Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 12
Það er ekki laust við að ég hafinokkuð fundið til mín að undan- förnu. Ég er skyndilega orðinn vin- sæll og verðugur. Það rignir yfir mig tilboðum. Allir sem einhverja möguleika hafa á að verða kosnir á þing og komast til áhrifa í lands- stjórninni vilja allt fyrir mig gera: hækka húsnæðisstjórnarlánin mín, hækka barnabæturnar með börnun- um mínum, hækka lífeyrinn minn þegar ég verð gamall eða veikur, byggja handa mér menningarhallir og bora göng í gegnum fjöll svo ég verði fljótari að skreppa til Siglu- fjarðar. Þetta á ekki að kosta mig neitt – þvert á móti. Mér er lofað því að launin mín muni hækka en heim- ilisútgjöldin hins vegar lækka og skattarnir einnig. Og þessir menn hafa líka lofað að hlusta á vænting- ar mínar í framtíðinni og móta hér samfélag í takt við þær. Allar ákvarðanir verða í framtíðinni tekn- ar í samráði við mig. Auðvitað gengur þetta ekki eftir. Þetta er heldur ekki á valdi fram- bjóðendanna. Hvort atvinnulífið á Íslandi standi undir auknum kaup- mætti í framtíðinni er fyrst og fremst undir fyrirtækjunum í land- inu komið; stjórnendum þeirra og starfsfólki og samtökum þeirra. Stjórnvöld geta vissulega skemmt fyrir en það er ekki rétt að líta svo á að ef þau gera það ekki séu þau að skapa verðmæti. Það er rík sátt um það í samfélaginu að hinn frjálsi markaður eigi að sjá um atvinnulíf- ið. Við eigum nú nokkurra ára reynslu sem sýnir að það sé óhætt. Að sama skapi er sátt um að ríkis- valdið sjái um heilbrigðis- og menntakerfið, samgöngur og lög- gæslu. Það er hlutverk frambjóð- endanna okkar að gera það á hag- kvæman og árangursríkan hátt. Við viljum sem mesta þjónustu fyrir þær miklu fjárhæðir sem við greið- um í ríkissjóð. Um önnur mál sem meiri ágreiningur er um í þjóðfélag- inu – Evrópumál og fiskveiðistjórn- unarkerfið, svo dæmi séu tekin – viljum við að stjórnvöld standi fyrir öflugri umræðu sem miði að víð- tækri sátt allra hagsmunaaðila. Og þegar átt er við alla hagsmunaaðila er ekki aðeins átt samtök útgerða- rmanna, verslunar, iðnaðar, laun- þega eða slík samtök; heldur lands- menn alla. Við lítum á okkur sem upplýsta og tiltölulega skynsama þjóð. Við viljum ekki láta vernda okkur fyrir valkostum. Íslenskt samfélag var lengi vel líkara gömlu sovétlýðveldunum en nágrannaríkjum okkar á Vestur- löndum. Það er varla hægt að segja að hér hafi verið frjálst markaðs- hagkerfi frá 1930 og fram til 1980. Eftir það var frelsið aukið hægt og bítandi. Og okkur líka þær breyting- ar vel. Við viljum að Seðlabankinn hafa forystu í því að viðhalda hér stöðugleika en ekki ríkisstjórnin. Við viljum að fyrirtæki og starfs- fólk þeirra sjái um nýsköpun og endurnýjun atvinnulífsins. Við vilj- um að ríkisvaldið skapi okkur gott svigrúm til athafna. En við viljum jafnframt búa í siðuðu samfélagi sem aðstoðar þá sem standa höllum fæti. Ábyrgð á því hvílir að mestu á okkur sjálfum í okkar daglega lífi en við viljum að ríkisvaldið tryggi öllum menntun, heilbrigðisþjónustu og fjárhagslegt öryggi þegar á bját- ar. Það er hinn siðferðislegi grund- völlur skattanna. Þegar litið er yfir kosningabar- áttuna er eins og hún hafi ekki ver- ið háð um þetta samfélag heldur eitthvað allt annað og eldra. Samfé- lag þar sem ríkisvaldið hafði öll völd í sínum höndum. Það sýnir hversu litlan hlut stjórnmálamenn eiga í breytingum á samfélaginu. Þeir eru og hafa alltaf verið á eftir fólkinu. En þótt hlutur þeirra sé ekki eins ógnarstór og þeir vilja sjálfir trúa skiptir máli hvernig rík- isvaldinu er stýrt. Þegar við fáum að hafa áhrif á það ættum við að hafa í huga þarfir okkar fyrir ríkis- vald í dag og á næstu árum fremur en að falla fyrir landsföðurímynd frambjóðenda. Okkur vantar dug- legt vinnufólk til að reka ríkisvaldið – hvorki föður né móður. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um kjördaginn. 