Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 46
Hvítasunnukirkjan Fíladelfíaætlar ekki að bjóða Sigurði Guðmundssyni landlækni hinn vangann í deilunni um mátt kraftaverkalækninga og býður upp á reynslu- sögustund á sunnudaginn. Þar munu þeir safn- ast saman sem fengið hafa lækn- ingu fyrir bæn og deila reynslu sinni með þeim sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar. Leiðtogar safnaðar- ins telja það engum vafa undir- orpið að Guð stundi lækningar af miklum móð enn þann dag í dag og segja marga til vitnis um það að Jesús sé enn að gera það sem hann gerði hér á jörðinni fyrir 2000 árum og noti nú til þess sitt fólk. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir á samkomuna, sem hefst klukkan 16.30 að Hátúni 2, og nú er bara að bíða og sjá hvort landlæknir láti sjá sig. FRÉTTIR AF FÓLKI S†NING LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS GER‹U MIKLAR KRÖFUR. BER‹U LEXUS BARA SAMAN VI‹ fiA‹ BESTA - KOMDU STRAX Í DAG OG PRÓFA‹U. S‡ning ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 20 24 5 0 2/ 20 03 KOMDU Á N†B†LAVEGINN UM HELGINA OG NJÓTTU fiESS TIL FULLNUSTU A‹ REYNSLUAKA fiESSUM EINSTAKA BÍL. OPI‹ 12-16 LAUGARDAG OG 13-16 SUNNUDAG. IS300 SportCross IS200 IS300 IS200 SportCross FINNST fiÉR GAMAN A‹ KEYRA? 47LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 Leikarapabbinn Stacy Keach: Lést í gær ANDLÁT Stacy Keach eldri, faðir leikaranna Stacy og James Keach, lést af völdum hjar- taslags í gær. Hann var sjálfur sæmilega þekktur leikari í Bandaríkjunum. Honum brá fyr- ir í misstórum hlutverkum í hundruðum kvikmynda, auglýs- inga og útvarps- og sjónvarps- þátta á ferli sínum, sem spann- aði rúmlega hálfa öld. Hann var 88 ára gamall þegar hann lést en heilsu hans hafði farið hrakandi undanfarið ár. ■ FALLEG Bandaríska leikkonan Rosario Dawson mætti til blaðamannafundar á kvikmynda- hátíðinni í Berlín vegna kvikmyndarinnar „25th Hour“ sem hún fer með aðalhlut- verk í. MENNING Menningarhús á Akur- eyri mun rísa á uppfyllingu við Torfunesbryggju ef hugmyndir bæjaryfirvalda ná fram að ganga. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, lagði á miðviku- dag fram drög að samkomulagi um húsið á fundi með Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra. Menntamálaráðherra mun leggja hugmyndina fram á næsta ríkis- stjórnarfundi. Ef hugmyndirnar verða sam- þykktar má búast við að fram- kvæmdir hefjist eftir rúmt ár. Fundinn sátu einnig fulltrúar Flugleiða, sem hafa sýnt áhuga á að reisa hótel á Akureyri í tengsl- um við menningarhúsið. ■ MENNINGARHÚSIÐ RÆTT Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri ræddu hug- myndir um menningarhús á Akureyri. Svo skemmtilega vildi til að Tómas Ingi átti sextugs- afmæli sama dag og fundurinn var haldinn. Menningarhús á Akureyri: Mun rísa við Torfunesbryggju MÁLÞING Umferðaröngþveiti skap- aðist þegar fólk hópaðist á mál- þing fræðslunefndar NLFÍ um lífsgleði á Hótel Loftleiðum í síð- ustu viku. Margir þurftu frá að hverfa en um 460 manns sátu þingið. Greinilegt er að mikill áhugi er á umfjöllun um lífsgleði. Frum- mælendur á málþinginu voru Anna Valdimarsdóttir sálfræðing- ur, séra Helga Soffía Konráðsdótt- ir, Karl Ágúst Úlfsson leikari, Bridget Ýr McEvoy hjúkrunar- fræðingur og Vilborg Traustadótt- ir, formaður MS-félags Íslands. Mörg málþing hafa verið hald- in á vegum Náttúrulækningafé- lagsins í samvinnu við Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. Það fyrsta, sem haldið var í nóvember 1996, bar yfirskriftina Lækninga- máttur líkamans. Síðan hafa verið haldin málþing um fæðubótar- efni, streitu, ruslfæði, nálastung- ur, lækningamátt jurta, heil- sutengda ferðaþjónustu, mjólk, sykur, skammdegisþunglyndi, offitu og lífsstíl barna. Málþingin eru yfirleitt mjög vel sótt og oft hafa skapast á þeim miklar umræður en aldrei hefur aðsókn verið eins og nú. ■LÍFSGLEÐI Á MÁLÞINGI Ráðstefnugestir virtust skemmta sér vel á málþinginu um lífsgleði. Málþing NLFÍ um lífsgleði: Umferðaröngþveiti skapaðist STACY KEACH YNGRI Fetaði í fótspor föður síns og hélt út á leikara- brautina. Hefur þó einkum komist í fréttir vegna sukksams lífernis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.