Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 17. apríl 2003 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 36 Íþróttir 10 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD VIÐTAL Slapp með skrekkinn PÁSKAR Höfuðhátíð kristninnar FIMMTUDAGUR 91. tölublað – 3. árgangur bls. 28 TRÚMÁL Uppalin í Moskvu bls. 18 MENNING Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Hall- grímskirkju samkvæmt áralangri hefð á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju. Lesturinn hefst klukk- an 13.30 og verður í höndum fyrr- verandi og núverandi félaga í Mótettukór Hallgrímkirkju. Passíusálmarnir SKEMMTUN Nýstárlegt hagyrðinga- kvöld verður haldið í Íþróttahöll- inni á Akureyri klukkan 20.30. Þar koma saman fulltrúar allra þeirra fimm stjórnmálasamtaka sem til- kynnt hafa um framboð til alþingis- kosninganna í Norðausturkjördæmi í vor. Einnig verður boðið upp á söng og „uppistand“. Hagyrðingakvöld á Akureyri MENNING Opnuð verður sýning á nýjum olíuverkum Sigurbjörns Jónssonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar, Duushúsum. Sig- urbjörn hefur búið og starfað í New York í mörg ár og sýndi síðast á Íslandi í Hafnarborg 2001. Ný olíumálverk bls. 20 ÞETTA HELST Fyrrverandi skólastjóri Rafiðn-aðarskólans var dæmdur til að endurgreiða laun sem hann þáði sem framkvæmdastjóri End- urmenntunar rafeindavirkja. bls. 2 Leiðtogar Evrópusambandsinsundirrituðu formlega í Aþenu í gær samning um inngöngu tíu nýrra ríkja í bandalagið. bls. 2 Saklaus fórnarlömb innrásar-innar í Írak skipta þúsundum. Fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið, verið limlestur eða skaðast með öðrum hætti. bls. 4 REYKJAVÍK Suðaustan 5-8 m/s. Lítilsháttar rigning eða súld með köflum. Hiti 8 til 12 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skýjað 10 Akureyri 5-10 Skýjað 13 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 13 Vestmannaeyjar 5-10 Skýjað 11 ➜ ➜ ➜ ➜ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M DÓMSMÁL „Eftir að Arnar Jensson kom fyrir rétt í síðustu viku og sagði rannsóknir hafa farið fram án þess að nokkrar skýrslur þar um liggi fyrir varð mér ljóst að þarna væri víða pottur brotinn,“ segir Jónas Freydal, sem hefur verið í fréttum undan- farið sem annar sakborninga í Stóra málverka- fölsunarmálinu. Kæra frá honum hefur verið lögð fram í Danmörku á hendur þeim Jóni H. Snorra- syni saksóknara og Arnari Jenssyni rannsóknar- lögreglumanni en þeir stjórnuðu rannsókn á meintri málverkaföls- un sem seinna leiddi til ákæru. Jón H. er saksóknari í málinu, sem nú tekur nýja stefnu. Kæruna leggur Jónas fyrir réttinn hér um leið og málflutn- ingur í Stóra málverkafölsunar- málinu hefst á ný eftir páska. Jónas er nú á leið til síns heima í Kanada. Í kærunni eru Jón H. og Arnar sakaðir um brot á mann- réttindum, brot gegn dönskum refsilögum, brot gegn dönsku stjórnarskránni og brot á reglum um alþjóðlega samvinnu lögregl- unnar. „Bara það að taka skýrslur á ís- lensku án þess að dönsk lögregla sé viðstödd dugar eitt og sér,“ seg- ir Jónas, sem telur að íslenska lög- reglan hafi farið um eins og kúrekar í danskri lögsögu. Kæru sína byggir Jónas meðal annars á því að þegar málið var til rannsóknar var hann búsettur í Danmörku og samkvæmt dönsk- um lögum voru ekki fullnægjandi ástæður fyrirliggjandi