Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 4
4 10. maí 2003 LAUGARDAGUR
Hvenær mótmæltir þú einhverju
síðast?
Spurning dagsins í dag:
Verður/var þetta spennandi
kosninganótt?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
19%
13%
Lengra síðan
51%Ég mótmæli ekki
Síðasta mánuðinn
17%Í vikunni
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Í BAGDAD
Enn er langt í það að friði verði komið
á í Írak. Ljóst er að öflugt og fjölmennt
friðargæslulið er ein af forsendum þess að
árangur náist.
Friðargæsluliðar til Írak:
Gengur illa
að safna liði
ÍRAK, AP Sérfræðingar fullyrða að
það þurfi að minnsta kosti 40.000
manna lið til þess að standa vörð
um friðinn í Írak að stríði loknu.
Nokkur lönd hafa brugðist við ósk-
um bandarískra yfirvalda og eru að
undirbúa að senda friðargæsluliða
til Persaflóa. Allt bendir þó til þess
að sá mannafli sem þjóðirnar hafa
boðið fram sé langt því frá full-
nægjandi.
Pólsk yfirvöld íhuga að senda
allt að 2.200 hermenn til Írak og
Ítalir hátt í 3.000. Búlgaría ætlar að
senda af stað 450 menn, Aserbaídsj-
an 150 og Eistland 55. Aðeins 380
danskir hermenn munu fara til Írak
sem er aðeins brot af því sem
bandarísk yfirvöld höfðu farið
fram á. Það er því útlit fyrir að
Bandaríkin og Bretland þurfi að
taka að sér stærra hlutverk í friðar-
gæslunni en upphaflega stóð til. ■
■ Landhelgisgæslan
KOSNINGAR Fylgi Framsóknar-
flokksins upp á 16 til 17 prósent í
skoðanakönnunum er ekki langt
frá kjörfylgi flokksins í flestum
kosningum síðustu tuttugu árin. Í
fjórum kosningum frá 1983 hefur
flokkurinn notið stuðnings 18,4-
18,9% kjósenda. Það var aðeins í
kosningunum 1995 sem fylgi
flokksins fór á áður kunnuglegar
slóðir nálægt fjórðungi atkvæða.
Á árunum 1959 til 1974 fór
fylgi Framsóknarflokksins aldrei
undir 24,9%, varð mest 28,2%.
Eftir hrun flokksins 1978 hefur
flokkurinn aðeins tvisvar fengið
meira en 19% í kosningum, 1979
og 1995. Meðalfylgi hans síðustu
hálfa öldina mælist 22,4%, en síð-
ustu 20 árin er það 19,8%.
1999 vann Sjálfstæðisflokkur-
inn sinn stærsta kosningasigur í
aldarfjórðung, frá því hann fékk
42,7% í þingkosningunum 1974. Í
millitíðinni fékk flokkurinn mest
tæp 39% 1983 og 1991. Slökust var
útkoman 1987 þegar Albert Guð-
mundsson klauf sig úr flokknum.
Frá 1953 hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn að meðaltali fengið
38% í kosningum. Síðustu 20 árin
hefur meðalfylgið verið 36,4%, en
séu úrslitin 1987, þegar flokkur-
inn bauð fram klofinn, skilin frá
er það 38,8%. Það er nokkuð yfir
fylgi flokksins í nýjustu könnun-
um. ■
Fylgi Framsóknarflokks samkvæmt könnunum:
Ekki langt frá meðalfylgi
FYLGI FLOKKANNA
1953 1956 1959 1959 1963 1967 1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 1999
B 21,9% 15,6% 27,2% 25,7% 28,2% 28,1% 25,3% 24,9% 16,9% 24,9% 18,5% 18,9% 18,9% 23,3% 18,4%
D 37,1% 42,4% 42,5% 39,7% 41,4% 37,5% 36,2% 42,7% 32,7% 35,4% 38,7% 27,2% 38,6% 37,1% 40,7%
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Fylgi Framsóknarflokksins, eins og það
mælist í skoðanakönnunum, er ekki langt
frá meðalfylgi flokksins í kosningum und-
anfarna tvo áratugi.
KOSNINGAR Það getur brugðið til
beggja vona fyrir stjórnmálaflokk-
ana þegar talið verður upp úr kjör-
kössunum í kvöld. Þótt sjálfsagt
reyni allir foringjarnir að bera sig
vel hvernig sem niðurstaðan verð-
ur, er nokkuð ljóst að einhverjir
munu tapa og aðrir sigra. Frétta-
blaðið fékk þrjá stjórnmálafræð-
inga, þá Baldur Þórhallsson við Há-
skóla Íslands, Svanborgu Sigmars-
dóttur hjá Borgarfræðasetri og
Birgi Guðmundsson við Háskólann
á Akureyri, til þess að leggja mat á
það, lesendum til glöggvunar, hvar
mörkin liggja í tilviki hvers flokks
milli þess sem kalla má tap og þess
sem teljast verður sigur.
