Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Ég verð að viðurkenna að égsakna páskanna eins og þeir voru áður, að minnsta kosti eins og þeir voru í minningu minni. Langir, hátíðlegir, hljóðlátir og hægir. Mér finnst að tíminn frá skírdegi að öðr- um í páskum hafi verið ógnarlangur og ég hafi í æsku velt því fyrir mér hvort það gæti staðist að föstudag- urinn langi væri raunverulega lengri en aðrir dagar ársins. ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan ekkert var opið á föstudaginn langa, í mesta lagi neyðarvakt í einu apó- teki. Á þeim tíma var heldur ekki nema ein útvarpsrás, gamla góða gufan þar sem fluttar voru messur og passíur allan daginn, að minnsta kosti í minningunni. Mér þótti þetta nú ekki sérstaklega skemmtilegt í æsku en nú horfi ég til þessara tíma með ákveðna glýju í augunum. Heill dagur alveg án áreitis hávaða og hraða. Hver myndi ekki þiggja einn slíkan? Heill dagur til að íhuga og vera með sínum nánustu án þess að eiga einu sinni möguleika á að ger- ast þiggjandi menningar eða skemmtunar. LÍKLEGA er það þó undir manni sjálfum komið að búa sér til svona dag. Hann þarf auðvitað ekki að vera á föstudaginn langa þótt sá dagur henti vissulega vel til íhugun- ar. Auðvitað er hægt að stilla bara á Rás 1 og láta eins og hinar rásirnar og geislaspilarinn séu ekki til eða sleppa því jafnvel alveg að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. Taka daginn snemma, gera fátt og mjög hægt. Hugsa þeim mun meira, íhuga tilgang lífsins, sitt eigið líf og sinna nánustu. UM þessa páska ætti maður líka að verja einhverjum tíma í að íhuga hvernig maður vill verja atkvæði sínu í kosningunum fram undan. Hvað finnst okkur skipta máli þar og hvernig stjórnvöld viljum við næstu fjögur ár? Sömuleiðis liggur beint við að íhuga hvort almenning- ur í Írak sé „frelsinu“ feginn, til dæmis litli handalausi og brenndi drengurinn sem við höfum fengið að fylgjast með í fjölmiðlum síðustu daga. Fyrir honum og löndum hans verður vonandi beðið í öllum kirkj- um um páskana. ■ Tími til íhugunar s: 554-5022 Nýbílavegi 20 Kóp. Veitingahús Súpa og 4réttir kr. 1390 á mann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.