12 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Í dag fer ég í betri fötin. Ég tekþað hátíðlega að kjósa. Að fá að ganga einn míns liðs inn í kjörklefann og krossa. Auðvitað vita allir hvað ég kýs. Ég er jú búinn að boða mitt fagnaðarer- indi að undan- förnu, þannig að ekki hefur farið á milli mála, hver hugur minn er. En svo er ekki um alla og það er í góðu lagi. Fólk þarf ekki að básúna það út, hverjum það fylgir eða hvernig það ætlar að verja atkvæði sínu. Einmitt það, að eiga sig sjálfur og sína skoðun og hafa þann helga rétt að kjósa í kyrrþey, er lýðræðið, réttur sér- hvers manns og konu og enginn kíkir yfir öxlina á þér, enginn getur krafið þig sagna um at- kvæðið og hefnt sín eða hótað eftirmálum þótt þú kjósir eins og þér sýnist. Þess voru að vísu dæmi í að- draganda kosninganna að for- stjórar fyrirtækja höfðu uppi hótanir við sitt starfsfólk um uppsagnir og alvarlegar afleið- ingar ef atkvæðin féllu ekki þeim í geð, forstjórunum. En verður ekki að flokka svoleiðis meldingar undir taugaveiklun, undantekningar frá reglunni? Leynilegur atkvæðaréttur er alla jafna virtur í voru landi og það er vel. Bókhald stjórnmálaflokkanna Hitt er svo annað mál, hvern- ig svo sem kosningarnar fara, að auglýsingaflóðið frá stjórnmála- flokkunum síðustu dagana er með hreinum ólíkindum. Og þar eru sumir meiri og duglegri en aðrir. Hvaðan koma allir þessir peningar, tugir milljóna, jafnvel á annað hundrað milljónir króna? Er ekki nærtækast að draga þá ályktun að meiripartur- inn af því fjármagni sé reiddur fram af stórum og öflugum fyr- irtækjum, sem eru þannig að kaupa flokkana til fylgis við sig og sína hagsmuni? Svo maður tali hreint út, liggur það ekki á borðinu að þeir aðilar og fyrir- tæki, sem hafa séð stöðu sinni ógnað, leggist þarna á árarnar til að verja sína sérhagsmuni? Sína kvóta? Eftir því sem færri koma á fundi, því meir er lagt upp úr auglýsingum, sem varla er gert nema vegna þess að flokkarnir telja áhrif þeirra umtalverð. Og ekki bætir úr skák, þegar stórir og útbreiddir fjölmiðlar, eins og Morgunblaðið og DV, taka af- stöðu með einum flokki. Þá hall- ar á lýðræðið, þá er ekki lengur hægt að tala um jafnan rétt og jöfn tækifæri. Með þessari sömu þróun, með samþjöppun valds og fjár, með mætti peninga og aðstöðu, kem- ur fljótt að því, að stjórnmála- flokkar verða nánast og nokkurn veginn útibú voldugra fyrir- tækja, sem hafa einmitt orðið stór og voldug í krafti þeirrar aðstöðu sem pólitíkin hefur fært þeim. Strengjabrúður eða tagl- hnýtingar þeirra, sem varðar minnst um lýðræði og samfélag- ið í heild, en því meir um sína eigin hagsmuni, sína eigin buddu. Í þessu samhengi er það lífs- spursmál að almenningur fái það upplýst, hvernig og af hverjum kosningabarátta stjórnmála- flokka er fjármögnuð. Farið í betri fötin En þetta bíður betri tíma. Eins og svo margt annað. Sem fer auðvitað eftir því hverjir komast til valda og það er merg- urinn málsins, því enn er það svo, hvað sem líður hræðslu- áróðri og mætti auglýsinganna, þá förum við í sparifötin á kjör- degi og setjumst ein inn í kjör- klefann og eigum þennan rétt að kjósa og krossa við þá flokka og frambjóðendur sem okkur hugn- ast best. Þetta hefur verið harður kosn- ingaslagur, en þegar upp er staðið hljótum við öll að virða niðurstöð- una. Öllum gengur gott til og von- andi svífur andi íþróttanna yfir vötnunum í kvöld eða í fyrramálið og keppinautarnir geti staðið sæmilega sáttir upp og tekist í hendur og óskað sigurvegurunum til hamingju. Við virðum leikregl- urnar, við virðum úrslitin, við virðum lýðræðið. Þess vegna förum við í betri fötin. ■ Fyrirspurn til forstjóra Landsvirkj- unar Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún skrifar: Nú hefur verið ákveðið að reisaálver við Reyðarfjörð og virkjun við Kárahnjúka. Hér og nú ætla ég ekki að ræða hvort skynsamlegt sé að ráðast í slíka risaframkvæmd og það í einum áfanga. Ég vona aðeins, fyrst þetta skref var stigið, að allt reyn- ist þetta fjárhagslega vel og verði slysa- og áfallalaust. Friðrik, ég vil hins vegar koma með þrjár fyrirspurnir til þín varðandi virkjanamál. 1. Ef svo illa vildi til – sem eng- inn vonar – að náttúruhamfarir eyðilegðu Kárahnjúkavirkjun, verða þá „í hendi“ einhverjar tryggingabætur til að bæta tjónið, þótt sumt sé óbætanlegt? Margir telja nauðsyn að byggja mikil vatnsmiðlunarlón vegna orku- vera. Þess vegna undrast ég að Þórisvatn hafi ekki verið nýtt miklu betur sem vatnsforðabúr. 