Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 10. maí 2003 Kosningakaffi Kosningakaffi er í kosningamiðstöð Lækjargötu allan daginn Glens og gaman Kosningavaka Gleðjumst í góðra vina hópi á Hótel Íslandi í kvöld frá kl. 21:00 og fram eftir nóttu. Gestgjafar verða Guðrún Ögmundsdóttir og Jakob Frímann Magnússon Rokkslæðurnar og Gísli Galdur leika fyrir dansi Dregið í happdrættinu Akstur á kjörstað Hafið samband í síma 552 9244 eða 820 2941 Þarftu að kjósa utan kjörstaðar? Munið að kjósa utankjörfundar hjá sýslumönnum: Sýslumaðurinn í Reykjavík, Skógarhlíð 6 opið kl. 10–18 Sýslumaður í Hafnarfirði og Kópavogi opið kl. 10–12 Við sjáum um að koma atkvæðunum á rétta staði. Vinsamlegast komið með þau í kosningamiðstöðina í Lækjargötu Munið kosningasjóð Samfylkingarinnar. Aðeins eitt símtal 905 2003 og 1000 krónur renna í sjóðinn Kosninga- sveifla! FRIÐUR Friðarsinnar ætla að koma saman við Stjórnarráðið til síð- ustu mótmælastöðunnar gegn stríðinu í Írak. „Baráttan er ekk- ert búin,“ segir Stefán Pálsson, stjórnarmaður í Samtökum her- stöðvaandstæðinga. „En þar sem mótmælin hafa einkum beinst gegn stjórnvöldum eftir stuðn- ingsyfirlýsingu þeirra við hernað- inn í Írak fer vel á því að ljúka þessu holli á kjördag og minna ríkisstjórnina á andstöðu almenn- ings við stríðreksturinn sem hún lagði blessun sína yfir í nafni þjóðarinnar.“ Stefán bætir því svo við að „illu heilli bendir allt til þess að Bandaríkjastjórn muni sjá okkur fyrir nægum verkefnum á næst- unni. Það bendir fátt til friðar auk þess sem þessu er ekkert lokið í Írak þó það henti mönnum að beina athyglinni frá því.“ Mótmælin hefjast klukkan 14. Einar Már Guðmundsson mætir á staðinn og les ljóð, auk þess sem Hörður Torfason mun taka lagið og Birna Þórðardóttir ávarpar samkomuna. ■ STEFÁN PÁLSSON „Stríðinu í Írak er ekki lokið þó það henti mönnum að beina athyglinni frá því.“ Mótmæli á kjördag Mótmæli ■ Íslenskir friðarsinnar hafa staðið fyrir mótmælum gegn stríðinu í Írak á hverjum laugardegi í á fimmta mán- uð. Lokahnykkurinn verður tekinn í dag þegar efnt verður til mótmæla- stöðu við Stjórnarráðið á kjördag. Laugardag: kosningarpartý Buff spilar framá rauða nótt Mekka sport hefur opnað stærsta sportbar landsins frábær aðstaða fyrir hópa að öllum stærðum 7 breiðtjöld, 25 sjónvörp, 6 poolborð golfhermir, heitur pottur gufa, casino, grill, Textavarpssíða 669 - Heimasíða: www.mekkasport.is - Dugguvogi 6, Sími 5681000 Það er kominn tími til að róa áný mið,“ segir Friðrik Ár- mann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri verslunarmið- stöðvarinnar Fjarðarins í Hafna- firði, sem hefur sagt starfi sínu lausu til að taka við Melabúðinni á Hofsvallagötuhorninu. Stórt stökk í óvænta átt. „Þetta er fjöl- skyldufyrirtæki og ég ætla að fylla það skarð sem myndast þeg- ar faðir minn hættir, enda er hann búinn að standa vaktina lengi,“ segir Friðrik en faðir hans, Guðmundur Júlíusson, er orðin 73 ára og ætlar að fara að hægja á í daglegu amstri. Fyrir í Melabúðinni er svo Pétur bróðir hans þannig að fjölskyldan stend- ur saman. Faðir þeirra hóf versl- unarrekstur í Kjörbúð Vestur- bæjar, sem nú er ísbúð við Mela- skólann. Í Melabúðinni hefur hann hins vegar staðið hartnær upp á hvern dag í rúm 20 ár. „Þetta er náttúrlega allt annars konar rekstur þó alltaf snúist þetta um það sama; samskipti við fólk. Velgengni Melabúðarinnar byggir á þjónustulund samhentra starfsmanna, góðu kjötborði og uppsetningu verslunarinnar. Þetta er rétta blandan,“ segir Friðrik, sem kveður Fjörðinn sáttur eftir fimm ára uppbyggingarstarf í Mollinu. Sjálfur er hann búsetur í Vesturbænum; á Grenimelnum rétt hjá Melabúðinni, þannig að nú verður styttra að fara í vinnuna. Friðrik er menntaður í hótel- og rekstrarfræðum frá Bretlandi sem nýtist honum vel í starfi því þó Melabúðin sé ekkert Hilton þá er grunntónninn alltaf sá hinn sami og markmiðið eitt: Ánægðir viðskiptavinir. eir@frettabladid.is Verslun ■ Framkvæmdastjóri verslunar- miðstöðvarinnar Fjarðarins í Hafnarfirði er að færa sig um set og taka við stjórn Melabúðarinnar á Hofsvallagötu. Stórt stökk í óvænta átt. MELABÚÐIN Sonur leysir föður af við stjórnvölinn. FRIÐRIK ÁRMANN GUÐMUNDSSON Í FIRÐINUM Allt snýst þetta um samskipti við fólk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Úr Mollinu í Melabúðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.