Fréttablaðið - 17.04.2003, Síða 14

Fréttablaðið - 17.04.2003, Síða 14
14 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Áratug eftir að Bashar Assadlagði stund á augnlækningar í London horfist hann í augu við það að mesta hernaðarveldi heims hefur einsett sér að skikka ríki hans til hlýðni. Augnlækninga- neminn fyrrverandi gerði ekki ráð fyrir því að taka við völdum í Sýrlandi af föður sínum, Hassan Assad. Búist hafði verið við því að Basel, eldri bróðir Bashars, yrði fyrir valinu. Þegar hann lést í bíl- slysi fyrir níu árum var Bashar kallaður heim í skyndingu og bú- inn undir það að taka við völdum að föður sínum gengnum. Of ungur til að verða forseti Bashar er sagður hafa haft lít- inn áhuga á stjórnmálum á þess- um tíma. Hann tók þó við hlut- verki bróður síns og bjó sig und- ir að taka við landsstjórninni af föður sínum. Þegar Hassan Assad féll frá í júní 2000 var Bashar 34 ára að aldri, sex árum of ungur til að verða forseti sam- kvæmt lögum Sýrlands. Þá voru góð ráð dýr. Baath-flokkur- inn, sem fer með valdataum- ana í Sýrlandi, ákvað að breyta lögunum þannig að menn þyrftu að hafa náð 34 ára aldri til að geta gegnt for- setaembættinu. Þingið sam- þykkti laga- breytinguna og kaus Bashar einhljóða. Bashar vann sér fljótt vinsæld- ir fyrir að hefja baráttu gegn spillingu og hefja nútímavæðingu Sýrlands. Honum hefur þó ekki orðið mikið ágengt við að bæta spillt og staðnað efnahagslíf í landinu eftir að hann tók við völd- um. Að sumu leyti hefur hann þegið stefnu sína í arf frá föður sínum. Þannig hefur hann neitað að semja um frið við Ísraela nema þeir skili Gólanhæðum, sem þeir hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Hann heldur líka áfram stuðningi við Hezbollah-hreyfing- una sem hefst við í Líbanon og berst gegn Ísraelum. Aftur í ónáð Bandaríkjamenn lofuðu ríkis- stjórn Assads fyrir þann stuðn- ing sem hún sýndi baráttu Banda- ríkjamanna gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á tvíburaturnana 11. september 2001. Sýrlendingar greiddu atkvæði með ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 1441 þar sem Írökum var fyrirskipað að sýna samvinnuvilja eða vera viðbúnir því að taka afleiðingum. Það hefði því mátt ætla að sam- skipti ríkjanna færu batnandi. Sýrland var þó ekki tekið út af lista Bandaríkjanna yfir þau ríki sem styðja við bakið á hryðju- verkum. Bashar lýsti andstöðu við innrásina í Írak og gekk reyndar lengra. Hann lýsti þeirri skoðun sinni við líbanskt dagblað í síðasta mánuði að hann vonaðist til þess að Bandaríkjamönnum tækist ekki að hernema landið. Hann spáði mikilli andstöðu með- al almennings ef það gerðist, andstöðu sem gæti leitt til upp- reisna. Ólíkt mat stórvelda Bandaríkjamenn hafa farið hörðum orðum um sýrlensk stjórnvöld að undanförnu. Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkja- forseta, sagði Assad vera óreynd- an leiðtoga og varaði hann við því að verða ekki við kröfum Banda- ríkjanna um að hætta stuðningi við hryðjuverk, láta af tilraunum með gjöreyðingarvopn og aðstoð við Íraka. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hafði öllu jákvæðari sýn á forsetann. „Reynsla mín af kynnum við Bashar forseta og Farouk al-Sharaa (utanríkisráð- herra) er að þetta séu skynsamir menn sem láta sér annt um fram- tíð og velferð þjóðar sinnar.“ Straw sagði að Sýrlendingar yrðu að svara nokkrum spurningum um meinta efnavopnaeign sína. Það væri þó ekki hægt að stað- hæfa neitt um hana að svo stöddu. Boð um flugskeytaárás Eitt af því sem hefur farið fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum er grunur þeirra um að Sýrlendingar hafi hjálpað leiðtogum Íraks við að komast undan. Þótti sumum hand- taka bróður Saddams Husseins nærri sýrlensku landamærunum renna stoðum undir þennan grun. Aðrir hafa haft meiri efasemdir. Einn þeirra sem draga sann- leiksgildi ásakana Bandaríkja- manna í efa er blaðamaðurinn Ro- bert Fisk, sem hefur fjallað um málefni Mið-Austurlanda í tvo áratugi. Hann segir ótrúlegt að Sýrlendingar myndu leyfa írösk- um leiðtogum að dvelja í landinu þó þeir reyndu að fara um landið. Til þess væri áhættan of mikil. „Ef Bashar Assad forseti leyfði Saddam að dvelja í landi sínu sem gestur væri það líkast því að bjóða flugskeyti inn í höll sína.