svo að til ákæru gæti komið. Jan Erik Kornerup, lögmaður Jónasar, seg- ir að samkvæmt upplýsingum frá dönsku ákæruvaldi hafi ekki verið óskað eftir að ákæra væri gefin út á Íslandi fyrir sölu á meintum fölsuðum málverkum á hendur Jónasi. Slíkt sé hins vegar lykil- forsenda þess að Jónas sé sakhæf- ur miðað við dönsk lög og búsetu á dönsku landi. Farið er fram á að allar danskættaðar kærur á hend- ur Jónasi verði felldar niður í tengslum við stóra málverkaföls- unarmálið og að opinber rannsókn fari fram á hvernig staðið var að rannsókn málsins í Danmörku. „Það eina sem ég fer fram á er að fá réttláta dómsmeðferð. Og ég get ekki neitað því að mér blöskr- ar að hafa verið kynntur sem mál- verkafalsari á danskri grund árið 1997 án þess að hafa nokkurn tíma verið kærður fyrir slíkt,“ segir Jónas, sem neitar því aðspurður að vera með þessu að koma höggi á saksóknara. jakob@frettabladid.is Kærir saksóknarann Stóra málverkafölsunarmálið ætlar að vinda upp á sig. Annar sakborninga hefur kært saksóknara og stjórnanda rannsóknarinnar fyrir brot á dönskum lögum og krefst þess að allar ákærur á hendur sér verði dregnar til baka. STJÓRNMÁL „Ég tel fulla ástæðu til að tala um hvernig þeir sem stjórna í samfélaginu fara með vald sitt,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í ræðu í Borgarnesi í fyrrakvöld, sem vakið hefur hörð viðbrögð í röðum sjálfstæðis- manna. Ingibjörg kallaði fundinn Borgarnesfund hinn síðari, og sagðist telja ástæðu til að taka upp þráðinn frá þeim fyrri. „Í því efni hlýt ég sérstaklega að ræða um Sjálfstæðisflokkinn og for- ystu hans,“ sagði Ingibjörg. „Í krafti stærðar sinnar og þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í um 50 ár á síðustu 70 árum, ræður flokkurinn lögum og lofum í íslensku samfélagi. Því fylgir mikil ábyrgð sem forystan umgengst ekki af virðingu. Hún hamast á fólki sem ekki vill lúta þeirra pólitísku forsjá og valdi.“ Það vekur athygli að í ræðu sinni nefndi Ingibjörg forsetann og biskup sem tvo af þeim aðilum sem forysta Sjálfstæðisflokks „hefur alltaf hamast á,“ eins og hún orðaði það, „ef þessir æðstu menn þjóðar og kirkju tala ekki eins og forystunni er þóknan- legt“. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann segist ekki hafa í hyggju að „taka þátt í stjórnmálaumræðu sem byggist á dylgjum og hálfkveðnum vísum.“ Samkvæmt upplýsingum frá for- setaskrifstofu er engra yfirlýs- inga að vænta frá forseta Íslands um málið. ■ Ingibjörg Sólrún gagnrýnir forsætisráðherra: Davíð svarar engu „Mér blöskrar að hafa verið kynntur sem málverkafals- ari á danskri grund árið 1997 án þess að hafa nokkurn tíma verið kærður fyrir slíkt. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 27% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 63% 76% JÓNAS FREYDAL Hefur nú kært Arnar Jensson og Jón H. Snorrason fyrir það hvernig staðið var að rannsókn í Stóra málverkafölsunarmálinu í Danmörku. LITLIR SÆTIR PÁSKAUNGAR Í KRINGLUNNI Þessir krakkar skoðuðu litlu páskaungana vel og vandlega í Kringlunni í gær. Ungarnir hafa vakið verðskuldaða athygli hjá yngstu kynslóðinni. Sumir höfðu reyndar áhyggjur af því hvað yrði um þá þegar páskarnir væru búnir. TÓNLIST bls. 10 Frægðin er bull ÍÞRÓTTIR Bíður spenntur eftir Imola bls. 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.