Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 4
4 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa Færðu páskaegg? Spurning dagsins í dag: Ferðu í kirkju um páskana? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 35% 47% Nei 19%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is FJARSKIPTI Sameinað félag Tals og Íslandssíma hefur gert samning um víðtækt samstarf við Voda- fone. Framvegis mun sameinaða félagið nota vörumerkið „Og Vodafone“ í öllum viðskiptum sín- um á Íslandi. Í daglegu tali verður nafnið Og Vodafone notað en formlegt nafn félagsins er Og fjarskipti hf. Vodafone er stærsta farsíma- fyrirtæki í heiminum í dag og þjónar yfir 112,5 milljónum við- skiptavina. „Markmið okkar hér eftir er að gera Og Vodafone að sterkasta vörumerkinu á síma- markaðnum á Íslandi,“ segir Thomas Nowak, framkvæmda- stjóri samstarfssviðs Vodafone. Félagið hefur þegar kynnt sam- ræmda verðskrá en á næstu dög- um og vikum verða ný tilboð og þjónustuleiðir kynntar. ■ Hæstiréttur: Braut vopnalög DÓMSMÁL Karlmaður var dæmdur til að greiða 20 þúsund krónur fyrir vopnalagabrot með því að eiga haglabyssu án þess að hafa öðl- ast skotvopna- leyfi. Haglabyss- an var gerð upp- tæk. Einnig fund- ust 238 lítrar af áfengi í bifreið hans en þó að um- búnaður áfengisins og magn bentu til þess að ekki væri um að ræða löglegan varning sem ætlaður væri til einkaneyslu var ekki talin fram komin næg sönnun þess að um væri að ræða ólöglegan innflutning. ■ ÍRAK, AP Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna ætlar að senda sérfræðinga til Írak til þess að leggja mat á þær skemmdir sem orðið hafa á fornmunum í landinu samfara innrás Banda- ríkjamanna og Breta. Sendinefnd- inni er ætlað að heimsækja söfn og ýmsa sögufræga staði, finna leiðir til enduruppbyggingar og útvega styrktaraðila. „Menning getur gegnt lykilhlutverki í því að koma á friði,“ sagði fram- kvæmdastjóri stofnunnarinnar. Ljóst er að brotist var inn í þjóðminjasafn Íraks og stolið þaðan ómetanlegum fornmunum auk þess sem kveikt var í íslamska bókasafninu í Bagdad. Menningarmálastofnunin hefur hvatt liðsmenn innrásarhersins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða til þess að vernda menn- ingarstofnanir og fornminjar í landinu. Enn fremur hafa nágrannalönd Íraks, tollverðir, lögregla og listaverkasalar verið beðin að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir að stoln- ir íraskir fornmunir gangi kaupum og sölum. ■ ALMENNINGUR Myndir af Ali Is- maell Abbas, tíu ára dreng sem missti handleggi sína og foreldra í sprengjuárás innrásarherjanna í Írak, hafa vakið óhug meðal margra. Hann er þó aðeins einn af þúsundum saklausra borgara sem hafa orðið illa úti í stríðsá- tökum eftir að Bretar og Banda- ríkjamenn hófu innrás í Írak. Fréttamaður BBC ræddi við Abid Hassan Hamoodi, 72 ára íbúa Basra. Hann missti tíu fjöl- skyldumeðlimi þegar herflugvél bandamanna varpaði sprengjum á heimili hans. Aðeins þrír af þrettán nánustu ættingjum Hamoodis sem höfðust við á heimili hans lifðu árásina af. „Ég hef skrifað Tony Blair bréf,“ segir Hamoodi. „Komu bandamenn hingað til að frelsa Íraka eða til að drepa saklausa borgara?“ Sprengjum hafði verið varpað á næsta nágrenni Hamoodis og fjölskyldu hans. Þau töldu sig þó tiltölulega örugg þar sem þau höfðust við í einu herbergja hússins. Það öryggi hvarf fljótt þegar sprengja féll á húsið. Yfirstjórn innrásarherj- anna hefur síðar sagt að ætlunin hafi verið að varpa sprengju á hús þar sem einn af yfirmönnum Írakshers hafðist við. Í ítarlegri úttekt breska blaðs- ins The Independent er meðal annars fjallað um sprengingar á Shaab- og Shuala-mörkuðunum í Bagdad. 