2. Mikill „flöskuháls“ er í út- falli vatnsins, sem leiðir til þess að neðstu tugmetrar vatnsins nýt- ast ekki til vatnsmiðlunar. Hví var þessi „þröskuldur“ (útfall vatns- ins) ekki sprengdur í burtu? 3. Hví hefur ekki lægðarskörð- unum „vestan“ Þórisvatns verið lokað með stíflugörðum, sem sýnist óveruleg framkvæmd, svo Þórisvatn geti tekið við miklu meiri vatnsforða til miðlunar en nú er? ■ Í fínu fötin ■ Bréf til blaðsins Dagur þjóðarinnar Hæstiréttur Íslands Ekki ónauðsynleg harka „Annars vegar höfðu lögreglumenn- irnir ekki, vegna viðmóts gagnáfrýjanda á vettvangi, sér- staka ástæðu til að búast við jafn harkalegum viðbrögð- um hans og raun bar vitni við þeirri beiðni einni saman, að hann sýndi þeim innihald vasa sinna. Hins vegar var ekki til þess komið, að leit á honum væri hafin, þegar hann umhverfðist með þeim afleiðingum, að til svo snarpra og skjótra átaka kom í bifreiðinni, sem ökumað- ur stöðvaði um leið og hann varð þeirra var. Þegar allt þetta er virt í heild verður ekki séð, að lögreglumennirnir hafi sýnt af sér ógætni eða gengið harkalegar fram gagn- vart gagnáfrýjanda en nauðsynlegt var til að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum, þótt svo illa hafi til tekist, að hann slasaðist í átökunum.“ ■ Héraðsdómur Reykjavíkur Þrír áttu að ráða við einn „Gera verður ráð fyrir að stefndu hafi sem lögreglumenn hlotið sérstaka þjálfun í að hand- járna handtekna menn. Skulu handhafar lögregluvalds gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stend- ur. Ekki mega þeir beita sakaðan mann harðræði fram yfir það sem lög heimila og nauðsynlegt er til að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum. Fram hefur komið að stefnandi sýndi mikinn mótþróa og barð- ist um á hæl og hnakka. Stefndu voru hins vegar þrír og verður að ætla að sá liðsmunur hefði átt að duga til að yf- irbuga stefnanda.“ ■ Harðræði lögreglumanna Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Geldir stjórnmálamenn „Margir fréttamenn ganga með „gelda stjórnmálamanninn“ í sér, blindir á sjálfa sig og halda að enginn sem vill verða „eitt- hvað“ geti lifað án þeirra.“ GUÐBERGUR BERGSSON Á WWW.JPV.IS Leynilegt framboð „Ég legg til að í framtíðinni verði kosningar hafðar raun- verulega leynilegar. Með því á ég vitaskuld ekki við að enginn fái að vita hvað fólk kýs heldur að leynilegt verði hverjir séu í framboði. Þetta er mun auð- veldara í framkvæmd en virðist við fyrstu sýn.“ SVARTHÖFÐI Á HTTP://KISTAN.IS/ Hugsaðupp á nýtt ELLERT B. SCHRAM ■ skrifar um alþingiskosningarnar. ■ Með þessari sömu þróun, með samþjöpp- un valds og fjár, með mætti peninga og að- stöðu, kemur fljótt að því, að stjórnmála- flokkar verða nánast og nokkurn veginn útibú voldugra fyrirtækja BÍLÞJÓFUR VAR HANDLEGGS- OG FÓTBROTINN Í LÖGREGLUBÍL. HÉRAÐSDÓMUR TALDI LÖGREGLUMENNINA ÁBYRGA AÐ HLUTA EN HÆSTIRÉTTUR SÝKNAÐI ÞÁ HINS VEGAR. Við höfum haft áhrif „Við höfum haft veruleg áhrif á hina pólitísku umræðu. Skattaumræðan var til dæmis ekki í gangi fyrr en við kom- um með hana og tveir flokkar vilja núna afnema verðtrygg- inguna, sem var málefni sem við komum með. Við byrjuðum sem gagnrýnisrödd og gerðum okkar alltaf grein fyrir því að það yrði erfitt að ná fylgi með svo skömmum fyrirvara,“ seg- ir Jón Magnússon, frambjóð- andi Nýs afls. Nýtt afl hefur ekki mælst með mikið fylgi í skoðanakönnunum. Spurt er hvort betur hefði verið heima setið en af stað farið. Bætiflákar Illa hlúð að menningu Sonja hringdi: Mér finnst helvíti hart að með-an þessir karlar eru að eyða milljónatugum í ferðalögum í kringum heiminn skuli Sinfónían vera í eldgömlu bíóhúsi og Borg- arleikhúsið að segja upp fólki. Svo er verið að byggja hallir fyrir fót- boltann. Það er til háborinnar skammar að það skuli ekki vera hlúð betur að menningunni. Sin- fónían er orðin fræg í útlöndum og hefur staðið sig alveg frábær- lega. Hún á betra skilið en að haf- ast við í gömlu bíóhúsi. Þið skuluð skammast ykkar ráðamenn. Svei attann. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.