Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 12
17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
Fátt hefur vakið meiri athygli íkosningabaráttunni en sú áher-
sla sem Vinstrihreyfingin – grænt
framboð leggur á leikskóla. Við
teljum að ókeypis leikskóli sé í
takt við nýja tíma þar sem mennt-
un barna er höfð að leiðarljósi.
Ekki bara sumra barna heldur
allra barna óháð efnahag. Þetta
veit það fólk sem ber ábyrgð á
þessari menntun. Félag leikskóla-
kennara lagði fram ályktun á aðal-
fundi sínum 7. mars 2002 þar sem
er ítrekað að „tímabært sé að
lækka skólaskyldu með því móti
að gera fimm ára börn leikskóla-
skyld þannig að hluti leikskóla-
náms verði foreldrum að kostnað-
arlausu“. Aðalfundurinn benti á að
í dag eru yfir 90% fimm ára barna
í leikskóla. VG leggur áherslu á að
jafna stöðu barna og koma í veg
fyrir að efnahagur foreldra ráði
því hvort börn gangi í leikskóla
eða ekki.
Í fyrsta lagi
er ókeypis leik-
skóli staðfesting
á þeirri stefnu
sem var lögfest
í menntamála-
r á ð h e r r a t í ð
Svavars Gests-
sonar að leik-
skólinn sé hluti
af menntakerfi
þ j ó ð a r i n n a r.
Grunnskólinn
er ókeypis;
næsta skref er
að leikskólinn verði það líka.
Í öðru lagi er ókeypis leikskóli
jöfnunaraðgerð fyrir konur sér-
staklega. Stór hluti barna er á
vegum einstæðra mæðra. Þær
sem og aðra láglaunaforeldra
munar feiknalega mikið um nið-
urfellingu leikskólagjalda.
Í þriðja lagi er ókeypis leik-
skóli jöfnunaraðgerð fyrir börn.
Í fjórða lagi er ókeypis leik-
skóli jafnréttisaðgerð vegna
ungs fólks sérstaklega.
Vinstrihreyfingin – grænt
framboð telur brýnt að ríkið
leggi allt að 1.800 milljónir í sam-
eiginlegt átaksverkefni með
sveitarfélögum til að fella niður
leikskólagjöld í áföngum.
Tillaga VG er raunsæ og
henni er unnt að koma í fram-
kvæmd ef flokkurinn fær til þess
fylgi í kosningunum. ■
Ókeypis leikskóli – af hverju?
Kosningar
maí 2003
ÞÓREY EDDA
ELÍSDÓTTIR
■ skipar 2. sæti
Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs í
Suðvesturkjördæmi.
„VG leggur
áherslu á að
koma í veg
fyrir að efna-
hagur for-
eldra ráði því
hvort börn
gangi í leik-
skóla eða
ekki.
Mikill meirihluti hagnast meiraá lægra skatthlutfalli,“ sagði í
fyrirsögn í Mbl. á þriðjudag, en þar
er blaðið að bera saman 4% lækkun
skatthlutfalls – tillögu Sjálfstæðis-
flokksins – og 10.000 króna hækkun
skattleysismarka – tillögu Samfylk-
ingarinnar. Fréttin er unnin upp úr
svörum ríkisskattstjóra við fyrir-
spurn frá Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra. Í fréttinni kemur hvergi
fram að fyrri leiðin kostar ríkissjóð
um 17 milljarða en síðari leiðin um
9 milljarða, þó að þær tölur liggi
líka fyrir frá ríkisskattstjóra. Það
er með öðrum orðum verið að bera
saman ósambærilega kosti. Það má
virða Mbl. það til vorkunnar í þessu
máli að fréttin er unnin upp úr
gögnum sem voru búin til að ósk
forsætisráðherra og hans aðferðir
við að matreiða sannleikann eru oft
kúnstugar.
Leiðir í skattkerfinu
Til að hægt sé að bera saman
mismunandi leiðir í skattkerfinu
og meta hver þeirra kemur best út
fyrir einstaka tekjuhópa, hver
þeirra er best til þess fallin að
dreifa byrðunum á réttlátan og
sanngjarnan hátt, er grundvallar-
atriði að stærðargráða breyting-
anna sé sambærileg. Það segir sig
nefnilega sjálft að ef tekjuskattur
er lækkaður um tæpa 17 milljarða
þá leiðir það almennt til meiri
skattalækkunar en ef tekjuskatt-
ur er lækkaður um 9 milljarða.
Það þarf ekki miklar reiknings-
kúnstir eða heilabrot til að komast
að þeirri niðurstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn er tilbú-
inn til að kosta tæpum 17 milljörð-
um í breytingar á tekjuskattinum.
Það eru háar upphæðir og einhver
hefði að óreyndu
ætlað að þær
væru vel
ígrundaðar og
það væri mönn-
um kappsmál að
skoða hvernig
þær kæmu sem
best út fyrir
launafólkið í
landinu. Það má
fara ýmsar leið-
ir í að lækka
skatta og ein er
sú að lækka
álagningarhlut-
fallið og halda
persónuafslætt-
inum óbreyttum
eins og sjálf-
s t æ ð i s m e n n
leggja nú til.
Önnur er sú að
hækka skatt-
l e y s i s m ö r k i n
verulega, eins
og Samfylkingin leggur til, og sú
þriðja að koma á nýju og lægra
skattþrepi.