Sigur fyrir Framsókn
að standa í stað
„Ef flokkurinn fer undir 16% er
um verulegt tap að ræða,“ segir
Baldur um Framsóknarflokkinn.
„Við getum sagt að 16-18% sé varn-
arsigur, þótt það sé langt frá því að
vera góð útkoma fyrir flokkinn.
Framsókn hefur glímt við mörg
erfið mál á kjörtímabilinu og er
búin að vera 8 ár í ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Ef flokkurinn
togast upp í 19 prósent væri það
verulega góð útkoma.“
Svanborg bendir á að Framsókn
hafi verið í mikilli lægð undanfarið.
Hún telur að úrslit undir 17% yrðu
tap fyrir flokkinn, sérstaklega
vegna þess að í síðustu kosningum,
þar sem hann fékk 18,4%, hafi fylg-
ið náð sögulegu lágmarki. Engu að
síður yrði það stórgott fyrir Fram-
sókn að mati Svanborgar, miðað við
lægðina undanfarið, að ná sömu
niðurstöðu nú og síðast.
„Framsóknarflokkurinn getur
unað við 15% og meira,“ segir Birg-
ir Guðmundsson. „En hann er þá
eiginlega kominn alveg niður í
neðstu mörk. Í 15% yrði hann eigin-
lega að fara í stjórnarandstöðu.
Hann væri þá búinn að tapa fylgi
frá 1995 og minna fylgi en 15%
væri ábending um að framsóknar-
menn ættu að taka sér hlé eða
breyta um stjórnarmynstur.“
Undir 35% er tap fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
„Allt undir 35% er í raun og veru
stórt tap fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“
segir Baldur. „Ef flokkurinn fer
hins vegar í 37%, sem er um það bil
það fylgi sem hann fékk 1995, þá
myndi ég telja að um varnarsigur
væri að ræða. Ég myndi tala um
sigur ef flokkurinn endaði í 40 pró-
sentum.“
Svanborg tekur í svipaðan
streng. „Tap fyrir sjálfstæðismenn
væri 35-36% og neðar,“ segir hún.
„Ef þeir ná 40% væri það mikill sig-
ur, en 36% væri varnarsigur.“
Birgir er sammála. „Ég myndi
segja að 36-37% væri viðunandi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir
hann. Hins vegar væri sú útkoma
ekkert sérstaklega glæsileg að
hans mati. „Undir 35% væri mjög
alvarlegt mál fyrir flokkinn,“ segir
Birgir. „Það yrði umhugsunarefni
fyrir Davíð Oddsson um það hvort
hans tími væri liðinn.“ Að mati
Birgis yrði 40% fylgi verulegur sig-
ur fyrir sjálfstæðismenn.
Frjálslyndir keppa
við kannanir
„Að tvöfalda fylgið, upp í 8,4%,
væri stórgóð útkoma fyrir Frjáls-
lynda flokkinn,“ segir Baldur. Hann
bendir á að ný framboð sem komið
hafa fram á síðustu 30 árum hafi yf-
irleitt átt mjög erfitt með að auka
fylgi sitt í næstu kosningum eftir
að þau buðu fyrst fram. Kvennalist-
inn sé þar undantekningin. Fylgis-
aukning Frjálslyndra fæli því alltaf
í sér tíðindi. „Það yrðu hins vegar
vonbrigði fyrir flokkinn ef hann
fengi undir 6% eftir þetta gengi í
skoðanakönnunum undanfarið.“
„Ef Frjálslyndir falla mikið fyr-
ir neðan 9% verður það lítið meira
en viðunandi miðað við það hvernig
skoðanakannanirnar hafa verið,“
segir Svanborg. „Ef þeir enduðu í
7% væru það vonbrigði.“
Birgir er annarrar skoðunar
þegar kemur að Frjálslynda flokkn-
um. „Allt yfir 5% er sigur fyrir þá.
Þeir fóru upp í skoðanakönnunum í
tímabundinni sveiflu. Þetta var
ókyrrð.“ Allt fyrir neðan 5% yrði
hins vegar tap að mati Birgis.
Samfylkingin tapar ef hún
bætir ekki við sig
„Miðað við þær væntingar sem
margir hafa gert til Samfylkingar-
innar er ekki hægt að líta á það
öðruvísi en að það væri tap hjá
henni ef hún bætti ekki við sig
fylgi,“ segir Baldur. Samfylkingin
fékk 26,8% fylgi í síðustu kosning-
um. „Hins vegar er það sigur fyrir
Samfylkinguna ef hún fer upp í
30% fylgi,“ segir Baldur. „Og ef
hún nær þriðjungi, eða 33%, þá
erum við að tala um stórsigur.“
Baldur bendir á að vangaveltur af
þessi tagi um Samfylkinguna verði
líka að taka mið af því hver munur-
inn verður á milli Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks. „Því nær sem
Samfylkingin kemst Sjálfstæðis-
flokknum,“ segir Baldur, „því betri
er árangurinn.“
Svanborg tekur undir það. „Ef
Sjálfstæðisflokkurinn endar í lág-
marki, í 32-34%, og Samfylkingin
verður í einhverju svipuðu, þó hún
nái ekki alveg Sjálfstæðisflokkn-
um, þá yrði það mikill sigur fyrir
Samfylkinguna,“ segir Svanborg.
