Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 Stundum er ég mjög feginn þvíað enginn man lengur hvaða vit- leysu maður skrifar í þetta blað en í tvo daga. Síðast þegar ég skrifaði til dæmis um plötu And You Will Know Us By the Trail of Dead sagð- ist ég ætla að éta bækling geisla- disksins ef sú plata, „Source Tags & Codes“, yrði ekki á flestum listum gagnrýnenda yfir bestu plötur árs- ins 2002. Hún sást nú hér og þar en var ekki mjög áberandi. Svo reyndi ég að bjarga sjálfum mér fyrir horn með því að setja hana á árs- listann minn. Bæklingurinn var flottur en örugglega bragðvondur svo ég lagði ekki í að borða hann. Liðsmenn AYWKUBTTOD (úff, þvílíkt nafn!) eru greinilega frjóir og nú skila þeir af sér 5 laga þröngskífu þar sem kveður við sama tón og á síðustu breiðskífu sveitarinnar, sem mér finnst enn frábær! Mér finnst þessi fljótfærni sveitarinnar þó undarleg. Af hverju ekki að bíða og gefa út aðra breiðskífu eftir ár, í stað þess að punga út þröngskífu núna, rétt rúmu ári eftir síðustu plötu? Sveit- in virðist vera að færast í tilfinn- ingaríkari og melódískari áttir með hverri útgáfu. Hér eru þó áhrif Sonic Youth mun meira áberandi en nokkurn tímann áður. Engu lík- ara en Lee Ranaldo sjálfur sjái um gítarleik á köflum. Engin snilld, en þó hörkurokk. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist Frjóir rokkarar 37 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 CHARLOTTE GRAYkl. 5.45, 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 kl. 5 ABRAFAX OG SJÓRÆNINGARNIR kl. 2 og 4 KALLI Á ÞAKINU kl. 2 3.30, 5.45, 8, 10.15 Sýnd kl. 5, 6.30, 8 og 9.30 b.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i.12.ára THE HOURS b.i. 12 kl. 8 CHICAGO b.i. 12 kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 14 ára Sýnd kl. 3.50 og 10 b.i. 12 ára ELSKER DIG FOR EVIGT kl. 4 PINOCCHIO kl. 4 GAMLE MÆND I NYE... kl. 6 THE GOOD GIRL kl. 6 RABBIT PROOF FENCE kl. 6 THE COMEDIAN kl. 8 EL CRIMEN DEL PADRE... kl. 10.20 28 DAYS LATER kl. 10.20 KVIKMYNDAHÁTIÐ 101 AND YOU WILL KNOW US BY TRAIL OG DEAD: The Secret of Elana´s Tomb ■ TÓNLIST SHANGHAI KNIGHTS Aðdáendur breskurokksveitarinnar Oasis gætu þurft að bíða í tvö ár eftir næstu breiðskífu sveitarinnar þar sem gítarleikarinn Noel Gallagher hef- ur lýst því yfir að hann ætli að taka sér hvíld þar sem eftir er ársins. Noel segist vera orðinn þreyttur á tónleikahaldi og hljómsveitarlíferni en tók þó fram að sveitin muni fara í hljóðver á næsta ári. „Við ætlum að hvíla okkur út árið og bróðurpartinum af næsta ári mun- um við eyða í hljóðveri,“ sagði Noel. „Ég verð samt að viðurkenna að ég er ekki að flýta mér og er ekki farinn að leiða hugann að nýrri plötu. Hún verður því ekki til fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun þess næsta.“ Oasis er nýkom- in úr stuttu tónleika- ferðalagi um Evr- ópu þar sem meðlim- ir kynntu nýjustu af- urð sveitarinnar, „Heathen Chemistry“. „Fimmtán sinnum hef ég farið í kringum hnöttinn og séð hvern einasta stað sem hægt er að sjá. Slíkt ferðalag er því ekki stórt ævintýri í mínum huga, þetta er bara eins og vinna sem ég er búinn að fá leið á,“ sagði gítarleikarinn, sem á þó enn eftir að spila á Íslandi. Oasis hefur staðfest að sveitin muni ekki leika á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum sem var frestað þegar Noel lenti í bílslysi í ágúst síð- astliðnum. ■ OASIS Sveitin ætlar að taka sér frí það sem eftir er árs vegna leiða gítarleik- arans Noel Gallagher. Noel orðinn leiður 1. lítri af ís úr vél kr: 350,- (gegn framvísun auglýsingarinnar) Opið alla páskana Tilboð Verið velkomin Á r m ú l a 4 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.