Fréttablaðið - 17.04.2003, Side 27

Fréttablaðið - 17.04.2003, Side 27
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 Renndi sér á magasleða undir bíl Guðjón A. Kristjánsson, for-maður Frjálslynda flokksins, átti í erfiðleikum með að rifja upp fyrstu bernskuminninguna. „Það er eitthvað sem átti sér stað óra- langt aftur í tímanum,“ sagði Guð- jón en gat þó loks rifjað upp þá fyrstu, að minnsta kosti þá sem situr hvað fastast í honum. „Það var þegar ég var smápatti og renndi mér á sleða og varð undir bíl,“ segir Guðjón og hlær. „Það virðist sitja voða fast í mér. Ætli ég hafi ekki verið fjögurra eða fimm ára.“ Atvikið átti sér stað í Hnífsdal þar sem Guðjón var í heimsókn hjá afa sínum og alnafna. „Ég var að renna mér á litlum magasleða sem gamli maðurinn hafði smíðað. Ég renndi mér niður einhvern skafl og fram í götu og í því kom akkúrat bíll.“ Bíllinn var sem betur fer á hægri ferð en Guðjón rann á milli hjólanna á honum. Hann slapp óskaddaður frá slysinu en vankaðist þó aðeins. „Það varð mikil skelfing og all- ir héldu að það væri eitthvað stór- kostlegt að. Ég man alltaf eftir þessu hvað ég var utan við mig og hissa á öllum þessum látum í kringum mig.“ Aðspurður hvort höggið hafi gert hann varanlega utan við sig sagði Guðjón: „Ef það hefur skeð hefur það sennilega lagast þegar ég var níu ára og datt niður af þaki og fékk heilahristing. Þá hefur það sennilega hrokkið til baka.“ ■ Reyfarar í bland við heimsbókmenntir Það er samsafn af mjög ólíkumbókum sem einkennir bókahill- una mína,“ segir Árni Magnússon, framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins. „Þar má finna allt frá Laxness og Þórbergi yfir í Gris- ham á frummálinu í kiljuformi.“ Bókunum hefur Magnús sankað að sér í gegnum árin, allt frá því að hann var fermdur og fékk til dæm- is Þórberg í fermingargjöf. „Konan mín kom með Laxness í safnið, hún er nú eiginlega meiri bókaormur en ég,“ segir Árni. „En ég hef það fyrir reglu í hvert skipti sem ég fer út fyrir landsteinana að kaupa mér eina til tvær kiljur og taka með mér heim.“ Árni safnar kiljunum og fer ekki með þær á fornsölur eða í Kolaportið til að rýma fyrir nýjum. „Við færum kiljurnar í bóka- hilluna í sumarbústaðnum,“ segir Árni, sem hefur mest gaman af því að lesa lögfræðireyfara eins og til dæmis eftir Grisham. „Ég hef gaman af fléttunni og vil auð- vitað helst vera búinn að leysa gátuna áður en kemur að síðustu síðunni,“ segir Árni. „Þá hef ég verið að lesa Nick Hornby, þann sem skrifaði About a Boy, og svo eru í bókahillunni úttektir á mikil- mennum sögunnar, eins og Mand- ela, sem ég las reyndar nýlega.“ Árni segist að vonum ekki bú- ast við að liggja í bókum um pásk- ana, enda kosningavorið í algeym- ingi. „Það verður ekki fyrr en eft- ir 10. maí, en þá verður líka flat- magað uppi í sumarbústað með reyfara.“ ■ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Formaður Frjálslynda flokksins renndi sér á sleða undir bíl þegar hann var fjögurra eða fimm ára gamall. ■ FYRSTA BERNSKUMINNINGIN ÁRNI MAGNÚSSON Í bókahillunni hans kennir ýmissa grasa, fagurbókmenntir og léttmeti í bland. ■ BÓKAHILLAN MÍN FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.