Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 44
10. maí 2003 LAUGARDAGUR Holskefla langra og leiðinlegrasjónvarpsauglýsinga stjórn- málaflokkanna hefur eiginlega gert það að verkum að það hefur varla verið hægt að koma nálægt sjón- varpstækinu í vikunni. Auglýsingar eru ekkert sérstaklega skemmtilegt sjónvarpsefni og þær verða vart verri en þegar þær eru hlaðanar pólitískum áróðri auk þess sem það svíður illa undan þeirri vitneskju að þessi skáldskapur sem er borinn á borð fyrir sjónvarpsáhorfendur hef- ur áhrif á það hvernig fólk ráðstafar atkvæði sínu. Sjónvarpið tróð svo áróðursþátt- um flokkanna á dagskrá fyrir fram- an allt það besta sem það býður upp á í dagskrá sinni og þannig mátti maður horfa á áróðursmynd Fram- sóknarflokksins sem náði nýjum hæðum í leiðindum áður en maður fékk vikuskammtinn sinn af Sópranós. Þarna kom hins vegar Bretinn mér til bjargar en á mánu- daginn komst ég að því að BBC Prime sýndi gömlu gamanþættina Not the Nine O’Clock News á sama tíma og Riefenstahlmyndir flokk- anna voru á dagskrá. Ég slapp því blessunarlega við alla aðra flokka en framsókn en missti þó fyrir vikið af huggulegu spjalli forsætisráðherra og Gísla Marteins sem virðist nú þegar hafa verið skráð á spjöld ís- lenskrar fjölmiðlasögu. Markaðurinn á samkvæmt kenn- ingunni að gera okkur frjáls en ég fæ samt ekki séð að auglýsingar og lýð- ræði eigi mikla samleið. Það er þó huggun harmi gegn að við kjósum bara á fjögurra ára fresti og getum kokgleypt sjónvarpsþvæluna án meltingartruflana þess á milli. ■ Sjónvarp ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ leitaði á náðir BBC um það leyti sem kosningaauglýsingar stjórnmála- flokkanna voru að gera hann geðveikan. BBC og andi Riefenstahl 20.00 Billy Graham 21.00 Praise the Lord 23.00 Robert Schuller 0.00 Miðnæturhróp C. Parker Thomas 0.30 Nætursjónvarp – blönduð inn- lend og erlend dagskrá Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 14.00 4-4-2 15.00 Football Week UK 15.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) 16.00 Trans World Sport 17.00 Toppleikir 18.50 Lottó 19.00 Nash Bridges IV (11:24) 20.00 MAD TV 21.00 Sex Monster (Kyntröllið) Gam- anmynd. Byggingaverktakinn Marty Barnes vill fá meira fjör í kynlífið og nauðar í eiginkonunni. Hún er treg til en lætur loks undan og samþykkir að þriðji aðili taki þátt í ástarleik þeirra hjóna. Marty hugsar sér gott til glóðarinnar, ánægður með að geta haft tvær í takinu. En ráðagerðin snýst í höndunum á hon- um og Marty fer að efast um að hafa gert hið rétta til að uppfylla draumóra sína. Aðalhlutverk: Mariel Hemingway, Mike Binder, Renée Humphrey, Taylor Nichols. Leikstjóri: Mike Binder. 1999. Bönnuð börnum. 22.30 Allie and Me (Við Allie) Aðal- hlutverk: Lyndie Benson, Joanne Baron, James Wilder, Harry Hamlin og Dyan Cannon.Leikstjóri: Michael Rymer.1997. 23.50 Oscar de la Hoya - Campas (e). 1.50 Creating Kate (Þokkagyðjan Kate) Erótísk kvikmynd. Stranglega bönn- uð börnum. 3.15 Dagskrárlok og skjáleikur 6.00 Our Lips Are Sealed 8.00 RKO 281 10.00 The Spanish Prisoner 12.00 Moulin Rouge 14.05 Our Lips Are Sealed 16.00 RKO 281 18.00 The Spanish Prisoner 20.00 Moulin Rouge 22.05 Virus 0.00 The Whole Nine Yards 2.00 All the Pretty Horses 4.00 Virus 7.00 Meiri músík 12.00 Lúkkið 14.00 X-TV.. 15.00 Trailer 16.00 Geim TV 17.00 Pepsí listinn 19.00 XY TV 20.00 Meiri músík 13.00 Listin að lifa (e) 14.00 Jay Leno (e) 15.00 Yes, Dear (e) 15.30 Everybody Loves Raymond (e) 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 Survivor Amazon (e) 18.00 Fólk með Sirrý (e) 19.00 Cybernet (e) 19.30 Life with Bonnie (e) Skemmti- legur gamanþáttur um spjallþáttastjórn- andann og skörunginn Bonnie Malloy sem berst við að halda jafnvæginu milli erfiðs frama og viðburðaríks fjölskyldu- lífs! Mennirnir í lífi hennar eiga svo fullt í fangi með að lifa