115 óbreyttir borgarar féllu í þeim árásum. Kannanir blaðsins á vettvangi leiddu í ljós að báðar árásirnar voru gerðar af herþotum Breta og Bandaríkja- manna. Þá er rifjuð upp árásin á veitingahús þar sem talið var að Saddam Hussein hefðist við. Lík fjórtán saklausra borgara hafa fundist. Bandaríkjastjórn vissi að hætta væri á mannfalli meðal óbreyttra borgara. Árásin var samt sem áður framkvæmd þrátt fyrir að Genfarsáttmálinn um stríðsrekstur banni að lífi óbreyttra borgara sé stefnt í hættu. Þá eru ótalin atvik þar sem klasasprengjum var varpað að óbreyttum borgurum, konur, börn og gamalmenni skotin af bandarískum hermönnum sem óttuðust sjálfsmorðsárásir og aðrar sprengjuárásir á svæði þar sem óbreyttir borgarar höfðust við. ■ NEITAR SÖK Ian Huntley, sem er sakaður um að hafa myrt tvær tíu ára stúlkur á Englandi, neitar sök. Hann viðurkennir þó að hafa reynt að afvegaleiða lögregluna. DROTTNING MIÐLAR MÁLUM Hollandsdrottning hefur skipað tvo milligöngumenn til að hjálpa tveimur stærstu flokkum lands- ins við að mynda stjórn. Kosning- arnar fóru fram 22. janúar. Stjórnarmyndunarviðræður hafa engum árangri skilað. RÆTT VIÐ HERMENN Tony Blair ræddi meðal annars við breska hermenn á ferð sinni um Skotland. Skosku kosningarnar: Endalok Bretlands GLASGOW Ef Skoski þjóðarflokkur- inn fagnar sigri í kosningum til skoska þingsins boðar það enda- lok Bretlands eins og við þekkjum það, sagði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, á kosningafundi í Glasgow. Blair var mættur á staðinn til að hjálpa frambjóðend- um Verkamannaflokksins í kosn- ingabaráttunni. Blair sakaði þjóðernissinna um að leyna raunverulegu markmiði sínu í kosningabaráttunni, sem væri sjálfstæði Skotlands. Sam- kvæmt könnunum eru Verka- mannaflokkurinn og Skoski þjóð- ernisflokkurinn jafn stórir. ■ Samningur við stærsta farsímafyrirtæki heims: Vodafone á Íslandi OG VODAFONE Nýtt vörumerki sameinaðs félags Íslandssíma og Tals var kynnt í Smáralind í gær. Söfn og sögufrægir staðir lögð í rúst: Menning í þágu friðar ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Í BAGDAD Aðkoman í þjóðminjasafninu í Bagdad er vægast sagt hörmuleg enda hafa þjófar látið þar greipar sópa. Áður en stríðið í Írak hófst voru yfir 100.000 fornmunir í safninu. Átti að sprengja annað hús Saklaus fórnarlömb innrásarinnar í Írak skipta þúsundum. Fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið, verið limlestur eða skaðast með öðrum hætti. FYLGIR SYNI Á SJÚKRAHÚS Íraskur karlmaður heldur í hendi sonar síns. Sonur hans slasaðist þegar hann tók upp ósprungna sprengju. Óttast er að margir eigi eftir að slasast af þeim sökum. Notkun klasasprengja var sérstaklega gagnrýnd af þessum sökum. FANGAÐI HUG MARGRA Ali Ismaell Abbas varð illa úti í sprengju- árás sem kostaði foreldra hans lífið. Söfn- un hefur verið hafin honum til hjálpar. Þúsundir til viðbótar hafa orðið illa úti. Framhaldsaðalfundur Félags einstæðra foreldra Framhaldsaðalfundur Félags einstæðra foreldra verður haldinn föstudaginn 2. maí 2003 í Skeljahelli, sal félagsins, í Skeljanesi 6, kl. 16:00. Dagskrá: 1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara. 2. Lagabreytingar. Tillaga til breytingar á 2., 9. og 10. gr. laga félagsins. 3. Kosning í stjórn og nefndir og kosning formanns. 4. Kosning löggiltra endurskoðenda. 5. Fundi slitið. Á aðalfundi ræður afl atkvæða úrslitum og hafa allir skuldlausir félagsmenn rétt til að kjósa. Hver félagsmaður hefur eitt atkvæði. Styrktarmeðlimir hafa rétt til setu á aðalfundi en ekki atkvæðisrétt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.