lögreglumaður starir rannsakandi á hann í gegnum gler- ið í afgreiðslunni. - Fyrir hvað er það? er enn spurt. Guðbjartur er leiddur í yfir- heyrsluherbergi: Getur einhver gefið honum fjarvistarsönnun þessa nótt eða hina? Klæðist hann svartri hettuúlpu, er hann hrifinn af táningsstúlkum, verið að sporta sig í Laugardalnum á hjóli eða ver- ið á rjátli bak við hús á Laugavegin- um seint um kvöld með eldspýtur? Allskonar óleyst glæpamál reifuð. Vissi hann eitthvað um þessi atvik? Eftir 6 klukkustunda yfirheyrslur snarast Helgi Dan yfirlögreglu- þjónn inn með blaðabúnka í hönd- unum og veit allt um hann: Fráskil- inn, vel menntaður, í góðri stöðu, skuldlaus, gleðimaður, öllum líkar vel við hann. Enginn hefur nokkru sinni óskað eftir nærveru hans hjá RLR. Svo er Guðbjartur leiddur hranalega út og sagt að koma aldrei aftur óbeðinn. Yfirmaðurinn kallar Guðbjart fyrir sig, vill vita allt um erindi lögreglu og bendir honum á að leita til sálfræðings eigi hann í andlegum þrengingum. Var hann með athyglissýki? Andrúmsloftið í stofnuninni gagnvart honum var frekar skrítið fannst Guðbjarti. Ég sat þögull undir þessari frá- sögn en sagði ekkert. En nú tuttugu árum seinna, ef Guðbjartur les þessa sögu, veit hann hvers vegna þetta gerðist? ■ Bjarni Dagur Jónsson upplýsir um sér- stætt sakamál fyrir 20 árum og segir sér- kennilega sögu af því hvernig hann óvilj- andi gerði félaga sínum ljótan grikk. Hann skorar á Egil Eðvarðsson Chicago- félaga sinn að segja næstu sögu. Sagan Guðbjartur lendir í lögreglunni ALFREÐ ÞORSTEINSSON Kann að segja rífandi skemmtilega sögu af ræðu sem Albert heitinn Guðmundsson hélt þegar Alfreð var þrítugur. MEÐ SÚRMJÓLKINNI BJARNI DAGUR JÓNSSON „Var Guðbjartur hrifinn af táningsstúlkum, var hann að sporta sig í Laugardalnum á hjóli eða á rjátli bak við hús á Laugavegin- um seint um kvöld með eldspýtur?“ Að gefnu tilefni skal tekið fram að Davíð Oddsson hyggst ekki lækka skatta Jóns Ólafssonar. Leiðrétting FRÉTTIR AF FÓLKI TÍMAMÓT ÓKEYPIS JARÐARFARIR 13.30 Unnur Sigurðardóttir, frá Svæði, verður jarðsungin frá Dalvíkur- kirkju. 14.00 Björn Jón Þorgrímsson, Grund I, Hofsósi, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju. 14.00 Ebeneser Þórarinsson verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Guðbjörg Guðný Guðlaugsdótt- ir, Austurvegi 5, Grindavík, Víði- hlíð, verður jarðsungin frá Grinda- víkurkirkju. 14.00 Kristleifur Þorsteinson, Húsafelli, verður jarðsunginn frá Reykholts- kirkju. 14.00 María Benediktsdóttir frá Haga- nesi, Fljótum, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Rannveig Guðmundsdóttir, Dvalarheimili aldraðra, Stykkis- hólmi, áður til heimilis á Austur- götu 3, Stykkishólmi, verður jarð- sungin frá Stykkishólmskirkju. Indverskur kjúklinga- réttur í boði dætranna Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, er 59 ára. Hann ætlar að taka sér frí frá pólitíkinni í dag en hyggur ekki á stórveislu fyrr en að ári þegar hann verður sextugur. Óánægju gætir innan raðavinstri grænna í kraganum með val á framboðslista flokks- ins í kjördæminu. Sérstaklega hafa heyrst óánægjuraddir með- al vinstri grænna í Kópavogi og Hafnarfirði sem hafa áhyggjur af því að Jóhanna B. Magnúsdóttir sé engan veginn nógu sterkur frambjóðandi til að leiða listann. Öflugri fram- bjóðanda hefði þurft til að draga að fylgi í kjördæmi þar sem flokkurinn hefur ekki riðið feitum hesti frá kosningum hingað til. Vilja þeir óánægðu kenna Ragnhildi Guðmundsdótt- ur, formanni kjörnefndar, og Kristínu Halldórsdóttur, fram- kvæmdastjóra flokksins, um niðurstöðuna þar sem þær hafi lagt mikla áherslu á að fá konu í oddvitasætið. Sendiráð Bandaríkjanna viðLaufásveg 21 er fastur við- komustaður íslenskra friðar- sinna þegar þeir safnast saman í miðbæ Reykjavíkur og mars- era gegn stríðsáformum George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Írak. Það má því búast við nokkrum mannfjölda við sendi- ráðið í dag. Vilji fólk hins vegar halda áfram mótmælum við húsið í næstu viku þarf að gera breytingar á leiðarkerfinu þar sem aðalinngangi sendiráðsins verður lokað vegna bygginga- framkvæmda á þriðjudaginn. Mótmælendum og öðrum sem eiga erindi við sendiráðið á meðan á framkvæmdunum stendur er svo bent á að gengið verður inn í sendiráðið frá Þing- holtsstræti 34. Styttist nú óðum í hið alþjóð-lega stórmót sem Taflfélagið Hrókurinn stendur fyrir. Af þessu tilefni munu margir ofur- stórmeistarar leggja leið sína til landsins en einnig munu koma við sögu íslenskar poppstjörnur. Mikil dagskrá verður í tengslum við mótið, opinn skákskóli barna og fjöltefli og fleira sem nær hápunkti sunnudaginn 23. þessa mánaðar. Þá mun Hrókurinn hefja til vegs og virðingar tví- skák, sem felst í því að tveir tefla saman og leika til skiptis. Þannig mun Birgitta Haukdal njóta fulltingis ein- hvers stórmeist- ara og freista þess að leggja Jónsa í Svörtum fötum. Einnig mun Villi í Naglbítunum etja kappi við sjálfan sjónvarps- mann ársins – Sveppa – og þeirri viðureign mun sjálfur Bubbi Morthens lýsa af þekktri snilld. Síðustu dagar útsölunnar, enn meiri verðlækkun. Erum að taka upp nýjar vörur Til leigu/sölu Til leigu/sölu rúmleg 270m2 gott atvinnuhúsnæði við Stórhöfða. Hentar vel til hvers konar reksturs. Góðar innkeyrsludyr, góð lofthæð. Upplýsingar í síma 892-4243. MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐ SDAGA R Að tala við almættið. Það hlust-ar alltaf, dag og nótt, og and- mælir engu. Vinur í raun þegar annað bregst. Gott er að spenna greipar og tala í hálfum hljóðum þegar aðrir eru fjarstaddir. Jafn- vel oft á dag. Hægt að biðja um allt milli himins og jarðar. Ham- ingju eða nýjan bíl. Eins víst að verða bænheyrður þó það geti tekið tíma. Ef það bregst alveg er alltaf hægt að biðja aftur. Hreins- andi, græðandi og jafnvel skemmtilegt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.