Fréttablaðið - 17.04.2003, Qupperneq 10
10 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
MEISTARINN WEIR
Kanadabúinn Mike Weir, sem vann banda-
ríska Masters-mótið í golfi um síðustu helgi,
veifar til áhorfenda áður en hann lætur pökk-
inn falla á ísinn við upphaf leiks Toronto og
Philadelphia í úrslitakeppninni í íshokkí. Weir,
sem baðar sig í sviðsljósinu um þessar mund-
ir, er fyrsti Kanadabúinn sem vinnur stórmót á
PGA-mótaröðinni í golfi.
Golf
hvað?hvar?hvenær?
14 15 16 17 18 19 20
APRÍL
Fimmtudagur
KAPPAKSTUR Michael Schumacher,
heimsmeistari í Formúlu 1
kappakstrinum, hefur trú á því að
Ferrari-liðið eigi eftir að binda
enda á taphrinu sína í fjórða kapp-
akstri tímabilsins, sem háður
verður í San Marino um helgina.
Ferrari, sem var spáð góðu
gengi á tímabilinu, er aðeins í
þriðja sæti í heildarstigakeppn-
inni með 16 stig. Besta frammi-
staða liðsins til þessa er annað
sætið sem Rubens Barrichello
náði í kappakstrinum í Malasíu.
„Takmark okkar er að gleðja
áhangendur okkar og hvar er
betra að byrja á því en í Imola? Ég
bíð alltaf spenntur eftir
kappakstrinum í Imola. Að vissu
leyti er þetta fyrsti kappaksturinn
þar sem ég er á heimavelli og get
treyst á stuðning aðdáenda okkar.
Það er ljóst að við þurfum að berj-
ast til síðasta blóðdropa miðað við
hvernig gengi okkar hefur verið
undanfarið.“ ■
13.20 RÚV
Landsmót á skíðum. Sýnd verður
samantekt frá Skíðamóti Íslands sem
lauk í Hlíðarfjalli við Akureyri á
sunnudag.
14.00 Fífan
Eyjamenn mæta FH-ingum í deild-
arbikarkeppni karla í fótbolta.
16.00 Fífan
KR-ingar og Keflvíkingar eigast við í
deildarbikarkeppni karla í fótbolta.
16.00 Sýn
NBA. Útsending frá leik Philadelphia
76ers og Washington Wizards.
18.25 RÚV
Snjókross. Þáttaröð um kappaksturs-
mótaröð vélsleðamanna.
18.30 Sýn
Western World Soccer Show. Heims-
fótbolti West World.
20.00 Sýn
Kraftasport. Bikarmót Galaxy Fitness.
Fylgst er með keppni í kvennaflokki.
20.30 Sýn
US PGA Tour 2003. Sýnt frá
Bellsouth Classic-mótinu í banda-
rísku PGA-mótaröðinni í gólfi.
21.30 Sýn
US PGA Tour 2003. Sýnt frá banda-
rísku PGA-mótaröðinni í golfi.
22.00 Sýn
Football Week UK. Vikan í enska
boltanum.
0.05 Sýn
HM 2002. Sýnt frá leik Túnis og
Belga í HM í fótbolta sem fram fór
síðasta sumar.
FÓTBOLTI Öll félög efstu deildar
karla standast skilyrði sem KSÍ
setur fyrir þátttöku þeirra í deild-
inni í sumar. Leyfisráð KSÍ sam-
þykkti umsókn þeirra á fundi sín-
um á þriðjudag enda hefur KSÍ
fengið óformlega samþykkt frá
UEFA fyrir leyfishandbók sinni.
Endanlegs samþykkis er að vænta
á næstu vikum. Leyfishandbók
KSÍ er vinnubók sem miðar að því
að hjálpa félögunum að uppfylla
kröfur sem gerðar eru með leyfis-
kerfinu.
Staða Reykjavíkurfélaganna
gagnvart mannvirkjaþætti leyfis-
kerfisins er mismunandi. Þróttur
og Fram uppfylla skilyrðin með
því að leika á Laugardalsvelli en
KR, Valur, Fylkir og Víkingur
þurftu stuðning borgaryfirvalda
til að sýna fram á áætlun um úr-
bætur á tímabilinu 2003 til 2006. Á
fundi Íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur í byrjun mánaðarins
var samþykkt tillaga að áætlun
um uppbygginu á félagssvæðum
þeirra.
KR þarf að uppfylla skilyrði
um 1.500 sæti, þar af 750 undir
þaki. Félagið fékk vilyrði um 13
milljóna króna styrk frá ÍTR gegn
því að það fái einnig fimm millj-
ónir í styrk frá KSÍ og að gerður
verði samningur milli aðilanna
vegna þessa.
Valur þarf að uppfylla kröfur
um 700 sæti, þar af 350 undir
þaki. Borgin vinnur að heildar-
samningi við Val um framkvæmd-
ir á félagsvæðinu og er gert ráð
fyrir að þar verði tekið á þessum
þætti.