“ Möguleikinn er þó sá að íraskir leiðtogar noti Sýrland sem áfangastað á leiðinni til Hvíta- Rússlands, líklegasta staðarins til að fá hæli. Verjast ekki Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa hótað Sýrlendingum efnahagsþvingun- um ef þeir verða ekki við kröfum þeirra. Sýrlendingar hafa óttast að Bandaríkjamenn láti til skarar skríða gegn sér eftir að Írak er brotið á bak aftur. Ótti við hern- aðaraðgerðir á næstunni á ekki við rök að styðjast samkvæmt fréttum þess efnis að Banda- ríkjastjórn hafi stöðvað áætlana- gerð vegna innrásar. Þó er talið að vilji sumra standi til að gera innrás. Þar er varnarmálaráð- herrann tæpitungulausi, Donald Rumsfeld, sagður fremstur í flokki. Leonid Ivashov, sem stýrði al- þjóðaskrifstofu rússneska varnar- málaráðuneytisins, sagði blaða- manni AP að loftvarnakerfi Sýr- lendinga væru öflugri en loft- varnakerfi Íraka. Það breytti því þó ekki að þeir myndu ekki geta varist innrás Bandaríkjahers ef til hennar kæmi. Sýrlendingar gerðu tilraun til þess fyrir nokkrum árum að kaupa háþróuð- ustu loftvarnakerfi Rússa, S-300, sem þeir segja betri en sambæri- legan búnað Bandaríkjamanna. Rússar neituðu þeirri beiðni. Þrýstingur Ísraela Bashar Assad er hættulegur þjóðarleiðtogi og hefur sýnt vafasama dómgreind með því að taka afstöðu með Írökum og hýsa meðlimi úr stjórn Saddams Husseins. Þetta var dómur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísra- els, þegar hann hvatti Banda- ríkjastjórn til að beita Sýrlend- inga efnahagsþvingunum til að þrýsta á um að þeir láti af stuðn- ingi við skæruliða Hezbollah- hreyfingarinnar. Orð Sharons hafa verið túlkuð sem svo að hann vilji hafa sem mest upp úr því fyrir Ísrael að Saddam Hussein og félögum hans var komið frá völdum í Írak. Írak og Sýrland hafa lengi verið helstu andstæðingar Ísraela. Ísraelar hernámu Gólanhæðir í suðvestur- hluta Sýrlands 1967 og hafa haldið þeim síðan. Bent hefur verið á að ef hugur Bandaríkjamanna stend- ur raunverulega til þess að tak- marka útbreiðslu gjöreyðingar- vopna sé Ísrael eitt fyrsta ríkið til að snúa sér að þar sem Ísraelar ráði yfir fjölda kjarnorkuvopna. brynjolfur@frettabladid.is Litli bróðir á forsetastól Fyrrum nemi í augnlækningum stýrir nú landi sem Bandaríkin hafa krafist að geri hreint fyrir dyrum sínum. Sýrlendingar eru sakaðir um að hafa aðstoðað Íraka, reynt að koma sér upp gjöreyðingarvopnum og stutt við bakið á hryðjuverkasamtökum. MYNDIR AF FORSETANUM TIL SÖLU Bashar Assad Sýrlandsforseti verður að taka erfiðar ákvarðanir á næstu vikum og mánuðum vegna þrýstings Bandaríkjamanna. FRIÐUR OG HERNÁM FARA EKKI SAMAN Sýrlenskur skrautritari býr til borða þar sem veru Bandaríkjanna í Írak er mótmælt. Mikillar andúðar á Bandaríkjunum gætir í Sýrlandi, sérstaklega í flóttamannabúðum þar sem 400.000 Palestínumenn hafast við. VINNIÐ MEÐ OKKUR George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að Sýrlendingar verði að sýna samstarfsvilja. ÁSAKANIR BANDARÍKJAMANNA ● Sýrlendingar hafa reynt að koma sér upp gjöreyðingarvopnum ● Sýrlendingar hafa hjálpað íröskum ráðamönnum að komast undan ● Sýrlendingar hafa stutt við bakið á hryðjuverkasamtökum ● Fjöldi Sýrlendinga barðist gegn her- sveitum Bandaríkjamanna og Breta „Ef Bashar Assad forseti leyfði Saddam að dvelja í landi sínu sem gestur væri það líkast því að bjóða flugskeyti inn í höll sína.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.