Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 22
Það voru svo sannarlega skiptarskoðanir um nýjasta James Bond-lagið, „Die Another Day“, sem Madonna gerði. Kannski eðli- legt í ljósi þess að það eru yfirleitt skiptar skoðanir á öllu sem drottning poppsins tekur sér fyrir hendur. Hvort sem það er að gera heila bók af nektarmyndum af sér, vinum sínum og dýrum, blandaða vangaveltum um kynlíf sitt og kynfæri. Eða að tæla kaþ- ólskan prest og leika sér með ímynd Krists og Maríu meyjar í einu myndbanda sinna. Hún náði jafnvel að hneyksla Kanann í heimildarmyndinni „In Bed with Madonna“. Þar sýndi hún á bjórflösku hvernig best væri að fullnægja karlmanni með munninum að ógleymdu fróunar- atriði í miðju lagsins „Like a Virg- in“ sem hún flutti á sviði á hverju kvöldi á „Blonde Ambition“-tón- leikaferð sinni um heiminn. Á þriðjudaginn eftir páska gef- ur Madonna út níundu breiðskífu sína (ef við teljum ekki með ara- grúa af safnplötum, kvikmynda- tónlistarskífum eða öðrum grip- um), „American Life“, og kveður þar við nýjan tón. Skelkaðir samstarfsmenn Nýja platan er sögð þó nokkuð melódískara en hið vélstirða Bond-lag, þó það fái að fljóta með. Undirstaðan er teknótaktur, vökvakenndar hljómborðslínur, stórar dramatískar strengjaút- setningar blandaðar við viðlög sem leikin eru á önnur órafmögn- uð hljóðfæri. Ekki láta ykkur koma á óvart ef raftístin leiða allt í einu í gospelkór í einu laganna. Madonna vann „American Life“ með svissneska útsetjaranum Mirwais Ahmadzai sem vann einnig lítillega að síðustu plötu hennar. Það ætti þó að vera óhætt að fullyrða að plöturnar séu tals- vert ólíkar. „Við vildum reyna að sameina heima rafmagnaðrar og óraf- magnaðrar tónlistar,“ útskýrir Madonna. „Þetta er annað skref áfram en mig hefur aldrei langað til að endurtaka mig. Ég vil ekki gera sama hlutinn tvisvar.“ Madonna hefur alla tíð unnið mikið með öðrum, bæði í laga- smíðum og útsetningum. Það er þó algengur misskilningur að lög- in séu samin fyrir hana. Yfirleitt ræður hún ferðinni og velur sér samstarfsmenn gaumgæfilega. Hún passar sig einnig á því að halda hljóm sínum ferskum og skiptir út samstarfsmönnum reglulega. Hefur aldrei gert fleiri en tvær plötur með sama fólkinu. Þannig gerði popparinn Patrick Leonard tvær plötur með henni á níunda áratuginum, William Orbit gerði með henni snilldarverkið „Ray of Light“ árið 1998 og það telst því til tíðinda að Mirwais sé mættur aftur til leiks. „Það eru ólíkir hlutir sem ýta mér af stað í því að semja tónlist. Kannski er ég í gítartíma og fæ einhverja hugmynd. Eða Mirwais sendir mér einhverja tónlist, ókláraða og óútsetta, hljóma eða lagahugmyndir. Nánast öll „American Life“ varð til þannig. Til þess að ég geti samið texta verður tónlistin að hreyfa við mér. Stundum sem ég heilan söng- kafla upp úr þurru. Ég ferðast með skrifblokk og skrifa niður hugmyndir sem ég fæ eftir lestur dagblaða eða bóka.“ Er ekki erfitt að finna sam- starfsfólk sem ekki er skíthrætt við þig? “Ég spyr nú enga að því hvort þeir séu hræddir við mig. Auðvit- að tek ég samt eftir hvort fólki líð- ur vel í kringum mig. Þá er hægt að spjalla eðlilega og hlæja. Ég hef samt aldrei tyllt mér niður með einhverjum sem mig lang- aði að vinna með og ekki samið við hann. William Orbit var samt mjög stressaður þegar hann hitti mig fyrst, missti hluti út um allt og svoleiðis. Mér fannst það bara sætt.“ Madonna hefur lifað hátt í rúm 20 ár. Hún hefur selt rúm- lega 140 milljónir platna. Á tveimur safnplötum hennar var að finna 32 smelli og var þó mörgum sleppt. Oddhvassi brjóstahaldarinn hennar seldist á rúmlega 1,8 milljónir króna. Á síð- asta ári var gróði fyrirtækisins sem hún hefur byggt í kringum tónlistarsköpun sína rúmlega 4,6 milljarðar króna. Veistu hvað þú átt mikla pen- inga í bankanum? “Ekki nákvæmlega. Næsta spurning.“ Falskt aðdráttarafl glæsilífsins Táningapopp er nú allsráð- andi á bandarísku vinsældar- listunum. Áhrif Madonnu í tón- list annarra eru því meiri en nokkru sinni fyrr. Pink, Christ- ina Aguilera og Britney Spears hafa án efa allar notað hana sem fyrirmynd í því að fóta sig á framabrautinni. „Ég kom til sögunnar á allt öðruvísi tímum,“ útskýrir Madonna og blæs á samlíking- una við yngri poppstúlkur. „Áður en stórfyrirtækin byrj- uðu að efna til hæfileikakeppni í fjölmiðlum, í leit að stelpu sem hefur rétt útlit og heldur lagi. Svo velta þeir sér upp úr því seinna hvernig þeir eigi að markaðssetja hana. Ég er ekki að segja að þessar stelpur geti ekki vaxið í eitthvað mikil- fengara seinna, en ég skil ekki hvert þessi heimur er að fara. Allt er orðið svo nið- urnjörvað.“ Af textum á nýju plöt- unni að dæma mætti halda að Madonnu fyndist hún vera á skjön við frægð sína. Á titillagi plötunnar, þar sem Madonna rappar í lokin, telur hún til dæmis upp fólk á launaskrá sinni. Lögfræðinga, aðstoðar- menn, umboðsmann, bíl- stjóra, flugmann, kokk, þrjár barnapíur, fimm líf- verði, einkaþjálfara, stílista og garðyrkjumann. Að upptalningu lokinni segir hún að öll þessi fríð- indi geti ómögulega fært sér lífs- hamingju. Er þetta ekki bara hið týpíska væl stórstjörnunnar? “Ég veit að það hljómar eins og klisja en ég hef verið fræg og rík í 20 ár. Ég held að ég megi nú ákveða sjálf hvað frægð og auð- æfi eru. Allir eru svo uppteknir af því að verða frægir. Frægð er bara bull, og hver ætti að vita það betur en ég? Áður en fólk verður frægt fyllist það af hugmyndum um hversu mikla gleði hún færir því og hversu yndislegt allt verði. Síðan gerist það... Í Ameríku, meira en annars staðar, fær fólk frelsi til þess að verða það sem það langar til. Sem er mjög gott, en slíku verður þá að fylgja gott gildismat sem mér finnst við ekki hafa lengur. Það eina sem gildir núna er að gera hvað sem þarf til þess að komast alla leið á toppinn. Þetta er falskt aðdráttarafl af glæsilega lífinu... „Tileinkaðu þér þetta útlit ef þú vilt vellíðan. Keyrðu á svona bíl ef þú vilt verða vinsæll. Klæðstu svona föt- um og þá mun fólk vilja ríða þér.“... Þetta er mjög sterk tálsýn sem fólk fellur fyrir. Ég gerði það líka en ekki lengur.“ Madonna og leiklistin Madonna heldur áfram að leika þrátt fyrir hvern sleggjudóminn á fætur öðrum. Myndin „Swept Away“, sem var endurgerð ít- alskrar myndar frá 1974, fékk hræðilega dóma og Madonna var sérstaklega jörðuð fyrir frammi- stöðu sína. Myndin floppaði í Bandaríkjunum og fer beint á myndband í Evrópu. „Það sem gagnrýnendur refsa mér mest fyrir núna er það sem ég geri með eiginmanni mínum, Guy. Allir í Bretlandi eru búnir að afskrifa myndina án þess að hafa séð hana, er það ekki frábært! Finnst þér það ekkert fáránlegt? Ég held að gagnrýnendur hefðu beint spjótum sínum að Guy hvort eð er, jafnvel þó að hann hefði ekki komið nálægt mér. Honum gekk svo vel með fyrstu tvær myndir sínar. Þannig virka fjöl- miðlar, á endanum verða þeir að fella þig.“ Af hverju heldur þú þá áfram að leika? “Af því að ég hef gaman af því, þetta er skemmtilegt. Mér er al- veg skítsama hvað fólki finnst um leik minn eða tónlistina mína.“ Það er nú nokkuð augljóst að það er ekki satt! “En maður má ekki láta það stjórna ákvörðunum sínum. Mað- ur verður að lesa hluti með aðgát, það er ekkert eins og það virðist vera.“ Eftir að Madonna fluttist til London leið ekki sá dagur sem ekkert var skrifað um hana eða eiginmann hennar í bresku slúð- urblöðunum. Hún átti að hafa lent í vandræðum hér og þar, hjóna- bandið átti að vera í molum, hún átti að vera ófrísk af þriðja barni sínu og sitthvað fleira. Eftir að hún fluttist þaðan breyttust sög- urnar í það að hún hefði fengið nóg af Bretlandi vegna mikils raka í loftslaginu og hversu illa húsin eru byggð. „Kaldhæðnin á bak við allar þessar greinar er að alveg frá því að við fluttumst hingað til Kali- 22 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR HELSTU PLÖTUR MADONNU: 1983 Madonna 1984 Like a Virgin 1986 True Blue 1989 Like a Prayer 1992 Erotica 1994 Bedtime Stories 1998 Ray of Light 2000 Music Strax eftir páska gefur Madonna út breiðskífuna „American Life“. Í eina viðtalinu sem Madonna veitti evrópskum miðli talar hún um poppsöngkonur í dag, tálsýn frægðarinnar, floppmyndina „Swept Away“, Bandarík- in, fjölskyldu sína, nýfundna hamingju og nýju plötuna auk þess að sjálfa ráða lífsgátuna. ■ TÓNLIST MADONNA Madonna er án efa frægasta kona heims. Hún lendir nánast aldrei í því að fólk þekki hana ekki þegar það hittir hana. „Frægðin er bull“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.