Fylkir þarf að uppfylla kröfur
um 1.200 sæti, þar af helming
undir þaki. ÍTR leggur til að skip-
aður verði vinnuhópur sem skilar
tillögum og áætlunum um skipu-
lag félagssvæðisins fyrir 1. októ-
ber á þessu ári. Tillögurnar skulu
miða að því að hægt verði að bæta
úr því sem á vantar svo félagið
uppfylli kröfur leyfiskerfis KSÍ
fyrir árið 2007 með möguleika á
framlengdum fresti til ársins
2010.
ÍTR leggur einnig til að gengið
verði til samninga við Víking
vegna framkvæmda við stúku á
félagssvæðinu um styrkveitingar
á næstu þremur árum, gegn því
skilyrði að félagið fái fimm millj-
óna króna styrk frá KSÍ þegar fé-
lagið kemst í úrvalsdeild. ■
WILLIAMS
Sir Frank Williams við bílinn sem verður
notaður í keppninni í Imola um helgina.
Nýr styrktaraðili
Williams:
Tímamóta-
samningur
FORMÚLA Williams-bílaframleið-
andinn hefur gert eins árs samn-
ing við GlaxoSmithKline um að
auglýsa lyf sem á að hjálpa fólki
að hætta að reykja. Williams
ákvað árið 1999 að leita styrktar-
aðila utan tóbaksiðnaðarins en
hugmyndin um að auglýsa lyf sem
vinnur gegn tóbaksfíkn er ný.
Williams leitaði til GlaxoSmith-
Kline og eftir „hóflegan skammt
af fortölum“, eins og Frank Willi-
ams orðar það, sá lyfjafyrirtækið
ávinninginn af því að nota For-
múluna til að koma vöru sinni á
framfæri. ■
Allar umsóknir
samþykktar
FH, Fram, Fylkir, Grindavík, ÍA, ÍBV, KR, KA, Valur og
Þróttur uppfylla skilyrði leyfiskerfis KSÍ.
KEPPNISLEYFI
Tillaga að skipulagi íþróttasvæðis Vals að Hlíðarenda. Valur, KR, Fylkir og Víkingur þurfa að
bæta aðstöðu sína til þess að uppfylla kröfur sem leyfiskerfi KSÍ setur.
SCHUMACHER
Þjóðverjinn Michael Schumacher er fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum.
Michael Schumacher:
Bíður spenntur
eftir Imola
AP
/M
YN
D
KÖRFUBOLTI Allen Iverson skoraði
42 stig þegar Philadelphia 76ers
tapaði fyrir Chicago Bulls með
115 stigum gegn 106 í NBA-deild-
inni í körfubolta í fyrrakvöld. Þar
með jafnaði hann hæsta stiga-
skor sitt í vetur.
Kobe Bryant skoraði 32 stig og
Shaquille O’Neal 19 þegar L.A.
Lakers vann Denver 126:104.
Þetta var sjöundi sigurleikur-
inn í síðustu átta leikjum meist-
aranna. Lakers mun ljúka
keppni í fimmta eða sjötta sæti
Vesturdeildarinnar og missir
þar með heimaleikjaréttinn í úr-
slitum NBA sem hefjast á laug-
ardag. ■
IVERSON
Stórleikur Allen Iverson dugði ekki til gegn Chicago Bulls.
Allen Iverson:
42 stig fyrir 76ers
AP
/M
YN
D
Paul Merson:
Framtíðin
óráðin
FÓTBOLTI Framtíð Paul Merson hjá
Portsmouth, sem tryggði sér sæti
í ensku úrvalsdeildinni í fyrra-
kvöld, er óráðin.
Merson, sem gerði garðinn
frægan með Arsenal á sínum
tíma, segist ætla að leggjast undir
feld á næstunni til að hugsa sín
mál.
„Ég veit ekki enn hvað verður.
Ég ætla ekki að taka skjóta
ákvörðun í málinu,“ sagði Merson,
sem er 35 ára gamall. „Þetta hefur
verið frábær leiktíð og enginn átti
von á því að við færum upp.“
Merson gekk til liðs við
Portsmouth frá Aston Villa í ágúst
í fyrra. ■
FÓTBOLTI Frakkinn Thierry Henry,
leikmaður Arsenal, er talinn líkleg-
astur til að verða fyrir valinu sem
leikmaður ársins í ensku úrvals-
deildinni en sex leikmenn voru til-
nefndir til verðlaunanna í gær.
Þeir Ruud van Nistelrooy og
Paul Scholes (Manchester United),
James Beattie (Southampton),
Alan Shearer (Newcastle) og Gian-
franco Zola (Chelsea) voru einnig
tilnefndir. Talið er að Wayne
Rooney, leikmaður Everton, verði
útnefndur besti ungi leikmaður
deildarinnar. ■
Leikmenn ársins á Englandi:
Henry og Rooney
líklegastir
HENRY
Thierry Henry hefur átt frá-
bæra leiktíð með Arsenal.