Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 32
Það verður ekki horft fram hjáRúnari Gunnarssyni - svo ein- falt er það,“ segir sjálfur Bubbi Morthens um þann tónlistar- mann íslenskan sem hefur haft hvað mest áhrif á sig. „Og þögnin sem ríkti lengi um Rúnar er skrýtin í ljósi þess hversu feikilega öflugur hann var. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að margar popp- stjörnur fóru ungar og s t e f n d u leynt og ljóst til annarra heima með neyslu sinni. Hendrix, Morri- son... Hvort það var tabú að tala um Rúnar vegna þess að hann hoppaði af turni Borgarspítalans veit ég ekki.“ Fyrir tæpum 40 árum var Rúnar Gunn- arsson ein skærasta poppstjarna Íslands. Á stuttum ferli markaði hann spor sem gera hann einn helsta áhrifavald ís- lenskrar dægurtónlistar. En frægðin reyndist honum erfið og margir samverkandi þættir urðu til þess að hann svipti sig lífi aðeins 25 ára gamall árið 1972. Það var líkast því sem sjálfsvíg væri eitthvað sem íslenskt samfélag gæti með engu móti horfst í augu við, í það minnsta var lengi vel lítið fjallað um Rún- ar Gunnarsson, sem má heita merkilegt mið- að við hið eril- sama og stutta líf hans sem poppstjörnu. Dátaæði grípur um sig Bítlarnir lögðu undir sig heim- inn um 1962 og áhrif þeirra voru fljót að skila sér til Íslands. Hinir keflvísku Hljómar urðu brátt að- alhljómsveitin en Dátar voru and- svar Reykjavíkur. Reyndar breyttu hljómsveitirnar Sóló og Tónar stíl sínum frá því að vera undir áhrifum Shadows yfir í bítlið. Það heppnaðist ekki. Rúnar var aðeins 18 ára þegar hljómsveitin var stofnuð árið 1965 en tilurð hennar var með nokkuð sérstökum hætti. Þráinn Krist- jánsson veitingamaður í Tjarn- arcafé, þar sem Jazzklúbbur Reykjavíkur hafði aðsetur, sá að bítlið var það sem koma skyldi. Hann auglýsti eftir strákum í hljómsveit með það fyrir augum að gerast umboðsmaður hennar. Rúnar svaraði auglýsingunni sem söngvari og rythmagítarleikari og Jón Pétur Jónsson bassaleikari og Stefán Jóhannsson trommuleikari fylgdu í kjölfarið. Hilmar, bróðir Þráins, varð svo fyrsti sólógítar- leikari Dáta. Hljómsveitin hóf fljótlega að spila og leiðin lá beint upp á við. Dr. Gestur Guðmundsson rokk- fræðingur, sem var og er mikill aðdáandi Rúnars og Dáta, segir hljómsveitina hafa byggt upp orð- spor á skemmtistaðnum Silfur- tunglinu og fór miklum sögum af spilamennsku þeirra. „Ég var ekki nógu gamall til að komast í Silfurtunglið en man að reynt var að fá Dáta til að spila á balli í Hagaskóla. Yfirkennarinn hafði af því spurnir að þeir væru of villtir og var hljómsveitin Sólo fengin í staðinn. Það var ónægja með það,“ segir Gestur. SG-hljómplötur, fyrirtæki Svavars Gests, hafði gefið út tvær EP-plötur með Hljómum og höfðu þær fengið rífandi viðtökur. Hljómar fóru yfir til Fálka með það fyrir augum að slá í gegn í út- löndum. Svavar var á höttunum eftir nýrri hljómsveit og Dátar, sem þá var átta mánaða gömul, var augljóslega besti kosturinn. Þeir áttu hins vegar engin frum- samin lög og var Þórir Baldursson fenginn til að stjórna upptökum og leggja til þrjú ný lög: Alveg ær, Leyndarmál og Kling klang. Plat- an kom út árið 1966 og Dátaæði greip um sig. Útvíðar Dátabuxur voru ómissandi eign þeirra sem vildu vera með á nótunum. Meira bítl en hjá Hljómum „Rúnar var stjarnan í hljóm- sveitinni, hafði mikla útgeislun og gekk í augun á stelpunum. Hann var í sambúð á þessum tíma, mjög ástfanginn og ekki að spá mikið í aðrar