Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 6
6 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR ■ Skipulagsmál GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.65 -0,73% Sterlingspund 120.60 -0,58% Dönsk króna 11.18 -0,09% Evra 82.98 -0,13% Gengisvístala krónu 119,38 -0,53% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 323 Velta 5.312 milljónir ICEX-15 1.422 0,38% Mestu viðskipti Ísl. hugbúnaðarsj. hf. 680.937.538 Kaupþing banki hf. 609.337.063 Landsbanki Íslands hf. 372.640.541 Mesta hækkun Síldarvinnslan hf. 3,30% Grandi hf. 2,63% Flugleiðir hf. 2,17% Mesta lækkun Landsbanki Íslands hf. -0,96% Búnaðarbanki Íslands hf. -0,93% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8328,9 -0,9% Nasdaq*: 1403,2 0,9% FTSE: 3854,9 -1,6% DAX: 2838,6 0,2% NIKKEI: 7879,5 0,5% S&P*: 885,8 -0,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Einhver mikilvægasta viðureignin áyfirstandandi leiktíð í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu fór fram í gær. Hvaða lið áttust við? 2Mikið hefur verið fjallað um fyrirhug-aða sameiningu Kaupþings og Búnað- arbanka Íslands. Hvað heitir forstjóri Kaupþings? 3Fyrrum söngvari GusGus sendi frásér sína fyrstu sólóplötu á dögunum undir listamannsnafninu Blake. Hvað heitir tónlistarmaðurinn réttu nafni? Svörin eru á bls. 46 Skoðanakönnun um forsætisráðherraefni eftir kosningar: Flestir vilja Davíð áfram SKOÐANAKÖNNUN Flestir vilja sjá Davíð Oddsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, áfram sem for- sætisráðherra eftir kosningarn- ar í 10. maí samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardaginn. Úrtakið var 1.200 manns. Um 46% þeirra sem tóku af- stöðu vilja Davíð sem næsta for- sætisráðherra og hefur fylgi hans vaxið nokkuð, því í hin tvö skiptin sem blaðið hefur spurt almenning hvern hann vilji sjá sem næsta forsætisráðherra hefur Davíð fengið 43%. Stuðningur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætis- ráðherraefni Samfylkingarinn- ar, fer stöðugt minnkandi. Í byrjun febrúar vildu um 50% landsmanna sjá hana sem næsta forsætisráðherra landsins. Í byrjun mars voru 46% sömu skoðunar, en samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar á laugar- daginn er stuðningurinn við hana kominn niður í 44%. Mælist hún nú í fyrsta skipti með minna fylgi en Davíð. Halldór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokksins og ut- anríkisráðherra, nýtur stuðn- ings um 5% landsmanna í for- sætisráðherrastólinn. Um 3% vilja sjá Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra, en aðrir fá minna. Eins og áður sækja Davíð og Ingibjörg Sólrún stuðning sinn áberandi mest til íbúa í þéttbýli, enda bæði frambjóðendur í Reykjavík. Davíð sækir um 58% af stuðningi sínum í raðir karl- manna, en Ingibjörg Sólrún sækir 55% af stuðningi sínum til kvenna. Stuðningur við Halldór, sem býður sig fram í Reykjavík, er mestur á landsbyggðinni. Af þeim sem vilja hann sem forsætisráðherra eru tæplega 60% landsbyggðarfólk, þá nýtur hann mun meiri stuðnings með- al karla en kvenna. Svipaða sögu er að segja af Steingrími J. ■ Meirihluti vantreyst- ir lífeyrissjóðunum Um 52% landsmanna bera frekar eða mjög lítið traust til lífeyrissjóð- anna. Niðurstaðan kemur framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða ekki á