Fréttablaðið - 10.05.2003, Síða 53

Fréttablaðið - 10.05.2003, Síða 53
LAUGARDAGUR 10. maí 2003 Kosningakaffi Kosningakaffi er í kosningamiðstöð Lækjargötu allan daginn Glens og gaman Kosningavaka Gleðjumst í góðra vina hópi á Hótel Íslandi í kvöld frá kl. 21:00 og fram eftir nóttu. Gestgjafar verða Guðrún Ögmundsdóttir og Jakob Frímann Magnússon Rokkslæðurnar og Gísli Galdur leika fyrir dansi Dregið í happdrættinu Akstur á kjörstað Hafið samband í síma 552 9244 eða 820 2941 Þarftu að kjósa utan kjörstaðar? Munið að kjósa utankjörfundar hjá sýslumönnum: Sýslumaðurinn í Reykjavík, Skógarhlíð 6 opið kl. 10–18 Sýslumaður í Hafnarfirði og Kópavogi opið kl. 10–12 Við sjáum um að koma atkvæðunum á rétta staði. Vinsamlegast komið með þau í kosningamiðstöðina í Lækjargötu Munið kosningasjóð Samfylkingarinnar. Aðeins eitt símtal 905 2003 og 1000 krónur renna í sjóðinn Kosninga- sveifla! FRIÐUR Friðarsinnar ætla að koma saman við Stjórnarráðið til síð- ustu mótmælastöðunnar gegn stríðinu í Írak. „Baráttan er ekk- ert búin,“ segir Stefán Pálsson, stjórnarmaður í Samtökum her- stöðvaandstæðinga. „En þar sem mótmælin hafa einkum beinst gegn stjórnvöldum eftir stuðn- ingsyfirlýsingu þeirra við hernað- inn í Írak fer vel á því að ljúka þessu holli á kjördag og minna ríkisstjórnina á andstöðu almenn- ings við stríðreksturinn sem hún lagði blessun sína yfir í nafni þjóðarinnar.“ Stefán bætir því svo við að „illu heilli bendir allt til þess að Bandaríkjastjórn muni sjá okkur fyrir nægum verkefnum á næst- unni. Það bendir fátt til friðar auk þess sem þessu er ekkert lokið í Írak þó það henti mönnum að beina athyglinni frá því.“ Mótmælin hefjast klukkan 14. Einar Már Guðmundsson mætir á staðinn og les ljóð, auk þess sem Hörður Torfason mun taka lagið og Birna Þórðardóttir ávarpar samkomuna. ■ STEFÁN PÁLSSON „Stríðinu í Írak er ekki lokið þó það henti mönnum að beina athyglinni frá því.“ Mótmæli á kjördag Mótmæli ■ Íslenskir friðarsinnar hafa staðið fyrir mótmælum gegn stríðinu í Írak á hverjum laugardegi í á fimmta mán- uð. Lokahnykkurinn verður tekinn í dag þegar efnt verður til mótmæla- stöðu við Stjórnarráðið á kjördag. Laugardag: kosningarpartý Buff spilar framá rauða nótt Mekka sport hefur opnað stærsta sportbar landsins frábær aðstaða fyrir hópa að öllum stærðum 7 breiðtjöld, 25 sjónvörp, 6 poolborð golfhermir, heitur pottur gufa, casino, grill, Textavarpssíða 669 - Heimasíða: www.mekkasport.is - Dugguvogi 6, Sími 5681000 Það er kominn tími til að róa áný mið,“ segir Friðrik Ár- mann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri verslunarmið- stöðvarinnar Fjarðarins í Hafna- firði, sem hefur sagt starfi sínu lausu til að taka við Melabúðinni á Hofsvallagötuhorninu. Stórt stökk í óvænta átt. „Þetta er fjöl- skyldufyrirtæki og ég ætla að fylla það skarð sem myndast þeg- ar faðir minn hættir, enda er hann búinn að standa vaktina lengi,“ segir Friðrik en faðir hans, Guðmundur Júlíusson, er orðin 73 ára og ætlar að fara að hægja á í daglegu amstri. Fyrir í Melabúðinni er svo Pétur bróðir hans þannig að fjölskyldan stend- ur saman. Faðir þeirra hóf versl- unarrekstur í Kjörbúð Vestur- bæjar, sem nú er ísbúð við Mela- skólann. Í Melabúðinni hefur hann hins vegar staðið hartnær upp á hvern dag í rúm 20 ár. „Þetta er náttúrlega allt annars konar rekstur þó alltaf snúist þetta um það sama; samskipti við fólk. Velgengni Melabúðarinnar byggir á þjónustulund samhentra starfsmanna, góðu kjötborði og uppsetningu verslunarinnar. Þetta er rétta blandan,“ segir Friðrik, sem kveður Fjörðinn sáttur eftir fimm ára uppbyggingarstarf í Mollinu. Sjálfur er hann búsetur í Vesturbænum; á Grenimelnum rétt hjá Melabúðinni, þannig að nú verður styttra að fara í vinnuna. Friðrik er menntaður í hótel- og rekstrarfræðum frá Bretlandi sem nýtist honum vel í starfi því þó Melabúðin sé ekkert Hilton þá er grunntónninn alltaf sá hinn sami og markmiðið eitt: Ánægðir viðskiptavinir. eir@frettabladid.is Verslun ■ Framkvæmdastjóri verslunar- miðstöðvarinnar Fjarðarins í Hafnarfirði er að færa sig um set og taka við stjórn Melabúðarinnar á Hofsvallagötu. Stórt stökk í óvænta átt. MELABÚÐIN Sonur leysir föður af við stjórnvölinn. FRIÐRIK ÁRMANN GUÐMUNDSSON Í FIRÐINUM Allt snýst þetta um samskipti við fólk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Úr Mollinu í Melabúðina

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.