Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 28
Páskahátíðin eru höfuðhátíðkristninnar,“ segir séra Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson dóm-
kirkjuprestur. „Páskar hafa
alltaf verið haldnir, allt frá því
árið eftir að Kristur leið, en jól-
in, sem kristin trúarhátíð, eru
ekki nema 1600 ára gömul þótt
þau séu vinsælli hér á landi.“
Séra Jakobi finnst upplifunin
á því sem átti sér stað dagana
frá skírdegi til páskadags skipta
miklu máli. „Ef okkur tekst ekki
að koma þessu til skila við
hverja kynslóð þá hefur brostið
hlekkur. Vitnisburður kirkjunn-
ar um þessa atburði hefur ekki
bara verið vitnisburður prest-
anna heldur einnig vitnisburður
fólks sem kann að segja hlutina
betur en aðrir.“ Hér nefnir Séra
Jakob Andrew Lloyd Webber og
Tim Rice, höfunda rokkóper-
unnar Jesus Christ Superstar,
Halldór Laxness og Heimsljós
og Hallgrím Pétursson, sem orti
einn sálm fyrir hvern dag föst-
unnar í Passíusálmum sínum.
Jakobi Ágústi dómkirkju-
presti finnst líka skipta miklu
máli að kristið fólk lifi sig inn í
atburði páskanna. „Sem prestur
er ég í því hlutverki að sýna
fólki Krist, benda á krossinn og
leiða það út á Golgata og síðan
að safna því saman til að sjá
dagrenninguna á páskamorgun
og sjá fögnuð upprisunnar, sjá
að jafnvel þó að heimurinn hafi
sinn gang þá á Guð síðasta orðið.
Hann hefur allt í hendi sér, það
er okkar traust og öryggi,“ segir
séra Jakob.
En hvernig skyldi hann sem
trúmaður upplifa þessa daga?
„Ég hef til dæmis oftast nær
neitað mér um eitthvað þessa
sjö vikur föstunnar. Með því
móti er ég að reyna að ná víð-
tækari stjórn á lífi mínu.“ Hann
segir þetta birtast á ýmsa vegu,
stundum minnki hann við sig í
mat og stundum fasti hann á
eitthvað sérstakt. Einnig segist
hann lesa sér eitthvað til upp-
byggingar þessa daga, til dæmis
Passíusálmana. „Ég reyni á
hverjum degi dymbilvikunnar
að setja mig inn í söguna. Ég
geri það bæði til að innlifa mig
og til að sækja mér eitthvað,
mér finnst það svo mikilvægt.
Ég reyni að sækja mér eitthvað
sem hefur áhrif á það hvernig
ég horfi á heiminn, horfi á
mennina, skil sjálfan mig.“ Séra
Jakob segist ævinlega neita sér
um mat á föstudaginn langa
fram að kvöldmat. „Á
páskamorgni fagna ég páskum.
Síðan vildi ég gjarnan eiga tæki-
færi til að fara út í vorið og það
finnst mér svo sannarlega að
fólk ætti að gera því hvergi
finnur maður meiri gleði en í
hinni góðu sköpun Guðs.“ ■
28 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
Hver kynslóð verður að upplifa atburði dymbilviku og páskahátíðar:
Páskarnir eru
höfuðhátíð kristninnar
SÉRA JAKOB ÁGÚST HJÁLMARSSON
Kristnir menn hafa haldið páskahátíð allt frá því árið eftir að Kristur leið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T