Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 44
67 ÁRA „Ég er á leiðinni til Prag og mun því eyða afmælisdeginum þar“, segir Gylfi Gröndal rithöfund- ur, sem er 67 ára í dag. „Ég ætla að eyða páskunum í borginni og hlakka mikið til enda hef ég heyrt að Prag sé einstaklega skemmtileg menn- ingarborg.“ Gylfi segist ekki vera vanur því að slá upp veislum þegar hann á af- mæli. „Ég hef aldrei haldið stór- veislu en segist alltaf ætla að gera það þegar ég verð sjötugur. Ég hef fengist við ljóðagerð frá því að ég var barn að aldri og hélt upp á sex- tíu ára afmælið mitt með því að gefa út ljóðabók. Menn sem hafa haldið upp á stórafmæli með pompi og prakt virðast nú sjaldan vera til- búnir til að endurtaka það, í það minnsta ekki næstu tíu árin, þannig að ég held að það sé bara best að gera þetta einu sinni um ævina og gera það þá ærlega.“ Gylfi starfaði sem blaðamaður í rúm þrjátíu ár og ritstýrði Fálkan- um, Alþýðublaðinu, Vikunni og Samvinnunni. Hann hefur eingöngu helgað sig ritstörfum á síðari árum og er þekktastur fyrir viðtalsbækur sínar og ævisögur. Hann sendi síð- ast frá sér ævisögu Steins Steinarr í tveimur bindum árið 2000 og 2001 og er enn að. „Ég er víst orðinn löggilt gamal- menni þannig að þetta eru svolítil tímamót“, segir Gylfi. „Þetta skiptir þó ekki nokkru máli í sjálfu sér, að minnsta kosti ekki fjárhagslega, þar sem maður fær ekki krónu út á þetta.“ Gylfi er að skrifa um að- draganda og upphaf verkalýðs- hreyfingarinnar. „Þetta er mikið verk sem ég hef haft áhuga á lengi en svo er Steinn auðvitað þannig verkefni að honum lýkur aldrei. Bækurnar hafa selst ágætlega og ég vona að þær verði prentaðar aftur svo mér gefist tækifæri til að koma þessu og fleiri viðbótum að.“ thorarinn@frettabladid.is 44 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Hvað tekur langan tíma fyrir Hafn-firðing að þvo kjallaraglugga? 12 klukkutíma – 1 klukkutíma að þrífa gluggann og 11 klukkutíma að grafa hol- una fyrir stigann! ■ Nýjar bækur Með súrmjólkinni útsölumarkaður á geisladiskum og barnamyndböndum 3 pottþétt diskar kr. 1.000.- Shakespeare in love Midnight expressVertical limitThe untouchablesA BA Boondock saints Clear & present... Beverly hills cop 2 A fistful of dollarsBirdman of AlcatrazShaft Ástríkur Kr. 1.599.- Kr. 999.- Kr. 999.- DVD MARKAÐUR OPIÐ KOLAPORTIÐ SKÍRDAG LAUGARDAG ANNAN Í PÁSKUM KL. 11-17. PANTAÐU SÖLUBÁS Í KOLAPORTINU Í SÍMA 562 5030 Kr. 1.499.-Kr. 1.499.- Kr. 1.499.- Sleppur ekki undan Steini GYLFI GRÖNDAL „Aldurinn er fyrst og fremst tilfinning og mér finnst ég alltaf vera að yngjast. Það getur verið að það séu fyrstu ellimörkin en þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa ver- ið andskoti gamall þegar ég var ungur.“ Afmæli GYLFI GRÖNDAL ■ rithöfundur er 67 ára í dag. Hann ætlar að eyða afmælisdeginum og pásk- unum í Prag og segist hvergi nærri hætt- ur að skrifa þó hann sé orðinn löggilt gamalmenni, enda er hann alltaf að yngjast í anda. UPPRISUMESSA Messað verður við sólarupprás að morgni páskadags og minnst þeirra atburða sem eru grundvöllur kristinnar trúar. Messa við sólarupprás PÁSKAHÁTÍÐ Eins og undanfarin ár verður fram haldið hinum forna sið að hefja messu í Þingvalla- kirkju á páskamorgun um leið og sól rís. Er hér minnst atburða fyrsta páskadags í kristninni, er konurnar biðu sólaruppkomu og nýs dags svo að þær gætu farið að gröf Jesú og gert líki hans til góða. Þær urðu síðan fyrstu vitnin að upprisu Jesú Krists, er þær komu að hinni tómu gröf og engill- inn tjáði þeim að Kristur væri upprisinn. Síðan hefur því verið fagnað um allan hinn kristna heim á hverjum páskum, enda er upp- risan grundvöllur kristinnar trú- ar. Sólarupprás á Þingvöllum er um klukkan 5.45 á páska- dagsmorgun. Hins vegar þarf sól- in að klífa upp fyrir fjallahringinn í austri áður en geislar hennar ná til þeirra er bíða komu nýs dags. En strax og það gerist hefst guðs- þjónustan í Þingvallakirkju eða um klukkan 6.00. Það eru konur í kirkjunni sem standa að guðs- þjónustunni í samvinnu við sókn- arprestinn. Sr. Bernharður Guð- mundsson predikar og þjónar fyr- ir altari við þessa óvanalegu og hátíðlegu guðsþjónustu á sjálfum Þingvöllum. Allir eru hjartanlega velkomn- ir en þar sem brugðið getur til beggja vona um veðurfar er fólk hvatt til að klæða sig samkvæmt veðri. ■ Guðmundur Sigurbergsson, Ljósheim- um, Selfossi, lést 14. apríl. Jónas Jóhannsson, Sigtúni 27, Reykja- vík, lést 14. apríl. Margrét Þorgilsdóttir frá Bolungarvík lést 14. apríl. Þuríður Guðrún Tómasdóttir, Sand- gerði, Stokkseyri, lést 14. apríl. Aðalheiður Guðmundsdóttir, hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, lést 13. apríl. Hrafnhildur Kjartansdóttir lést 13. apr- íl. Jóhann Hermann Sigurðsson, Litlu Hlíð, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, lést 12. apríl. Vilborg Pálína Bjarnadóttir frá Stóra Bóli, Víkurbraut 30, Höfn, lést 12. apríl. Helga Bryndís Guðmundsdóttir, Álfa- skeiði 64C, Hafnarfirði, lést 5. apríl. Út- förin hefur farið fram. Matthildur Guðmundsdóttir, Hátúni 10a, lést 3. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ■ Andlát Bókin Ristavéleftir danska rithöfundinn Jan Sonnergaard í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar er komin út hjá Neonbókaklúbbi Bjarts en hún er jafnframt sjötta verkið sem kemur út í vorbóka- flóði Bjarts. Hér er á ferðinni smásagnasafn sem lýsir lífi ungs undirmálsfólks í Kaupmannahöfn samtímans, rótleysi, óstöðugu umhverfi og þrá eftir sambandi og merkingu. Bókin hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út í Dan- mörku árið 1999 og hefur selst með miklum ágætum. Spádómsbókin eftir Símon JónJóhannsson þjóðfræðing er komin út hjá Vöku-Helgafelli. Í bókinni er fjallað um ýmsar leið- ir til að sjá inn í framtíðina með ýmsum spádómsaðferðum frá ýmsum heimshornum. Símon rekur sögu helstu aðferða úr austri og vestri og fjallar meðal annars um vestræna og kín- verska stjörnu- speki, tarotspil, venjuleg spil, lófa- og handa- spár, bolla- og talnaspár og fleira. Spádóms- bókin er 320 blaðsíður að lengd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.