Fréttablaðið - 17.04.2003, Qupperneq 26
26 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
Veturinn hefur nú varla komiðhingað til okkar svo sumarið
er löngu komið,“ segir Eva G. Þor-
valdsdóttir, forstöðumaður Grasa-
garðs Reykjavíkur. „Að vísu get-
um við alltaf átt von á hreti, ég
útiloka ekki neitt. Við verðum því
að vera róleg og hegðum okkur
ekki eins og það sé komið sumar.
Tökum ekki af gróðrinum því þótt
margt sé farið af stað er þetta
mjög viðkvæmur tími.“
Eva segir að gróðurinn sé ein-
um mánuði á undan í Grasagarð-
inum. Hún nefnir sem dæmi
lyngrósir sem eru byrjaðar að
blómgast en venjulega blómgast
þær í kringum 20. maí. Lyngrósir
eru sígrænar plöntur með stórum,
fallegum, klukkulaga blómum.
Þær eru bleikar og áberandi.
Eva segir að fleiri tegundir séu
komnar í blóma. Nefnir hún sem
dæmi snotrur, páskaliljur, febrú-
arliljur, skógarbláma og lykla.
Hún segir að ef ekkert komi upp á
séu tegundir sem blómgist snem-
ma ekki í hættu. En ef kuldakast
geri er erfitt að segja til um hvað
gerist.
Grasagarðurinn er opinn allt
árið. Á veturna frá tíu til sautján
en sumrin til tíu á kvöldin. Að-
gangseyrir er enginn. Café Flóra,
kaffihúsið í Grasagarðinum, setur
sterkan svip á garðinn þegar það
opnar um miðjan maí.
Starfsmenn garðsins hafa
fundið fyrir aukinni aðsókn síð-
ustu ár. Gestir hafa sótt ókeypis
leiðsögn og fræðslu í garðinum
og segir Eva Íslendinga mjög
áhugasama um plöntur og gróð-
ur.
„Það er mikið ræktunareðli í
Íslendingum enda komnir af
bændum. Það sem einkennir
áhuga þeirra er hvernig megi
nýta gróðurinn. Margir koma
hingað og leita ráða og eru að at-
huga hvaða plöntur þeir vilja
hafa í garðinum hjá sér. Þá kom-
ast þeir hins vegar að því að að-
eins lítill hluti af plöntunum
sem eru hér er til sölu því við
erum með mörg þúsund tegund-
ir og afbrigði,“ segir Eva.
Aðspurð hvenær henni finn-
ist sumarið vera komið segir
Eva: „Mér finnst sumarið vera
komið þegar birkið er útsprung-
ið. Það stafar af því að íslensk
náttúra er lengur að taka við sér
en þessar plöntur sem við erum
með í görðunum okkar og eru
frá suðlægari löndum. Birkið
fer hins vegar ekki að laufgast
fyrr en um miðjan maí.“ ■
Ísbúðin í Álfheimum:
Salan tekur kipp
Hermann Ástvaldsson, eigandiÍsbúðarinnar í Álfheimum,
hefur vel orðið var við að sumarið
er að koma.
„Það er búið að vera nokkuð
gott að gera síðustu vikur. Þetta
byrjaði hægt en frá síðustu mán-
aðamótum hefur þetta verið að
aukast,“ segir Hermann. „Ég tala
nú ekki um þegar sólin fer að
hækka á lofti og fólk er meira á
ferðinni á kvöldin. Þá lengist tím-
inn sem maður er í bisness.“
Um helgar er fjölskyldufólk
helstu kúnnar Hermanns en á
kvöldin er það unga fólkið. „Þó er
þetta í bland. Þetta er alla vega
fólk héðan og þaðan. Það er ótrú-
legt hvaðan það er að koma,“ seg-
ir íssalinn.
Hermann hefur opið allan árs-
ins hring. Hann telur að íssalan
tvöfaldist miðað við vetrartím-
ann. En hvað selur hann mörg
tonn af ís á ári? „Það er atvinnu-
leyndarmál,“ segir Hermann ís-
sali. ■
Golfvöllurinn á Korpúlfsstöðumopnaði laugardaginn fyrir viku,
tveimur vikum fyrr en venjulega.
„Við höfum alltaf náð að opna í
apríl en yfirleitt er það í lok mánað-
arins,“ segir Ágúst Jensson, vallar-
stjóri á Korpúlfsstöðum. Ágúst seg-
ir völlinn koma mjög vel undan
vetri. „Vindkælingin reynist vellin-
um hér yfirleitt verst en hann hefur
sloppið mjög vel í ár,“ segir Ágúst.
Opnunardaginn var völlurinn
fullbókaður frá klukkan níu að
morgni og fram á kvöld. Fólk lék
golf til klukkan níu um kvöldið eða
þangað til að dimma fór. Um tvö
þúsund manns eru skráðir í Golf-
klúbb Reykjavíkur. Ágúst segir að
klúbburinn sé enn opinn áhugasöm-
um en það geti oft reynst þrautin
þyngri að komast að á ákveðnum
tímum.
„Ef veðrið er gott fyllist völlur-
inn og það myndast biðraðir á
fyrsta og tíunda teig. Það vilja allir
komast út,“ segir Ágúst Jensson,
vallarstjóri. ■
HERMANN ÁSTVALDSSON
Íssalinn í Álfheimum hefur nú nóg að gera
þegar sólin er farin að hækka á lofti.
Í GÓÐU STANDI
Ágúst Jensson, vallarstjóri á Korpúlfsstöð-
um, býst við góðu sumri. Opnunarmótið á
Korpúlfsstöðum verður innanfélagsmót 26.
apríl en fyrsta stórmót, stigamót í Toyota-
mótaröðinni, verður tæpum mánuði síðar.
Fjöldinn allur af blómum byrjaður að blómgast í
Grasagarðinum í Reykjavík:
Margar tegundir
komnar í blóma
Menn muna vart annan eins vetur og sjaldan hafa jafn fáir snjódagar verið. Sumir vilja meina að veturinn hafi
aldrei komið. Fréttablaðið leitaði til nokkurra einstaklinga sem tengjast sumrinu á einn eða annan hátt. Flest
voru á því að komandi sumar ætti eftir að verða gott og að það væri í raun þegar komið með hækkandi sól og
hlýnandi veðri.
Er sumarið komið?
Korpúlfsstaðavöllur:
Golfvorið
snemma á ferð
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M