óvart. SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti lands- manna ber frekar eða mjög lítið traust til lífeyrissjóðanna á Ís- landi, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugar- daginn. Úrtakið var 1.200 manns. Tæplega 52% þeirra sem tóku afstöðu í könnun- inni sögðust bera frekar eða mjög lítið traust til lífeyrissjóðanna. Þar af sögðust 26% bera mjög lít- ið traust til þeirra. Um 23% aðspurðra sögðust bera mjög eða frekar mikið traust til lífeyris- sjóðanna, þar af sögðust aðeins 4% bera mjög mikið traust til þeirra. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að þessi nið- urstaða komi ekki á óvart. „Það er enginn vafi á því að fréttir um neikvæða ávöxtun flestra lífeyrissjóðanna síðast- liðin þrjú ár hafa mikið að segja,“ segir Hrafn. „Einnig hafa fréttir um lækkuð lífeyris- réttindi sumra sjóða eflaust haft áhrif.“ Hrafn segir að fólk virðist oft ekki horfa á heildarmyndina, þ.e. að íslensku lífeyrissjóðirnir séu almennt vel reknir og afkoma þeirra síðustu ár sé betri en afkoma langflestra erlendra lífeyrissjóða. Hann segir að þar sem óánægja fólks stafi fyrst og fremst af tímabundinni niður- sveiflu markaða hafi hann ekki trú á því að fólk vilji gera ein- hverja meiriháttar breytingu á lífeyrissjóðakerfinu. „Ég held að það sé almennt þokkalega góð sátt um lífeyris- sjóðakerfið. Það er gott eins og það er.“ Samkvæmt könnuninni er nánast enginn munur á afstöðum kynjanna til lífeyrissjóðanna. Þó virðast konur bera örlítið meira traust til þeirra en karlar. Greinilegur munur er hins vegar á afstöðu fólks út frá búsetu. Um 56% landsbyggðarfólks segjast bera frekar eða mjög lítið traust til lífeyrissjóðanna, samanborið við tæplega 49% íbúa í þéttbýli. Hrafn segist ekki hafa neina haldbæra skýringu á þessum mun. Vandræðagangurinn í kringum Lífeyrissjóð Austur- lands gæti samt hafa smitað eitt- hvað út frá sér. trausti@frettabladid.is Listi Nýs afls: Valdimar er efstur STJÓRNMÁL Stjórnmálasamtökin Nýtt afl hafa ákveðið framboðs- lista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 10. maí . Þetta er þriðji listinn sem sam- tökin birta, en áður var búið að kynna framboðslista í Reykjavík- urkjördæmunum báðum. Valdi- mar H. Jóhannesson fram- kvæmdastjóri skipar efsta sæti listans. ■ 1. Valdimar H. Jóhannesson framkv.stjóri 2. Halldór Brynjar Halldórsson nemi 3. Jóhanna Friðfinnsdóttir myndlistarm. 4. Jónas Rafnar Ingason viðsk.fræðingur 5. Gísli Baldvinsson ráðgjafi ÞREYTTIR Á UMFERÐARGNÝ Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa skorað á bæjarráð að hefja strax undirbúning að byggingu hljóðmanar vestan við Kringlu- mýrarbraut frá Fossvogsnesti að Kársnesbraut. Bæjarverk- fræðingur hefur fengið málið til umsagnar. ■ Í LESTARVAGNI Íbúar Hong Kong ganga nær undantekn- ingarlaust með sóttvarnargrímur þegar þeir fara út á meðal almennings af ótta við að smitast af hinni alræmdu lungnabólgu. Veiran sækir í sig veðrið: Leggur yngra fólk að velli FARALDUR, AP Óvæntur dauði sex ungra og hraustra sjúklinga sem smitaðir voru af hinni alræmdu lungnabólguveiru veldur læknum í Hong Kong þungum áhyggjum. Eru þeir nú farnir að skrifa upp á stærri lyfjaskammta á fyrstu stigum sjúkdómsins. Hingað til hefur HABL einkum lagt að velli aldrað fólk og þá sem þjáðst hafa af öðrum alvarlegum