Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 2
2 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
Já, þetta var bandarísk Libby’s til
að sýna samstöðu með fórnar-
lömbum stríðsins í Írak.“
Ástþór Magnússon mætti í Héraðsdóm Reykjavík-
ur allur útataður í tómatsósu.
Spurningdagsins
Ástþór, var þetta Libby´s?
■ Lögreglufréttir
FJÖLÞJÓÐASAMSTARF Leiðtogar Evr-
ópusambandsins undirrituðu form-
lega í Aþenu í gær samning um inn-
göngu tíu nýrra ríkja í bandalagið.
Okkar Evrópa er Evrópa allra,“
sögðu leiðtogarnir í yfirlýsingu
vegna fundarins.
Það voru Tékkland, Slóvenía,
Pólland, Lettland, Litháen, Eist-
land, Ungverjaland, Slóvakía, Kýp-
ur og Malta sem voru formlega
tekin inn í ESB í gær.
„Árangur okkar er einstakur.
Þetta samband endurspeglar sam-
eiginlegan vilja okkar til að binda
enda á aldalöng átök,“ segir í yfir-
lýsingunni. Þar kemur enn fremur
fram sú skoðun að Evrópusam-
bandið endurspegli vilja aðildar-
ríkjanna til að takast á við nýja
framtíð byggða á samvinnu, virð-
ingu fyrir fjölbreytni og á gagn-
kvæmum skilningi.
Leiðtogarnir sögðust í framtíð-
inni mundu leggja áherslu á vel-
ferð, öryggi og velsæld íbúa í sam-
bandslöndunum. Í utanríkismálum
yrði meðal annars stutt við frið-
samlega lausn deilumála og reynt
að uppræta hryðjuverk og tak-
marka gjöreyðingarvopn.
Í yfirlýsingunni er ítrekaður sá
vilji ESB að öll lönd Evrópu til-
heyri sambandinu í framtíðinni. ■
DÓMSMÁL „Þessi dómur kom alger-
lega flatt upp á mig og ég fæ ekki
betur séð en dómarinn Arngrímur
Ísberg hafi engan veginn kynnt
sér gögn málsins til hlítar heldur
farið eingöngu eftir málflutningi,“
segir Jón Árni Rúnarsson raf-
eindavirki.
Í gær féll í Hæstarétti Reykja-
víkur dómur þar sem honum er
gert að greiða Endurmenntun raf-
virkja 31.850.343 krónur með
dráttarvöxtum frá 1. janúar árið
2002 og 1,2 milljónir í málskostnað.
Sannað þótti að Jón Árni hefði tek-
ið sér fé án heimildar af reikningi
án þess að geta fært sönnur fyrir
því að honum
bæru laun sem
framkvæmda-
stjóri Endur-
menntunarinnar
á sama tíma og
hann var á laun-
um sem skóla-
stjóri Rafiðnað-
arskólans.
Jón Árni segir
liggja ljóst fyrir
að málinu verði áfrýjað til Hæsta-
réttar enda allt fullt af staðreynda-
villum í dóminum. Bara svo dæmi
sé nefnt segir þar að Rafiðnaðar-
skólinn sé stofnaður árið 1994 en
ekki 1985 eins og kennitala skólans
segir til um.
„Ég skil ekki af hverju ég var
að ræða launamál við þessa aðila
einu sinni á ári án athugasemda
og svo komi þetta upp mér að
óvörum. Í málinu voru engin
gögn lögð fram um uppsögn á
launasamningi mínum eða að ein-
hver hafi tekið hann yfir.“
Jón Árni var skólastjóri Raf-
iðnaðarskólans frá árinu 1988 til
ársbyrjunar 2002. Hann bendir á
að af þessum tæpu 32 milljónum
megi skilgreina 22,5 milljónir sem
laun til sín enda hafi stefnandi
krafist þess til vara að hann yrði
dæmdur til sektar upp á þá fjár-
hæð. Um 11 milljónir fóru hins
vegar beint til rekstrar nefndar-
innar svo sem í jólagjafir til
nefndarmanna, styrki til félags-
manna, endurgreiðslu á endur-
menntunargjaldi og margt fleira.
Og þó svo að þetta sé há fjárhæð,
tæpar 32 milljónir, þá taki greiðsl-
urnar til sjö ára tímabils.
„Þó þessi orrusta sé töpuð trúi
ég ekki öðru en réttlætið nái fram
að ganga,“ segir Jón Árni.
jakob@frettabladid.is
FRÁ AFHENDINGU BÓKARINNAR
Harpa Njáls félagsfræðingur afhenti Ólafi
Ragnari Grímssyni eintak af bókinni Fátækt
á Íslandi á Bessastöðum á miðvikudag.
Forseti Íslands:
Fékk bók
um fátækt
MÓTTAKA Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, fékk afhent
eintak af bókinni Fátækt á Ís-
landi við upphaf nýrrar aldar.
Hin dulda félagsgerð borgarsam-
félagsins. Höfundur bókarinnar,
Harpa Njáls félagsfræðingur, af-
henti forseta bókina á Bessastöð-
um. Að undanförnu hefur um-
ræðan um fátækt aukist í ís-
lensku samfélagi og í fersku
minni er nýársræða forseta Ís-
lands um fátækt hér á landi en
þar vísaði hann til rannsóknar-
innar Fátækt á Íslandi sem hann
hafði þá kynnt sér. ■
Þýsk vísindarannsókn:
Óson-
lagið eyðist
hægar
FRANKFURT, AP Ósonlagið yfir Norð-
urheimskautinu eyðist talsvert
hægar nú en það gerði fyrir
nokkrum árum, ef marka má nýja
rannsókn vísindamanna hjá Jo-
hannes Gutenberg-háskólanum í
Mainz í Þýskalandi. Ástæðan er
fyrst og fremst talin vera hækk-
andi lofthiti.
Vísindamennirnir komust að
þeirri niðurstöðu að milt loftslag á
norðurpólnum kæmi í veg fyrir að
sú efnabreyting sem veldur því að
ósonlagið eyðist ætti sér stað. Um
30 prósent af ósonlaginu yfir
Norðurheimskautinu eyddust frá
síðastliðnum vetri og fram á haust
2002. Það er ekki meira magn en
svo að það nær að endurnýjast
með náttúrulegum hætti. ■
FJÓRIR Í ÁREKSTRI Fjórir bílar
rákust saman við Hamraborg í
gær um klukkan tólf á hádegi.
Tildrög slyssins voru þau að öku-
maður missti vald á bíl sínum og
við það rakst hann á bílinn fyrir
framan og þannig koll af kolli.
Einn bílinn endaði í anddyri
skemmtistaðarins Catalínu.
Flytja þurfi einn ökumanninn á
slysadeild en talið er að hann hafi
hlotið minniháttar meiðsl. Mikið
eignatjón varð á bílunum og
þurfti kranabíll að fjarlægja tvo
þeirra.
HUMRI STOLIÐ Brotist var inn í
frystihúsið í Þorlákshöfn í fyrri-
nótt og þaðan stolið milli 70 og 80
kílóum af frystum humri. Að
sögn lögreglu brutu þjófarnir sér
leið inn með því að brjóta upp lás
á aðalinnganginum. Innbrotið
uppgötvaðist í gærmorgun þegar
starfsmenn komu til starfa.
Hjátrú í Mexíkó:
Myrtu
galdramann
MEXÍKÓ, AP Reiðir íbúar í þorpi í
sunnanverðu Mexíkó myrtu mann
sem var ásakaður um að hafa lagt
stund á galdra. Maðurinn var grýtt-
ur og síðan ráðist að honum með
sveðjum. Síðan var kveikt í líkinu.
Galdramaðurinn og flestir árásar-
menn voru af ættbálki Tzotzil-
indíána sem blanda saman kaþ-
ólskri trú og venjum indíána. Þeir
kenna göldrum oft um þegar börn
deyja. Fyrir sjö árum var maður
hengdur vegna meintra galdra. ■
DÓMSMÁL Tvíburasystur búsettar í
Reykjavík voru nýlega dæmdar í
fangelsi, önnur í níu mánuði og hin
í sextán mánuði. Systurnar eru 36
ára og var ákæran í nokkrum lið-
um en sneru flestar að brotum á
fíkniefnum.
Í desember árið 2002 var önnur
þeirra handtekin af tollvörðum á
Keflavíkurflugvelli en hún var þá
að koma frá Frakklandi. Reyndist
hún hafa umtalsvert efni af hassi
innan klæða eða 3 kíló. Við leit á
heimili hennar fannst nokkuð af
fíkniefnum, meðal annars vímu-
efnið MDMA, sem er virka efnið í
e-töflum, 26,7 g af amfetamíni og
116 g af dufti sem inniheldur am-
fetamín og kókaín. Þar var stödd
tvíburasystir hennar í annarlegu
ástandi. Þykir sannað að saman
hafi þær staðið fyrir innflutningi
eiturlyfja og sölu í ágóðaskyni.
Fram kemur í málinu að önnur
þeirra hefur átt við fíkniefna-
vandamál að stríða auk þess sem
hún hefur verið í læknismeðferð
vegna geðrænna vandamála, er á
örorkustyrk og á í verulegum fjár-
hagsvandræðum. Vegna umfangs
málsins þótti ekki rétt að skilorðs-
binda refsinguna. ■
Hús Tolkiens:
Margfalt
verð
LONDON AP Íbúðarhús enska stór-
skáldsins J.R.R. Tolkiens, höfund-
ar Hringadróttinssögu, var selt í
gær á tæpar 90 milljónir króna.
Í húsinu þar sem Tolkien bjó í
fyrir 85 árum er hvorki eldhús né
miðstöðvarhiti.
Slegist var hatrammlega um
húsið eftir að það var sett á sölu.
Á endanum greiddi nýi eigandinn
rúmlega 60 milljónum króna
meira en uppsett verð.
Tolkien-félagið hafði hug á hús-
inu en skorti fjármagn. Húsið,
sem er í Oxford og telur sjö svefn-
herbergi, mun þarfnast mikils
viðhalds. ■
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Tvíburasystur
í tugthúsið
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Tvíburasystur á fertugsaldri voru dæmdar í
fangelsi fyrir innflutning og sölu eiturlyfja.
Leiðtogar ánægðir með tíu ný ríki í Evrópusambandinu:
Okkar Evrópa er Evrópa allra
MÓTMÆLENDUR Í AÞENU
Andstæðingar stríðsrekstursins í Írak notuðu tækifærið til mótmæla þegar leiðtogar Evr-
ópusambandsins hittust í Aþenu í gær til að ganga endanlega frá inngöngu tíu nýrra ríkja
í sambandið.
Borgi tæpar
32 milljónir
Fáránlegur dómur, segir fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans sem
var dæmdur til að endugreiða laun sem hann þáði sem framkvæmda-
stjóri Endurmenntunar rafeindavirkja.
RAFIÐNAÐARSKÓLINN
Jón Árni Rúnarsson var starfandi sem skólastjóri frá 1988 til 2002 en er nú dæmdur fyrir
að hafa á sama tíma þegið ólöglega greiðslur frá Endurmenntun rafeindavirkja.
„Þó þessi
orrusta sé
töpuð trúi ég
ekki öðru en
réttlætið nái
fram að
ganga.