Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 18
18 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Halldór Hermannsson skipstjóri segir hér af því þegar hann lenti í mannskaðaveðri og djöfulskap um páska fyrir 40 árum réttum á 65 tonna báti frá Ísafirði. Íshafsstormur – alger veggur – var það sem Halldór sá koma yfir Arnarfjörðinn. Hann slapp með skrekkinn en svo var ekki um alla. Snarvitlaust og ísaði allt sem ísað gat Um páska fyrir fjörutíu árumgerði snarvitlaust veður um land allt með þeim afleiðingum að sextán manns fórust með fimm bátum. Halldór Hermannsson skipstjóri á Ísafirði kann að segja frá þessum djöfulmóð í veðurguð- unum en hann lenti í storminum miðjum. Þá var hann 29 ára gam- all skipstjóri á Guðnýju, 65 tonna báti frá Ísafirði. Þetta reyndist byrjun á ofviðra- og ísingarkafla sem stóð í fimm ár. Halldór segir Vestfirðinga hafa á þessum tíma tapað níu skipum – flestum með allri áhöfn. Gríðarlegur sjávar- kuldi var á þessum tíma og mikið ísingaveður, allt ísaði sem ísað gat. En það fer best á því að gefa Halldóri orðið: „Dóri, það er að gera áhlaup“ Þá voru gerðir út frá Ísafjarð- ardúpinu einir 12 línubátar. Kom- ið var fram í Dymbilviku og hafði verið mjög góður marsmánuður, einstaklega hlýr og góður. Gróður var farinn að taka við sér, enginn snjór á götum Ísafjarðar. Aðfara- nótt þess níunda, um eittleytið, kem ég inn til löndunar með ein- hver tíu tonn af steinbít sem við vorum byrjaðir að veiða þá. Ég held strax af stað aftur, við vorum sex í áhöfn eins og þá var títt. Þeg- ar við vorum búnir að keyra í þrjá tíma, út að Barðanum, fjalli úti fyrir Vestfjörðum, og ætlum að leggja línur út af Kópnum, opna ég fyrir veðurfréttirnar sem varpað var út klukkan hálffimm. Daginn áður höfðu þeir verið að tala um að hann myndi hvessa eitthvað að norðaustan 10. apríl. Engu slæmu var hins vegar spáð 9. apríl, en nú bregður svo við að það er gerbreytt staða. Spáin seg- ir að lægð á Grænlandssundi hafi tekið skyndilega stefnu á Vest- firðina, sem snardýpkaði og fór með miklum hraða. Þarna sá ég í hendi mér að yrði hið versta veð- ur. Reynsla var fyrir slæmum lægðum þaðan. Ég fer í talstöðina, sem var sterk, og kalla út um all- ar trissur. Tala við vini mína, með- al annarra Birgi Benjamínsson, sem fórst þremur árum síðar. Hann var skipstjóri á 24 tonna bát sem hét Freyja. Þar sem ég er bú- inn að kalla út, bæði til viðvörun- ar og annað, kemur í mig að ég hefði átt að halda til sama lands og hætta við að leggja línuna. Það gerði ég ekki heldur lét kappið ráða en ekki skynsemina. Ég var að gera mér í hugarlund að það myndi hvessa eitthvað seinna. Legg alla línuna, 40 til 50 bala, svo byrjum við að draga ásamt fleiri skipum sem voru fyrr á ferðinni en vani var til. Þau voru hálfnuð að draga þegar ég var að byrja. Tíu mínútur í tólf kallar Birgir: „Dóri, það er að gera áhlaup. Ég er kominn hérna í algert víti. Stormur. Ég sé ekki út úr augun- um og að gera algert frost. Ætla að reyna að fikra mig í land.“ Íshafsstormur líkt og veggur Tíu mínútum síðar, klukkan tólf, sá ég svo þetta koma yfir Arnarfjörðinn. Eins og veggur sem skall á okkur með 11 vind- stigum þannig að varla var stætt. Níu gráðu hiti breyttist í 12 gráðu frost á klukkutíma. Það gerir 21 gráðu hitamismun á klukkustund. Þetta var bara íshafsstormur. Þá verðum við að gera svo vel og fara frá línunni. Við erum þarna í samfloti þrír bátar, Hugrún og Páll Pálsson, og við ákveðum að fara inn til Patreksfjarðar til að bíða storminn af okkur. Lögðum ekki í að keyra inn í þetta helvíti á móti ísingunni og veðrinu til Ísa- fjarðar. Einn kunningi minn, Jó- hann Símonarson á Ásólfi, hann var á heimleið einhvers staðar úti af Sléttanesinu. En það ísaði svo mikið hjá honum að skipið var far- ið að ramba og ætlaði að leggjast á hliðina. Hann varð að berja ísinn af til að geta haldið skipinu á rétt- um kili. Annar bátur var þarna úti Lægðin hafði þá snúið við og kemur á fullu stími yfir landið aftur. Henni fylgdi hálfu verri snjókoma. ,, HALLDÓR HERMANNSSON Ísfirska kempan segir af snarvitlausu veðri sem hann lenti í fyrir fjörutíu árum, níu gráðu hiti breyttist í 12 gráðu frost á klukkutíma, sem gerir 21 gráðu hitamis- mun á ótrúlega skömmum tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.