sjúkdómum en nú um helgina lét- ust sex hraustir einstaklingar á aldrinum 35 til 52. Sérfræðingur sem fylgst hefur með sjúklingum á Prince of Wales-sjúkrahúsinu í Hong Kong óttast að veiran hafi þegar orðið fyrir stökkbreyting- um. ■ VIÐ UPPHAF LEIÐTOGAFUNDAR Utanríkis- og forsætisráðherrar Bretlands mættu saman til leiðtogafundar Evrópu- sambandsins í gær. Evrukosning Breta: Ekki kosið á næstunni BRETLAND Ekkert verður af því að Bretar kjósi um upptöku evrunn- ar á fyrri hluta núverandi kjör- tímabils eins og Tony Blair for- sætisráðherra hafði stefnt að. Óvíst er um það hvort yfir höfuð verði kosið um upptöku hennar áður en kjörtímabilið rennur út 2006. The Guardian segir að Blair og Gordon Brown fjármálaráðherra hafi komist að samkomulagi um að ekki verði efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um upptöku evr- unnar á þessu kjörtímabili nema kringumstæður gjörbreytist. ■ Erlend skip á Reykjaneshrygg: Í línudansi við lögsögumörk SJÁVARÚTVEGUR Flugvél Landhelg- isgæslunnar, TF-SYN, fór í eftir- litsflug yfir úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg í gær. Í ljós kom að erlendum skipum hefur fjölg- að talsvert frá því farið var í síð- asta eftirlitsflug yfir svæðið á föstudag. Alls voru við veiðar tuttugu og níu erlend skip og flest voru þau í línudansi á lögsögumörk- um Íslands. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni vakti það athygli að þrettán skip voru frá þjóðum sem ekki eiga aðild að Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni og taka þar af leiðandi enga ábyrgð á fisk- veiðistjórnun á svæðinu. Mátti sjá skip frá Belís, Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Fiskveiði- nefndin hefur úthlutað þessum þjóðum 1.200 tonna úthafs- karfakvóta árlega en í fyrra fóru þau langt fram yfir þau mörk og er talið að þau hafi veitt alls 30.000 tonn. Íslendingar hafa heimild til að veiða alls 55 þúsund tonn af úthafskarfa á stjórnunarsvæði Fiskveiði- nefndarinnar. ■ HVERN VILTU SJÁ SEM FORSÆTISRÁÐHERRA EFTIR KOSNINGARNAR Í VOR? 1. feb. 1. mars 12. apríl Davíð Oddsson 43% 43% 46% Ingibjörg Sólrún 50% 46% 44% Halldór Ásgr. 4% 7% 5% Aðrir 3% 4% 5% HVERSU MIKIÐ TRAUST BERÐ ÞÚ TIL LÍFEYRISSJÓÐANNA Á ÍSLANDI? Mjög mikið 4% Frekar mikið 19% Hvorki né 25% Frekar lítið 26% Mjög lítið 26% NESKAUPSTAÐUR Um 56% landsbyggðarfólks segjast bera frekar eða mjög lítið traust til lífeyrissjóðanna, samanborið við tæplega 49% íbúa í þéttbýli. ■ “Ég held að það sé almennt þokkalega góð sátt um lífeyris- sjóðakerfið.” ERLENT FISKVEIÐISKIP Nú sem stendur eru fjórir íslenskir togarar að veiðum á svæðinu en samkvæmt samning- um aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni ber Íslendingum að senda eftir- litsskip þangað ef íslensk skip að veiðum verða fleiri en 10 talsins. M YN D /A U Ð U N N F . K R IS TI N SS O N Áhugahópur: Vilja lýðræði í fjölmiðlum FJÖLMIÐLAR Áhugahópur um lýð- ræðislega umræðu í fjölmiðlum fer fram á það við ljósvakamiðlana, sérstaklega RÚV og Stöð 2, að öllum flokkum sem bjóða fram til kosninga nú í vor verði tryggður jafn aðgangur að ljósvakamiðlum. Tillaga þeirra er að hverjum flokki verði úthlutað minnst fimm mínút- um af dagskránni á besta tíma í þessum miðlum í hverri viku fram að kosningum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.