Hækkun skattleysismarka
sanngjarnari
Fyrir sömu fjárhæð og sjálf-
stæðismenn leggja til í lækkun á
tekjuskatti hefði mátt hækka
skattleysismörkin um 240 þúsund
krónur á ári eða 20 þúsund kr. á
mánuði. Sú aðferð hefði þýtt að
hjón í hópi framteljenda með 5,1
m. kr. eða minna í árstekjur, sem
eru 55% allra hjóna, hefðu lækkað
meira í sköttum en samkvæmt til-
lögu Sjálfstæðisflokksins. Ef litið
er til einhleypra hefðu þeir sem
hafa tekjur undir 2,7 m.kr., en það
eru rúm 80% einhleypra, lækkað
meira samkvæmt þessari leið en
samkvæmt leið Sjálfstæðisflokks-
ins. Þeir sem eru yfir þessum
tekjumörkum fá líka skattalækk-
un ef skattleysismörkin eru
hækkuð með þessum hætti, en
þeir fá bara ekki meira en hinir.
Það er ýmislegt hægt að gera
fyrir 17 milljarða í tekjuskatts-
kerfinu, en leiðin sem valin er fer
eftir því markmiði sem menn ætla
sér að ná. Tekjuskattskerfið er
öflugt jöfnunartæki og þegar
gerðar eru á því breytingar er
mikilvægt að þær séu metnar með
tilliti til þess hvernig þær koma út
fyrir einstaka tekjuhópa. Flöt
lækkun á skattprósentu kemur í
sjálfu sér öllum til góða sem eru á
annað borð með tekjur yfir skatt-
leysismörkum, en það er sama
hvað menn reyna – þeir komast
ekki framhjá þeirri staðreynd að
hún skilar flestum krónum til
þeirra sem mestar hafa tekjurnar.
Hækkun skattleysismarka hefur
aftur á móti í för með sér að allir
skattgreiðendur fá sömu krónu-
tölu í skattalækkun. Sú leið er
sanngjarnari og réttlátari að mati
Samfylkingarinnar og því varð
hún fyrir valinu.
Hugmyndafræðilegur munur
Það er líka sanngjarnara, rétt-
látara og skynsamlegra við núver-
andi aðstæður að verja talsverðum
fjármunum í nauðsynlegar endur-
bætur á velferðar- og menntakerf-
inu í stað þess að verja þeim í
skattalækkanir hjá þeim sem
hæstar hafa tekjurnar. Samfylk-
ingin getur ekki látið sér það í léttu
rúmi liggja að um 10% lands-
manna lifi undir fátæktarmörkum
og að þjóðin dragist aftur úr öðr-
um þjóðum vegna lægra menntun-
arstigs. Þess vegna ákvað Sam-
fylkingin að verja 9 milljörðum í
lækkun á tekjuskatti í stað 17
milljarða eins og Sjálfstæðisflokk-
urinn leggur til. Í þessum tillögum
endurspeglast sá hugmyndafræði-
legi munur sem er á þessum
tveimur flokkum. ■
Kosningar
maí 2003
INGIBJÖRG
SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
■ í 5. sæti Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík
norður, skrifar um
skattastefnu.
LÁN EÐA STYRKIR TIL TÆKNINÝJUNGA
OG ANNARRA UMBÓTA Í BYGGINGARIÐNAÐI
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2003
Í lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál kveður á um að eitt af hlutverkum Íbúðalánasjóðs sé að stuðla að tækninýjungum
og öðrum umbótum í byggingariðnaði, m.a. með veitingu lána eða styrkja.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
•
9
2
8
0
/s
ia
.i
s Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði.
Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem
leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldi íbúðarhúsnæðis, styttingar byggingartíma eða stuðlað með öðrum
hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði.
Sá sem óskar eftir láni eða styrk skal skila inn umsókn til Íbúðalánasjóðs á sérstöku eyðublaði, um verkefni það er vinna
skal. Umsóknina skal leggja fyrir stjórn sjóðsins til ákvörðunar með greinargerð og tillögu um afgreiðslu.
Fjárhæð láns eða styrks og lánstíma, skal ákveða hverju sinni af stjórn Íbúðalánasjóðs með hliðsjón af kostnaði við að
koma nýjungum í notkun, svo og mikilvægi þeirra fyrir byggingariðnaðinn.
Ef um lán er að ræða skulu þau tryggð með fullnægjandi veði í fasteign að mati Íbúðalánasjóðs samkvæmt almennum
reglum Íbúðalánasjóðs um veðrými.
Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is
Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir á þjónustusviði lána Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21 í síma 569 6986.
SKATTGREIÐENDUR
“Hækkun skattleysismarka hefur aftur á móti í för með sér að allir skattgreiðendur fá
sömu krónutölu í skattalækkun. Sú leið er sanngjarnari og réttlátari að mati Samfylkingar-
innar og því varð hún fyrir valinu.”
„Það má
virða Mbl.
það til vor-
kunnar í
þessu máli að
fréttin er unn-
in upp úr
gögnum sem
voru búin til
að ósk for-
sætisráðherra
og hans að-
ferðir við að
matreiða
sannleikann
eru oft
kúnstugar.
Fréttablaðið:
Aðsendar
greinar
GREINAR Fram að alþingiskosning-
um verður tekið við aðsendum
greinum sem tengjast kosningun-
um. Greinarnar eiga að vera á bil-
inu 200 til 400 orð í Word. Senda
skal greinarnar á netfangið
kolbrun@frettabladid.is.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til
þess að velja og hafna greinum
og stytta ef þurfa þykir. ■
Kúnstugur forsætisráðherra