Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 35

Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 35
 Hljómsveitin Land og synir spilar á Players í Kópavogi.  Hljómsveitin Á móti sól leikur í Breiðinni á Akranesi.  DJ Sunday (BOY) skemmtir gestum á Laugavegi 11.  Gullfoss & Geysir verða með sveitt djamm eftir steikina í Leikhúskjallaran- um.  Benni á miðhæðinni á Laugavegi 22.  Í svörtum fötum verður ásamt Páli Óskari í Sjallanum á Akureyri. Palli bregður sér í ýmis hlutverk, hitar upp sem plötusnúður, klæðist diskógallan- um í hálfleik og einnig syngur hann með hljómsveitinni. ■ ■ ÚTIVIST  10.30 Ferðafélagið Útivist efnir til göngu um Bláfjöll, Hvalhnúk og Grindaskörð. Gengið úr Bláfjöllum að Hvalhnúki vestan við Heiðina háu. Þar er komið inn á Selvogsgötu og henni fylgt að Grindaskörðum. Brottför frá BSÍ. ■ ■ LEIKSÝNING  16.00 Lab Loki sýnir barnaleiksýning- una Baulaðu nú... Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls á Kjarvalsstöðum. ■ ■ TÓNLIST  20.30 Tónleikar tileinkaðir minningu Kristjáns Eldjárns gítarleikara verða haldnir í Íslensku óperunni. Þar verður jöfnum höndum leikið og sungið jazz, rokk, popp, raftónlist, klassísk gítartónlist og einsöngsverk. Einnig verður sýnd stuttmyndin Tindar eftir Ara Eldjárn. Kynnir kvöldsins verður Eva María Jóns- dóttir.  21.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar í Sjallanum á Akureyri. ■ ■ SÝNINGAR  Þrjár sýningar standa yfir Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Á annarri hæð safnsins er Sólveig Aðalsteinsdóttir með sýninguna Úr möttulholinu en á þeirri þriðju eru Hanne Nielsen og Birgit Johnsen með Stað-hæfingar eða Territorial Statements í suðursal. Í norð- ursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj Nyborg með sýninguna Nágranni eða Next door neighbour.  15.00 Í Listasafni Íslands stendur yfir yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jónsson- ar og vídeóinnsetning eftir Steinu Vas- ulka. Safnið er opið á skírdag og laugar- daginn 19. apríl kl. 11-17. Lokað á föstu- daginn langa, páskadag og annan í páskum.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt farartæki, vídeómyndir og örsögur. Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk- um Jóhannesar Kjarval. Opið er alla páskana kl. 10-17.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Þar er einnig sýningin Pene- tration, sem er sýning á verkum norska listamannsins Patrick Huse. Loks er í safninu fastasýning á verkum Erró. Opið er alla páskana kl. 10-17.  Í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún er innsetning Eyglóar Harðardóttur. Í safninu stendur einnig yfir sýningin List- in meðal fólksins, þar sem listferill Ás- mundar Sveinssonar er settur í sam- hengi við veruleika þess samfélags sem hann bjó og starfaði í. Safnið er opið alla daga klukkan 13-16.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi. Safnið er opið alla páskana kl. 12-17, en lokað á mánudag eins og venjulega.  Í Listasafni ASÍ við Freyjugötu standa yfir þrjár sýningar. Himinn og jörð nefnist sýning Þorgerðar Sigurðardótt- ur. G.ERLA sýnir innsetningar í gryfju, stigum og á þaksvölum. Þessum sýn- ingum lýkur báðum á annan páskadag. Í Arinstofu safnsins er svo sýning á nokkrum konkretverkum frá sjötta ára- tug síðustu aldar. Safnið er opið á skír- dag, laugardag og annan í páskum kl. 13-17, en lokað á föstudaginn langa og páskadag.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga- dóttur. Safnið er opið á skírdag og laug- ardag kl. 11-17, en lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.  „Að eigin vali“ nefnist vorsýning Byggðasafns Árnesinga í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Þar er gengið inn í lítið sagnfræðiævintýri þar sem segir frá fallegum bróderingum, þagnaðri þvottavél úr tré, útvarpi fyrir tíma RÚV, og teiknimyndum úr haframjölspökkum. Húsið og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka eru opin alla páskadagana kl. 14-17. FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 35 Passíusálmar séra HallgrímsPéturssonar verða lesnir í Vídalínskirkju í Garðabæ á föstudaginn langa. Lesturinn hefst klukkan ellefu fyrir há- degi og lýkur væntanlega um fjögurleytið síðdegis. „Þetta byrjar með smá helgi- stund. Síðan koma leikmenn sem lesa sálmana hver á fætur öðrum. Þetta er allt frá unglingum úr Fjölbrautaskólanum upp í mjög roskið fólk,“ segir Kristín Bjarnadóttir, formaður lista- nefndar Vídalínskirkju. Milli sálma flytja Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son sem heitir Sjö hugleiðingar fyrir fiðlu og selló. „Þetta verk hefur aðeins einu sinni verið flutt áður. Það var í Grímsey á föstudaginn langa fyrir sex árum,“ segir Kristín. ■ Guðbrandsmessa á afmælistónleikum Kór Langholtskirkju frumflyturá föstudaginn langa nýtt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur tón- skáld. Verkið heitir Guðbrands- messa og er samið við hefðbund- inn messutexta kirkjunnar. Ásamt kórnum sér Kammer- sveit Langholtskirkju um flutn- inginn sem og einsöngvarnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Björn I. Jónsson og Eiríkur Hreinn Helgason. Messan er samin í minningu Guðbrands Þorlákssonar biskups, en hún er frumflutt á þessum tón- leikum í tilefni af hálfrar aldar af- mæli Kórs Langholtskirkju. „Á afmælisdaginn sjálfan hóuðum við saman bæði eldri fé- lögum og núverandi. Þá stóðu yfir 180 manns á sviðinu að syngja,“ segir Jón Stefánsson, sem hefur stjórnað kórnum býsna lengi. „Svo stendur til að flytja Mess- ías í haust á degi tónlistarinnar með Sinfóníuhljómsveitinni. Nú í maí ætlum við svo að syngja Requiem eftir Verdi á Akureyri með kórunum þar og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands.“ ■ GUNNAR KVARAN OG GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Þau leika verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson á milli þess sem leikmenn lesa Passíusálm- ana í Vídalínskirkju í Garðabæ. ■ FÖSTUDAGURINN LANGI ■ FÖSTUDAGURINN LANGI KÓR LANGHOLTSKIRKJU Frumflytur Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á afmælistónleikum sínum föstudaginn langa. Ungir sem aldnir lesa Passíusálma hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 APRÍL Sunnudagur hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 23 24 APRÍL Mánudagur ✓ Eftirtaldir tónlistarmenn taka þátt í samverunni: Carl Möller píanisti og orgelleikari, Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og söngstjóri og Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hugvekju flytja Njörður P. Njarðvík, prófessor, Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona og Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur. Fríkirkjan í Reykjavík var á sínum tíma stofnuð sem íslensk kirkjuleg-fjöldasamtök til eflingar samfélagslegu réttlæti og skapandi endurnýjunar í anda Krists. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Friðarsamvera í Fríkirkjunni í Reykjavík að kvöldi föstudagsins langa Friður við náungann og friður við Guð. Annað kvöld, föstudaginn langa, 18. apríl, kl. 20:30 - en tónlistarflutningur hefst kl. 20:15.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.