Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 29
Rétt eins og aðrar trúarhátíðireiga páskar sér ákveðin tákn sem flest hneigjast að frjósem- inni og vorkomunni,“ segir dr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræð- ingur. Hún segir varla hægt að segja að þeir siðir og tákn sem við þekkjum best séu endilega ís- lensk. „Annars vegar er hin trú- arlega þýðing páskanna sem til- heyrir kristnum siðum og hins vegar þessi samevrópski arfur sem tengist vorkomunni; eggin, guli liturinn og blómin. Alls stað- ar í Evrópu er það til siðs að klippa greinar og fá þær til að snemmblómgast innanhúss. Páskarnir eru á þeim tíma sem dag er farið að lengja og því tengjast þeir óneitanlega vorinu og væntingum manna um betri tíð.“ Ólína kveðst í fljótu bragði ekki muna eftir neinum táknum eða siðum sem aðeins tilheyra okkur Íslendingum. „Þau páska- tákn sem eru hvað vinsælust í innanhússkreytingum eru heiðin frjósemistákn sem hafa færst yfir á kristna trúarhátíð, rétt eins og jólaskreytingarnar og dansinn umhverfis jólatréð sem eru af sama toga. Um páskaleytið eru ungar að koma úr eggjum og gróðurinn vaknar eftir kaldan vetur.“ Ólína segir sáralitlar heimild- ir vera fyrir því að hér á landi hafi fest rætur einhverjir sérís- lenskir siðir tengdir páskum sem ekki komu trúnni beinlínis við. „Að minnsta kosti eru fáar menj- ar um slíka siði nú á dögum.“ Hún telur ástæðu til að ætla að landsmenn hafi áður dregið úr kjötáti á lönguföstu og jafnvel haldið aftur af öðru áti. „Það er þó ekki víst að þetta hafi verið af trúrækniástæðum einum saman. Matarsiðir gamla bændasamfé- lagsins tengdust auðvitað árstíð- unum. Eftir langan vetur voru matarbirgðir á enda og því í raun heppilegt að draga úr áti þegar allur matur sem safnað hafði ver- ið á haustin var á þrotum og nýtt tímabil að ganga í garð.“ ■ FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 29 ● Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur á kyn.is Útsölustaðir Ragnheið ur Eiríksdót tir á kyn.is mæ lir með VIGE L! VIGEL hefur sannarlega fallið ljúflega í skaut íslenskra kvenna. Einu virðist gilda hvort konurnar eiga við fullnægingarvanda að stríða eða ekki. VIGEL virðist geta gefið fullnægingunum nýja vídd eða jafnvel vakið þær úr dvala. AUKIN DÝPT OG TÍÐNI FULLNÆGINGA VIGEL – kynörvunargelið sem slegið hefur í gegn! Dr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur segir að ekki séu neinar menjar um séríslenska siði sem tengjast páskum. Páskatáknin eiga flest rætur að rekja til heiðni og hafa verið yfirfærð á kristna trúarhátíð. Tákn páskanna hneigj- ast flest að vorkomunni DR. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Engir séríslenskir páskasiðir eru við lýði. FRJÓSEMIN OG VORKOMAN Flest þekktustu og vinsælustu páskatáknin tengjast vorkomunni. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Málshættir hinir nýju: Betri eru kynórar en tenórar Málshættir eru skemmtilegurhluti af tungumálinu og gæða það lífi. Sumt fólk er óskaplega vel að sér í málsháttafræðunum og slær um sig með málshætti við öll möguleg og ómöguleg tæki- færi. Aðrir kunna fáa málshætti og enn aðrir rugla þeim saman og nota þá líkt og Bibba vinkona okk- ar á Brávallagötunni forðum. Það „reið bókstaflega ekki við ein- hleyping“ hversu léleg hún var í málsháttum og orðtökum ýmiss konar. Svo er enn einn hópur manna, sem dundar sér við að setja saman nýja og skondna málshætti. Þessa málshætti finna menn örugglega ekki í páskaeggj- unum sínum, en hér eru nokkur sýnishorn: Oft er bankalán ólán í láni; Oft eru bílstjórar útkeyrðir; Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga: Betra er að hlaupa í spik en kekki; Betra er að sofa hjá en sitja hjá; Til þess eru vítin að skora úr þeim; Hagstæðara er að borga með glöðu geði en pening- um; Betra er að fara á kostum en taugum; Margri nunnu er „ábóta- vant“; Oft hrekkur bruggarinn í kút; Margur bridsspilarinn lætur slag standa; Oft eru bílstjórar vel á veg komnir; Oft fara bændur út um þúfur; Víða er þvottur brot- inn; Oft fer presturinn út í aðra sálma; og Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér, svo fátt eitt sé nefnt. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.