stelpur,“ segir vinur Rúnars og samstarfsmaður, textasmiður- inn Þorsteinn Eggertsson. Rúnar var sýnd veiði en ekki gefin og lenti stundum í vandræðum vegna ágangs og gat stundum ekki flutt lögin sín vegna þess að hangið var á löppum hans af æstum kvenkyns aðdáendum. Vorið 1967 kom svo næsta fjögurra laga plata Dáta með lögunum: Gvendur á eyrinni, Fyrir þig, Hvers vegna og Konur - öll eftir Rúnar við texta eftir Þor- stein. Frægðarsól Dáta reis enn. Þorsteinn segir að út á við hafi Rúnar verið glannalegur og kæru- leysislegur töffari sem talaði Keflavíkurmállýsku, sem þá var í tísku, en að undir niðri hafi hann ekki verið eins öruggur með sig og hann vildi vera láta. Og Bubbi Morthens segist hafa heyrt sögu þess efnis að sem unglingur hafi Rúnar æft og hannað ákveðna ímynd. Hljómum stafaði ógn af Dátum og fengu lag úr smiðju þeirra fé- laga á fyrstu LP-plötu sína. „Þeir vildu hafa okkur góða,“ segir Þor- steinn. „Við vorum aflögufærir og eitt sinn komu á okkar fund þeir Engilbert Jensen og Rúnar Júlíus- son. Við leyfðu þeim að heyra Peninga og Gluggann. Berta leist einhvern veginn betur á Peninga.“ Glugginn rataði seinna á plötu Flowers. Þorsteinn er þeirrar skoðunar að Dátar hafi í raun ver- ið meiri bítlahljómsveit en Hljóm- ar. „Til dæmis var Gunnar Þórðar- son alla tíð undir miklum áhrifum frá Beach Boys.“ Há dánartíðni meðal Dáta Fljótlega eftir fyrri plötu Dáta hætti Hilmar Kristjánsson í hljómsveitinni og Magnús Magn- ússon tók við stöðu hans. Undir það síðasta spilaði Karl Sighvats- son hljómborðsleikari með Dátum, einhver þekktasti hljóm- listarmaður Íslands. Af þessum sex er aðeins Jón Pétur bassa- leikari á lífi. Þrír fyrirfóru sér, Stefán trommuleikari lést eftir veikindi og Karl fórst í bílslysi. Þegar Gestur Guðmundsson skrifaði Rokksögu Íslands, sem kom út árið 1990, komst hann að því að lífslíkur poppara eru síst lakari en annarra stétta og Dátar skeri sig algerlega úr hvað þetta varðar. Þorsteinn Eggertsson segir þetta í stíl við það að Dátar hafi verið sú hljómsveit sem lifði hvað hraðast. Hann hafnar því þó alfarið að hljómsveitarmeðlimir hafi neytt fíkniefna en hugsan- lega hafi þeir drukkið meira viskí í staðinn. Árið 1967 brestur á með hippa- menningunni og þótt Dátar nytu um það leyti mikillar velgengni hugnaðist frægðarsólin þeim 34 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Laugardag: 11.00-16.00 Sunnudag:13.00-17.00 Rúnar Gunnarsson er goðsögn. Hann var einhver skærasta poppstjarnan á Íslandi á 7. áratugnum. Örlög hans urðu hins vegar harmræn og svo sviplegt var fráfall hans að um þessa miklu stjörnu sveipaðist á tímabili þagnarhjúpur. Tákngervingur hinnar villtu bítlakynslóðar ■ GOÐSÖGN DÁTAR Upprunaleg mynd hljóm- sveitarinnar. Frá vinstri: Rúnar, Stefán Jóhannsson, Jón Pétur Jónsson og Hilmar Kristjánsson. Bubbi Morthens: „Hann var fyrsti söngvarinn sem syngur á íslensku og það hljómar töff. Gvendur á eyrinni og Það er svo undarlegt með unga menn eru lög sem standa uppúr, þessi svalheit. Meira að segja á tímabil- inu með Óla Gauk, sem spilaði vinsældapopp síns tíma, var Rúnar aldrei hall- ærislegur. Tónninn er svo yfirmáta magnaður, þetta er allt kúl.“ Dr. Gestur Guðmundsson: „Rúnar var fyrir mörgum sannasti fulltrúi Bítla- og Mods andans frá því um miðjan sjöunda áratuginn. Hann hafði eitthvað í röddinni sem túlkaði heila kynslóð. Ögrun en um leið óöryggi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.