Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 30
Páskarnir eru hátíð súkkulað-isins og mörgum þykir nóg
um magnið af súkkulaði sem
þjóðin borðar. Ein þeirra er
Laufey Steingrímsdóttir, for-
stöðumaður Manneldisráðs.
Hún telur almennt mataræði um
páskana þó vera þokkalegt.
„Þetta eru ekki eins og jólin,“
segir Laufey og bendir á að að-
dragandinn að jólunum sé undir-
lagður í þungum mat. „Svo ein-
kennir reyktur og saltaður mat-
ur ekki heldur páskamatinn. Það
er til dæmis gjarnan haft nýtt
lambalæri á borðum, eða eitt-
hvað í þeim dúr. Ef menn fara
svo að kristnum siðum er borð-
aður fiskur í dymbilvikunni.“
Laufey segist þó ekki gera sér
grein fyrir hversu algengt það
er að fólk snæði fisk í aðdrag-
anda páskanna.
„Ég held að það sé ekki mikið
óhóf í mataræðinu nema í
súkkulaðinu sem flæðir yfir á
þessum tíma,“ segir Laufey.
Henni finnst umhugsunarefni
hversu stór og mörg páskaeggin
virðast þurfa að vera hjá mörg-
um börnum. „Það er skemmti-
legur siður að gefa páskaegg.
Þau eru falleg og þau eru góð og
málshátturinn er líka skemmti-
legur.“ Laufey bendir á að
óþarfi sé þó að hvert barn fái
mörg páskaegg. „Það má vel
hugsa sér eitthvað annað til að
gefa börnunum.“
Laufey segir að páskarnir
geti verið erfiðir þeim sem eru
að reyna að halda í við sig í
mataræði. Hún segir það fjarri
lagi að megrunarkúr eða að-
haldsaðgerðir séu ónýtar þótt
menn fái sér páskaegg. „Maður
eyðileggur ekki á einum degi
það sem búið er að vera að vinna
að í vikur og mánuði,“ segir
Laufey og bendir fólki á að
byrja næsta dag eins og ekkert
hafi í skorist. „Maður á ekki að
vera að hegna sér fyrir
einhverjar syndir sem manni
finnst maður hafa drýgt yfir
páskana.“ ■
30 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
Páskaegg
skemmtileg
– en mátulegt að borða bara eitt
Pálmasunnudagur
Á pálmasunnudag reið Kristur
inn í Jerúsalem og var þar fagnað
með pálmaviðargreinum.
Skírdagur
Á skírdag er minnst heilagrar
kvöldmáltíðar. Einnig er þess
minnst að Kristur þvoði fætur
lærisveinanna. Dagurinn varð
fljótt aflausnardagur syndara og
er heiti hans dregið af því.
Föstudagurinn langi
Á föstudaginn langa er minnst
pínu Krists á krossinum. Dagur-
inn er mesti sorgardagur ársins
og þá er fáni dreginn í hálfa stöng.
Páskadagur
Páskarnir eru aðalhátíð krist-
innar kirkju og þá er minnst upp-
risu Krists frá dauðum. Páskahá-
tíðin er þó miklu eldri. Gyðingar
héldu hana í fyrndinni til að fagna
sauðburði.
Uppstigningardagur
Uppstigningardagur er haldinn
til minningar um himnaför Krists
frá Olíufjallinu.
Hvítasunnudagur
Hvítasunnan er haldin til að
minnast sendingar heilags anda.
Einnig er minnst stofnunar krist-
innar kirkju á hvítasunnunni.
LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR
Laufeyju finnst það góður siður að borða fisk fyrir páskana og segist vonast til að sem
flestir haldi í hann.
PÁSKAEGG
Það gerir engum mein að borða eitt páskaegg. Hins vegar er óþarfi að hafa þau fleiri.
Hvers vegna
höldum við páska?
Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson