Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 32
■ ■ ÚTIVIST  10.00 Fjöruganga Ferðafélags Ís- lands verður sunnan Straumsvíkur á skírdag. Gengið verður frá Straumi inn í Fögruvík.  10.30 Ferðafélagið Útivist efnir til gönguferðar að Glymi í Hvalfirði, sem er hæsti foss landsins. Lagt verður af stað frá Botni í Botnsdal upp að Glymi að vestan. Vaðið er yfir Botnsá fyrir ofan Glym og farið niður með ánni að aust- an. Gott er að taka með sér vaðskó. Brottför frá BSÍ. ■ ■ OPNANIR  13.00 Opnuð verður sýning á nýj- um olíuverkum Sigurbjörns Jónssonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar, Duushúsum, Duusgötu 2, Reykjanesbæ. Sigurbjörn hefur búið og starfað í New York í mörg ár og sýndi síðast á Íslandi í Hafnarborg 2001. Listasafn Reykjanes- bæjar er opið alla daga klukkan 13-17. Lokað föstudaginn langa og páskadag.  18.00 Ferðafuða nefnist sýning á miniatúrum, sem opnuð verður í Áhaldahúsinu í Vestmannaeyjum. Sýningin stendur til 27. apríl. Áhaldahús- ið er opið klukkan 14-18 föstudaga til sunnudags, einnig á föstudaginn langa og annan í páskum ■ ■ LEIKLIST  20.00 Ungmennafélagið Vaka sýnir Gullna hliðið í félagsheimilinu Þjórsárveri í síðasta sinn í kvöld. Þetta er aukasýning vegna mikilla vin- sælda sýningarinnar. Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson.  Aukasýning á einleiknum Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í Sjallanum á Akureyri. ■ ■ SKEMMTANIR  20.30 Nýstárlegt hagyrðingakvöld verður haldið í Íþróttahöllinni á Akur- eyri. Þar koma saman fulltrúar allra þeirra fimm stjórnmálasamtaka sem til- kynnt hafa um framboð til alþingiskosn- inganna í Norðausturkjördæmi í vor. Einnig verður boðið upp á söng og „uppistand“.  21.00 Halldór Bragason og Guðmundur Pétursson leika blús á kassagítara á skemmtistaðnum Vídalín í elsta húsi Reykjavíkur í Aðal- stræti.  22.00 Bókaupplestur verður á Hard Rock. 32 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 MARS Fimmtudagur Á annan í páskum verða haldnirí Íslensku óperunni veglegir tónleikar helgaðir minningu Krist- jáns Eldjárns gítarleikara, réttu ári eftir að hann lést á þrítugasta aldursári. Jafnframt verður stofn- aður minningarsjóður, sem verður til styrktar efnilegum tónlistar- mönnum og afreksfólki í tónlist. Þar að auki verður svo gefinn út hljómdiskurinn Ljóð, hljóð og óhljóð með frumsaminni tónlist Kristjáns, sem hann flutti undir ljóðalestri föður síns Þórarins Eld- járns. „Við ætlum að minnast okkar góða vinar á viðeigandi hátt með stórtónleikum þar sem landsliðið í bransanum kemur fram bæði á sviðinu og á bak við tjöldin,“ segir Atli Rafn Sigurðarson leikari, sem hefur skipulagt þessa tónleika ásamt öðrum vinum Kristjáns. „Kristján var náttúrlega geysi vinamargur maður og þess vegna var afskaplega auðvelt að fá fólk í þetta. Þeir eru margir sem vilja leggja hönd á plóginn.“ Allur ágóði af tónleikunum á að renna beint í nýstofnaðan Minn- ingarsjóð Kristjáns Eldjárns. „Vonandi verður hægt að út- hluta að minnsta kosti einu sinni á ári veglegum styrk þannig að eftir sé tekið. Hann á að renna til tón- listarmanns sem annað hvort þyk- ir mjög efnilegur eða þykir hafa skarað fram úr á einhvern hátt, og má sá tónlistarmaður gjarnan hafa komið við á ólíkum stöðum í tónlistinni eins og Kristján gerði.