Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 19
af Önundarfirðinum, 64 tonna. Hann lagðist á hliðina og var bú- inn að senda út neyðarkall. Fyrir einhverja mildi tókst að rétta hann af með aðstoð annars báts, sem fylgdi honum inn að Flateyri. Það var lán, því ekki hefði verið gott að leita í þessu veðri að skipi sem hefði hlekkst á. Paufast sem blindir kettlingar Nú liggjum við á Patreksfirði næsta dag, lönduðum einhverjum smá afla og næstu nótt. Á skírdag, daginn eftir, ákváðum við á þess- um þremur skipum, Guðnýju, Hugrúnu, skipstjóri Hávarður Ol- geirsson, og Páli Pálssyni, þar sem Jóakim Pálsson var skip- stjóri, að halda heim. Þá er farið að lægja, kominn niður í svona 7 vindstig, allhvass. Þegar við erum komnir að Kópanesinu aftur, þá fer hann að þyngja, veðrið. Við vissum ekki betur en lægðin væri gengin frá landinu einhverja hundrað kílómetra suður í haf, en nú vex aftur. Skömmu síðar heyr- um við 10-veðrið í útvarpinu. Lægðin hafði þá snúið við og kem- ur á fullu stími yfir landið aftur. Henni fylgdi hálfu verri snjó- koma. Alltaf versnar veðrið og Hugrún var komin vel á undan okkur og slapp svo fyrir. En við erum að paufast þarna og endar með því að við þurfum að berja ís af. Einkum ísaði hjá Páli. Þá er ástandið orðið þannig að allt er farið út hjá okkur nema við héld- um dýptarmælunum inni. Vorum sífellt að berja af og vorum eins og blindir kettlingar. En við héld- um inn Djúp og vorum ekkert klárir á því hvar við vorum. Ekki var nokkur vegur að komast inn í Skutulsfjörðinn þar sem Ísafjörð- ur stendur. Þar er lokað fyrir byl. Við dólum þarna inn og áttum okkur ekki almennilega á því hvar við erum. Mér var farið að leiðast þófið: Ég nenni þessu ekki lengur og lét út ljósabauju. Við erum þá komnir inn í eitthvert skúmaskot og það verður úr. Heiftarlegt kjaftshögg Mikil læti voru í bænum vegna þess að við vorum í villum og reynt var að manna Guðbjart, 90 tonna bát, skipstjóri Hörður Guð- bjartsson. Honum tókst að komast út úr sundunum við illan leik. Hann heldur áfram inn Djúpið og þar finnur hann okkur í radarnum í sjálfheldu milli skerjafláka sem kallaður er Breiðiboði og gengur norðan af Vigur, og vestar lands sem er Kampsnes. Þetta hefði ekki verið gott ef ljósabaujan hefði ekki verið úti. Þegar Hörður finnur okkur á Guðbjarti lóðsar hann okkur út og er þá komið und- ir morgun. Bylnum er aðeins farið að létta og við komumst inn Sund- in. Þarna á morgun föstudagsins langa komum við til Ísafjarðar og er þá sjón að sjá. Þegar ég hafði farið aðfaranótt 9. apríl, fyrir tveimur og hálfum sólarhringum, var ekki snjóblettur í bænum. Nú voru öll litlu húsin á bólakafi. Í þessu mikla veðri, sem kallað hef- ur verið 9. aprílveðrið, eyðilagðist mikill gróður. Það náði yfir allt landið nema kannski að Austur- land slapp. Þetta var heiftarlegt kjaftshögg fyrir gróðurfarið með þessum gríðarlega hitamismun. Það hefur ekki borið sitt barr og jafnvel enn má sjá þess merki. Veðrinu fylgdu mikil slys. Á Norðurlandi fórust fimm skip og með þeim 11 menn. Svo fórst eitt, Súlan frá Akureyri, út af Garðskaga og með fimm menn og björguðust sex. 19 börn urðu föðurlaus. Þetta reyndist upphaf- ið af miklu slysafári hér úti fyrir Vestfjörðum. 9 skip héðan fórust og öll áhöfn með. Það var svipti- vindasamt og sjórinn svo kaldur að allt ísaði sem ísað gat. Ég tal- aði við skipstjóra sem nú er löngu dáinn, en skipstjóratíð hans var frá árinu 1925 til 1945. Hann sótti meðal annars útilegur suður undir jökul og sagðist hann aldrei muna til þess að menn tækju sér ísexi í hönd á þessum tuttugu árum. En á þessum árum, sem ég er að segja frá, vorum við með ísaxir í hönd alla tíð. jakob@frettabladid.is FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 19 ÍSING REYNIST HÆTTULEG 9. apríl-veðrið reyndist upphafið að fimm ára kuldakasti og slysafári. Myndin tengist ekki umfjölluninni með beinum hætti en sýnir glögglega hvernig ísing getur lagst á veiðiskip fyrir vestan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.