Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 44
45LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 SIGRÚN EDDA BJÖRNSDÓTTIR Mun segja Píkusögur í stað Jóhönnu Vig- dísar Arnardóttur. Sigrún Edda verður þó ekki ein á sviði því Halldóra Geirharðsdótt- ir og Sóley Elíasdóttir verða henni til halds og trausts. Mannabreytingar í Borgarleikhúsinu: Sigrún Edda segir Píkusögur LEIKLIST Mannabreytingar verða um helgina í fjórum af níu leik- sýningum Borgarleikhússins. Hanna María Karlsdóttir tekur við hlutverki Svanhildar og Froskagellu af Eddu Björg Eyj- ólfsdóttur í söngleiknum Honk! Ljóti andarunginn. Felix Bergsson tekur við hlut- verki eins af erkienglunum af Birna Inga Hilmarssyni í söng- leiknum Sól og Mána, sem byggð- ur er á tónlist Sálarinnar hans Jóns míns. Í Sölumaður deyr tekur Katla María Þorgeirsdóttir við hlut- verki Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur. Sigrún Edda Björnsdóttir mun segja Píkusögur í stað Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT 18. fundur Hálendis- hópsins: Getum við orðið rík án virkjana? FUNDUR Hálendishópurinn heldur 18. umræðufundinn um virkjanamál klukkan 16 á morgun á Hótel Borg. Efni fundarins að þessu sinni er „Hægri grænir“. Rætt verður um hvort Íslendingar geti orðið ríkir án þess að hrófla við náttúrunni, á svipaðan hátt og Danir, sem hafa engar auðlindir að sækja í. Frum- mælendur verða Guðmundur Magnússon prófessor, Sigurður Jó- hannesson hagfræðingur og Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi. ■ Beiðni Paul Reubens, Pee WeeHerman-leikarans sem kærð- ur hefur verið fyrir að eiga barnaklám, um að fella niður all- ar kærur á hendur honum með þeim rökum að myndirnar sem hann á séu gerðar áður en lög um barnaklám voru sett í Kaliforníu, hefur verið synjað. Lögreglan segist hafa fundið margar barnaklámmyndir í stóru klám- safni hans. Þar mátti meðal ann- ars finna myndirnar „101 Boys“, „Young And Ready“ og „Teen Nudes“. Leikarinn Jude Law lét sigvanta á kvikmyndaverðlauna- hátíð gagnrýnenda í London á dögunum af ótta við að rekast þar á leikkonuna Nicole Kidman. Law stendur nú í skilnaði við eig- inkonu sína Sadie Frost og hefur Kidman verið nefnd sem ein af ástæðum þess að samband Law og Frost fór í vaskinn. Leikararn- ir, sem kynntust við tökur kvik- myndarinnar „Cold Mountain“, neita orðróminum statt og stöðugt. Söngkonan Díana Ross hefurákveðið að segja frá öllu af létta varðandi líf sitt í nýrri ævi- sögu. Þar ætlar hún ekkert að fela og talar meira að segja um áfengisvanda- mál sín. Ross komst nýverið í fjölmiðla eftir að hafa verið handtekin fyrir ölvunarakstur á nýársdag. Í bókinni talar hún um allt, hjónabandserfiðleika sína og hversu yndisleg börn hún á. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.