Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 20

Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 20
20 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Ég er alls ekki andlegur leiðtogieða neitt þess háttar,“ segir Ksenia. „Við erum ekki með prest hérna ennþá. Presturinn kemur venjulega hingað frá Moskvu tvisvar til þrisvar á ári en þetta breytist kannski eftir að við erum búin að byggja okkur kirkju. Það fylgja því ýmis vandamál að hafa ekki alltaf prest á staðnum því það leita margir til okkar með til- finningaleg vandamál og þurfa stuðning og sálfræðilega hjálp sem er eitthvað sem prestur getur veitt. Þetta gerir mér stundum erfitt fyrir því að ég get ekki sinnt þessum þörfum þó að ég skipu- leggi starfið að nokkru leyti.“ Kirkja og menningarmiðstöð Undirbúningurinn að kirkju- byggingunni er kominn í fullan gang en söfnuðurinn hefur hing- að til leigt Friðrikskapellu fyrir starfsemi sína. „Þegar prestur- inn kemur fáum við afnot af kapellunni en við eigum mjög gott samstarf við Valsheimilið, eiganda kapellunnar. Friðrik- skapella hentar okkur mjög vel. Hún er frekar lítil og það er ágætt. Við erum ekki enn búin að finna kirkjunni okkar stað en erum að vinna að því með borg- inni, sem hefur reynst okkur mjög vel. Þetta hefur verið frjó samvinna og okkur hefur verið bent á marga áhugaverða staði. Við erum samt ekki enn komin á það stig að við getum sagt frá neinu í þessu sambandi.“ Rétt- trúnaðarkirkjan byggir á sterkri hefð og kirkjubyggingin verður því væntanlega nokkuð sérstök. „Ég held að það sé óhætt að segja að hún verði örugglega ekki eins og íslensk kirkja enda verður hún hefðbundin í þeim skilningi að hún verður hönnuð með við- mið rétttrúnaðarkirkjunnar í huga. Það er samt byrjað að hanna og reisa kirkjur sem eru nútímalegar þó þær standist kröfur hefðarinnar. Við höfum ekki tekið neina lokaákvörðun hvað útlit hennar snertir en erum búin að mynda okkur mjög ákveðnar skoðanir og munum sennilega hafa hana með nor- rænu yfirbragði.“ Ksenia bætir því við að það sé einnig mjög mikilvægt að fá pláss fyrir safn- aðarheimili í eða við kirkjuna. „Söfnuðurinn er eini opinberi félagsskapur rússneskumælandi fólks á Íslandi og stendur því fyr- ir alls konar menningarstarf- semi. Við höfum haldið jóla- skemmtanir fyrir börnin, verið með ljóðaupplestur og fleira og þurfum að hafa húsnæði þar sem fólk getur komið saman og unnið að verkefnum sem snerta kirkj- una ekki beint.“ Páskarnir viku seinna á ferðinni „Við erum búin að starfa í eitt ár og virkir félagar eru um eitt hundrað. Og það eru alltaf fleiri að bætast í hópinn. Ég tel nú aldrei í kapellunni en hún er alltaf full við messur og það hef- ur komið fyrir að fólk hefur þurft að standa fyrir utan. Þetta hefur gengið mjög vel og ég er afskap- lega ánægð. Það eru líka allir til- búnir til að leggja hönd á plóginn. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé alþjóðlegur söfnuð- ur. Við höfum fólk frá Eystra- saltslöndunum, Armeníu, Búlgar- íu, mikið af Rússum og nokkurn fjölda frá Georgíu. Þá hef ég líka orðið vör við fólk frá Póllandi.“ Kirkjan er svo ríkur þáttur í menningu Kseniu að hún segist ekki hafa getað hugsað sér að ala upp börnin sín án þess að þau fengju að kynnast kirkjunni þeg- ar hún flutti hingað fyrir rúmum þremur árum. „Það er svo mikið af íkonum í kringum trúna og svo er það auðvitað tónlistin og ilm- urinn. Þetta er fyrir öll skilning- arvitin og er mjög merkingar- þrungið. Það er erfitt að hugsa sér rússneska menningu án íkon- anna.