Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 25
RACHEL WEISZ
Breska leikkonan Rachel Weisz var glæsi-
leg að vanda þegar hún mætti á frumsýn-
ingu nýjustu myndar sinnar „Confidence“ á
þriðjudaginn var.
FÓLK Leikarinn Jude Law og eig-
inkona hans Sadie Frost reyna
nú að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að bjarga hjónaband-
inu. Í lok mánaðarins ætla
hjónakornin að leggjast í ferða-
lag ásamt börnum sínum og
reyna að lappa upp á hjónaband-
ið, sem var að hruni komið.
Hjónin eru enn sögð vera ást-
fangin en á ýmsu hefur gengið.
Fyrir ári síðan var Law sagður
eiga í ástarsambandi við Nicole
Kidman. Það leiddi til þess að
hann flutti út frá fjölskyldu
sinni. Hann sneri þó aftur heim
skömmu síðar.
Fyrir stuttu leigðu Law og
Frost hótelherbergi yfir helgi sem
þau eyddu saman í að borða, sofa
og njóta ásta. Sú helgi borgaði sig
og virðist sem ástin sé farin að
blómstra á ný.
Be
ni
d
o
rm
K
rí
t
M
allo
rca
P
o
rtúgal
Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur • Sí
mi 53
5 21
00
Vikuhopp - 100 sæti
Sóla
rlottó
Krít • Benidorm Mallorca • Portúgal39.990 kr.
* á mann, m.v. 2, 3 eða 4 í íbúð
eða stúdíói. Enginn barnaafsláttur.
Innifalið: Flug, gisting í viku, ferðir til
og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Ver›
1) Þú velur vikuna og segir okkur hversu margir
ferðast með þér.
2) Við staðfestum strax við bókun hvort þú
kemst þessa tilteknu viku og hversu
stóra íbúð eða stúdíó þú færð.
3) Á miðvikudegi, viku fyrir
brottför, færð þú að vita
hvert þú ferð.
*
Spilaðu með!
Listræn myndataka í London:
Á annað hundrað naktir
líkamar við þinghúsið
FÓLK 160 sjálfboðaliðar tóku þátt í
nektarmyndatöku listamannsins
Spencer Tunick í London í gær og
lögðust kviknaktir niður í nokk-
urra metra fjarlægð frá breska
þinghúsinu. Tunick hefur tekið
listrænar myndir af nekt í borg-
um víða um heim og segir til-
ganginn þann að láta nektina
ríma við umhverfið. Myndatakan
í London fór fram í dögun, en
þátttakendur fækkuðu fötum og
lögðust niður á gangstétt við
Thames, beint fyrir utan The
County Hall, þar sem í gær var
opnað nýtt gallerí, The Saatchi’s
Art Gallery.
Túristar í risahringekjunni
the London Eye voru ánægðir
með framtakið og voru í stúku-
sætum meðan á myndatökunni
stóð.
Spencer Tunick hóf að taka
hópnektarmyndir í borgum árið
1992 og hefur staðið fyrir 50
álíka myndatökum. Hann hefur
ítrekað verið handtekinn og
færður á lögreglustöð vegna upp-
átækisins. ■
EDEN RIEGEL
Leikur Biöncu í „All My Children“. Hún
kom út úr skápnum fyrir þremur árum og
fær nú loks að njóta þess.
Söguleg stund
í sjónvarpi:
Lesbískur
koss í sápu-
óperu
,SJÓNVARP Söguleg stund verður í
bandarísku sjónvarpi þann 23.
apríl næstkomandi þegar fyrsti
lesbíski kossinn verður sýndur í
dagsýningu á sápuóperu.
Kossinn kemur fyrir í sápuóp-
erunni „All My Children“ og
verða það persónurnar Bianca og
Lena sem eiga ástríðufulla stund
saman.
Bianca, sem leikin er af Eden
Riegel, kom út úr skápnum í októ-
ber árið 2000. Hún er yngsta dótt-
ir Ericu Kane, sem leikin er af
Susan Lucci. Lena er leikin af
Olgu Sosnovsku.
„Þema þáttanna hefur frá upp-
hafi verið samskipti og tengsl
fólks á ólíkan hátt,“ segir Agnes
Nixon, einn af höfundum þátt-
anna.
„All My Children“ er þó ekki
fyrsta sápuóperan til að sýna koss
fólks af sama kyni. Í „L.A. Law“
þættinum kysstust tvær af aðal-
persónum þáttanna, C.J. Lamb og
Abby Perkins, í febrúar árið 1991,
eftir að sú fyrrnefnda hafði feng-
ið þá síðarnefndu sýknaða af
ákæru. ■
JUDE LAW
Hefur verið einn heitasti
karlleikarinn síðustu ár.
Jude Law:
Reynir að bjarga
hjónabandinu
BERIR BÚKAR Í LONDON
160 sjálfboðaliðar mættu í dögun og
fækkuðu fötum fyrir listamanninn Spenser
Tunick.
Móðurást
Auðbrekku 2, Kópavogi
Meðganga og brjóstagjöf
Mikið vöruúrval