samveruna og -vinnuna við hana af! Frábærir þættir sem fróðlegt verður að fylgjast með 20.00 MDs 21.00 Leap Years 22.00 Law & Order SVU (e) 22.50 Philly (e) 23.40 Tvöfaldur Jay Leno (e) 1.10 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Sýn 22.30 Stöð 2 20.30 DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS 10. MAÍ 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Mummi bumba (19:65) 9.08 Stjarnan hennar Láru 9.19 Engilbert (12:26) 9.30 Albertína ballerína (15:26) 9.45 Hænsnakofinn (5:6) 10.03 Babar (8:65) 10.18 Gulla grallari (29:52) 10.45 Viltu læra íslensku? 11.10 Í einum grænum (1:8) 11.40 Læknar á Grænlandi (1:2) 12.10 Læknar á Grænlandi (2:2) 12.40 Geimskipið Enterprise (24:26) e 13.25 Þýski fótboltinn Bein útsending frá leik í þýsku úrvalsdeildinni. 15.20 HM í íshokkí Sýndur verður leik- urinn um þriðja sætið sem fram fór í Finnlandi fyrr í dag. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Smart spæjari (30:30) (Get Smart) Gamanþáttaröð um hinn eitur- snjalla spæjara Maxwell Smart. Aðalhlut- verk: Don Adams. 18.25 Flugvöllurinn (15:16) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Marteini 21.00 Kosningavaka Sjónvarpsins 2.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 46 Ríddu mér, eða Baise-moi, er mest umtalaða kvikmynd síðari ára. Lífið hefur ekki farið mjúk- um höndum um Manu og Nadi- ne. Manu var beitt kynferðis- legu ofbeldi í æsku og Nadine starfar sem vændiskona. Þær telja sig eiga óuppgerðar sakir við heiminn og leggja upp í ferðalag þar sem allt snýst um ofbeldi og kynlíf. Í aðalhlut- verkum eru Raffaela Anderson og Karen Lancaume. Myndin, sem er frá árinu 2000, er stranglega bönnuð börnum og rétt er að undirstrika að atriði í henni kunna að vekja óhug. 8.00 Í Erilborg 8.25 Tiddi 8.35 Dagbókin hans Dúa 9.00 Með Afa 9.55 The Land Before Time 7: The S (Litla risaeðlan 7) 11.10 Kalli kanína 11.25 Yu Gi Oh (16:48) 11.50 Bold and the Beautiful 13.40 Viltu vinna milljón? (e) 14.30 Best in Show (Hundasýningin) Gamanmynd fyrir dýravini á öllum aldri! Það er komið að einum merkasta við- burði ársins hjá hundaeigendum í Bandaríkjunum. Mayflower-hundasýn- ingin er að hefjast og fram undan er spennandi keppni. Eigendur og þjálfarar- hundanna hafa lagt á sig mikla vinnu en það er nokkuð ljóst að ekki hafa allir er- indi sem erfiði. Aðalhlutverk: Eugene Levy, Catherine O’Hara og Michael McKe- an.Leikstjóri: Christopher Guest. 2000. 16.10 Norah Jones - Live in New Or- leans (e) 17.10 Að hætti Sigga Hall (10:12) (e) (Boston) Meistarakokkurinn er mættur aftur. Siggi Hall gerir víðreist og heim- sækir marga spennandi staði. Ómissandi þáttur fyrir matgæðinga á öllum aldri. 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Ruby Wax’s Commercial Break- down (7:8) (e) 19.30 Kosningasjónvarp 2003 Bein út- sending þar sem einvalalið frétta- og tæknimanna Stöðvar 2 færir þjóðinni nýj- ustu tölur um leið og þær berast. Stór- skemmtileg dagskrá með stjórnmála- mönnum og skemmtikröftum fram á rauða nótt. 3.00 Best in Show (Hundasýningin) Sjá nánar að ofan. 4.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí Ríddu mér Alþingiskosningarnar 2003 verða í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni í kvöld frá klukkan 20.30 og fram á rauða nótt þeg- ar úrslitin eru ráðin. Einvalalið frétta- og tæknimanna færir þjóðinni nýjustu tölur um leið og þær berast. Stjórnmálamenn koma í heimsókn og skemmti- kraftar troða upp. Karl Garðars- son fréttastjóri fer fyrir sínu fólki en útsendingu stjórnar Elín Sveinsdóttir. Við lofum skemmti- legri kosningaumfjöllun enda hafa skoðanakannanir gefið til kynna að úrslitin verði söguleg. Kosningarnar á Stöð 2 og Bylgjunni LAUN TOPPANNA HÆKKUÐU FYRIR 4 ÁRUM DAGINN EFTIR KOSNINGAR. NÚNA HÆKKUÐU LAUNIN 4 MÁNUÐUM FYRIR KOSNINGAR. KJÓSANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.