Burtséð frá Sjálfstæðisflokknum
telur Svanborg sigurmörk Sam-
fylkingarinnar liggja í 30%. Ef
Samfylkingin gerði ekkert meira
en að halda sínu kjörfylgi væri það
mikill ósigur.
Birgir tekur dýpra í árinni. „Það
yrði skelfilegt fyrir Samfylkinguna
ef hún lenti undir 30%,“ segir Birg-
ir. „30-31% væri hreinlega tap, og
það yrði sérstaklega tap fyrir Ingi-
björgu Sólrúnu, því hún hefur lagt
það mikið undir. Þá þyrfti Samfylk-
ingin að fara í mikla naflaskoðun.“
Birgir telur sigur Samfylkingarinn-
ar liggja í 34-35 prósentum.
Vinstri grænir fastir
í kjörfylginu
„Það yrði þokkaleg útkoma hjá
þeim að halda sínu fylgi,“ segir
Baldur. „En það hljóta að verða von-
brigði fyrir þá ef þeir bæta ekki við
sig frá því í síðustu kosningum.
Þeir hafa notið mikillar velgengni í
könnunum á kjörtímabilinu. Þeir
voru jafnvel orðnir stærri en Sam-
fylkingin. Ef Vinstri grænir tapa
fylgi er það ósigur, því þeir hafa
verið í stjórnarandstöðu og hafa
barist gegn stórum málum.“
Svanborg lítur svo á að sama
fylgi og í síðustu kosningum, eða
9,1%, væri viðunandi fyrir Vinstri
græna. En hún tekur undir þá
skoðun með Baldri að Vinstri
grænir virðist ekki hafa náð sér á
strik í kosningabaráttunni. „Þeir
virðast vera fastir í kjörfylginu.“
Hún segir 11% fylgi geta talist ein-
hvers konar sigur.
„Ég held að þeir séu týndu tap-
ararnir í þessum skoðanakönnun-
um undanfarið,“ segir Birgir, „því
það talar enginn um þá. Þetta hlýt-
ur að vera taugastrekkjandi. Allt
undir kjörfylginu hjá Vinstri
grænum er bara tap. Það er ekki
flóknara. Og í rauninni er það tap
ef þeir bæta ekki við sig. Sam-
kvæmt öllu ætti þetta að vera sá
flokkur sem nær flugi, miðað við
umræðuna í vetur. Þeir hafa verið
í stjórnarandstöðu með mjög
frambærilegan leiðtoga og ytri
skilyrðin hafa unnið með þeim.“
Birgir telur sigurinn liggja í a.m.k.
12 prósentum fyrir Vinstri græna.
Nýtt afl í hlutverki
örflokksins
„Það er alltaf tap fyrir flokka ef
þeir bjóða fram og koma ekki
manni inn,“ segir Baldur um Nýtt
afl. Hann telur að það sé tap ef
Nýtt afl kemur ekki manni inn.
„Það yrði stórsigur fyrir Nýtt
afl að koma manni inn,“ segir
Svanborg. „En ég held að þeir geri
í sjálfu sér ekki miklar væntingar
til þess.”
Birgir segist telja að 1.5% væri
sigur fyrir Nýtt afl. Að koma inn
manni væri stórsigur.
gs@frettabladid.is
Hvað er sigur, hvað
er tap í kosningum?
Í dag er kosið og spennan magnast. Fréttablaðið fékk þrjá stjórnmálafræðinga til að meta
hvar mörkin liggja á milli sigurs og taps hjá einstaka flokkum.
BIRGIR GUÐMUNDSSON
Segir fylgi undir 35% vera
alvarlegt mál fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Slík niðurstaða
yrði umhugsunarefni fyrir
Davíð Oddsson.
BALDUR ÞÓRHALLSSON
Ef Samfylkingin nær 33%,
segir hann, yrði það stórsig-
ur. Sigurmörkin hjá Fram-
sóknarflokknum liggja í 19
prósentum að hans mati.
SVANBORG
SIGMARSDÓTTIR
Að hennar mati ættu það að
verða vonbrigði fyrir Frjáls-
lynda að fara undir 9%. Ell-
efu prósent væri sigur.
TF-LÍF SÓTTI VEIKAN MANN Lög-
reglan í Vestmannaeyjum hafði
samband við stjórnstöð Landhelg-
isgæslunnar í gærmorgun og
óskaði eftir aðstoð vegna bráð-
veiks sjúklings. Að mati lækna var
ekki fært að flytja hann með
sjúkraflugvél. TF-LÍF fór í loftið
kl. 10.34 og lenti á Reykjavíkur-
flugvelli rúmlega klukkustund síð-
ar. Sjúklingurinn var fluttur þaðan
með neyðarbíl á Landspítala – há-
skólasjúkrahús við Hringbraut.