“ „Þeir Þórarinn og Kristján höfðu velt því fyrir sér lengi að vinna saman á einhvern hátt. Þeir voru smá tíma að finna því form og stað og stund en sáu svo þetta tækifæri. Þetta er magnaður spuni sem Kristján hefur samið við þessi ljóð á gítarinn sinn. Þetta var ekkert æft og það mátti ekki skrifa neitt niður. Þeir frumfluttu þetta efni á Kaffi Menningu á Dal- vík 9. júlí 1997. Svo fluttu þeir þetta nokkrum sinnum eftir það. Á endanum las Þórarinn þessi ljóð inn á band í Reykjavík 1998. Krist- ján var þá staðsettur úti í Helsinki, en hann fékk efnið sent og spilaði ofan á lestur pabba síns. Þannig að þessi plata er tekin upp í tveimur höfuðborgum Norður- landa.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ TÓNLEIKAR Í minningu gítarleikara ARNA KRISTÍN EINARSDÓTTIR Það er rosalega mikið í boði ogég gæti eytt heilum sólarhring í allt það sem mig langar að sjá og gera um páskana,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir fiðluleikari. Á föstudaginn mæli ég eindregið með frumflutningi Guðbrands- messu í Langholtskirkju. Þetta er mjög fallegt og áhrifaríkt verk og svo er ég sjálf að spila þarna. Mér líst mjög vel á Ördansahátíð- ina sem Lab Loki stendur fyrir og eftir hana gæti verið sniðugt að kíkja á myndlistarsýningu. Ég er svolítið forvitin að sjá hvað Ingibjörg Sólrún vill sjá í Gerðu- bergi og langar líka að sjá Georg Guðna í Listasafninu. Þar sem það er ekki viðeigandi að fara út að skemmta sér á föstudaginn langa held ég bara að það sé skyldumæting á stórtónleika Tequila Jazz á laugardags- kvöldinu. Á páskadag væri mjög upp- byggilegt að vera við messu á Þingvöllum klukkan sex um morguninn en ég efast um að ég verði vöknuð. Á annan í páskum ætla ég svo á minningartónleik- ana um Kristján Eldjárn gítar- leikara.“  Val Örnu Þetta lístmér á! Þetta er falleg sýning. Hún ersmekklega uppsett og hefur tekist vel. Það er eiginlega eins og að koma inn í hálfgert musteri þegar maður kemur að Flateyjar- bók og Konungsbók Eddukvæða. Þá er einnig gaman að sjá Stjórn sem er fallega myndskreytt.“, segir Sverrir Kristinsson fast- eignasali um handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. Mittmat Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bi llu nd Bi llu nd DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 29 . m aí - 4. s ep t. 21 .6 52 21 .6 52 V er › fr á kr. á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman, 24.950 kr á mann. Takmarkað sætaframboð KRISTJÁN ELDJÁRN Fjölmargir listamenn koma fram á minningartónleikum í Íslensku óperunni um Kristján Eldjárn gítarleikara. Þar á meðal eru Finnur Bjarnason tenór, Kristjana Arngrímsdóttir alt, Jóel Pálsson og Agnar Már Magnússon, Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth, Kristinn Árnason gítarleikari, orgelkvartettinn Apparat, Hilmar Örn Hilmarsson, Bubbi Morthens, Stuðmenn ásamt Eggerti Þorleifssyni og Guðmundur Pétursson gítarleikari. 2 fyrir 1 Tilboð Bar-B-Q svínasteik með frönskum kartöflum, salati, sósu og kókdós Kr: 799 (aðeins um páska) gegn framvísun auglýsingarinnar Opið alla páskana Verið velkomin Á r m ú l a 4 2 ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.