“ Það er mikið um dýrðir í rétt- trúnaðarkirkjunni um páskana. „Páskarnir okkar eru viku á eftir páskunum hjá ykkur. Hefðirnar eru samt ekki ólíkar í grundvall- aratriðum. Við búum til sérstak- an mat um páskana og erum með lituð egg og mjög háar og sér- kennilegar kökur. Það mætti sennilega kalla þær skyrkökur. Þetta var svo fallegt hjá okkur í Friðrikskapellu í fyrra. Þar vor- um við með þetta allt saman og allir komu með egg og kökur í kirkjuna. Páskamessan í rétt- trúnaðarkirkjunni fer fram í kringum miðnættið, en nætur- messan setur alveg sérstakan svip á helgihaldið – allt verður einhvern veginn svo spennandi.“ Kynntust í kirkju Ksenia á eina systur og þær bjuggu hjá móður sinni í Moskvu. Ksenia lærði innanhússarki- tektúr í háskóla í Moskvu og seg- ist hafa tekið þessa stefnu í lífinu snemma. „Amma var arkitekt og móðir mín og faðir eru listasagn- fræðingar og ég var byrjuð í listaskóla þegar ég var eitthvað í kringum sjö ára gömul. Það má segja að þetta hafi aðallega verið spurning um hvort ég legði fyrir mig arkitektúr eða innanhúss- arkitektúrinn. Innanhússarki- tektúrinn var nýr á þessum tíma og var því mjög spennandi. Mamma hafði sérhæft sig í nú- tímaarkitektúr og var mjög áhugasöm um þetta og tókst að gera mig enn áhugasamari.” Ksenia kynntist manni sínum Jóni Ólafssyni í Moskvu og það vill svo skemmtilega til að þau hittust fyrst í kirkju. „Ömmu- bróðir minn er erkibiskup og því hátt settur innan kirkjunnar. Hann var mjög í sviðsljósinu á þessum tíma og var nátengdur Gorbatsjov og umbótaöflunuum í kringum hann. Jón starfaði þá fyrir Ríkisútvarpið og hafði fal- ast eftir viðtali við þennan fræn- da minn og þegar þeir hittust var ég á staðnum.“ Jón var búinn að ákveða að fara til New York í doktorsnám í heimspeki um það leyti sem þau kynntust. „Hann fór svo á undan til New York en ég fylgdi í kjölfarið.“ Fyrsta messan Ksenia og Jón eiga tvær dæt- ur, Alexöndru sem fæddist í Moskvu 1993 og Anastasíu sem fæddist á Íslandi 1995. Það gekk mikið á þegar Alexandra kom í heiminn 2. október en um þetta leyti sauð upp úr á milli stuðn- ingsmanna Borisar Jeltsín, for- seta Rússlands, og Rutskois varaforseta. Umsátursástand skapaðist í kringum þingið og b o r g a r s t j ó r n a r s k r i f s t o f u r Moskvu með tilheyrandi átök- um. „Það gekk mjög illa að kom- ast á spítalann enda var algert Ég er komin af prestum í marga ættliði. Afi minn var sendur í Gúlagið fyrir þær sakir einar að hann var prestur. Hann átti þrettán börn sem enduðu á götunni þegar hald var lagt á húsið hans. ,, Ksenia Ólafsson er fædd og uppalin í Moskvu. Hún flutti til Íslands ásamt eig- inmanni sínum, Jóni Ólafssyni heimspek- ingi, fyrir þremur árum. Hún er for- maður safnaðarfélags rússnesku rétttrúnað- arkirkjunnar á Íslandi. Söfnuðurinn er að leita að lóð undir fyr- irhugaða kirkjubygg- ingu og heldur pásk- ana hátíðlega eftir rúma viku. KSENIA ÓLAFSSON „Þetta var svo fallegt hjá okkur í Friðrikskapellu í fyrra. Þar vorum við með þetta allt sam- an og allir komu með egg og kökur í kirkjuna. Páskamessan í rétttrúnaðarkirkjunni fer fram í kringum miðnættið, en næturmessan setur alveg sérstakan svip á helgihaldið – allt verður einhvern veginn svo spennandi.“ STÓRBORGARSTÚLKAN Ólst upp í Moskvu, bjó svo í fimm ár í New York og kann vel við sig í Reykjavík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Litlu sigrarnir eru mikilvægir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.